miðvikudagur, apríl 21, 2004

Vegna þess að systir mín er svo yfir sig spennt yfir afmælisdeginum mínum þá hef ég ákveðið að skrifa eilítið um það tiltekna málefni áður hún eipar yfir sig

Einsog sumir vita þá á ég afmæli í ár (vá!) á laugardaginn 25. september og þá mun ég verða 25 ára gamall. Það er sérstakur aldur. Þá á ég bara fimm ár í það að verða 30 ára gamall.

Anyways, mín magnaða systir er orðinn svo yfir sig spennt yfir þessarri dagsetningu að hún hefur ákveðið að reyna skipuleggja þetta afmæli með pomp og prakt. Hún hefur suðað í mér að blogga þetta plan og athuga viðtökurnar.

En planið er í megindráttum þessi : Að fá lánað eða leigða vöruskemmu yfir eina helgi, frá föstudegi til sunnudags, fá fjöldann allan af bílskúrsböndum og öðrum áhugasömum tónlistarmönnum hvaðanæva af landinu sem eru tilbúnir í að spila frítt og auk þess borga fyrir öll aukaleg útgjöld, því ég er ekkert sérstaklega vel fjáður maður. Bjóða haug af liði í þetta afmæli og, í sannleika sagt, verða hnetur. Koma með nóg af áfengi eða bara koma með góða skapið, og hafa afar vinalega og hátíðlega skemmtun.

Þetta er bara hugmynd í bígerð, en hún Imba er alveg í því að vilja gera þetta. Hún sendi meira segja fyrirspurn á rokk.is, og það hefur fengið, tja, sosum ágætar viðtökur.

En ég er ekki bara jafn ótrúlega spenntur yfir þessu, þó vissulega finnst mér þetta góð hugmynd og framkvæmaleg, þetta er bara svo mikið vesen fyrir einn úldinn afmælisdag. En núna væri fínt að fá einhverjar viðtökur, og endilega þið fáu sem komið hér á þessa litlu síðu mína, segjið mér hvað ykkur finnst. Ætti ég að láta verða af því? Einnig munduð þið nenna ferðast eitthvert lengst útí útnára Íslands til að taka þátt í Hornfirskum gleðskap?

Engin ummæli: