Til hvers er maður að þessu? Vakna á tilteknum tíma, fara í vinnu, fara úr vinnu, sofa, vakna. Éta, drekka, vinna, sofa. Dag eftir dag eftir dag eftir dag. Síðan fær maður útborgað mánaðarlega og til hvers? Halda þessum litla efnahag rúllandi og síðan tekur sama rútínan við. Þreytir mann þannig að maður vill ekki gera neitt sem getur mögulega brotið upp daginn. Vissulega reynir maður að krydda lífið eilítið, en þetta krydd er orðið bragðlaust og dauft. Smá frítími eftir vinnu, hvað gerir maður? Hengur í tölvunni, röflar á netinu, les kannski nokkrar blaðsíður í blaði eða bók, glápi á idjótkassann, sting kannski kassettu í vídjótækið eða mynddisk í fjölspilarann. Frí um helgar, hvað gerir maður? Drekkur bjór og dettur í það. Skrepp suður, drekk bjór og dett í það í öðru umhverfi, horfi á vídjó í öðru umhverfi, nota annarskonar og ólöglegt krydd til að brydda upp á daginn, skrepp kannski á einstaka tónleika, kvikmyndahús eða málfund. Auðvitað hittir maður góða kumpána, það þarf varla að minnast á það. Ágætt að gera sér grein fyrir þessu og svona verður þetta næstu tvö eða þrjú árin hér á Höfn, en eftir það mun ég fara í annað umhverfi norðarlega á landinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
It's the ciiiircle of life....
"Smá frítími eftir vinnu, hvað gerir maður? Hengur í tölvunni, röflar á netinu, les kannski nokkrar blaðsíður í blaði eða bók, glápi á idjótkassann, sting kannski kassettu í vídjótækið eða mynddisk í fjölspilarann."
All to frequent occurence... hheeh
Gerumst búddistar í eyðibýli í gróðursælum inndal og lifum á núðlum, krækiberjum og vítamínum. Ræktum kanínur og grillum. Nei, hraði nútímans kallar og framboð á ýmsum miðlum
"en eftir það mun ég fara í annað umhverfi norðarlega á landinu."
hmmm..?
Skrifa ummæli