föstudagur, apríl 09, 2004

ARGGGHHH!!!!

Jarðefnaeldsneyti og náttúrulegt gas, við erum svo háð því. Hversu alvarleg verða fráhvarfseinkennin? Þau verða blóðugri en Braindead í bland við píslargöngu Jesús og bjartari en Nagasaki og Hiroshima til samans. Getur náttúruleg orka á borð við vatn, vind og sólarljós komið í staðinn fyrir olíu? Eitt einfald "NEI" ætti að duga þessarri spurningu. Einsog ég sagði, við, manneskjur, þjóðir og þvíumlíkt apparat, erum háð jarðefnaeldsneyti, þetta er notað til knýja 90% af rafstöðvum í heiminum, bensín fyrir bíla,trukka, traktora, skip, fragt, flugvéla, geimflaugar - ammóníak er unnið úr olíu sem er notað í matvælaiðnað, ískápa og hreinsiefni svo eitthvað sé nefnt. Við erum hættulega háð jarðefnaeldsneyti... örlög okkar allra eru í þessarri svörtu slikju, dauðaslikju.

Ég hef minnst á þetta áður, athugið málið. Google leitarorð: Peak Oil

Engin ummæli: