Þýðing úr Days of war, Nights of love : Crimethink for beginners sem ég hef verið að dunda mér við. Endilega farið yfir þetta og gerið athugasemdir, einsog góðvinur minn hann Bessi gerði. Ég er nú búinn að bæta við Söguna í þetta innlegg. Síðan kemur spes innlegg fyrir Rými (space) og Vinnu (working). Svo haldið fast í hattana ykkar.
S fyrir Smáborgara og Sögu (p. 46)
Hinn háttvísi þokki SMÁBORGARANA eða, harðstjórn hárþurrkarans
Skiptir faðir þinn oft um áhugamál, í tilgangsleysi sínu að finna einhverja þýðingarmikla aðferð til að eyða þessum litla"frítíma" sem hann fær frá vinnu? Er móðir þín alltaf að endurinnrétta heimilið, fer frá einu herbergi til hins næsta, þangað til að hún getur byrjað allt uppá nýtt? Kvelurðu í sífellu sjálfan þig yfir framtíðinni, einsog það væri einhver vegur sem er lagður fyrir framan þig - og heimurinn mundi enda ef þú færir af honum? Ef svarið við þessum spurningum er já, þá lítur það út fyrir það að þú sért í heljargreipum smáborgarana, síðustu skrælingjarnir á jörðinni.
Herlög Almenningsálitsins
Almenningsálitið er smáborgarana mikils virði því þeir vita að þeir lifa í hjörð: hjörð hræddra dýra, sem munu snúast gegn hverjum þeim sem ekki þekkja þau sem sitt eigið. Þau skjálfa af hræðslu þegar þau velta því fyrir sér hvaða skoðunn "nágrannarnir" hafa á nýja klippingu sonarins. Þau skipuleggja aðferðir til að líta út fyrir að vera meira eðlileg en vinir og vinnufélagar. Þau þora ekki að kveikja á garðúðanum á vitlausum tíma, hvað þá fara í viðeigandi klæðnað á "óformlegum föstudögum" í skrifstofunni. Allt sem gæti mögulega komið vanafestunni úr skorðum er litið hornauga. Ást og girnd eru sjúkdómar, mögulega banvænir, rétt einsog öll ástríða sem ef til vill leiðir einhvern til að gera hluti sem gæti kannski leitt til brottvísunar frá hópnum. Haldið þeim í einangrun frá leynilegum ástarsamböndum og stefnumótum unglinga, haldið þeim frá klúbbum og erótískum súludanstöðum - í Guðs bænum, ekki smita okkur hin. Eipaðu þegar þegar liðið "þitt" vinnur, farðu á blindafyllerí þegar helgin ber að, leigðu klámmyndir ef þú þarft þess, en ekki dirfast að syngja eða hlaupa eða njóta ásta hér. Ekki undir neinum kringumstæðum skaltu játa einhverju tilfinningu sem ekki á heima í starfsmannaherberginu eða í matarboðinu. Ekki í neinum aðstæðum skaltu viðurkenna að þurfa eitthvað meira eða öðruvísi en það sem "allir aðrir" þurfa, hvað sem það gæti verið og hver sem það gæti verið.
Og auðvitað hafa börnin þeirra lært þetta líka. Jafnvel eftir dauðakeppnirnar í martröð barnaskólans, jafnvel á meðal þeim byltingarkenndu og róttæku frávikum, gilda sömu reglurnar : ekki rugla neinn um hvaða skoðunn þú hefur. Ekki nota vitlaus gildi eða vera áskrifandi að vitlausum siðareglum. Ekki dansa þegar þú átt að vera í stellingum, ekki tala þegar þú átt að vera dansa, ekki fíflast með tegundina eða hreyfinguna. Vertu viss að hafa nóg af aur til að taka þátt í ýmsum helgisiðum. Hafðu það á hreinu hvaða menningarkimum þú tilheyrir, hvaða stíl þú hefur, hvaða hljómsveitir og tískustefnur og stjórnmálastefnu þú aðhyllist til að viðhalda þínum "persónueinkennum (identity)" óskertum. Þú vilt ekki dirfast að leggja sjálfið þitt í hættu, er það? Þetta er þín persónuleikabrynja, þín eina vörn á móti skjótum vinslitum og félagslegum dauða. Án persónueinkenna, án landamæra sem skilgreina hver þú ert, þá munt þú leysast upp í ekkert... er það ekki?
Kynslóðabilið
Eldri kynslóð smáborgarana hafa ekkert uppá bjóða fyrir þá yngri því þau hafa ekkert uppá að bjóða til að byrja með. Allar viðmiðanir eru innantómar, allt þeirra ríkidæmi eru aðeins auka verðlaunir, ekkert þeirra gildi innihalda skírskotun að alvöru hamingju eða uppfyllingu. Börnin þeirra verða var við þetta, og sýna mótþróa þegar þar á við og alltaf þegar þau komast upp með það. Þau sem ekki gera það hefur þegar verið ógnað með barsmíðum til að gefast upp.
Hvernig hefur þá samfélag smáborgara náð að viðhalda sér í gegnum svo margar kynslóðir? Með því að meðtaka þessa mótspyrnu sem hluta af eðlilegu lífsferli. Því öll börn sýna mótþróa um leið þau eru orðinn það gömul að þau hafa öðlast sjálfskilning, þessi mótþrói er tilkynntur sem óaðskiljanlegur þáttur gelgjuskeiðsins - þar af leiðandi er konan sem langar til að halda sínum mótþróa áfram á fullorðinsárum talin trú um að hún vilji vera barn að eilífu. Það má benda á að þetta stutta ágrip af öðrum menningum og samfélögum leiðir í ljós að þessi "unglinga-mótþrói" er ekki óhjákvæmilegur eða "eðlilegur."
Þessi látlausi mótþrói ungdómsins skapar líka djúpa gjá milli mismunandi kynslóða smáborgarana, sem spilar mikilvægt hlutverk í að viðhalda tilveru smáborgarana, ef svo má segja. Því að þeir fullorðnu virðast vera þeir sem framfylgja þessu óbreytta ástandi, og ungdómurinn virðist ekki gera sér grein fyrir því, eða hafa ekki heildarsýn yfir því, að mótþrói þeirra er þegar orðinn hluti af þessu óbreytta ástandi, kynslóð eftir kynslóð af ungu fólki gera þau mistök að samsama eldra fólkið sjálft sem rót óhamingjunnar í staðinn fyrir að gera grein fyrir því að þessi óhamingja er árángur miklu stærri volæðis-kerfis sem hefur verið sett á. Síðan eldast þau og verða sjálf fullorðnir smáborgarar, ófær í að gera sér grein fyrir því að þau eru að koma í staðinn fyrir fyrrum óvini, og ennþá ófær í að brúa þetta svokallað kynslóðabil, þannig að þau geta lært frá fólki af öðrum aldurshópum ... hvað þá koma á fót einhverskonar sameinaðri mótspyrnu með þeim. Þannig að mismunandi smáborgarakynslóðir, sem virðast vera berjast á móti hvort öðrum, eru samstilltir samsettra heildar í stórri samfélagsvél sem tryggir hámarks útskúfun fyrir alla.
Goðsögn Meginstraumsins
Hinn dæmigerði smáborgari stólar á tilveru goðsagnakenndum meginstraumi til að réttlæta sinn lífstíl. Hann þarfnast meginstraumsins því félagslegu þarfir hans eru skakkar rétt einsog skilningur hans á lýðræði er : hann heldur að hvað sem meirihlutinn er, vill, gerir, þarf, hlýtur að vera rétt. Ekkert hræðir hann meira en þessi nýja þróun, sem hann er nýbyrjaður að verða var við í dag: það er enginn meirihluti, og hefur aldrei verið.
Okkar samfélag er svo tvístrað, svo fjölbreytt, að það er fráleitt að nota hugtakið "meginstraumur eða ríkjandi stefnu." Þetta er goðsögn sem var að hluta til skapað af þeim nafnlausu í borgunum okkar. Næstum allir sem maður labbar framhjá á götum úti er ókunnugur maður : óafvitandi setur maður þessa nafnlausu einstaklinga í sama bákn sem maður kallar meginstraum, sem fá vissa eiginleika sem maður heldur að ókunnugur maður búi yfir (öll öfunda þau yfirborðsfulla sölumanninn fyrir að vera virðulegri en þau sjálf; en þau mislíka hinn óörugga bóhemíska uppreisnarmann fyrir að vera ekki einsog öll hin). Þau hljóta að tilheyra hinum þögla meirihluta, þessi ósýnilegi kraftur sem gerir allt að því sem það er í dag; maður telur að þau eru einsog "venjulega fólkið" sem maður sér í sjónvarpsauglýsingum. En auðvitað er staðreyndin sú að þessar auglýsingar vísa til hugsjóna sem ekki verður náð, í þeim tilgangi að láta alla líða einsog þeir eru útundan, ófullnægjandi og ófullkominn. "Meginstraumurinn" samsvarar sig að þessarri hugsjón, því hún heldur öllum í röð án að þess að láta á sér bera, og eru gædd sömu eiginleikum veruleikans rétt einsog hin dæmigerða fullkomna fjölskylda í tannkremsauglýsingum.
Engin hefur jafn miklar áhyggjur af þessum fjarverandi mannfjölda en bóhemísku börn smáborgarana. Þau deila yfir því hvernig þau eiga að framkvæma sín mótmæli til að "ná til fjöldans" sem gætu samþykkt þeirra róttæku hugmyndir , einsog það sé einhver fjöldi til að ná til! Þjóðfélagið þeirra er gert úr mörgum smærri samfélögum, og eina spurningin er hvaða samfélag þau eiga að nálgast ... og klæða sig "vel", viðeigandi tungumál og allt það, er örugglega ekki besta aðferðin til að ná til sem flestra mögulega byltingarkenndra afla í sínu þjóðfélagi. Í síðustu greiningu, þá héldu hin svo kölluðu áhorfendur "meginstraumsins" að þau væru að klæða sig upp fyrir fjöldafundi og stjórmálalegum viðburðum sem eflaust eru draugar smáborgara-foreldrana þeirra, innprentað í kynslóðadulvitundina (kynslóðageðveikina?) er merki um ungdóma-óöryggi og sektarkennd sem þau komust aldrei yfir. Þeim mundi eflaust líða betur ef þau mundu skera samband þeirra við smáborgarana algjörlega, með því að haga sér, líta út og tala einsog þeim þóknast og þykir þægilegt, sama hver horfir á eða fylgist með- jafnvel þegar þau eru að koma einhverju pólítisku markmiði á framfæri: því ekkert pólítiskt markmið er mikilvægara fyrir aktívista í felubúningi en að byrja á sinni baráttu þarsem fólk þarf ekki að dulbúa sig til að verið tekið alvarlega.
Þetta afsakar samt ekki þá óöruggu bóhema sem nota aktivisma ekki sem aðferð til að ná tengslum við annað fólk, heldur sem aðferð til að aðskilja þá frá öðrum: í örvæntingu sinni þá kaupa þau persónueinkenni fyrir sig, því þau trúa því að maður verði að borga fyrir það að vera á skjön við aðra, á móti hvort öðru. Þú getur þekkt þau á þeirra sjálfsumgleði, þeirra hástemmdu hugmyndfræðilegri vissu, mikillætið sem fylgir að lýsa því yfir að þau séu "aktívistar" við hvert tækifæri. Pólítískur "aktívismi" er þeirra einkaeign, í dag, og einkaeign er lykilorðið ... þegar það breytist, mun heimurinn breytast líka.
Hjónaband ... og Aðrir Staðgenglar fyrir Ást og Samfélag
Æxlun er stórmál fyrir smáborgara-mann og konu. Þau geta eingöngu eignast börn undir mjög nákvæmum kringumstæðum; allt annað er "ábyrgðarlaust", "óviturlegt", "léleg ákvörðun fyrir framtíðina." Þau verða að vera undirbúinn fyrir því að leggja allar leifar niður er varðar ungdóm og eigingjarnt frelsi til að eignast börn, því hreyfileiki sem stórfyrirtæki þeirra heimta og álagið undan siðlausri samkeppni hefur eyðilagt hina samofnu heild samfélagsins sem áður fyrr voru vön að skipta á milli sín þá erfiðisvinnu sem fylgir barneignum. Núna er hver fjölskyldueining orðin að lítilli hernaðarlegri útvarðarstöð, lokað og læst fyrir umheiminum, bæði í hjartanu þeirra og í þessarri ófsóknarkenndu-borgarskipulagi sem er úthverfið þar sem þau búa, og hvert og eitt einasta heimili er orðið að lokuðu tilfinninga og efnahags-lífi þarsem allt er af skornum skammti. Móðir og faðir munu yfirgefa sjálfið sitt og taka að sér þeim fyrirskipuðu umönnunar og brauðfæðandi hlutverki, því það er enginn önnur aðferð til að hlúa að barninu öðruvísi í smáborgara-veröldinni. Þannig að frjósemi er orðin að ógnun frelsis smáborgara-hjónana, og náttúrulegur hluti af mannlegu lífi er orðið að stjórnuðu gangverki samfélagsins.
Hjónaband og "kjarnafjölskyldan" (frumeinda fjölskyldan?) er hópur hlekkjaðra refsifanga sem hafa lifað af útaf útkomu þessara hörmunga, því miður fyrir alla þá mögulegu elskendur allstaðar. Því hinn ungi ævintýramaður, sem viðheldur sínum losta og örvar skynbragðið með sífelldri hættu og einsemd, veit vel að ást og kynferðisleg þrá geta ekki lifað af of mikið varnarleysi - sérstaklega í leiðinlegu og líflausu umhverfi sem mikið af giftum félögum eyða tíma í. Smáborgarahúsbóndinn sér sinn eina elskuhuga sem hann hefur leyfi fyrir, undir verstu mögulegu kringumstæðum: eftir að hvert afl í þessum heimi hefur haft tækifæri í að þreyta hann og reiða þann dag. Smáborgaraeiginkonan lærir að refsa og hunsa hverja einustu þrá fyrir rómantík, undrun og spontant kenndum og kallar þessar þrá "óraunverulegar" og "óþarfar." Það sem þau þurfa er alvöru samfélag með ástríku fólki í kringum þau, þannig að foreldrahlutverkið þröngvi þau ekki í ónauðsynlegan "virðuleika", þannig að þau yrðu frjáls til að eltast við sína raunverulegu drauma og ævintýraþrár sem þau þurfa til að hafa einhvern yndislegan tíma saman, þannig að þau mundu aldrei aftur verða svo týnd, örvæntingarfull og einmana.
Auk þess mun skortur á stöðugu matarframboði, hagkvæmni, þægindum og dægrastyttingum ekki hrjá þau. Því einsog hver ferðalangur, hver hetja, hver hryðjuverkamaður veit, þá munu þessir hlutir verða verðmeiri útaf því þau er fjarverandi, og geta veitt mikla ánægju aðeins sem lúxusvara á meðan verið er að leitast við eitthvað meira og merkilegra. Sífelldur aðgangur að kynlífi, mat, hita og húsaskjóli gerir manneskjuna ónæma fyrir öllum þeim unaði og sælu sem maðurinn hefur efni á. Smáborgarinn hefur gefist upp á sínu tækifæri til að eltast við alvöru hluti og hagsmuni sem veita honum ánægju í skiptum fyrir þá tryggingu að hann hafi greiðan aðgang að fyrrgreindum þægindum og öryggi; þetta veitir smáborgaranum jafmikla ánægju og sá félagskapur sem hann fær hjá sínum samföngum.
Hamingjan sem Fólgin er í Staðgenglalífi
Þú getur litið fljótt yfir allar þær óframkvæmdu þrár smáborgarans með því að kveikja á sjónvarpinu hans eða stíga innfyrir bíóhúsið hans. Hann eyðir eins miklum tíma og hann getur í þessum mismunandi sýndarveruleika því honum líður óneitanlega einsog það munu bjóða honum meiri spennu og uppfyllingu en veruleikinn. Sorglega staðreyndin er sú að, ef hann heldur áfram að vera smáborgari, það gæti virkilega verið satt. Svo lengi sem hann þiggur tilfærslu þrána á markaðstorginu með því að borga fyrir eftirlíkingar fullnægingar, þá verður hann fastur í því tóma hlutverki sem er hann sjálfur.
Þessar þrár eru ekki alltaf fallegar til að sjá í Tæknilit (Technicolor) og heyra í KringumVíðóma (surround stereo) : draumar og löngun smáborgarans eru smitaðar af hlutdýrkun valds og stjórnun rétt einsog samfélagið sjálft. Það nærtækasta sem hann hefur í boði er varðar tjáningu frjálsri og óhindraðri þrá er skuggaleg ímynd af alræðisneyslu-æðis og eyðileggingu sem birtist honum aftur og aftur í hans villtustu kvikmyndadraumum. Þetta er nokkuð skiljanlegt - enda býr hann í heimi sem er stútfullur af stórmörkuðum og skemmtigörðum, hvað annað er hægt að gera en að eyðileggja?
Smáborgarinn er ekki undirbúinn til að líta á sínar þrár sem neitt annað en óheppilegur veikleiki sem þarf að bægja frá með lyfleysu, því lífið hans hefur aldrei snúist í kringum það að sækjast eftir sælu - hann hefur eytt mörgum öldum í að ná hærri og hærri lífsafkomu-markmiði, á kostnað alls annars.Í kvöld situr hann í stofunni umkringdur tölvum, dósaopnurum, radarvörum, heimabíóum, skrautmunabindum, örbylgjumat og gemsum, og hefur ekki hugmynd um hvað fór úrskeiðis.
Smáborgarinn getur ekki ímyndað sér lífið öðruvísi sökum blindragleraugum sem hann ber ávallt á sér. Hann telur að allir, hvort sem það er sneyptur og snauður farandsverkamaður í hans eigin landi eða munkar frá Tíbet, þeir gætu auðveldlega verið smáborgarar líka, ef þeir hefðu efni á því. Hann gerir allan fjandan til að viðhalda þessarri sjónhverfingu; án þess, þá þyrfti hann að sætta sig við þá staðreynd að hann hefur sólundað lífi sínu til einskis.
Smáborgarinn er ekki einstaklingur. Hann er ekki raunveruleg manneskja (ef svo væri þá mundi hann eflaust búa í Grafarvogi). Hann er krabbameinið inní okkur öllum. Það er núna hægt að lækna hann.
textabrot sem koma fram á þessum síðum í Crimethink útgáfunni: hækkaðu þína tvöföldu siðgæðisvitund
tekið úr bókini Homage to Catalonia, eftir George Orwell
Og, einsog margir ættbálkar, gátu þau verið mjög hugulsöm við hvort annað, en hryllilega vond við aðkomumenn "skarstu þig í puttann elskan?"
Aðlagast jafnvel þó þú sérð ekki annað fólk í kringum þig. Fólkið sem þú sérð ekki, gæti lamið þig
Þegar þú ert aðskilin þá er erfiðra að taka ákvörðun
Góð dómgreind er ekkert meira en hlýðni
óviðeigandi hegðun
heimilisofbeldi, Prósak, fíkniefnamisferli, kapall, lystarstol, hlutabréfabrask, barnamisnotkun, skátar, stefnumótanauðgun, alkahólismi, kynferðisleg áreitni, netaðgangur, Rítalín, góð fjárfesting, smáborgarafjölskylda að rífast um hver eyðilagði ruslkvörnina
Mara Fortíðarinnar (b. 110)
Manstu hvernig tíminn leið öðruvísi þegar þú varst tólf ára? Þegar eitt sumar var einsog lífstíð og hver dagur leið einsog mánuðir gera nú. Því allt var nýtt: hver dagur innihélt upplifanir og tilfinningar sem þú varst aldrei var við áður, og þegar sumarið var liðið varstu orðin allt önnur manneskja. Kannski fannstu fyrir villtu frelsi sem nú hefur yfirgefið þig: þér leið einsog hvaðsem er gæti gerst, einsog þú gætir verið hvað sem þér dytti í hug. Í dag, þegar skyggnst er dýpra inní það líf, þá er það ekkert svo ófyrirsjánalegt. Hlutir sem eitt sinn voru nýjir og breytilegir hafa fyrir löngu síðan týnt sínum ferskleika og áhættu, og framtíðin sem bíður eftir þér hefur þegar verið ákveðin af fortíð þinni.
Þar af leiðandi drottnar sagan yfir okkur öll: fortíðin liggur yfir okkur einsog mara, sem stýrir okkur og stjórnar frá gröfinni. Á sama tíma gefur það einstaklingnum hugmynd af sjálfum sér, "persónueinkenni", sem það hlaðar uppá hana þangað til hún þarf að berja það af sér ef hún vill halda áfram til að vera nógu létt og frjáls til enduruppgvöta sig aftur og aftur. Það sama gildir um listamannin: jafnvel mest ögrandi nýjung verður að hækjum og klisjum. Um leið og listamaðurinn hefur komið með eina góða lausn á skapandi vandamáli, þá er erfitt fyrir hana að koma með aðrar mögulegar aðferðir. Þess vegna geta hinir mestu listamenn eingöngu boðið uppá örfáar góðar byltingarkenndar hugmyndir: því þau festast í kerfi sem þau sjálf sköpuðu, og þessi sömu kerfi ginna og festa aðra sem koma á eftir. Það er erfitt að koma með eitthvað algjörlega nýtt þegar maður er keppast við þúsund ára lista-sögu og -hefðum. Þetta gildir líka um elskuhugan, stærfræðinginn, og ævintýramanninn: fyrir alla, þá er fortíðinn fjandmaður aðgerða í nútíðinni, sístækkandi afl aðgerðarleysis sem maður verður að yfirstíga.
Það sama gildir um róttækni líka. Hefðbundinn viska segjir að þekking á fortíðinni er ómissandi í þessum eltingarleik fyrir frelsi og samfélagslegar breytingar. En þeir róttæku hugsuðir og aktívistar eru engu nær í að breyta heiminum í dag, þrátt fyrir þeirra þekkingu á fyrri heimspeki og baráttur; þvert á móti, þá virðast þeir oft fastir í for fornra aðferðra og rifrilda, og geta ómögulega skilið hvað þarf til að breyta nútíðinni, í dag. Þeirra staða í hefðbundnum átökum hefur ginnt þá í tapaðan bardaga, verjandi skoðanir sem eru löngu úreltar og ónothæfar; þegar þeir eru með sífelldar tilvitnanir í fortíðina gerir þá ekki aðeins óskiljanlega fyrir öðrum, en hindrar þá einnig í að koma með tilvitnanir um það sem er í gangi í kringum þá.
Við skulum aðeins íhuga hvað það er sem gerir söguna svo lamandi. Í sambandi við mannkynsöguna, þá er það einkum, and-huglægi eiginleikinn sem þarf að huga að: Saga (með stóru "S") hefur aðallega verið skoðað útfrá hlutlausu sjónarmiði vísindana, einsog "séð að ofan"; það krefst þess að einstaklingur metur sín hugboð og upplifanir minna en hin opinbera Sannleik fortíðarinnar. En það er ekki eingöngu hin opinbera saga sem lamar okkur, það er aðallega sjálf hugmynd fortíðarinnar sem gerir það.
Reyndu að ímynda þér heim sem hefur alla framtíð og fortíð á einum tíma ásamt nútíðinni. Einstaklingur getur í það minnsta vonað að hafa eitthvað vald yfir framtíðinni, en fortíðinn hefur eingöngu áhrif á hana, hún getur ekki haft áhrif á fortíðina. Ef hún hugsar sér að heimurinn (hvortsem "heimurinn" er gerður úr hennar lífi eða mannkynsögunni) samanstendur mestmegnis af framtíð, hlutfallslega séð, þá getur hún séð sjálfa sig sem nokkuð frjálsa til að velja sín eigin örlög og beitt sínum vilja á heiminn. En ef heimsýnin staðsetur stóran hluta af heiminum í fortíðina, þá setur það hana í aðstöðu þarsem hún er valdlaus: ekki aðeins er hún ófær til að framkvæma eða skapa heiminn sem hún lifir í, en sú framtíð sem er eftir er að mestu ákveðin fyrirfram af atburðum fortíðar. <--- finnst einhverjum þessi klausa vera ruglingsleg? því ég hef farið yfir hana aftur og aftur og mér líður einsog einhver viss skilaboð komast ekki á framfæri.
Hver vill vera merkingarlaus blettur í lokin á átta þúsund ára sögu siðmenningar? Að ímynda sér heiminn svona getur aðeins leitt til þess að viðkomandi líði einsog hann sé tilgangslaus og allt sé ákveðið fyrirfram fyrir hann. Við verðum að líta á heiminn öðrum augum ef við viljum sleppa frá þessari gildru - við verðum að staðsetja okkur sjálf og tilvist okkar í dag á réttan stað, þar sem það á heima, í miðju okkar alheims og hrista af okkur byrði fortíðarinnar. Það má vera að tíminn teygji sig endalaust fram og til baka, en þannig upplifum við ekki heiminn, og við megum ekki ímynda okkur heiminn þannig heldur, ef við viljum finna einhvern tilgang í honum. Ef við þorum að fleygja okkur í það óþekkta og ófyrirsjáanlega, að eltast endalaust við aðstæður sem krefst þess að við erum að upplifa núið, nútíðina, daginn í dag og við getum losnað við tilfinningar einsog óhjákvæmileika og aðgerðarleysi sem hefta lífið okkar - og, á þessum tímapunktum, stíga útfyrir söguna.
Hvað þýðir það að stíga útfyrir söguna? Það þýðir einfaldlega að vera í nútíðinni, vera þú sjálfur. Tíminn er samþjappaður í augnablikinu, rúm sem er samansafnað á einn stað, og fordæmislaus þéttleiki lífsins verður hressandi og lífgandi. Bresturinn sem á sér stað þegar þú hristir af þér allt sem komið hefur áður er ekki aðeins hlé frá fortíðinni - þú ert að rífa sjálfan þig útúr fortíð-framtíð samfellunni sem þú hefur byggt upp, kastar sjálfum þér í tómið þarsem hvað sem er getur gerst og þú ert tilneyddur að finna upp sjálfan þig samkvæmt nýju sniði. Þetta er tilfinning sem er ógnvekjandi jafnt sem frelsandi, og ekkert falskt eða óþarft getur lifað það af. Án svona hreinsana, þá mun lífið fyllast af dauða og tómleika að það verður nær ólifanlegt - einsog það er fyrir okkur í dag.
En þar með er ekki sagt að við þurfum að horfa framhjá þeim meðvituðu lygum frá þeim sem vilja endurskrifa söguna, með það í huga að sökkva okkur lengra í hafsjó fáfræðis og aðgerðarleysis, lengra en við erum kominn núna. En lausnin felst ekki í að berjast við þessi "hlutlægu sannindi" með fleiri tilvitnanir í Sögulegum Sannleika - því það er ekki meiri fortíð sem við þurfum til íþyngja okkur, heldur þurfum að vekja eftirtekt á því sem er að gerast í dag. Við megum ekki leyfa þeim að láta líf okkar og hugsanir snúast í kringum það sem var; þess í stað verðum við að gera okkur grein fyrir því að það er upp á okkur komið að svipta hulunni af sannleika nútíðarinnar og hvað er mögulegt að gera núna.
Svo hvað getum við þáð í staðinn fyrir Söguna? Goðsögn. Ekki óljósa hjátrú og heilagar lygar trúmála og kapítalismans, heldur lýðræðislegar goðsagnir sögumanna. Goðsögn reynir ekki að ná eignarhaldi á falskri óhlutdrægni eða hlutlægum Sannleika, hún gefur sig ekki út fyrir að hafa nákvæmar útskýringar á hið fullkomna og samstillta kerfi sem við og alheimurinn er hluti af. Goðsögn tilheyrir öllum, því hún er sköpuð og endursköpuð af okkur öllum, þannig að hún getur aldrei verið notuð af einum hóp til að drottna yfir öðrum. Og hún lamar ekki - í staðinn fyrir að festa fólk í hlekki orsakar og afleiðingar, þá gera goðsagnir fólki meðvitað yfir öllum þeim möguleikum sem lífið þeirra hefur uppá að bjóða; í staðinn fyrir að gera sorglega lítið úr þeim sem lætur þau líða einsog þau búa í risastórum og köldum alheimi, þá gerir það þau að miðpunkti reynslu og langana einsog það kemur fram í hugarlund annarra (<--snúið, þarf að ath). Þegar við segjum sögur við bálköstinn á kvöldin, um karl- og kvenhetjur, um önnur átök, ævintýri og samfélög, þá erum við að bjóða uppá forsmekk af því mikla lífi og upplifanir sem er mögulegt.
Það gætu verið til einstaklingar sem hóta því að allur heimurinn mundi umturnast ef við hættum að hafa áhyggjur af fortíðinni og hugsum eingöngu um nútíðina. Leyfum því þá að umturnast! Einsog sagan hefur gert eitthvað gagn í dag, sífellt að endurtaka sig aftur og aftur. Nú skulum við brjótast útúr því fyrir fullt og allt, áður en við göngum hinn forna hringveg sem forverar okkar hafa traðkað niður og slitið.
Stökkvum útúr Sögunni og gerum augnablik úr okkar daglega lífi í þessum heimi sem við búum í og hlúum að - aðeins þá getum við gert hana að stað sem hefur einhvern tilgang fyrir okkur. Nútíðinn er eignuð þeim sem geta gripið hana, þekkt hana fyrir því sem það er og getur orðið!
Áhrif af Mætti Goðsagnar: Dæmi
Til að skilja hvernig goðsögn virkar, skulum við líta á jaðarmenninguna er kallast pönk. Það þarf ekki að "muna eftir" (þ.e.a.s. skráð niður af sérfræðingum fyrir alla til að lesa) pönksögunni, því hún er alltaf til staðar í hvert sinn sem pönkhljómsveit spilar og er byggð á hefð sem er lengri en nokkurt okkar gæti mögulega munað eftir sem einnig endurvekur þetta ævarandi, tímalausa brjálæði sem gerir pönkið í fyrsta lagi einhvers virði. Staðreyndir og smáatriði fortíðarinnar skipta engu máli og gætu ekki fengið neina hljómsveit til að vekja þetta upp; sjálft bandið verður að þekkja þennan tímalausa, þýðingarmikla þátt sem gerði tónlist fyrirrennara þeirra einhvers virði, auk þess að læra það að það er ekki hægt að gera sama hlutinn tvisvar. Allar þessar pönksögu bækur íþyngja þig og skipta augljóslega engu máli þegar bandið er fyrir framan þig að gera hlutinn. Þessa ástríðu geturðu en séð í villtu taumleysi bestu pönkbandana sem sagan getur ekki snert - því þetta er ekki eitthvað sem hægt er að útskýra með hefðbundum og sögulegum aðferðum: það sem þetta er í raun er siður að svívirða siði, að níðast á tabúum til að víkka sjóndeildarhringinn á heiminum. Þegar það virkar, þá mun goðsögn pönkbandsins sem eyðileggur og frelsar í gegnum tónlistina ekki vera hamlandi Platónsk frumgerð, sem takmarkast við "persónueinkennin", heldur fyrirmynd sem gerir mönnum kleift til að grípa til aðgerða.
Hvernig á að afvegaleiða atburðarásir
[tímaferðir og aðrar tuggur]
Heimur veruleikans, hin hráa þrá fyrir augnablikum, bíður eftir okkur bakvið söguna, með leyndarmál sem hafa farið frá einni kynslóð til annarra sem hafa ofsaleg reynslugildi að það virðist einsog það fer fram úr sjálfum tímanum. Þessar reynslur er hægt að bægja frá, draga úr og afneita með þeim tifandi klukkum sem virðast umkringja okkur, en svo lengi sem við höfum hjartað á réttum stað, þá getum við alltaf fundið nýjar aðferðir til að fá þessar reynslur aftur og aftur. Sagan er ofsótt af sínum eigin örlögum/karma; augnablik ljóðrænnar byltingarinnar borgar til baka sínar ógreiddu skuldir sem verður vísað frá að eilífu svo lífið geti virkilega byrjað. Það sem við þurfum núna eru andartök sem eru svo yfirþyrmandi, svo ómótstæðileg að allt stjórnkerfi gangverksins mun bráðna fyrir framan svíðandi birtuna sem fylgir. Við ævintýrafólkið ættum að eltast við þessi andartök útum allan heim einsog veiðimenn eltast við sína dýrmætustu bráð.
Við viljum lifa, vera hér og nú. Þrá sem fer handan fortíð, nútíð, framtíð, ótímabundið andartak sem hengur í eilífðinni einsog ein stök tónlistarnóta, einsog sögur og sár sem halda áfram að vera til jafnvel ef við hugsum um annað. Í dag finn ég til og er til, að eilífu. Þrátt fyrir klukkur. Amen.
(sagan á hvolfi - b. 118)
Viðauki: Ef ekki núna, hvenær?
Maðurinn verður að lifa hvern dag, annars mun hann alls ekki lifa neitt. Ánægja hans og frelsi verður að vera hluti af hversdagsleikanum.
Hver sem lausnin er, hver sem byltinginn er, þá leggjum við til að það verði bundið við nútíðinna frekar en við framtíðina ef það á að vera raunverulega byltingarkennt.
Kristni heimtar af fylgjendum sínum að þau fresti löngunum sínum þangað til þau fara í næsta heim, þar sem þau verða ef til vill verðlaunuð fyrir rétta hegðun; þannig að það er ætlast til þess að þessi rétta hegðun er ekki nægilega fullnægjandi í sjálfu sér til þess að vera þess virði að vera verðlaunað. Þessi tegund af hugsun endurspeglar alvarlegan miskilning varðandi mannlega hamingju; því hamingjuna er hægt að finna í athöfninni, í athöfnum sem eru spennandi og fullnægjandi í sjálfu sér, í staðinn fyrir að bíða eftir verðlaunum fyrir ófullnægjandi athöfnum. Þannig að það er ekki að undra að margir sannkristnir einstaklingar eru bitrir og illkvitnir sem öfunda og gremjast heilbrigðar athafnir og spennandi uppátæki hjá öðrum- því þau trúa að þau muni finna sanna hamingju í "guðlegum verðlaun" fyrir háttalag sem er alls ekki spennandi eða fullnægjandi og þar af leiðandi verða þau að stara með öfundaraugum á annað fólk sem hagar sér frjálslega sem þau geta aðeins dreymt um að gera í þeirra mest "syndugu" draumum. Að vísu eru margir kristnir sem eru hamingjusamir eru hamingjusamir þrátt fyrir kristindóminn, því þau geta fengið ánægju útúr lífi þeirra og gjörðum sem þau hafa framkvæmd á þessarri jörðu.
Hefðbundnir Marxistar bæta við hin kristilegu mistök og taka eitt feilspor í viðbót með því að biðja fylgjendur sína um að vinna að byltingu sem þeir munu ef til vill aldrei lifa nógu lengi til að verða vitni af - það er að segja, að í Marxista "trúnni" þá er lönguninni frestað það lengi að maðurinn fær aldrei tækifæri á að upplifa hana. Það ætti þá ekki að koma neinum á óvart í dag, ef litið er framhjá hina tímalausri rómantík er varðar "göfga" sjálfsfórnarinnar, þá bjóða Marxistar uppá sáralitla uppörvun fyrir fólk sem vill virkilega berjast fyrir "kommúnista-byltinguna." En á móti kemur að neyslumarkaður kapítalismans lofar skjótri umbun í formi efnislegra muna (og þær goðsagnir og ímyndir sem því fylgir) í staðinn fyrir ófullnægjandi erfiðisvinnu sem það krefur okkur um.
Okkar bylting verður að vera tafarlaus bylting okkar daglega lífs; allt annað er ekki bylting, frekar en einn krafan að fólk geri það sem það vill ekki gera og vona í þetta sinn, einhvernmeginn, að bæturnar verði nægilegar. Þeir sem telja, oft ómeðvitað, að það er ómögulegt að öðlast sínar eigin þrár - og þar af leiðandi að það sé ógerningur að berjast fyrir því - byrja að berjast fyrir hugsjón og málstað í staðinn. En það er samt hægt að berjast fyrir okkur sjálf (annars hlýtur það að vera þess virði að reyna það!); þannig að það er mikilvægt að við leitumst eftir breytingum ekki í nafni einhverja kennisetningu eða æðra markmiðs, frekar fyrir okkur sjálf, í okkar nafni, þannig að við getum verið hæfari í lifa þýðingarmiklu lífi. Eins þurfum við fyrst og fremst að að breyta innihaldi okkar eigin lífi á byltingarkenndan hátt, frekar en að beina baráttu okkar að mannkynsögulegri breytingu sem við munum ekki lifa nógu lengi til að verða vitni af. Þannig getum við forðast það að líða einsog við séum einskis virði og útundan sem er útkoma þess að trúa því að það er nauðsynlegt að "fórna sjálfum sér fyrir málstaðin", og í staðin lifa til að upplifa uppskeru erfiðisins ... sem við unnum fyrir.
Textabrot sem koma fram í Crimethink útgáfunni:
Tæknin sem yfirbugar heimsins mestu máttarvöld - Hluti 1: Traktortogið - Í traktortogs-keppnini, þá er hið óhjákvæmilega þekkt sem sleði. Sleðinn mun yfirbuga hvaða traktora sem er, sama hversu kraftmiklir þeir eru. - Allt traktortog inniheldur 3 lykilhluta: hjólin, sleðan, byrðina - Í byrjun togsins þá er byrðin staðsett yfir hjólunum þarsem núningurinn er minniháttar. - En þegar traktorinn togar í sleðan... þá mun tæknibúnaðurinn í sleðanum draga byrðina niður sleðan. - Að lokum verða áhrifin sú að núningurinn verður meiri þangað til að traktorinn er yfirbugaður. "15000 kúbíka ofurtraktor að éta skít" - SAGAN - Traktorar heimsin, kastið af ykkur sleðana!
Þeir sem ekki geta gleymt fortíðnni eru dæmdir til að endurtaka hana.
Goðsögn = Saga án tíma
Lífið - Fæðing - Dauði - Ungdómur > léttleiki, frelsi - Aldur > Byrði, vani, hefð - Fortíð, nútíð, framtíð > hlutskipti - fortíð, nútíð, framtíð >örlög - Þyngdarafl
Hefurðu tekið eftir þessu - því fleiri klukkur sem við eigum, því minni tíma höfum við?
Jamm, ég á mín augnablik - en ég hefði frekar viljað að líf mitt væri ekkert nema augnablik, eitt af öðru...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli