Undanfarnar vikur hefur farið mikið í fjölmiðlum útaf hóp mótmælenda sem staðið hafa fyrir mótmælendabúðum á Austurlandi til að mótmæla Kárahnjúkavirkjun og Alcoa-álverið í Reyðafirði. Tvö frekar spillt verktakafyrirtæki sjá um verkið, Impregilo og Bechtel. Aðferðirnar sem mótmælendur byrjuðu að notast við eru af þeirri hugmyndarfræði sem kallast borgarleg óhlýðni (civil disobediance) og felast í beinum aðgerðum til að stöðva, hindra eða tefja framkvæmdir, t.a.m. með því að hlekkja sig við vinnuvélar.
Mótsvar yfirvalda hafa verið handtökur, hótanir um brottvísun, auk þess að ónáða og ögra mótmælendum með einkennilegum vinnubrögðum, t.d. þegar þau voru að pakka saman og fara til Reykjavíkur nú í dag. Sérsveitar- og óeirðarlögreglan eltu mótmælendur á tveimur merktum bílum. Ekki fékkst fjármagn til að rannsaka aðbúnað erlenda vinnumanna við Kárahnjúka á sínum tíma en endalaust fjármagn er til að ausa í dýrar aðgerðir einsog þessar, nema náttúrulega að þessir lögreglumenn höfðu stundað sjálfboðavinnu einsog mótmælendurnir.
Mótsvar fyrirtækja við mótmælendum er "milljónatjónið." Skemmst er frá því að minnast þegar Ingólfur Haraldsson, hótelsstjóri á Hotel Nordica, lýsti yfir 6 milljóna tjóni á búnaði og öðru eftir skyrslettumálið ógurlega. Talsmenn Impregilo tala um milljónatjón sökum tafa sem hlotist hafa útaf aðgerðum mótmælenda, á Reyðafirði er sama sagan og nú síðast var RARIK að tala um milljónatjón, og strax var ályktað að mótmælendur, sem voru "óþægilega nálægt" Skriðdal, höfðu staðið fyrir því að saga jarðstreng í sundur.
Ætli það verði svo í nákomnri framtíð að allt sem skemmist eða er eyðilagt sé mótmælendum að kenna? "Malbik illa farið við Völundarhús, talað er um milljónatjón. Borist hefur til heyrna að mótmælandi búi þarna nálægt", "Ruslatunna sprengd um áramótin á Ísafirði og telur lögreglan að mótmælandi hafi komið nálægt verkinu því vitni höfðu tekið eftir grunsamlegum ferðum bæjarmótmælendans", "Víða á þjóðvegum hafa sést til glerbrota sem hugsanlegt er til spjellvirkja á glænýjum Mussojeppnum, telja yfirvöld að erlendir mótmælendur frá Kárahnjúkavirkjun hafa komið þar nálægt." Ég ýki, vissulega.
Tilraunirnar til að gera lítið úr þessum mótmælum hafa verið misjafnar og barnalegar. Fyrir það fyrsta var talað um þessa "örfáu mótmælendur" og "eitt tjald" einnig bent á að þeir "ættu að klæða sig vel." Ekki virtist það hindra tugi útlendinga og íslendinga til að leggja sér leið þarna við og stoppa í smátíma, eina nótt eða nokkrar. Einnig var talað um hvað það væri of seint í rassin gripið, að þessar tjaldbúðir hefðu átt að vera settar upp fyrir tveimur árum síðan. En þessu var harkalega mótmælt fyrir tveimur árum síðan, jarðfræðingar og náttúrufræðingar skrifuðu skýrslur um landsvæðið og hversu óheppilegt væri að gera virkjun þarna, aðrir fræðimenn og áhugamenn reituðu margar greinar til að mótmæla, en það var ekkert tekið mark á þessu. Síðan var alltaf reynt að undirstrika að þarna voru nær eingöngu erlendir mótmælendur og það voru þessir helvítis útlendingar sem standa fyrir þessum skemmdarverkum og spjöllum. En samt er því tekið fagnandi að einhverjir erlendir aðilar eru að koma og kaupa upp landið til þess eins að vinna því óbætanlegt tjón. Það hlýtur samt að segja okkur eitthvað að það að erlendir einstaklingar eyða fjármagni og tíma til að koma hingað til landsins og mótmæla þeim skemmdarverkum sem Landsvirkjun, Impregilo, Bechtel og Alcoa standa fyrir, meðan Íslendingar sitja heima og láta sig litlu máli skipta hvað verður um þetta land sem talið er vera eitt stærsta óspillta landsvæði í Evrópu. Sökkvum þessum öllu. Fokkitt, mér er alveg sama. Það er nóg til af óspilltri náttúru á landinu, er það ekki? Er það ekki?
Mótsvar yfirvalda hafa verið handtökur, hótanir um brottvísun, auk þess að ónáða og ögra mótmælendum með einkennilegum vinnubrögðum, t.d. þegar þau voru að pakka saman og fara til Reykjavíkur nú í dag. Sérsveitar- og óeirðarlögreglan eltu mótmælendur á tveimur merktum bílum. Ekki fékkst fjármagn til að rannsaka aðbúnað erlenda vinnumanna við Kárahnjúka á sínum tíma en endalaust fjármagn er til að ausa í dýrar aðgerðir einsog þessar, nema náttúrulega að þessir lögreglumenn höfðu stundað sjálfboðavinnu einsog mótmælendurnir.
Mótsvar fyrirtækja við mótmælendum er "milljónatjónið." Skemmst er frá því að minnast þegar Ingólfur Haraldsson, hótelsstjóri á Hotel Nordica, lýsti yfir 6 milljóna tjóni á búnaði og öðru eftir skyrslettumálið ógurlega. Talsmenn Impregilo tala um milljónatjón sökum tafa sem hlotist hafa útaf aðgerðum mótmælenda, á Reyðafirði er sama sagan og nú síðast var RARIK að tala um milljónatjón, og strax var ályktað að mótmælendur, sem voru "óþægilega nálægt" Skriðdal, höfðu staðið fyrir því að saga jarðstreng í sundur.
Ætli það verði svo í nákomnri framtíð að allt sem skemmist eða er eyðilagt sé mótmælendum að kenna? "Malbik illa farið við Völundarhús, talað er um milljónatjón. Borist hefur til heyrna að mótmælandi búi þarna nálægt", "Ruslatunna sprengd um áramótin á Ísafirði og telur lögreglan að mótmælandi hafi komið nálægt verkinu því vitni höfðu tekið eftir grunsamlegum ferðum bæjarmótmælendans", "Víða á þjóðvegum hafa sést til glerbrota sem hugsanlegt er til spjellvirkja á glænýjum Mussojeppnum, telja yfirvöld að erlendir mótmælendur frá Kárahnjúkavirkjun hafa komið þar nálægt." Ég ýki, vissulega.
Tilraunirnar til að gera lítið úr þessum mótmælum hafa verið misjafnar og barnalegar. Fyrir það fyrsta var talað um þessa "örfáu mótmælendur" og "eitt tjald" einnig bent á að þeir "ættu að klæða sig vel." Ekki virtist það hindra tugi útlendinga og íslendinga til að leggja sér leið þarna við og stoppa í smátíma, eina nótt eða nokkrar. Einnig var talað um hvað það væri of seint í rassin gripið, að þessar tjaldbúðir hefðu átt að vera settar upp fyrir tveimur árum síðan. En þessu var harkalega mótmælt fyrir tveimur árum síðan, jarðfræðingar og náttúrufræðingar skrifuðu skýrslur um landsvæðið og hversu óheppilegt væri að gera virkjun þarna, aðrir fræðimenn og áhugamenn reituðu margar greinar til að mótmæla, en það var ekkert tekið mark á þessu. Síðan var alltaf reynt að undirstrika að þarna voru nær eingöngu erlendir mótmælendur og það voru þessir helvítis útlendingar sem standa fyrir þessum skemmdarverkum og spjöllum. En samt er því tekið fagnandi að einhverjir erlendir aðilar eru að koma og kaupa upp landið til þess eins að vinna því óbætanlegt tjón. Það hlýtur samt að segja okkur eitthvað að það að erlendir einstaklingar eyða fjármagni og tíma til að koma hingað til landsins og mótmæla þeim skemmdarverkum sem Landsvirkjun, Impregilo, Bechtel og Alcoa standa fyrir, meðan Íslendingar sitja heima og láta sig litlu máli skipta hvað verður um þetta land sem talið er vera eitt stærsta óspillta landsvæði í Evrópu. Sökkvum þessum öllu. Fokkitt, mér er alveg sama. Það er nóg til af óspilltri náttúru á landinu, er það ekki? Er það ekki?
3 ummæli:
Þetta er vel mælt ,Dodi, og eins og talað út úr mínu hjarta. Ég viðraði einmitt mínar skoðanir á þessu um daginn og vísaði um leið á færslur ykkar Véseins. Mín skrif má nálgast á bloggsíðunni minni; www.einarsteinn.blogspot.com, það er færslan sem ég ritaði 29. júlí og er enn á forsíðunni þegar þetta er skrifað.
Þakka fyrir gott hól. Af gefnu, þá hef ég bætt yður inná hlekkjalistann minn.
Hafðu þökk fyir, skal það að sjálfsögðu endurgoldið.
Skrifa ummæli