mánudagur, september 26, 2005

Klukkaður? Djöfulsins endemis vitleysa!

Kíkti aðeins á ritvöllinn hans Ingvars Árna bróður og hann minntist á það að ég ætti að vera "klukkaður". Ég hef einu sinni séð þetta áður, það er hjá Vésteini Valgarðssyni erkikomma og dreng góðum er hann tjáði lesendum um svefnvenjur sínar. Ég velt því fyrir mér hvað þetta "klukk" er og komst að þeirri hógværu niðurstöðu að þetta er keimlíkt svokölluðum keðjubréfum, "Tag! You´re it!"-leikjum og flöskustút. Skilst að ég eigi að segja fimm staðreyndir um mig.

En þó ég reyni að forðast fyrrtalið drasl einsog heitann eldinn, þá skal ég taka við þessari áskorun og ég skal reita eitthvað sniðugt:
  1. Mér finnst bjór góður, oft þegar ég lofa sjálfum mér að fá mér "bara" einn bjór þá á ég það til að ráfa perufullur heim á virkum degi og hringja í skólann næsta morgunn og segjast vera veikur. Hef einu sinni gert þetta þegar ég átti að mæta í vinnu daginn eftir, þ.e. að hringja mig veikann.
  2. Stundum á ég það til að ofspila plötur, s.s. að ég hlusta á fátt annað en það sem er í uppáhaldi þá stundina. Metið mitt er nær þriggja vikna spilun á plötunni 10.000hz Legend með Air.
  3. Ég sveiflast á milli þess að telja mig gáfumenni eða vitleysing, herramann eða dusilmenni, djúphugsuður eða spaugari.
  4. Á það til að byrja að lesa bók sem mér finnst ótrúlega áhugaverð, en dett stundum út dagdrauma og ýmsa þanka meðan ég er að lesa og áður en ég veit þá er ég meira en hálfnaður með bókina og ég man ekkert um hvað ég var að lesa. Sérstaklega óþolandi þegar kemur að námsbókum.
  5. Að lokum, ég er ekki mikið félagsdýr, en á mína spretti.

2 ummæli:

Vésteinn Valgarðsson sagði...

Mér skilst að þú eigir nú að tilnefna einhverja fimm sem þú klukkar.

Doddi sagði...

The buck stops here!