Spjallaði við bróðir minn í Kanada nú í gær og hann benti mér góðfúslega á nokkrar heimildarmyndir sem maður ætti að vera vakandi fyrir ef titlarnir verði á vegi manns. Sérstaklega verður maður að vera vel vakandi yfir öllu efni eftir leikstjóra að nafni Errol Morris. En titlarnir eru eftirfarandi:
- The Fog of War
- The Thin Blue Line
- Gates of Heaven
- Mr. Death
Þetta eru nokkrir titlar eftir þennan athyglisverða leikstjóra sem Roger nokkur Ebert hefur sagt að sé "galdramaður... og er jafn góður kvikmyndagerðamaður og Hitchock eða Fellini."
The Fog of War : Eleven Lessons from the Life of Robert S. McNamara er viðtal við þennan fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjana, en þarna er hann, að mér skilst, að réttlæta allann þann hrylling og viðbjóð sem hann var stór hluti af, s.s. ráðagerð, skipulag og framkvæmd, t.a.m. Dómínós-kenningin sem Víetnamstríðið var byggt á. Einnig voru nokkrar vafasamar hugmyndir í gangi einsog Operation Northwood. Öllu heldur fjallar hún um hvernig Bandaríkin halda áfram að réttlæta sífelld stríð, og sú taktík hefur lítið breyst síðan Víetnamstríðið.
The Fog of War : Eleven Lessons from the Life of Robert S. McNamara er viðtal við þennan fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjana, en þarna er hann, að mér skilst, að réttlæta allann þann hrylling og viðbjóð sem hann var stór hluti af, s.s. ráðagerð, skipulag og framkvæmd, t.a.m. Dómínós-kenningin sem Víetnamstríðið var byggt á. Einnig voru nokkrar vafasamar hugmyndir í gangi einsog Operation Northwood. Öllu heldur fjallar hún um hvernig Bandaríkin halda áfram að réttlæta sífelld stríð, og sú taktík hefur lítið breyst síðan Víetnamstríðið.
1 ummæli:
Svo má ekki nú gleyma Cheap, Fast and Out of Control sem er mesta snilldin af þeim öllum (for the pure bizzareness of its cast of characters).
Skrifa ummæli