þriðjudagur, apríl 11, 2006

Smábæjarmentalitet

Kannski þarf nokkrar vetfangskannanir svo að þetta standist vissar kröfur, en þó er maður nokkuð viss að þetta svokallaða séríslenska "smábæjarmentalitet" sé til. Þó þarf viðmiðanir og athuganir, helst þarf samanburðarrannsóknir á ýmsum stöðum. Náttúrulega í smábæjum, hugsanlega í rúmlega 12-16 löndum. Skipt niður eftir efnahagsástandi, staðsetningu, útflutning og innflutningi og öðrum þáttum frá báðum endum, s.s. viðmiðun við hið ríkasta og hið fátækasta.

Maður sér framá ótrúlegt samstarfsverkefni hjá Sameinuðu Þjóðunum. En samkvæmt mínum rannsóknum þá tel ég það mjög líklegt að orðrómurinn, um að hið svokallaða smábæjarmentalitet, er alveg eflaust til. Sömuleiðist minnimáttarstórborgarmentalitet, landsbyggðarsveitapakkmentalitet (sem svipar mjög til smábæjarmentalitet, en er aðeins öðruvísi), ofurmenntaða- ómenntaðmentalitet, vitaalltvitaneitthrokagikkabrickwallmentalitet og póstmódernísktplúróegócentrísktmentalitat.

Hér er smá úrdráttur úr mínum eigin persónulega hugsunarhætti undanfarið:

"Djöfull væri fínt að eiga eitt stykki bíl eða svo."
"Já, veðrið er aldeilis fínt núna."
"Seisei, það er sérdeilis."
"Nei! Obbosí! Ég er í nýjum skóm!"

Kannski er til eitthvað sértækt sálfræðilegt heiti yfir þessu, eitthvað í líkingu við centrified stupifying syndrome nema það mætti vera meira latínskt.

Engin ummæli: