fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Andvirkjunarsinnar verða að láta fyrirtækin sem standa að verknaðnum kæra sig

Af gefnu tilefni verð ég að minnast á McLibel-réttarhöldin í Bretlandi. Tveir einstaklingar sem höfðu kynst sér starfemi McDonalds prentuðu út bæklinga sem í stóð hversu ógeðsleg starfsemi McDonalds er og hversu mikinn skaða fyrirtækið stendur fyrir. Þegar forsvarsmenn McDonalds í Bretlandi fengu þessa bæklinga í hendurnar þá vovar bréfberi að nafni Helen Steel og garðyrkjumaðurinn Dave Morris kærð fyrir óhróður og lygar. Þetta mál byrjaði 1990 og átti farsælan endir 1997 þegar í ljós kom að ásakanir þær sem Steel og Morris létu prenta voru hárréttar og nákvæmar. Ástæða þess að dómurinn fór á þessa leið er einfaldlega útaf því að þær ásaknir sem skötuhjúin komu með voru svo alvarlegar að það þurfti að rannsaka þær, þannig að lögfræðingar og lögreglan hafði fullan rétt til að glugga í gegnum öll þau gögn sem þau gátu fundið í höfuðstöðvum McDonalds í Bretlandi. En í þessum réttarhöldum fékk McDonalds væna rasskellingu.
Í þessu ljósi má ég til að benda á viðbrögð fyrirtækja einsog Landsvirkjun, Impregilo, Alcoa og Bechtel er talsmenn þess tjá fjölmiðlum um það efni að fyritækin íhuga að kæra mótmælendur fyrir eignaspjöll og tafir en gera það ekki. Ástæðu þess er að réttarhöld mundu fyrir það fyrsta gefa lögfræðingum og lögreglum kleyft að gramsa í gegnum e.t.v. óþægileg skjöl sem sýna, það sem flestir vita er hafa kynnt sér málið lítillega, að þessar framkvæmdir bæði í Kárahnjúkum og Reyðarfirði eru kolólöglegar og það mundi einfaldlega þýða að framkvæmdirnar mundu tefjast enn frekar.
Þess vegna verða þeir einstaklingar sem eru réttilega á móti þessum framkvæmdum að annaðhvort kæra fyrirtækin eða reyna láta kæra sig.

Engin ummæli: