Meðal merkilegra manneskja er varð á mínum fáfarna vegi var þessi unga og laglega snót að nafni Þórunn er ekki vill vera kennd við kvenlega ókind sem Grýla er oftast kölluð. Í húsakynnum Svarta Kaffinu sötruðum við á kaffi og röbbuðum saman. Mér hlotnaðist síðan sá heiður að hitta systur hennar, sem vitjaði staðinn til að afhenda systur sinni vídjóspólur og sýna okkur glimrandi góða ull, ásamt að vera oss til samlætis með kakóbolla í hönd. Þær eru á leiðinni til Amsterdam blessunirnar að gera eitthvað löglegt einsog að skoða hús og gista á hóteli, synda um síkin og elta bleika fíla.
Það kom upp vangaveltur er varðar listrænt menntað fólk, s.s. atvinnuljósmyndurum, grafískum hönnuðum, fatahönnuðum og því tengt, auk tölvunarfræðinga o.s.frv. og hvort að framboðið svaraði eftirspurn. Ég velti vöngum yfir því að hvort að það virkilega borgaði sig að punga út gífurlegu magni af péningum í menntun sem mundi síðan ekkert borga sig, enda er til alveg óhemju mikið magn af þessum starfsstéttum og æ fleiri vilja ganga til liðs við þetta og vita ef til vill ekki að þau eiga ekki möguleika í að ná neitt sérstaklega langt á þessari framabraut því að eftirspurnin fer minnkandi. Hvað á að gera við allt þetta menntaða fólk?
Þetta minnir mig á margan hátt á smá ævintýri Arthur Dents í Hitchhiker´s Guide to the Galaxy er hann lendir á óþekktri plánetu sem er óbyggt að undanskildum hópi fólks sem brotlendu á plánetunni. Þetta fólk virðast öll vera óttalegir froðusnakkar og búðingar en telja sig gera mikið gagn, en kunnátta þeirra er meðal annars hárgreiðsla, dýrasálfræði, símaþrif, markaðsetning, almannatengsl og fleira djobb sem er of mikið framboð af en lítil sem engin eftirspurn. En forsprakki hópsins segir Dent frá því að þau höfðu komið af fjarlægri plánetu. Pláneta þessi var í þann mund að eyðast upp og ráðamenn pláneturinnar ákváðu að gera þrjár geimferjuarkir, eina fyrir verkamenn, eina fyrir ráðamenn og eina fyrir restina. Planið var að senda "restina" fyrst af plánetunni og hin tvö skipin mundu fylgja fast á eftir...
...síðar kemur í ljós að þessa óþekkta pláneta sem Arthur Dent lenti á er plánetan Jörð.
2 ummæli:
Þetta var ljómandi skemmtilegt og megi verða framhald á. Er í þessum töluðum orðum að fara að henda spjörum í poka fyrir hina löglegum Hollandsreisu.
Það væri óskandi.
Góða ferð til Amsterdam.
Skrifa ummæli