föstudagur, september 16, 2005

Blah, blah!

Eitt sinn tjáði ég mig um eyrnamerg og það hefur staðið lengi til að kaupa mér eyrnapinna til að hafa á heimilinu, en því miður hefur það ekki komist í sérstakan vana að kaupa eyrnapinna á heimilið en nú stendur bót á. Þetta tókst mér í dag. Einnig keypti ég mér mjúkan tannbursta frá colgate, því það var einhverja daga sem ég burstaði ekki tennurnar sökum þess að ég hafði ekki aðgang að tannburstanum mínum því ég var einhverstaðar annarstaðar. En það hefur leitt til þess að mér finnst afar sársaukafullt að bursta efri góminn vinstra meginn, auk þess blæðir. Það gæti vel farið svo að ég athugi tíma hjá tannlækni.

Var þetta ekki skemmtilega tilgangslaust og vita óþarfar upplýsingar?

Af því tilefni þá vill ég ólmur benda á frábæran pistill er ber heitið "If these words were people, I would embrace their genocide" eftir George Ouzounian, betur þekktur sem Maddox.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

til hamingju með nýja tannburstan! húrra!

Nafnlaus sagði...

Hættu bara að reykja, þá blómstrar tanngarðurinn!

Kristbjörg sagði...

bursta bursta bursta þá hættir að blæða. Hafa bara aukabursta á hinum staðnum og ég bara verð að segja þér að mér finnst heimurinn mun betri ef þú hefur keypt eyrnapinna. Eyrnamergsfærslan þín var ein ógeðfelldasta lesning ég veit um :)
Þú skilar svo kannski kveðju inn á bláa gang :)