laugardagur, september 24, 2005

Þú

Mitt ævintýrilega ferðalag hófst klukkan rúmlega átta. Klukkan tuttugu mínútur í eitt þá helltist yfir vit mín það óendanlega tilgangsleysi sem hrjáir okkur öll. En þó hélt ferðin mín áfram til eina lókal staðarins sem var opin, Víkin. Ég hafði það í hyggju að rölta inn í mínu mesta sakleysi og drekka kannski einn bjór og segja það gott, halda heim á leið með bros á vör, en þegar ég nálgaðist staðinn þá þyrmdi það yfir mér, þvílíkt og annað eins tilgangsleysi. En ég lét mig hafa það og steig innfyrir með japlandi þvaðri í mínum eyrum um ekki neitt sérstakt. Ég nálgaðist barinn og leit í kring, sá nákvæmlega sömu andlitin og ég sá fyrir þremur mánuðum síðan, þar áður fyrir þrem árum síðan, þar áður fyrir þrem dögum síðan. Ég sá síðan sömu andlitin eftir þrjú ár á sama stað, á sömu stólunum þvaðrandi um sama helvítis kjaftæðið. Ég sleppti bjórnum og fór aftur sömu leið út. Því ég gat ekki svarað spurningunni sem leiddi mig á þennan stað, til hvers? Fokkitt, fór heim og settist niður og reit um það.

Engin ummæli: