Litla Reykjavíkurferðinn
Fór til Reykjavíkur dagana 2-4. Apríl, sem olli smávægilegum miskilningi hjá sumum heimamönnum, en nokkrir héldu að ég væri að flytja aftur og aðrir héldu að ég hefði keypt mér bíl. Nei, hvorttveggja gerði ég ekki.
Ég ferðaðist í bíl, ekki í lest. Einsog margir héldu.Á föstudaginn var lagt af stað klukkan 1420 í rauðum hyundai pony SL. Í bílnum voru þrír farþegar, Ingveldur, sem er eigandi bílsins, systur mínar tvær, Ingibjörg og Alexandra. Ég keyrði alla leiðina til en rúmlega hálfa frá Reykjavík. Ferðin gekk afar vel og við komumst á áfángastað í kringum 1930.
Að hitta vini og hin "dæmigerða skyldu"peningaeyðsla var það sem ég kom í framkvæmd þegar þangað var komið. Fellerí og aukaleg tilgangslaus útgjöld sem ég spanderaði í ýmsar neysluvörur á borð við kaffi, bjór, tóbak, geisladiska, tvær bækur og þrjár einingar af ólöglegum neysluvörum, sem ég hef klárað að neyta. Ég hreinsaði af debetkortinu, og mér svosum alveg sama.
Ég fékk að gista hjá góðum vinum í Álfheimum, Óskari og Guðrúnu. Þar var etið fisk og vísgrjón, drukkið bjóv og hovft eilítið á Eddie Izzavd. Eftir drykklanga stund, héldum við, ég og Óskar, í átt til miðbæs Reykjavíkur, miðpunktur ólífis og ósóma Íslands. En við sóttum fyrst Véstein "hinn eldrauði frjálslyndi sófistamarxistinn" Valgarðsson heim, en þar sat hann við tölvu og var að blogga og ég skora á einhvern vefhönnuð að hjálpa honum til að skipuleggja bloggið sitt aðeins betur og koma þessu í röð og reglu, skipta þessu niður í greinar, pistlar, skoðanir og smáblogg. Okkur var nú boðið inn, og við sátum inní stofu og spjölluðum um uppruna, tilgang, persónuleika og ættfræði katta. Sem var svakalega spennandi umræða. Já.
Áætlunin var einnig sú að fara á tvo skemmtistaði í einu samkvæmt einhverri vissri tímaáætlun. Klukkan var orðinn um 0930 þegar við ákváðum að hætta að tala um ketti, og skreppa út. Valið var Ari í Ögri eða einhver nýr skemmtistaður, de Palace (í gamla Fredda), en þangað fórum vér á útgáfutónleika Changer, hitta nokkra vini og maður drakk aðeins meira.
Um ellefu leytið var ég orðinn vel kenndur og changer voru ekki ennþá byrjaðir. Þá var ákveðið að færa sig yfir á Ara í Ögra með Vésteini. Þar hitti maður og ræddi við tvo góða félaga, um hámark olíu, tunglendingafalsanir, heimspeki og ýmislegt annað. Klukkan tólf fór maður á de Palace aftur, en þá voru Changer að enda sína tónleika. Sem var dálítið leiðinglegt. En við sósíalistarnir fengum okkur sæti og ræddum um "fucked up" forgangsröðun stjórnarmanna, sérstaklega í ljósi spádómsins um endi hins iðnvædda heims, þ.a.e.s. hámark olíu. Um eittleytið færðum við okkur aftur um set, og farið var í "Byltingakjallaran" á Fjólugötu, þar voru forsprakkar Gagnauga.net, sem er, að mig grunar, eina óháða íslenska frétta- og greinasíðan. Fréttir sem háðu fréttamennirnir telja að almenningur ráði ekki við. En í kjallaranum leyndist líka afar ráðvilltur þjóðverji, sem maður reyndi að ræða við, en var ekki í nógu góðu ástandi til að reyna vekja athygli á einhverju tilteknu málefni. Síðan var farið þaðan rúmlega hálftíma seinna. Leiðir skildu á laugaveginum, en þá ákváðum ég og Óskar Pétur að segja hófið gott í bili, og lögðum okkar leið til Devitos, sem gera afar, afar góðar pizzur. Pöntuðum tvær 18" pizzur. Meðan við biðum eftir pöntuninni, stóð ég útí rigningunni, reykjandi rettur og varð holdvotur, mér til mikillar gleði, því mér finnst rigninginn bara nokkuð góð.
Á laugardaginn ráfaði ég um götur bæjarins. Gekk frá Ég keypti mér 15 geisladiska á tveim stöðum, Geisladiskabúð Valda, sem er einn af safnara-demöntum Reykjavíkur og einnig mælti ég mér mót við Birki í I Adapt (birkirfmc á töflunni). En hann sér um afar forvitnilega og frjálslega starfsemi er heitir Gagnaugað . Sá rekstur gengur vel, að mér finnst. Þetta er DIY/GÞS (do it yourself/gerðu það sjálfur) plötubúð og blaðaútgáfa (umboð fyrir ýmsar hljómsveitir?) sem hann starfrækir á ýmsum stöðum, en allar hans vörur eru geymdar í gömlum pappa- og plastkössum sem hann tekur með sér til t.a.m kolaportsins, tónleikastaði en höfuðstöðvar hans eru í kjallaríbúð einhverstaðar í holtunum. Hann fékk eitthvað smá samviskubit yfir því að ég væri að kaupa fjöldan allan af diskum, átta stykki með eftirfarandi hljómsveitum: Andlát, A life once lost, Changer, Circle, Graveslime, The Hope Conspiracy, I Adapt og Jesuseater, hann gaf mér samt afslátt, en í heild minnir mig að þetta átti að kosta 11.300, en ég borgaði 10.000, fékk einnig "Gadgie 17" í kaupbæti. Ég var bara nokk sáttur við það. Hjá Geisladiskabúð Valda keypti ég mér þrjár plötur með Pink Floyd, tvær með Herbie Hancock, James Taylor Quartet og Sonic Youth. Sem ég greiddi ca. 7000-8000 þúsund kall. Mér finnst það bara ágætlega sloppið.
Síðan voru það tvær bækur eftir Philip K. Dick, A Scanner Darkly og UBIK, sem ég er hálfnaður með. Afar áhugaverður höfundur, ég mun eflaust kaupa fleiri bækur eftir hann. UBIK fjallar um tíma og rúm, líf, hálf-líf og dauða, víddir og samhliða heimar. Afar frjór einstaklingur sem skildi eftir sig rúmlega 30 skáldsögur, ógrynni af smásögum, fjöldan allan af samvinnu verkefnum og auðgaði hugmyndaflugið hjá öðrum vænlegum vísindaskáldsagna- og handritshöfundum, kvikmyndagerða- og vísindamönnum.
Einnig sá ég tvær stórgóðar myndir hjá Óskari, Paths of Glory og The Wicker Man sem eru stórfengleg meistaraverk, svo ekki sé minna sagt.
En þetta var Sódómaferðin í hnotskurn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli