laugardagur, febrúar 12, 2005

Röfl#1

ópersónulegt eða hvað? Þetta er bara málfræði! Öll gagnrýni er vinsamleg.
Það er magnað hvað fólk er einfalt og stundum þykist vera flókið en er einfalt. Ósjaldan kemst maður að þessari niðurstöðu, þó sérstaklega þegar maður er í annarlegi andlegu ástandi. Maður er gjarn á það að falla í einhverjar dæmigerðar íslenskar klisjur, þ.e.a.s. klisjur á borð við málfræði eða setningar, það er að segja hvernig maður orðar hlutina. Það virðist vera, að mér finnst og sýnist, hversu kurteisislega maður, nei ´fokkit´, hversu kurteisislega ég kemst að orði, þá er alltaf einsog að ég sé að gagnrýna einstaklinginn sem stafaði orðin eða orðaði setningunna, það virðist ekki skipta máli hvernig ég eða einhver annar gagnrýnir málfræðina þá virðist einsog að það sé beint sérstaklega að einhverjum, s.s. að þessi ábending er tekin sem móðgun. Móðgun hjá þeim sem er mikið skyldur viðkomandi eða þekkir vel viðkomandi eða þekkir vel til viðkomandi sem er að gagnrýna vissa málfræðireglu eða stafsetningareglu eða orðasamsetningareglu tekur þetta sem persónulega gagnrýni... en er þetta einsog að segja að viðkomandi sé ljótur? Nei, ég bara spyr.

Engin ummæli: