Mark Twain
Las sögu eftir þennan bandaríska rithöfund, er ber titilinn "Bréf frá Jörðu." Í þeirri bók eru nokkrar greinar og plat-ævisögur. Til að mynda í fyrsta kafla, er heitir "Bréf frá Jörðu" setur Mark Twain sjálfan sig í hlutverk Satans, er ferðast til jarðar og er hálfgerður mann- og félagsfræðingur, er undrast þessa einkennilegu Guðstrú er mennirnir aðhyllast og hvað einkennilegur og illur þessi guð er og hversu gífurlega frábrugðinn guðinn er frá Guðinum sem Satan þekkir. Er þessi saga byggð á bréfum sem Satan sendir erkienglunum Mikael og Gabríel. Dagbók Metúsalem er "þýdd" og endursögð, en Metúsalem þessi er 600 ára gamall sonar-sonar-sonar-sonar-o.s.frv.-sonur Adams, fyrsta jarðarbúann.
Þessi bók er aðallega bölsýni á mannkynið "Hvað við erum virkilega mikil flón" og ádeila á kristna trú. Ágætis bók og mæli ég með lestur á henni. Ætli maður drífi sig ekki í að lesa eitthvað meira eftir hann Mark Twain.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli