NO TV-Vikan
Að vera uppalin á sjónvarpi, vídeó og tölvuleikjum frá barnæsku hefur ekki gefið mér margt í mínu lífi. Ég stundaði það áður fyrr að horfa alveg gífurlega mikið á sjónvarp, stillti klukkuna og vikudaga eftir dagskránni, stundum gekk það svo langt að ég neitaði um yfirvinnu útaf sjónvarpsþætti. Einnig horfði maður á hvaðsem er um tíma, það skipti ekki máli hvað var á á skjánum, það gat verið Stundinn okkar eða Maður er nefndur, ég mundi glápa á það af tómri skyldurækni gagnvart hinu heilaga sjónvarpi. Eða kvikmyndirnar, ég var orðinn fíkill. Tók vídéóspólu í hvert sinn sem tækifæri og fjárhagur leyfði, það skipti ekki máli hvaða ég tók, hvort það var ömurleg vísindaskáldsögu-þvæla á borð við Dollman, eða rómantískt gamamyndarsorp á borð við Ghost, þá horfi ég á, sama hversu ömurleg myndinn er. Tölvuleikjanotkun mín er ekkert betra, fokk, ég spila óhemju mikið af tölvuleikjum og ég það sem ég spila getur verið frá snilldarafþreyingu til hönnun frá helvíti. En ég spila það samt.
En nú er öldinn önnur (enda var ég mikill skjáfíkill á 20. öldinni) og hef skorið niður sjónvarpsgláp umtalsvert, en fæ reglulega fráhvarfseinkenni sem ég verð að svala með því að horfa allavega á einn þátt í sjónvarpinu, ég horfi enn á vídeó/DVD/bíó en geri talsvert minna af því en áður tíðkaðist. En að vísu er einn "löstur" sem ég enn hef, það er tölvuleikjaspilun, það verður langt í það að ég losni við þá fíkn.
Annars er hin margumrómaði Alþjóðlegi "No-Tv" Vikan, og stefnan er sett á það að hætta, að mestu, að horfa á sjónvarp. Ég er þegar byrjaður á því, og hef horft á, tja, 2 tíma af sjónvarpi í þeirri viku sem var að líða. Það er afrek. Allt í allt, þá held ég að ég sé búinn að horfa á, tja, kannski 6 tíma af sjónvarpi í þessum mánuði, jafnvel minna!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli