þriðjudagur, apríl 20, 2004

Þessi texti er 1st draft, svo margt sem kemur fram er dálítið beinþýtt. Ég ætlaði að fara betur yfir þetta, en það eru samt sem áður nokkrar setningar sem ég er í miklum vafa um, og hef þá skilið eftir enska textann í sviga. Það eru sum orð sem eiga að vera í ítölsku til að undirstrika þau, en það sem þetta innlegg mun fara í gegnum minniháttar eða stórfelldar breytingar þá nenni ég ekki að bæta því inn. Orð og orðalag þarf aðeins að bæta og breyta, allar ábendingar og meira segja prófarkalesningar eru velkomnar. Njótið vel.

R fyrir Rými (b. 205)

Útskúfun : Kort örvæntingar
Stjórnun Rúms og Tíma, Geimferðir og Geimkönnun


"Borg: Skipulag af þöglum og einangruðum manneskjum sem eru lamaðar einsog eilífðarvél."
"Ferðamannaiðnaður: Aðferð sem felst í því að rými sem ekki hefur verið úthlutað fyrir framleiðslu eða húsnæði (þ.e. útrýming raunverulegs lífs) er breytt í stað þar sem hægt er upplifa fals-líf - gegn borgun."
"Áhugaverð afleiðing sem fylgir þróun samgöngukerfa er að þegar vegalengdin milli samfélaga minnkar, þá eykst vegalengdin milli einstaklinga innan samfélagana."


Í nútímaheiminum er stjórnun sjálfkrafa beitt á okkur með rýminu sem við búum í og hreyfum okkur. Það eru vissir helgisiðir sem við lifum samkvæmt - vinna, "frítími", neysla, undirlátsemi - því heimurinn okkar er hannaður eingöngu með þessa hluti í huga. Við vitum öll að verslanamiðstöðvar eru til að versla, skrifstofur til að vinna, stofur til að horfa á sjónvarp og skólar eru til að hlýða kennurum. Við ferðumst í gegnum rúm sem hafa fyrirfram ákveðinn tilgang, og allt það sem þarf til að halda okkur á sífelldri hreyfingu er að halda okkur á sömu braut í sífellu (and all it takes to keep us going through the same motions is to keep us moving along the same paths.). Það er erfitt að finna eitthvað annað að gera en að skoða og versla í Kringlunni; og, því við erum svo vön þessu, þá er erfitt að láta detta sér í hug að gera eitthvað annað þar - hvort eð er að gera eitthvað annað en að versla þarna er því sem næst lögbrot, þegar þú hugsar málið.
Það verða sífellt færri og færri af frjálsu og óbyggðu rými eftir í heiminum þar sem við getum leyft huga okkar og líkama vera frjáls og óheft. Næstum allir staðir sem þú ferð á eru í eigu einstaklings eða hópa sem hafa þegar ákveðið tilgang og fyrirframákveðin not fyrir rýmið: einkaeign, verslunarsvæði, mislæg gatnamót, þjóðvegir, kennslustofur, þjóðgarðar. Og okkar frekar fyrirsjáanlegu leiðir sem við tökum um heiminn leiða okkur sjaldnast nálægt þessum frjálsu svæðum sem eru eftir.
Þessi rými, þar sem við getum látið hugann reika óhindrað, hafa verið skipt út fyrir útfærðu, ákveðnu og stjórnuðu umhverfi einsog Disneyland - staðir þar sem þrár okkar eru áskapaðar og seldar til okkar á kostnað fjárhag og tilfinninga. Að koma sjálf með tilgang í lífið og heiminn og að skapa okkar aðferðir til að spila og leika okkur eru nauðsynlegir þættir í mannlegri tilveru; í dag, þegar við erum aldrei í rými sem hvetja okkur, þá kemur það ekkert á óvart að mörg okkar erum örvæntingafull og ófullnægð. En akkúrat útaf því að heimurinn hefur svo lítið af frjálsu svæði, og hringrás hversdagslífsins leiða okkur aldrei í þau svæði, þá erum við neydd til að fara á staði einsog Disneyland til að fá eitthvað í líkingu við leik og spennu. Ævintýrin sem hjörtu okkar þrá hafa þegar verið leyst af hólmi af fals-ævintýrum, og í staðin fyrir að skapa fáum við bara að horfa.
Okkar tími er jafn nákvæmlega upptekið og takmarkað og rýmið; vissulega, er aðgreining rýmisins formbirting á því sem þegar hefur komið fyrir tímann. Allur heimurinn lifir og hrærist samkvæmt stöðluðu tímakerfi, hannað til að samhæfa hreyfingar okkar frá einni hlið plánetunnar til annars.
Inní þessu stóra kerfi, þá er lífið okkar samræmt vinnutímanum okkar og/eða skólatíma, jafnt sem opnunartímar fyrirtækja, ferðaáætlanir almennings samgöngukerfa o.s.frv. Þessar tímaáætlanir sem stjórna lífi okkar á sér djúpar rætur og byrja á barnæsku okkar: við gleymum því að tíminn sem við eigum er að sjálfsögðu okkar eign og okkar til að ákveða hvað við gerum við hann, en skiptum honum samt í flokka á borð við vinnudagar, matartímar og helgar. Líf sem orsakast af spontant kenndum, að gera eitthvað af sjálfsdáðum og án þess að um fyrirætlun er að ræða, er óhugsandi fyrir okkur; og hinn svo kallaði "frí"tími er oftast áætlaður tími til að gera eitthvað annað en að vinna. Hversu oft sérðu sólina rísa upp? Hversu oft ferðu út að ganga á sólríkum eftirmiðdegi? Ef þú fengir óvænt tækifæri á að fara í spennandi ferð þessa viku, mundirðu gera það?
Þessi heftandi umhverfi og tímaáætlanir hefta hina gífurlegu möguleika sem lífið okkar hefur uppá að bjóða. Einnig heldur þetta okkur í einangrun frá hvort öðru. Í vinnunni okkar, þá eyðum við stórfelldum tíma í að gera eitthvað eitt tiltekið verkefni með einum tilteknum hópi, á einum tilteknum stað (eða allavega eitt ákveðið umhverfi, fyrir iðnaðarmenn og afleysingjafólk). Svona takmörkuð, endurtekinn reynsla gefur okkur afa takmarkaða sýn á heiminn, og hindrar okkur frá því að kynnast öðru fólki af öðrum uppruna og menningarheimi. Heimilin okkar einangra okkur ennþá meir: í dag aðskiljum við okkur í læstum litlum kössum, að hluta til útaf þeirri hræðslu sem auðhyggjan hefur farið með aðra, og að hluta útaf því að við trúum þessum ofsóknarkennda áráðri fyrirtækjanna sem selja okkur þjófavarnakerfin. Úthverfin líkjast öllu heldur kirkjugörðum, aðskilið fólk í kössum... rétt einsog vörurnar í verslunar-keðjunum, jafn "ferskt". Þegar þykkir veggir skilja okkur að frá nágrönnunum okkar, og vinir og vandamenn eru dreifðir útum allt land, þá er illskiljanlegt að hægt sé að hafa einhverskonar samfélag, hvað þá að skipta svæði samfélagsin á milli okkar þar sem fólk getur notið góðs af sköpunargáfu hvors annars. Og bæði heimilið og vinnan bindur okkur niður á einum stað, halda okkur kyrrstæðum, að við erum ófær í að ferðast um heiminn nema í fljótfærnislegum ferðalögum og fríum.
Jafnvel ferðamáti okkar er heftur og heftandi. Ferðaaðferðir nútímans - bílar, rútur, lestir, neðanjarðarlestir, flugvélar - halda okkur á stöðluðum leiðum, horfandi á heiminn fara framhjá okkur í gegnum skerm, einsog það væri sérstaklega leiðinlegur sjónvarpsþáttur. Hvert og eitt einasta okkar lifum í persónulegum heimi sem samanstendur af frekar vel þekktum áfangastöðum (vinnustaðurinn, matvöruverslanir, íbúð vinar þíns, dansstaðurinn) með nokkrum millileiðum (sitjandi í bílnum, standandi í strætó, gangandi upp stigann), og maður hefur varla tækifærir til að verða á vegi einhverju ófyrirsjáanlegu eða uppgötva nýja staði. Maður gæti ferðast á hraðbraut í tíu mismunandi þjóðum án þess að sjá neitt annað en malbik og bensínstöðvar, svo lengi sem hann heldur sig í bílnum. Læst á okkar leiðum, við getum ekki ímyndað okkur alvöru frjáls ferðalög, langar hnattferðir uppgötvana sem gæti leitt okkur í beint samband við glænýtt fólk og hluti á hverju horni.
Í staðinn, þá sitjum við í umferðahnútum, umkringt af tugum ef ekki hundruðum einstaklinga í nákvæmlega sömu stöðu og við, en við erum aðskilin frá þeim útaf þeim stálbúrum sem eru bílarnir okkar - þannig að þeir líta frekar út fyrir að vera hlutir en meðbræður og -systur. Við höldum að við getum séð meira af og náð frekari tengslum við umheiminn með þessum nútímaferðamáta; en ef eitthvað er, þá erum við í raun að sjá minna af honum. Er möguleikar samgöngukerfa verður stærri og meiri, þá breiða borgirnar úr sér yfir meira og meira landslag. Þegar vegalengdin lengist, þá þarf fleiri bíla, fleiri bílar krefjast meiri rýmis, þannig að vegalengdin lengist aftur... og aftur. Með þessu móti munu hraðbrautir og bensínstöðvar koma í staðinn fyrir allt sem var í fyrsta lagi þess virði að ferðast til... það er að segja allt sem þegar hefur ekki verið breytt í skemmtigarð eða vinsælan ferðamannastað.

Sum okkar sjá internetið sem "ókannað svæði (final frontier)", sem frjálst, ónýtt rými sem er enn ósnert til að kanna. Það gæti og gæti ekki verið að tölvuheimurinn (netheimurinn (cyberspace)) hafi visst frelsi í boði fyrir þá sem hafa efni á að nota og kanna það; en hvað sem það hefur uppá að bjóða, þá er það í boði með því skilyrði að við skiljum eftir líkama okkar: sjálfviljug aflimun. Mundu að þú ert líkaminn þinn jafnt sem hugur: er það frelsi að sitja á sama stað, starandi á blikkandi ljós í marga klukkutíma, án þess að nota bragð-, snerti- eða lyktarskyn? Hefurðu gleymt tilfinningunni sem fylgir því að standa berfættur á blautu grasi eða á volgum sandi, lyktinni af gúmmítré eða valhnotureyk? Manstu eftir ilminum af stilki tómata? Bjarma kertaljóssins, hina æsandi upplifun yfir að hlaupa, synda, snerta?
Í dag getum við snúið okkur að internetinu fyrir spennu án þess að hafa á tilfinningunni að við höfum verið svikin því að okkar nútímalíf eru svo þvingað og fyrirsjáanlegt að við höfum gleymd hversu ánægjuleg athafnir og hreyfingar eru í raun og veru. Hví að sætta sig við afar takmarkað frelsi sem alnetið (cyberspace) hefur uppá að bjóða, þegar það er svo mikið af upplifunum og tilfinningum í boði í hinum raunverulega heimi? Við ættum að vera hlaupandi, dansandi, hjólandi, njóta lífsins að fullnustu, skoða nýja heima - hvaða nýja heima? Við verðum að enduruppgötva líkama okkar, skynjanir okkar og rýmið í kringum okkur, og síðan getum við breytt þessu rými í nýja heima þar sem við getum komið með okkar eigin þýðingu og tilgang í.
Að lokum, verðum við að finna upp nýja leiki - leiki sem hægt er að taka þátt í þeim herteknu svæðum heimsins, leikir sem afmá fyrirfram ákveðinn tilgang svæða á borð við verslunarmiðstöðva, veitingastaða og kennslustofu, og við getum þá komið með okkar eigin tilgang samkvæmt okkar þrám og draumum. Við þurfum leiki sem geta hjálpað okkur til að ná saman, komist útúr þessum innilokuðu og einangruðu heimilum, og inná almenningssvæði þar sem við getum notið góðs af félagskap og sköpunargáfum hvors annars. Einsog þegar fólk hjálpar hvort öðru eftir náttúruhamfarir og rafmagnstruflanir sem auk þess gerir lífið þeirra aðeins spennandi (hvort eð er, þá er þetta smá tilbreyting frá frekar leiðinlega fyrirsjáanlegum heimi), þá ættu þessir leikir að geta hópað okkur saman og fengið okkur til að gera nýja og spennandi hluti. Við ættum að mála ljóð á veggi verslanasvæða, tónleika á götunum, kynlíf í almenningsgörðum og kennslustofum, fríar lautaferðir í stórverslunum, spontant hátíðir á hraðbrautum...
Við þurfum að finna upp nýjar útfærslur á tímanum og einnig nýjar aðferðir til að ferðast. Reyndu að lifa án þess að hafa klukkur og úr, án þess að samhæfa lífið við restina af hinum afar upptekna heimi. Reyndu að fara í löng ferðalög, gangandi eða hjólandi, þannig að þú mund verða var við allt sem er á milli byrjunarreits og áfangastaðar, án þess að hafa einhvern skerm eða glugga (screen) á milli. Prófaðu að skoða nágrennið eða hverfið sem þú býrð í, skima yfir landið á húsþökunum, athuga hvern krók og kima - þú mund undrast allt það falda ævintýri, sem bíður eftir því að finnast, sem bíður eftir þér!

Alvöru kort af ímynduðum heimi, ímynduð kort af alvöru heimi.
Kort nútímans lýsa heimi sem enginn manneskja hefur stigið fæti á fyrr: heimur með varlega skráðum vegalengdum og stöðluðum merkjum, frosið í tíma/ tímalaust, algjörlega tómt af tilfinningalegu umhverfi - hlutlægur heimur, því í dag vitum við öll að það er enginn heimur nema hinn huglægi. Þessi kort innihalda svo litlar upplýsingar um þýðingu mannlífsins að það er enginn furða að við villumst alltaf þegar við notum þau: við förum sífellt í hringi, komum "á réttum tíma" til okkar svokallaða áfangastaða, höfum ekki hugmynd um hvert við erum að fara og hvers vegna, hvað þá að vita hvað hægt er að finna í þessum heimi þegar við förum af þjóðveginum eða útúr höfuðborgarsvæðinu.
Ef við sköpuðum okkar eigin kort, skráum niður okkar einstaklingsbundnu upplifanir í staðinn fyrir að fá staðlaðar upplýsingar útúr mælitækjunum, þá mundi það augljóslega sýna hvað það er að vera mannvera á þessari jörð. Kannski þá mundum við skapa heim fyrir mannkyn til að lifa í, ekki tæki eða tól. Bók á borð við "On the road" er eitt dæmi um svoleiðis kort: það skráir leiðir nokkurra einstaklinga í gegnum rúm og tíma, frásagnir um tilfinningaflæðið jafnt sem líkamshreyfingu. Vissulega hjálpar þessi bók okkur ekki í að finna götunöfn eða rétta leið til bensínstöðva á Selfossi, en til langtíma litið þá mun hún hjálpa þér að ná lengra en kort af Austur-Skaftafellsýslu.
Það er satt að við upplifum heiminn mismunandi, og ef við gerðum okkar kort hreinskilningslega (þ.e. huglægt) þá mundu þau öll líta mismunandi út; en það ætti að vera nægileg ástæða til að fagna fjölbreytileika heimsins, en ekki að kvarta yfir því! En, rétt einsog bók, um fólk sem þú hefur aldrei hitt, hefur visst notagildi sem kort yfir þínu eigin lífi, þá geta þessir einstaklingsbundnu annálar oft haft hjálpsamlegt notagildi fyrir margt annað fólk, og af fjölbreyttum toga. Þú mund uppgötva að þegar þú talar opinskátt fyrir sjálfan þig, þá ertu örugglega að tala fyrir aðra líka: það er bara eitt af því að vera mannlegur (og okkar ástæða af hverju við dreifum orðinu "við" miskunnarlaust um þessar blaðsíður). Hér á eftir eru nokkur dæmi um huglæg kort sem nokkrir þátttakendur í okkar samvinnuhóp hafa gert, sem dæmi; sjálf bókin sem þú ert að lesa er einnig kort, auðvitað, ef þú notar hana rétt.

Textabrot:
Rými er ekki til fyrr en það hefur verið skoðað. Maður skapar rými með því að hlaupa, stökkva, dansa og klifra í gegnum það.
Ef hjartað þitt er frjáls, þá er jörðin sem þú stendur á frelsað svæði. Verndaðu það.


V fyrir Vinnu ( b. 244)

"Vinna er gagnstætt sköpun, sem er leikur.
" Heimurinn byrjaði að vera mér einhvers virði um leið og ég hætti að vera alvarlegur þegn þjóðfélagsins og varð - ég sjálfur. Ríkið, þjóðin, sameinuðu þjóðir heimsins, var ekkert nema stórt samansafn af einstaklingum sem endurtóku mistök forfeður sína. Þau voru föst í tannhjóli frá fæðingu til dauðadags - og þetta hlaupahjól reyndu þau að göfga með því að kalla það "líf". Ef bæðir einhver til að útskýra eða skilgreina líf, hvað væri upphaf og endir alls, þá mundi svarið vera sviplaust andlit. Lífið væri eitthvað sem heimspekingar hafa reynt við í bókum sem enginn les. Þeir sem væru djúpum skít, "ólaðir við vinnuna" (those in the thick of life, "the plugs in harness", held að ég hafi þýtt þetta rétt)höfðu engan tíma í svona ómerkilegar spurningar. "Þú verður að borða, er það ekki?" Þessi fyrirspurn , sem átti að gera mann orðlausan, og hafði þegar verið svöruð, ef ekki í algjörlega neikvæðum skilningi þá allavega frekar óhugnanlegum neikvæðum skilningi af þeim sem vissu, var vísbending um allar þær spurningar sem fylgdu í kjölfarið á raunsæjum evklíðskum runum. Sá litli lestur sem ég hafði náð að framkvæma tók ég eftir því að þeir sem voru mest inní lífinu, sem voru að móta lífið, sem voru lífið sjálft, átu lítið, sváfu lítið, áttu lítið sem ekkert. Þeir gerðu sér engar grillur um skyldur, eða viðhalda ætt og fjölskyldu, eða varðveita Ríkið. Þeir höfðu áhuga á sannleika og eingöngu sannleika. Þeir þekktu aðeins eina athöfn - sköpun. Enginn gæti skipað þeim til að gera eitt eða neitt, því þeir höfðu þegar heitið sjálfum sér í að gefa allt frá sér. Þeir gáfu endurgjaldslaust, því það er eina aðferðin til að gefa. Þetta var lífstíll sem mér þótti heillandi: þetta var skynsemi og skynsamlegt. Þetta er líf - en ekki lýð- og lífskrum sem fólkið í kringum mig tilbeið."
-Henry Miller, Bylting hversdagslífsins (The Revolution of Everyday Life)

(Tricks of the Tradeless)
Fag þeirra ófaglærðu

Gregarius: Það eru þúsund ástæður til að vinna ekki - að njóta lífsins meira, til að forðast þá skömm sem fylgir því að setja verð á tímann þinn eða klæðast starfsmannabúningi eða hafa yfirmann, að neita markaði auðhyggjunnar um erfiði þín. Og þegar ég segi "vinna ekki", þá meina ég það ekki þannig að gera ekki neitt í staðinn, ég meina að nota tímann til að gera það sem þig langar til að gera. Ég held að besta ástæðan til að vinna ekki er sú staðreynd að svo mikið af fólk veit ekki hvað það á að gera í staðinn. Þú verður að fá tækifæri til að endurheimta þá hæfileika sem hjálpa þér að beina þínum kröftum að einhverju öðru. Ég gæti ekki verið að framkvæma jafn mikið af aktívisma, eða ferðast jafn mikið, ef ég væri í venjulegri vinnu - það er alveg áhreinu.

Deborah: Persónulega finnst mér þetta snúast um að vera eins langt frá framleiðslu-neyslu hringrásinni og mögulegt er. Ef ég fæ ekkert útborgað, þá freistast ég ekki til að kaup tilgangslausar vörur... sem neyddu mig til að hafa fasta útborgun, föst í einum lífsstíl - þú getur lend í djöfullegri hringrás sem samanstendur af því a borga upp skuldir á einhverjum hlut sem gladdi þig, kaupa meira dót til að losna við áhyggjurnar sem fylgir skuldinni, og svo framvegi - auk þess, þá er þetta umhverfislega séð rétt líka, ekki að hvetja þá til að fjöldaframleiða drasl þegar landfyllingarnar eru yfirfullar.

Paul: Ég viðurkenni að í mínu tilviki var frekar erfitt til að byrja með - það var frekar ömurlegt fyrstu árin, eftir að ég lofaði sjálfum mér að ég mundi aldrei ráða mig í vinnu aftur, sérstaklega því ég þekkti engan sem var að gera það sama eða hafði einhverju þekkingu til að deila með mér. Í raun varð ég að læra þetta einn og óstuddur, sem er dálítið sorglegt þegar ég veit núna að það er fullt af fólki sem er að gera sambærilega hluti sem hefði getað hjálpað mér í gegnum þessar breytingar. Allir mínir gömlu vinir frá framhaldskólanum gátu bókstaflega ekki skilið hugmyndina - þeir voru allir með vinnu, eða fengu fé frá foreldrunum, og þeir mundu kvarta einsog allir aðrir gera um peninga þegar þeir fengu sér í glas á bar, sem hafði eitthvað hóptilboð eða á einhverjum öðrum stað þar sem ég hafði bara ekki efni á að fara á; að lokum hættum við að hitta hvor aðra, einfaldlega útaf því ég hafði ekki efni á því. Það voru ömurlegir tímar sem komu er ég var bara einn með sjálfum mér, ráfandi um, í örvæntingarfullri leit af nauðsynjum tilverunnar. En ég nýtti mér þennan nýja tíma til að taka þátt í verkefnum sem kom mér í kynni við nýjan hóp af vinum, fólk sem skildi mun betur hvað ég var að gera og hvers vegna. Þau hafa hjálpað mér mjög mikið, og lífið er mun betra núna. Ég vakna á hverjum degi hraustur og lifandi, í hvert sinn sem ég set mat í munninn án málamiðlana, þá er það lítill sigur, ein lítil sönnun að andspyrna er virkilega möguleg.

Jay: Þetta var öðruvísi fyrir mig en Paul, því ég kem frá fátækum uppvaxtarskilyrðum, ég átti ekki neitt til að byrja með, þar með talið atvinnumöguleika. Fyrir mig, að vinna ekki er bara framlenging á því sem lærði í æsku er faðir minn var atvinnulaus, og þurfa hlaupa á brott og lifa á götunni... en að gera það viljandi gerir það að jákvæðum hlut, og lætur mig ekki líða einsog ég sé undir náð og miskunn efnahagskerfisins. Ég gæti sitið einhverstaðar og liðið ömurlega, bíðandi eftir tækifæri til að vinna við og við svo ég gæti haft efni á einhverju skyndibitasorpi, eða ég gæti gert þetta. Fyrst ég á ekkert, þá get ég allavega lifað lífinu til fullnustu, gert hina skapandi hluti sem ég elska að gera.

Markatos: Ég vann fyrst fullan vinnutíma , byggingarvinnu, síðan byrjaði ég að skera niður vinnutímana svo ég hefði meiri tíma í að vinna í listinni minni... þegar ég missti vinnuna, þá byrjaði ég að vinna við smávinnur, að setja upp sýningu fyrir fjármagnaða listamenn, sjá um veitingar í veislum og samkvæmum, kannski tímabundinn tveggja til þriggja vikna erfiðisvinna svo ég gæti borgað fyrir nokkra mánaða frelsi. Ég mundi sækja um vinnu því ég vildi læra eitthvað sem þeir gætu kennt mér, einsog málmsuðu - ekki svo ólíkt því er Sarah fær vinnu við prentsmiðju í viku í hvert sinn sem hún klára í nýja útgáfu af "zine"-blaði, bara til að eiga efni á prentuninni / til að stela eintökunum. (... just to rip off the copies). Ég fann verulega ódýrt hús hérna útí sveit og gerði fínan garð (planted a garden). Núna þarf ég bara að vinna örfáar vikur á ári.

Deborah: Ef þig langar til að gera þetta, þá er þetta bara spurning um að demba sér í djúpu laugina: segðu upp vinnunni þinni og ekki horfa til baka - þú átt eflaust eftir að komast á þurrt land einhverstaðar. Ég þekki engan sem hefur ekki tekist ætlunarverkið um leið og þeir byrjuðu að framkvæma það, þeir þurftu bara að trúa því að það tækist. Það er ekki margt til í þessum heimi sem getur í raun drepið þig. Allt þetta gráa svæði sem lítur út einsog skjótur dauði og hörmungar frá sjónarmiði örugga smáborgarans er miklu auðveldara að fást við um leið og þú ert kominn upp að því.

Gregarius: Ef þú ert ekki en tilbúinn til að fara vinnulausu leiðina, rétt einsog Paul og Debbie, þá eru fullt af öðrum möguleikum. Ég uppgötvaði sjónhverfingar (juggling) nokkuð snemma á ævinni, og fann út að ef ég kynnti mig rétt fyrir hlaupatíkur stórfyrirtækja Ameríku þá mundu þeir borga mér 500 dollara eða meira fyrir eina sýningu. Ég gerði svaka flott nafnskírteini, fékk mér umboðsaðila, og sýni listir mínar kannski tuttugu kvöld á ári á fundum og ráðstefnum. Þetta er næstum einsog bankarán, því þetta framfleytir mér og mínu lífi, sem ég nota til að grafa undan allri vinnunni þeirra. Og það eru líka önnur, frekar fágæt tækifæri - ef ég væri ekki að gera þetta, þá gæti ég fengið borgaða stöðu við að vinna fyrir aktívista-hóp sem ég býð mig fram í sjálfboðavinnu. Vinkona mín, Anna, er framkvæmdastjóri yfir róttækri bókaverslun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni, en launin nægja fyrir hana og hún á nóg til að hjálpa nokkrum eignarlausum vinum sínum. Það er afar mikilvægur þáttur í þessari vinnulausu skuldbindingu, það er að vita þegar þú átt meiri auðlindir en annað fólk og vera viljugt til að skipta því á milli. Ég er ekki að segja að þú þurfir að sjá um alla, heldur að þekkja það að kannski hefur fólk uppá eitthvað annað bjóða fyrir utan pening, og ekki vera hræddur að deila með þeim það sem þú hefur... einsog einn strákur sem er hjá henni nokkuð oft vinnur við það að brjóta saman og hefta og aðra sjálfboðavinnu fyrir fréttabréfið þeirra, því hann hefur tíma í það en enginn annar. Þegar allir skuldbinda sig við að gefa allt til hvors annars, þá er yndislegt að geta hætt að meta og mæla, hætt að hafa áhyggjur yfir frjálsum markaði og jöfnum skiptum og bara gefa og deila með fólki.

Jay: Ég ferðaðist á puttanum í nokkur ár, betlandi smápeninga, hélt mig með öðru heimilislausu fólki... ég þurfti að berjast við þunglyndi, já. En ég gerði aðra hluti líka, ég hélt mér nokkuð skörpum í ýmsum málum. Einsog þegar ég gisti á bókasöfnum, þá kenndi ég mér sjálfum að nota tölvur svo ég gæti gert heimasíður og fleira fyrir vini mína og hluti sem við gerðum... skiptir ekki máli, ég varð mjög heppin þegar ég hitti Liz af algjörri slysni á Lee Street. Hún er lærður rithöfundur, mjög svöl jafnvel þó hún sé gjörsamleg miðstéttarkona - ég þekkti dætur hennar fyrir. Hún var með ofgnótt af verkefnum - hún átti að gera eitthvað leiðinlegt flugvéla tímarit (einsog Ský- þýð.)- og þegar hún fann út að ég gat skrifað líka, þá lét hún mig fá nokkur verkefni og borgaði mér fyrir. Núna er ég sá eini hérna sem hefur einhverjar stöðugar tekjur, meiri tekjur en sumir vinir mínir hér sem koma frá miðstéttinni! Þetta er furðulegt. Ég býst við því að lífið getur alltaf komið manni á óvart, ef þú heldur þér nógu lengi á lífi svo það hafi tækifæri á því.

Paul: Ég eyddi miklum tíma á bókasafninu meðan ég var í framhaldskóla - bókasöfn eru frábær, þannig ættu allar eignir að vera skipulagðar, þarna gat ég fengið gefnar bækur, kvikmyndasýningar, vídeó (þau höfðu meira segja vídeótæki og sjónvarp til afnota), aðgangur að netinu, hljóðlát herbergi til að sofa, baðherbergi...og ég gat tekið upp allar plöturnar sem ég vildi þegar ég læddist í skólaútvarpstöðina í næsta herbergi. Ég reyni bara að hafa varan á öllum hlutunum sem ég get safnað þegar ég fer í úthverfa-veiðar - klósettpappír, eldspýtur, matardiskar og silfuráhöld hjá stórfyrirtækja-veitingastöðum, gefins kassettur hjá plötu- og safnarabúðum - það er svo mikið af drasli sem fer til spillis í Bandaríkjunum, það er fáránlegt. Þú getur næstum fengið allt í ruslatunnum - mat, húsgögn, ég man þegar Jay fann fjandi góðan gítarmagnara sem var í fullkomnu lagi! Þú getur einnig aðstoðað litlum fyrirtækjum í skiptum fyrir vörur - ég var vanur að stela stórum dósum af ólífum í bakherbergi eldhús (það var alltaf opin hurðin að aftan)einhvers heimavistarhúsi sem var í einkaeign og fengið burritos í skiptum einhverstaðar annarstaðar - síðan er það búðarhnupl, eða að fá gefins hluti frá óánægðum starfsmanni, sem er auðvelt útaf því það er svo mikið af óánægðum starfsmönnum... þú átt aldrei að borga fyrir að ljósrita, eða fyrir smábrauð, svo eitthvað sé nefnt. Einu sinni fékk ég hjól í toppástandi í skiptum fyrir nokkrar plötur, hjólið hafði verið skilið eftir í hjólaviðgerðarstofu þar sem hann vann! Síðan er það svindlið - þegar þú þekkir annað fólk með sambærilegan lífstíl, þá bætist einn nýr við einu sinni í mánuði eða svo, fríar símhringingar eða frímerki, eða lestarmiðar í skiptum fyrir einhverja brellu. Ég kannast við margar góðar brellur, einsog í bókinni hans Abbie Hoffman, "Steldu þessa bók" (Steal this book) en þar bendir hann á þá uppgötvun að sumar tegundir af erlendum skiptimyntum er hægt að nota í ýmsa sjálfsala, hann finnur einhvern erlendan gjaldmiðil, sem á erfitt uppdráttar, en þá getur sem samsvarar rúmlega tuttugu og fimm sent af erlendri skiptimynt jafngilt hátt uppí hundrað kvartdollara (25 sent). Að læra aðlagast líferni með færri fötum og öðrum þægindum er afar mikilvægt, en það getur einnig haft mikilvægt reynslugildi, þetta þarf ekkert að vera niðurlægjandi einsog sumir óharðnaðir miðstéttakrakkar sjá þetta úr fjarlægð. Alveg rétt! Það virkilega hjálpar við sparnað og gerir þig kleyft að gera áhugaverða hluti ef þú reykir ekki, drekkur eða notar vímuefni.

Jackson: Ég varð bara heppinn, ég gerði bara hluti sem mér líkaði vel við að gera og ég fékk bara mína núverandi tekjulind uppí hendurnar. Ég hafði gífurlegan áhuga á sjaldgæfum gömlum teiknimyndasögum og svoleiðis dóti, eitthvað sem vinir mínir gátu ekki skilið, og ég uppgötvaði að ég gat grætt mikinn auð á að bútlegga (bootleg). Þetta er ekkert svo slæmt - fólkið sem vill fá þessa hluti hefur aurinn til að borga fyrir það, og það gæti ekki fengið þessa hluti öðruvísi, rétt? Og þetta er miklu hættuminna en það sem sumir glæpafélagar mínir gera, einsog að stela bílum. Ég bý við nokkur þægindi - án einstaklinga einsog mig til að halda þeim upp, þá mundu sumir af mínum ósveigjanlegu and-atvinnu vinum mundu hafa afar erfitt uppdráttar. Í veit alveg að það er ekkert byltingarkennd við að vera glæpamaður - eða listamaður eða skemmtikraftur ef útí það er farið, einsog aðrir einstaklingar sem þú tekur viðtal við - en í alvöru talað, allt er málamiðlun í þessum heimi, þangað til við getum snúið þessari þróun við. Þetta er bara spurning um hvað þú heldur sé árangursríkasta málamiðlunin. Og með því að gera þetta hef ég nóg af tíma og meira segja smá pening til að einbeita mér að betri hlutum. Eitt í viðbót - þessi lífsmáti hefur kynnt mér fyrir mismunandi sambandi við meðbræður og -systur. Þegar þú ert að vinna, og það er öll þessi spenna og samkeppni og hatur, að það er auðveld að verða illgjarn og uppi með sér. En núna reyni ég sjálfkrafa að vera vinalegt við fólk, að finna út hvað það hefur uppá að bjóða gagnvart hvort öðru og það er auðveldara að umgangast fólk því mér finnst þau ekki vera ógnandi... fyrir utan svínin/löggurnar, auðvitað.

Deborah: Ef þú býrð á svæði þar sem "ólöglegt eignarnám" (squatting) er val, einsog New York eða Evrópa, þá er það augljóslega besta aðferðin til að fá heimili. Þú borgar ekki leigu, þú ert að nota rými sem mundi annars vera notað til geyma úrgang og eiturefni, og þú ert að nota krafta þína til að byggja upp svæði sem er opið öllum, ólíkt hinum dæmigerðu vernduðu úthverfa-fangelsum. Annars... Mo vinkona mín bjó í vörubíl í nokkur ár, og eitt sinn svaf Sarah þarna á daginn, á meðan hún vann næturvinnu í prentstofu. Það getur verið erfitt að hafa tök á öllum eignum, en það minnir þig bara á það að eiga ekki of mikið og alltaf að deila því og lána. Málið er bara að vera nýjungagjarn... til dæmis ef þú hefur engan samastað, skipulagaðu þá mótmæli og tjaldaðu á svæðinu sem þú mómælir og vertu þar bara - vertu viss að segja fjölmiðlum hversu mikið þú saknar heimilisins og gæludýrana og sjónvarpsins!

Paul: Grundvallar ástæða þess að vinna ekki er að þú ert að koma þér frá hver-maður-fyrir-sig efnahagnum, svo þú verður að læra að vinna með öðrum. Finndu hóp af fólki og áttaðu þig á því hvað allir geta lagt af mörkum - það þarf ekkert að vera endilega að vera efnislegt, en þú verður að gera eið um að þið sjáið um hvert annað. Þetta gildir um það hvað flest ykkar búa. Í byrjun er ég var einn með sjálfum mér, þá leigði ég alveg hræðileg herbergi, fyrir meiri pening en ég hafði efni á, og síðan byrjaði ég að búa á geymslusvæðum, svaf í bókasöfnum eða í miklu verri híbýlum. Ég hef eytt nokkrum árum af lífinu bara við að ferðast um heiminn, frá einu vinahúsi til annars bara svo ég þurfti ekki að borga leigu, og það er allt í lagi, en þú er samt að stóla á að annað fólk borgi. Það besta sem hægt er að gera í þessari stöðu er að fá hóp af fólki til að stofna samfélagssvæði, eða kommúnu, sem er hannað í hagnýtum tilgangi - ekki eingöngu til að jafna sig frá skóla eða vinnu, einsog flest húsnæði - vöruskemmu, eða stórt gamalt hús með kjallara og húseiganda sem býr fjarri. Þú getur notað rýmið til að gera frábæra hluti, lifir ódýrt og lærir að deila með öðrum... og þú getur borgað alla eða hluta af leigunni með verkefnum á borð við sýningar, peninga frá böndum sem æfa eða búa þarna, og svoleiðis. Þetta er ekki harla ólíkt því að vera í hljómsveit og deila sendiferðabíl saman, í staðinn fyrir að fara á mörgum mismunandi bílum. Við það að búa saman þá deilir þú ekkert bara byrðinni sem fylgir baráttunni í að halda sér á lífi, en þú lærir einnig að ná saman við fólk og að gera hluti sameiginlega, sem er mikilvægasti þátturinn í þessu öllu saman.

Elise: Ég veit ekki hvað annað fólk getur gert fyrir staðinn sem það býr í, það eru milljón möguleikar... það sem ég gerði var að taka yfir einhvern yfirgefinn kofa bakvið hús þarsem nokkrir krakkar bjuggu sem ég þekkti; það var aðeins einn veggur, og með því að nota afganga frá byggingarsvæðum þá endurbyggði ég allan kofann og gerði lítið hús úr því, með viðarofni og öllu. Ég meira segja lagði símalínu frá húsinu þeirra, gerði garð, gerði áburð úr mínum eigin hægðum. Ég byrjaði árið án þess að hafa nokkra hugmynd hvernig átti að gera eitthvað af þessu, fyrir utan það sem ég lærði frá lífrænu sveitabýli - það var magnað að finna út hvað ég gat gert sjálf.

Jay: Það erfiðasta, auðvitað, er að fá læknisaðstoð í öðrum löndum en Kanada og norður-Evrópu, sem ennþá hafa gott heilbrigðiskerfi og góða félagslega aðstoð í boði, en það er einnig erfitt fyrir fullt af fólki sem vinnur allan tímann líka. En þú getur oftast reddað þér einhvernvegin. Ég á einn vinn, guð veit hversu oft hann hefur veikst, slasast eða fengið sýkingu þegar hann ferðast, og getu alltaf fengið einhvern til að sjá um sig - einhver mamma vinar hans er læknir, eða einhver er að læra hjúkrunarfræði, og það er alltaf einhver einn vinur hans og Sally sem vill fara með þeim, og hún er öll í svona vúdú og gömlum lækningaraðferðum, hún er nokkuð svöl. Einu sinni þóttist Dan hafa lent í vinnuslysi til að fá vinnuveitendur í að borga fyrir uppskurð sem hann þurfti á að halda því hann tognaði í baki (slipped a disk in his back) - ég held að hann hafi bara fengið vinnuna til að gera þetta, þetta var svakalegt. Ernie borgar ekki spítalareikninginn, einsog ég hef gert, einsog Cheese, vinur minn, gerði þegar hann kjálkabrotnaði. Hann fór þangað fótbrotinn, síðan fór hann aftur með ígerð og síðan aftur fyrir eitthvað annað, og fékk aðstoð í hvert einasta sinn. Það hjálpar að vera alltaf á ferðinni og halda sér frá reikningunum... þú getur líka komið með falskt nafn. Stela nokkrum vítamínum og elda eitthvað úr draslinu sem þú finnur í ruslatunnum getur líka virkað vel sem fyrirbyggjandi meðul - þetta eru bestu ráðin sem ég get gefið.

Markatos: Ég er stundum spurður að því hvort ég sé með einhver framtíðaráform, barneignir og svoleiðis. En með hina dæmigerðu fallegu konu og framabrautar-vinnu og flott hús og svona, ég er fullorðinn maður núna og ég á erfitt með að trúa því að ég fari í einhverskonar öfuga miðaldrakreppu og óskaði þess að ég hefði átt að skipta út öllu því sem ég á fyrir fyrrgreindu kjaftæði. Hreinskilningslega þá held ég að síðustu tíu ár af ævintýraferðum hafa verið mér meira virði en fimmtíu ár af einhverju öðru lífi. Ég hef lent í átökum er varða rómantísku sambandi við fólk sem var ekki tilbúið að ganga jafn langt og ég hef gert, en þú getur leyst þessi átök friðsamlega, það er ekki ómögulegt - og ég vill ekki stofna sambönd við fólk sem vill ekki samþykkja minn lífstíl, það er bara fáranlegt. Í sambandi við börn, þá held ég að það sé nóg af góðum ástæðum að eignast ekki börn og einmitt nú þá held ég að ég vilji aldrei eignast börn. En ég hjálpa vinum mínum með börnin þeirra, svo ég er ekki að útiloka þau frá þeim möguleika að njóta lífsmátans. Tvær góðar vinkonur mínar eru einstæðar mæður og ég geri það sem ég get til að passa börnin, gefa þeim grænmeti úr garðinum, svoleiðis dót. Þau er bæði æði, geta enn unnið við félagsleg störf - en mig langar til að minnast á það að félagskerfið í þessu landi er í fokki og getur ekki aðstoðað fólk í þeirra stöðu, sérstaklega þegar þau reyna einsog þau geta til að gera góða hluti fyrir annað fólk. En annars, það verður athyglisvert að fylgjast með þessum börnum vaxa úr grasi.

Elise: Mig langar gjarnan til að eignast börn einhvern daginn. En þegar kemur að því málefni er tengist öryggi og stöðugleika, þá geri ég mér engar grillur um það að peningar og sjúkratrygging og allt það geta boðið uppá betri langtíma öryggi og stöðugleika en ástríkt samfélag hefur uppá að bjóða. Ég held að við ættum annaðhvort að eyða kröftum okkar í að lifa af samkvæmt reglum nútímans, eða reyna skapa heim það sem það skiptir ekki máli. Einhver verður að byrja á því einhvern tímann, Ég veit að ef ég eyði lífi mínu í að byggja upp samfélag með öðrum, deili því sem ég hef með þeim og geri hluti sem mér finnst vera réttir, þá mun ég hafa fólk þarna til halds og trausts fyrir mig og börnin mín. Það eru kvennadeildir og samskonar staðir sem geta boðið uppá aðstoð, það eina sem það þarf er fleira fólk einsog ég sem geta fórnað lífi sínu í það.

Paul: Stundum er ég spurður að því hvort mér líði einsog sníkjudýri, lifi á óhófinu sem samfélagið býður uppá. Það er margt sem mig langar til að segja um það. Í fyrsta lagi, veit ég að það er ekki ómögulegt fyrir alla í þessu landi að gera það sama - fullt af fólki þarf að framfleyta fjölskyldum, eða vilja reyna "vinna innan um kerfið" einsog það er orðað, eða eru þegar að rífa sig uppúr fátæktinni - það er allt í lagi. Auk þess er nær ógjörningur að lifa mínu lífi í löndum á borð við Brasilíu þar sem er lítið er af auðlindum - en það er hópur sem kallast M.S.T. þarna sem setjast að og eigna sér gróðurjarðir, en það er ekki sama lífið sem ég lifi hér. Annars - sú staðreynd að það eru ekki allir með þau forréttindi að geta skipulagt vinnulaust líf er góð ástæða, að mínu áliti, fyrir okkur hin að grípa tækifærið meðan það gefst. Ég er ekki í neinni miðstéttar-hugarangist að ég ætti að vera með sektarkennd yfir öllum þeim tækifærum sem eru mér í boði, svo lengi sem ég hef tækifæri á að gera þessum sömu tækifærum kleift fyrir annað fólk. Ég held að við sem höfum þau forréttindi að komast út úr kerfinu, því auðveldara verður að vinna að endalokum þess, höfum þá ábyrgð gagnvart öllum öðrum og okkur sjálfum að gera einmitt það, og nauðsynin er meiri núna akkúrat fyrir fátæka iðnaðarmanninn og þriggja barna föðurinn neðar í götunni og þær milljónir sem búa allstaðar í heiminum sem ekki hafa þennan valkost. Sérstaklega í ljósi þess að það er svo margt sem fer til spillis í þessu þjóðfélagi, hví ekki að koma því not, í staðinn fyrir að hjálpast að við að skapa meiri úrgang, meiri neyslu? Engin er sjálfsöruggur, það er Bandarísk goðsögn; spurningin er ekki hvort að þú hafir efni á að lifa (eeeh - the question is not wether you are paying your own way) - allir sem hafa fullyrt það að gera það hafa alltaf gert það á kostnað annarra - spurningin er frekar hvort þú ert að nýta alla þá möguleika sem þú færð til að gera heiminn að betri stað. Fólk hefur spurt mig áður hvað mundi gerast ef fleiri mundu lifa einsog ég, hvort auðlindirnar mundu tæmast og hverfa. Í fyrsta lagi, einsog ég hef áður sagt, því fleiri sem lifa svona því auðveldara verður það - svo ég held að það mundi hjálpa til ef fleira fólk mundu taka þátt í þessu með okkur, með því að hætta vinnunni sinni og fara af vinnumarkaðnum. Í öðru lagi - og við skulum segja sem svo að óhófið sem við höfum lifað á mun minnka og hverfa - það mundi einnig vera gott mál. Ef þú hefur stóran hóp af einstaklingum sem eru ekki tilbúin til að vinna lengur í hörðum heimi samkeppni- og samsteypu-stjórnun, sem vilja fá meira útúr lífinu en það sem þegar er í boði og sverja að snúa aldrei við, auk þess að þau geta ekki lengur fengið þær auðlindir sem þau þurfa til að lifa af með því að safna úrganginum frá kapítalista-markaðnum ... þar hefur þú byltingarhóp sem er til í allt. Ef þrá þeirra er ákveðin og metnaðarfull væri smitandi, þannig að aðrir mundu taka þátt í að heimta aftur auðlindir þjóðfélagsins, það mundi fljótlega verða "Aðstæður sem ekki verður snúið frá (a situation that goes beyond the point of no return)" einsog skáldið sagði.

Gregarius: Ég veit að ég get gert þetta eins lengi og kýs. Ég hef verið nógu heppinn til að finna út hversu marga mismunandi hluti lífið hefur uppá að bjóða, hluti sem ég hefði aldrei getað séð með því að vera staðbundinn/á venjulegum sjónarhóli, og ég hef hitt svo mikið af frábæru fólki sem eru að gera ótrúlega hluti með lífið sitt, fólk sem ég þekki sem er tilbúið í að hjálpa mér eða benda mér á nýjar leiðir ef ég þarf þess. Ég trúi nógu vel á sjálfan mig að ég er nógu tilbúinn í að takast á við hvaða brjálaða áætlun sem er sem ég hef í bígerð, án þess að líta við. Og ég gjörsamlega ráðlegg öllum að hætta í vinnunni að eilífu ef þau vilja upplifa fullnægjandi ævintýralíf.

2 ummæli:

washington finance sagði...

Góðan dag, ég er herra Kristur og ég vil upplýsa þig um hvernig ég fékk lánið mitt,
   Ég fékk lánið mitt frá Washington fjármálum með í stuttan tíma 48 klukkustundir,
  með aðeins 2% hlutfalli, vil ég að þú þarna úti og leita að láni til að hafa samband við Washington fjármál og fá lánið þitt án tafar um það sem alltaf er að hafa samband við fyrirtækið beint í tölvupósti um (washingtonfinance511@gmail.com)

washington finance sagði...

Góðan dag, ég er herra Kristur og ég vil upplýsa þig um hvernig ég fékk lánið mitt,
   Ég fékk lánið mitt frá Washington fjármálum með í stuttan tíma 48 klukkustundir,
  með aðeins 2% hlutfalli, vil ég að þú þarna úti og leita að láni til að hafa samband við Washington fjármál og fá lánið þitt án tafar um það sem alltaf er að hafa samband við fyrirtækið beint í tölvupósti um (washingtonfinance511@gmail.com)