Ég dvaldi þarna í Reykjavík í rétt rúmlega viku, föstudaginn 12. til föstudaginn 19. ágúst Gerði þau aulalegu ákvörðun að taka vakt fyrir samstarfskonu laugardaginn 20. ágúst, þannig að ég setti mig í þá klemmu að vera undir einhverja pressu að drulla mér heim. Fjármál hafa aldrei verið mitt sterkasta svið, þannig að þótt ég hefði flogið eða tekið rútu þá hefði ég ekki getað borgað fyrir það og auk þess hefði það ekki skipt neinu máli því flugvélin var full og rútan var farin. Þannig er nú það. Einnig reyndi ég á heppni mína með því að hafa samband við tvo trukkabílstjóra sem voru á leiðinni til Hafnar klukkan 16:00, en báðir voru þeir með farþega. Ég vissi ekki mitt rjúkandi eitt augnablik, en eftir augnablik komst ég þó að niðurstöðu um tilraun til ferðamáta og að reyna á hægri þumalputtann og fara á puttanum. Sem ég geri aldrei aftur, því ég komst ekkert heim á puttanum.
Mér datt í hug að byrja ferðina á Selfossi, þar sem rúta fer þangað 3svar á dag og kostar þúsund kall farið. Óskar var nú svo indæll að bjóðast til að skutla mér þangað, enda þurfti hann að útréttast þangað og skila einhverju til einhvers. Ég þáði það með þökkum og vér settumst inní bílinn og ókum áleiðs til áfangastað. Ég tek það fram að ég er rosalegur léttur ferðamaður, þ.e. að ég hafði meðferðis tvær litlar töskur, eina handtösku og einn lítinn, grænan bakpoka sem innihélt skítug föt. Þannig að ólíkt sumum ferðamönnum sem bera á baki sér stöff fyrir þrjár fjölskyldur þá tók ég ekkert sérlega mikið pláss í þeim bílum sem voru svo vænir að taka mig uppí.
Á Selfossi stoppuðum við á Kaffi Krús og fengum okkur kaffi, ég bætti nú "gourmet"ostaköku við pöntunina fyrir mig sem var sérdeilis góð. Eftir það borgaði ég, kvaddi vininn og gekk áleiðis útúr bænum. Stoppaði þó á Snælandsvídjó fyrir smá pulsu og kókómjólk, auk sódavatn frá Egils. Taldi mig ekkert þurfa meira, en var þó blendin gagnvart puttaferðalagi, bæði bjartsýnn og svartsýnn. Gekk útúr bænum, hægra megin á þjóðvegi I og drakk mitt vatn. Eftir rúmlega klukkutíma ark þá stansaði nú einn kall í fínum bíl er ég settist uppí og vér ræddum lítillega um ókurteisi ökumanna, þó sérstaklega á Þjóðvegi I. Eftir rúmlega hálftíma akstur vorum við komnir að Langvegamótum (eða hvað sem það nú heitir) en þar er starfrækt sjoppa og ég hélt áfram að arka þaðan eftir ég hafði fengið mér kaffisopa. Bjartsýniskvótinn vó meira en hið svarta og ekki leið á löngu þar til bóndakona ein stansaði og bauð mér far, sem ég auðvitað þáði. Með þökkum. Hún spurði hvert ferðinni væri heitið og ég ansaði "Hornafjörður", en einsog langt hún væri að fara mundi alveg duga mér. Minntist á einhvern pilt frá mínum heimabæ sem þekkti dóttur hennar og kæmi stundum í heimsókn til hennar á Hellu, en þangað var hennar ferð heitið. Hún stoppaði fyrir utan bensínstöð þar sem ég hitti einatt sömu starfstúlkuna sem bað mig um að taka þessa vakt fyrir, reyndi að sannfæra hana um að fá ekki samviskubit yfir aðstæðum mínum þar sem ég hafði nú kallað það yfir mig sjálfur. Augun mín beindust svo að húsbíl og eldri manni sem var að dæla bensíni á kaggann og ég ávarpaði hann kurteisislega hvort möguleiki væri að fá far hjá honum. Það var nú lítið mál.
Ég mundaði sömu hreyfingunar sem ég hafði endurtekið stuttu áður með því að opna farþegasætishurðina og setjast inn með mínar fáu föggur. Við lögðum af stað og ræddum lítillega um ýmislegt smálegt þangað til umræðan fór útí alþjóðapólítík og stríð, en gaurinn hafði feiknarlega gaman af því umræðuefni og ekki skal ég skafa af því að ég hafði nú gaman af því líka og tíminn leið hratt. Frá Hellu til Hvolsvallar og alla leið til Skógarfoss var rætt um Bush, olían í Írak (og meira segja kom ég inná skort á olíu í náinni framtíð), stríðið þar og í Víetnam, Agent Orange, Kolómbía og hvað þjóðvegir Íslands hafa batnað undanfarin 10-15 ár. Kallinn vildi stoppa á Skógarfossi til að sýna ungu dætrum sínum og þýskri konu þá myndarlegu sprænu. Ég þakkaði pent fyrir mig og hann gerði einnig "Það var gaman að tala við þig, og vertu blessaður." voru síðustu mannlegu samskiptin sem ég hafði í nær tvo tíma.
Puttaferðalag er ekki minn tebolli, þar sem ég hef enga þolinmæði og verð óstjórnlega pirraður að sjá tugi bíla keyra framhjá manni og meirihlutinn inniheldur heila eina manneskju, jafnvel tvær og svart- og bölsýnin rigndi yfir mig, ég var bölvandi illur innra með mér. Veðrið var vont. Rok, búist var við rigningu og kalt, auk þess var klukkan að ganga átta um kvöldið. Þolinmæði mín var þrotin. Ég sagði pass við þessu helvítis kjaftæði, bjallaði í Hauk vin minn á Selfossi (sem var á leiðinni til Reykjavík á sama tíma og ég var að fara) og spurði hvort hann væri mikið upptekinn. Hann svaraði því neikvætt og ég velti vöngum hvort hann gæti mögulega sótt mig og ef til vill skutlað mér áleiðis með því fyrirkomulagi að bíll mundi koma á móti. Ég vissi alveg að sá möguleiki var lítill en hann jánkaði við með ótrúlega glöðu geði en með því skilyrði að ég gæti reddað mér fari til Hvolsvallar. Bjallaði síðan heim og spurði móður mína hvort hún væri eitthvað upptekin. Hún var samt svo góðhjörtuð að skella bensíni á bílinn og kíkja á olíuna og leggja af stað. Ég skipti svo um akrein að loknu símtali og reyndi að húkka far til baka, sem tókst mjög vel.
Ég sá glitta í bíl sem ég reyndi að stöðva með mínum vanmáttuga þumall. Þetta var einn af þeim fáu bílum sem ég hafði séð á þessum tíma í þessa átt. Hann keyrði framhjá. Horfði á eftir honum með titrandi reið augu þar til hann stoppaði og byrjaði að bakka. Nei, hvur andskotinn hvað er í gangi hér? Virkuðu "my patented evil eyes of doom"? Ekki var það svo ótrúlegt, það var frekar skondið því í bílnum sátu Hornfirðingar. Bílstjórinn tjáði mig um það hann ætlaði ekkert að stoppa sökum plássleysis, en einn af tveimur farþegunum í bílnum sagði honum að hann þekkti mig þannig að ákvörðuninni um puttaferðalingsbann var aflétt og mér var hleypt inní bílinn.
Síðan endaði ég á Hvolsvelli, Haukur kom og sagði að byrjað væri að rökkva og bíllin sem hann var á væri ljóslaus, þannig ég hringdi í mömmu og bað hana umsvifalaust að halda aftur heim. En hún náði samt að tjá mig um þá staðreynd að hún og systurnar mínar tvær væru á leiðinni suður á laugardag og haldið heim á sunnudag. Svo ég hringdi í vinnuna og sagði ég gæti ómögulega mætt í vinnuna daginn eftir. Fór með Hauki til Selfossar og eyddi þessar helgi í að reykja allt það kannabis sem ég hafði komist yfir á meðan dvöl minni í Reykjavík stóð, horfði á League of Gentlemen-seríurnar ásamt Hauki og sambýlingi hans sem reyktu ekki kannabis.
Fór heim á sunnudegi.
Mér datt í hug að byrja ferðina á Selfossi, þar sem rúta fer þangað 3svar á dag og kostar þúsund kall farið. Óskar var nú svo indæll að bjóðast til að skutla mér þangað, enda þurfti hann að útréttast þangað og skila einhverju til einhvers. Ég þáði það með þökkum og vér settumst inní bílinn og ókum áleiðs til áfangastað. Ég tek það fram að ég er rosalegur léttur ferðamaður, þ.e. að ég hafði meðferðis tvær litlar töskur, eina handtösku og einn lítinn, grænan bakpoka sem innihélt skítug föt. Þannig að ólíkt sumum ferðamönnum sem bera á baki sér stöff fyrir þrjár fjölskyldur þá tók ég ekkert sérlega mikið pláss í þeim bílum sem voru svo vænir að taka mig uppí.
Á Selfossi stoppuðum við á Kaffi Krús og fengum okkur kaffi, ég bætti nú "gourmet"ostaköku við pöntunina fyrir mig sem var sérdeilis góð. Eftir það borgaði ég, kvaddi vininn og gekk áleiðis útúr bænum. Stoppaði þó á Snælandsvídjó fyrir smá pulsu og kókómjólk, auk sódavatn frá Egils. Taldi mig ekkert þurfa meira, en var þó blendin gagnvart puttaferðalagi, bæði bjartsýnn og svartsýnn. Gekk útúr bænum, hægra megin á þjóðvegi I og drakk mitt vatn. Eftir rúmlega klukkutíma ark þá stansaði nú einn kall í fínum bíl er ég settist uppí og vér ræddum lítillega um ókurteisi ökumanna, þó sérstaklega á Þjóðvegi I. Eftir rúmlega hálftíma akstur vorum við komnir að Langvegamótum (eða hvað sem það nú heitir) en þar er starfrækt sjoppa og ég hélt áfram að arka þaðan eftir ég hafði fengið mér kaffisopa. Bjartsýniskvótinn vó meira en hið svarta og ekki leið á löngu þar til bóndakona ein stansaði og bauð mér far, sem ég auðvitað þáði. Með þökkum. Hún spurði hvert ferðinni væri heitið og ég ansaði "Hornafjörður", en einsog langt hún væri að fara mundi alveg duga mér. Minntist á einhvern pilt frá mínum heimabæ sem þekkti dóttur hennar og kæmi stundum í heimsókn til hennar á Hellu, en þangað var hennar ferð heitið. Hún stoppaði fyrir utan bensínstöð þar sem ég hitti einatt sömu starfstúlkuna sem bað mig um að taka þessa vakt fyrir, reyndi að sannfæra hana um að fá ekki samviskubit yfir aðstæðum mínum þar sem ég hafði nú kallað það yfir mig sjálfur. Augun mín beindust svo að húsbíl og eldri manni sem var að dæla bensíni á kaggann og ég ávarpaði hann kurteisislega hvort möguleiki væri að fá far hjá honum. Það var nú lítið mál.
Ég mundaði sömu hreyfingunar sem ég hafði endurtekið stuttu áður með því að opna farþegasætishurðina og setjast inn með mínar fáu föggur. Við lögðum af stað og ræddum lítillega um ýmislegt smálegt þangað til umræðan fór útí alþjóðapólítík og stríð, en gaurinn hafði feiknarlega gaman af því umræðuefni og ekki skal ég skafa af því að ég hafði nú gaman af því líka og tíminn leið hratt. Frá Hellu til Hvolsvallar og alla leið til Skógarfoss var rætt um Bush, olían í Írak (og meira segja kom ég inná skort á olíu í náinni framtíð), stríðið þar og í Víetnam, Agent Orange, Kolómbía og hvað þjóðvegir Íslands hafa batnað undanfarin 10-15 ár. Kallinn vildi stoppa á Skógarfossi til að sýna ungu dætrum sínum og þýskri konu þá myndarlegu sprænu. Ég þakkaði pent fyrir mig og hann gerði einnig "Það var gaman að tala við þig, og vertu blessaður." voru síðustu mannlegu samskiptin sem ég hafði í nær tvo tíma.
Puttaferðalag er ekki minn tebolli, þar sem ég hef enga þolinmæði og verð óstjórnlega pirraður að sjá tugi bíla keyra framhjá manni og meirihlutinn inniheldur heila eina manneskju, jafnvel tvær og svart- og bölsýnin rigndi yfir mig, ég var bölvandi illur innra með mér. Veðrið var vont. Rok, búist var við rigningu og kalt, auk þess var klukkan að ganga átta um kvöldið. Þolinmæði mín var þrotin. Ég sagði pass við þessu helvítis kjaftæði, bjallaði í Hauk vin minn á Selfossi (sem var á leiðinni til Reykjavík á sama tíma og ég var að fara) og spurði hvort hann væri mikið upptekinn. Hann svaraði því neikvætt og ég velti vöngum hvort hann gæti mögulega sótt mig og ef til vill skutlað mér áleiðis með því fyrirkomulagi að bíll mundi koma á móti. Ég vissi alveg að sá möguleiki var lítill en hann jánkaði við með ótrúlega glöðu geði en með því skilyrði að ég gæti reddað mér fari til Hvolsvallar. Bjallaði síðan heim og spurði móður mína hvort hún væri eitthvað upptekin. Hún var samt svo góðhjörtuð að skella bensíni á bílinn og kíkja á olíuna og leggja af stað. Ég skipti svo um akrein að loknu símtali og reyndi að húkka far til baka, sem tókst mjög vel.
Ég sá glitta í bíl sem ég reyndi að stöðva með mínum vanmáttuga þumall. Þetta var einn af þeim fáu bílum sem ég hafði séð á þessum tíma í þessa átt. Hann keyrði framhjá. Horfði á eftir honum með titrandi reið augu þar til hann stoppaði og byrjaði að bakka. Nei, hvur andskotinn hvað er í gangi hér? Virkuðu "my patented evil eyes of doom"? Ekki var það svo ótrúlegt, það var frekar skondið því í bílnum sátu Hornfirðingar. Bílstjórinn tjáði mig um það hann ætlaði ekkert að stoppa sökum plássleysis, en einn af tveimur farþegunum í bílnum sagði honum að hann þekkti mig þannig að ákvörðuninni um puttaferðalingsbann var aflétt og mér var hleypt inní bílinn.
Síðan endaði ég á Hvolsvelli, Haukur kom og sagði að byrjað væri að rökkva og bíllin sem hann var á væri ljóslaus, þannig ég hringdi í mömmu og bað hana umsvifalaust að halda aftur heim. En hún náði samt að tjá mig um þá staðreynd að hún og systurnar mínar tvær væru á leiðinni suður á laugardag og haldið heim á sunnudag. Svo ég hringdi í vinnuna og sagði ég gæti ómögulega mætt í vinnuna daginn eftir. Fór með Hauki til Selfossar og eyddi þessar helgi í að reykja allt það kannabis sem ég hafði komist yfir á meðan dvöl minni í Reykjavík stóð, horfði á League of Gentlemen-seríurnar ásamt Hauki og sambýlingi hans sem reyktu ekki kannabis.
Fór heim á sunnudegi.
9 ummæli:
Púff, þ.a. þannig fór um sjóferð þá! Var einmitt að spá í að hringja og tékka á þér - nú veit ég hvað gerðist. Skemmtileg ferðasaga (bah!).
Allavega, var að dusta rykið af ævafornu bloggi, merkilegt hvað þeir nenna að hanga on to þetta drasl á blogger...
Frábært, þú ert nú viðbættur hlekkjalistanum.
þá veit maður það. Ekki auðvelt að vera puttalingur á þjóðvegum Ísalands
Úff...var það nokkuð ég sem stakk upp á að þú "færir bara á puttanum"?
Nei, mér datt þessi möguleiki í hug.
Mér gengur nú alltaf mjög vel þegar ég hef ákveðið að ferðast eitthvað um á puttanum. Þú hefur eflaust verið bara svona rosalega vel klæddur.
Eða litið grunsamlega út, einsog mótmælandi eða álíka.
Iss. Þetta er nú ekkert. Ég þurfti nú einhverntíma að sofa í röri undir þjóðveginum þegar fólk nennti ekki að pikka mann upp. Það var geðveikt fjör.
Því skal ég trúa.
Skrifa ummæli