- Thomas S. Szasz, prófessor í geðfræðum
Í bókinni Skákað í skjóli Hitlers bendir Jóhannes Björn á þann möguleika að sá hryllingur sem blómstraði í útrýmingarbúðunum í Dachau, Auschwitz, Treblinka, Belzec og fleirum hafi átt sér töluverðan aðdraganda og má rekja til kynbótastefnu Chamberlins og geðlæknisfræði sem hafði mótast í seinni hluta 19. aldar og fengið töluverðan hljómgrun og náð mikilli athygli víðs vegar um heiminn í byrjun 20. aldar. Undir akademískum formerkjum höfðu læknar unnið markvisst að því að annaðhvort gelda eða drepa ónytjunga, vanvita, óvita, sjúka, veika og "óaríska" einstaklinga í hundruðum þúsundum áður en gyðingum var útrýmt einsog um fjöldaframleiðslu væri að ræða. Þetta var kallað líknarmorð. Á árunum 1933-38 var starfrækt á nokkrum spítölum svokallaðir "dauðaskólar" þar sem áhugasömum og kaldrifjuðum einstaklingum var sýnt hvernig heppilegast væri að drepa fólk, hundruðir útskrifuðust og voru sendir til hina margumrómuðu dauðabúðir einsog Auschwitz.
Í Þýskalandi nasismans gafst kjörið tækifæri og algjört tómarúm fyrir ótrúlega tilrauna- og villimennsku í nafni læknisfræðinnar undir formerkjum andlegrar geðheilsu og flest allir sem tengdust þessu sátu í fangelsi í örfá ár eða ekki neitt. Sumir störfuðu við þetta í mörg ár, eða þar til þeir dóu eðlilegum dauðdaga.
Á tímum galdraofsókna í Evrópu á sautjándu öld, spratt upp ný starfsstétt manna, sem hafði af því góðar tekjur, að ferðast á milli byggðarlaga og finna tilfinningalausa bletti á fólki. Ef einn eða fleiri slíkir blettir fundust, var það nægileg sönnun fyrir að viðkomandi einstaklingur væri göldróttur og honum var varpað á bál. Fjöldi galdrakarla og galdrakerlinga óx síðan í beinu hlutfalli við fjölda "sérfræðinga".-Skákað í skjóli Hitlers, b. 95
Áhugavert er einnig að síðan geðheilsa var "uppgötvuð" þá hefur hún farið versnandi. Hverjir eru að krukka í hausnum á okkur?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli