þriðjudagur, mars 23, 2004

Ég fékk athugasemd, einsog svo oft áður, frá góðum vini mínum um að, svo maður lengi orðalagið; "Hættu að planta öllum þessum löngu línum hérna í eina dagsetningnu, bíða svo í eina til tvær vikur, jafnvel lengur, og planta síðan einhverju aftur, það bara gengur ekki, fjandinn hafi það! Skrifaðu allavega einu sinni á dag, þó það væri ekki nema annan hvern dag! Dísus kræst, djöfull klæðiru þig asnalega líka, þú átt að vera í rifnum gallabuxum, það er kúl, einsog ég!" En síðasta línan er meira það sem ég held að hann sé að segja við bróðir sinn núna. En að öðru leyti er ég alveg sammála honum.

En málið er einfaldlega það, að ég sækist ekkert mikið eftir því að fara í tölvuna, eða að fara á netið, ég er ekki lengur sá tölvunörd sem ég eitt sinn var. Ég nota tölvuna nær eingöngu til að skrifa ritgerðir, kannski einhverjar hugleiðingar sem ég sjaldan klára, leita af einhverjum upplýsingum, og ef ég vill spila tölvuleiki, þá fer í PS2. Kannski að sú staðreynd að ég á ekki tölvu hafi gert mig að tækni-einbúa sem les bara bækur.

Engin ummæli: