þriðjudagur, mars 02, 2004

Bækur í lesningu
Er byrjaður að lesa The Source eftir James A. Michener. Það er heljarins verk, sem spanar tæp 8000 ár. Fyrsti kaflinn lýsir fornleifafræðingi er kemur til Ísrael/Palestínu árið 1964 að skoða stað er kallast Makor og er kallað The Source, Uppsprettan. Næsti kafli fjallar um fornan mann árið ca. 8000 f.kr., er lifir afar einföldu lífi í helli nálægt þessum stað, Makor. Hann verður fyrir þeirri reynslu að konan hans, sem ættbálkurinn rændi frá öðrum ættbálki, ákveðu að byggja hús. Hugmynd sem honum líst engan veginn á, enda afar kært um þennan helli sem hann býr í... lengra er ég ekki kominn.

Er alveg að klára Democracy eftir Dorothy Pickles frá 1970. Í fyrri kafla er saga lýðræðis rakinn, frá tímum Aþenu til okkar tíma og í seinni kafla er útskýrt hvernig nútíma-lýðræði virkar í sumum löndum, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Holland og Sviss er aðallega notað sem dæmi, en einnig er talin upp nokkur Afríku-ríki sem eru nýbúinn að "öðlast" lýðræði. En lýðræði virkar ekki nema það sé hefð fyrir því, þannig að það er, væntanlega, þjóðernisbundið hvernig lýðræði virkar hjá hverri þjóð. Tveggja-flokka kerfi, margra-flokka kerfi og eins-flokkskerfi eru lýst og hvernig þau virka. Þetta er, að mér finnst, nokkuð hlutlaus bók og frekar auðveld í lesningu, en hún er samt dulitíð outdated.

Er að lesa The Hobbit eftir J.R.R. Tolkien, í annað sinn á tiltörulega stuttum tíma, en hafði þó lesið hana einu sinni áður er ég var 13 ára. Skemmtilegt ævintýri fyrir börn á öllum aldri. En The Hobbit fjallar um Hobbitan Bilbó Baggins og ævintýri hans með Gandalf, Thorin, Balin, Bofur, Bimbur, Oin, Gloin, Dori, Nori, Ori, Dwalin, Balin, Fili og Kili. Ferð þeirra allra um Miðgarð, til Einmana Fjallsins þarsem drekinn Smaug sefur á fjársóði föður Thorins Oakenshield. Þetta er hressandi lesning. Einnig er þetta skyldulesning í ensku 203, en það sakar ekki.

Empire eftir Antonio Negri og Michael Hardt er á "hold" - en sú bók verður ekki auðveld. Grunar að verið sé að tala um síð-marxisma og hið leynilega Veldi sem hinn almenni almúgamaður veit lítið sem ekkert um. Ætli maður verði ekki að stúdera marxisma betur áður en lengra er haldið, enda er þessi bók skrifuð sérstaklega fyrir menntamenn á borð við Véve.

Bækur sem bíða eftir lesningu eru The Collapse of Chaos, eftir Ian Stewart og Jack Cohen, The World as Will and Representation (vol. II, en er ekki með vol. I) eftir Arthur Schopenhauer, What is to be Done eftir Lenin, The Pearl eftir John Steinbeck... síðan mun maður eflaust finna einhverjar áhugaverðar bækur á netinu.

Engin ummæli: