þriðjudagur, apríl 25, 2006

Sönnun þess að yfirnáttúra er til!

Búinn að vera glugga í gegnum gamlar og nýjar greinar á vantrú, heilaspunanum og örvitanum. Örvitinn bendi á pistill Þorkels um drauma og yfirnáttúru, eða hið andlega, eða vattever. Þorkell sagði að þegar hann var lítill þá hafi hann fengið vitneskju úr draumi að manneskja mundi deyja.

Jæja.

Mig dreymdi einu sinni að ég væri að gera ljúffenga paprikusósu. Mig hefur samt ekki en dreymt á hvað ég ætlaði að nota þessa ljúffenga paprikusósu, en ég efast ekki um að ég muni finna eitthvað afar gott. En ég ætla að láta þennan draum rætast og gera ljúffenga paprikusósu, enda finnst mér paprikur afar góðar og ljúffengar. Spurning bara að prófa það á nautasnitsel? Nú eða piparsteik? Jafnvel á grísakótilettur? Er ekki viss, en það hlýtur að koma til mín í draumi sem verður væntanlega endanleg sönnun þess að hið andlega og ótrúlega sé til. Kannski Gvuð segi mér það?

3 ummæli:

Oskar Petur sagði...

Blátt á svörtu, hmmm.

Ég er að lesa:

"Búinn að vera glugga í gegnum gamlar og nýjar greinar á *mffuah*, *mmmmeuhh* og *wuuuuah*. Örvitinn *freeeuh* á pistill *hfuueh eeu hmuueh eu hhhuuuehh*, eða hið andlega", o.s.frv., o.s.frv.

Doddi: PLÍÍÍS SKIPTA UM FOKKÍNGS LIT!!!

Doddi sagði...

Það er rétt hjá þér. Ég breyti þessu bara aftur.

Oskar Petur sagði...

Doddi...Þér. Eruð. Örviti.

Svo ég vitni nú bara í verificatorinn a.n.:

"SMVUGL"!!!