föstudagur, ágúst 12, 2005

Afstæðisflokkurinn

Er ekki kominn tími á nýjan flokk? Flokkur þar sem kjósendur geta verið vissir um að flokksmenn munu svara spurningum sem þeir vonuðust eftir að væri spurt en ekki spurningunni sem valt útúr munni viðmælanands? Flokkur þar sem allt er rétt og allt er rangt og milljón apar verði fengnir til að skrifa stefnuyfirlýsingu Afstæðisflokksins? Flokkur þar sem mótherjar munu ekki eiga möguleika á að fylgja eftir bullinu sem kemur útúr flokksmönnum Afstæðisflokksins? Flokkur fyrir alla og engan? Flokkur sem inniheldur skríbenta og spekúleringa sem hafa þúsund sannleika og þúsund rangindi, þar sem sannleikurinn er afstæður og staðreyndir einnig?

Afstæðisflokkurinn, já takk og nei takk?

Engin ummæli: