miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Fullt af bókum og öðru gúmmílaði

Keypti mér tvær góðar bækur af sitt hvoru tæji. Sú fyrri er teiknimyndasagan V for Vendetta sem teiknuð er af David Lloyd en sagan er eftir Alan nokkurn Moore, sá hinn sami sem reit hina afbragðsgóðu Watchmen. Þeir byrjuðu á sögunni 1981 og hún var fullkláruð 1988. V er mjög góð saga sem byrjar 5. Nóvember 1997 og spanar heilt ár. Kringumstæðurnar sem sagan gerist í er eftir þriðju heimstyrjöldina og kjarnorkuveldin hafa nýtt kjarnorkuvopnin, afmáð nokkur lönd af landakortinu og andrúmsloftið einkennist af kjarnorkuvetri. Sögusviðið er Bretland, en þar hefur fasistastjórn verið við völd í nokkur ár og stjórnskipulagið er keimlíkt þýsku nasistastjórninni, nema að ríkistjórnin hefur gefist nægilegt tómarúm til að klára kynbótastefnu sína með því að drepa óaríska einstaklinga í hundruðiþúsundatali og eru tiltölulega nýbúnir að loka útrýmingarbúðunum þegar eintaklingur er kallar sig V fer á stjá og leitar hefnda en er þó með stærri áætlun í gangi. V þessi er klæddur í síðri skikkju með hálfgerða nornahatt á höfði nema með flatan topp og ber á sig brosandi grímu af Guy Fawkes. Hann byrjar á því að bjarga ungri stúlku frá því að vera nauðgað af hópi lögreglumanna og sprengir síðan Breska þinghúsið stuttu síðar, en kyrjar fyrir stúlkunni rétt fyrir "ódæðið" lítinn lagstúf sem fer á þessa leið:
Remember, remember
the fifth of November,
the gun powder treason and plot.
There is no reason,
for the gunpowder treason,
should ever be forgot.

Hin góða bókin er Þjóðríkið, endurreisn þess á Íslandi eftir Halldór Jónasson frá Eiðum og er rituð 1942 í hringiðu heimsstyrjaldar og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Sú bók er hreint afbragð, svo ekki sé minna sagt. Ég lánaði síðan báðar bækurnar til sitt hvors aðilans, félagi Vésteinn fékk V for Vendetta eftir að drengurinn hlaðaði bókum í fangið á mér og Jón Karl frændi fékk Þjóðríkið sem ég vona að hann hafi haft gaman af.

Meðal bóka sem eru í lesningu nú eru:

  • Skákað í skjóli Hitlers. Jóhannes Björn Lúðvíksson.
  • Why do people believe in weird things? Michael Sherman.
  • Lord of the Rings. J.R.R. Tolkien.

Einnig vil ég minnast á bestu framhaldsgamanþáttaseríu sem ég hef barið augum og pungað út péning fyrir, en það er öll serían auk sérjólaþátts af League of Gentlemen. Við uppflettningu á þeim á veraldarvefnum kemur í ljós að þeir eru einnig nýbúnir að klára kvikynd er heitir League of Gentlemen:Apocalypse. Ja, sei, sei.

Engin ummæli: