fimmtudagur, apríl 13, 2006

It´s that time of the year again

Tetrahydrocannabinoid-neysla hefur verið töluverð. Kvikmyndagláp er fylgikvilli þess og þær kvikmyndir sem ég hef verið að glápa á undanfarið eru:

  1. A History of Violence. Afpspyrnu góð stúdering á persónum og persónueinkenni eftir David Cronenberg. Hvað smá ofbeldi getur leitt til.
  2. Feralag keisaramörgæsana. Fullt af mörgæsum sem eru skemmtilega furðuleg dýr. Fín mynd.
  3. King Kong. Stór api, voða fjör.
  4. Harry Potter and the Goblet of Fire. Einsog hinar Harry Potter-myndirnar (og vissulega bækurnar líka) þá er þessi einsog hinar Harry Potter-myndirnar (og bækurnar líka) þar sem Harry Potter þarf að kljást við vonda kallinn Voldemort með göldrum. Fleiri tæknibrellur og eldri ungleikarar.
  5. The Wicker Man. Æðisleg kvikmynd frá 1973 sem skrifuð er af Anthony Shaffer sem einnig reit meistarastykkið Sleuth (sem gerð var að kvikmynd með Michael Caine og Laurence Olivier í aðalhlutverkunum). Að hluta til söngleikur, lögreglusaga og félagsfræðilegar vangaveltur þegar tvö ólík trúarbrögð kljást. Christpher Lee fer á kostum í þessu verki.
  6. North by Northwest. Hitchcock-klassi. Roger Thornhill, sem leikinn er af Cary Grant, er hafður að rangri sök og talin vera George Talbin, leyniþjónustumaður á vegum CIA og er rænt.

Engin ummæli: