fimmtudagur, mars 11, 2004

Fyrir utan röflið...

Er þessa stundina að sökkva mér í bækur Arnaldar Indriðasonar, og það má kannski rekja mína blogg-leti til þess að einhverju leyti (annars er ég bara svo latur). En frá því 4. mars hef ég lesið Mýrin, Bettý, Dauðarósir, Napóleonskjölin og er í þann mund að klára Röddin, og þá á ég bara eftir Synir Duftsins og Grafarþögn.

Ég verð nú bara að játa, nema að lesandi hefur þegar kannski verið var við, að Arnaldur þessi Indriðason er afar, afar góður rithöfundur. Það er varla hægt að leggja þessar fjandans bækur frá sér.

Einnig tek ég fram að í ÍSL203 var maður beðinn að velja einhverja kjörbók og skrifa bókmenntaritgerð. Ég hafði keypt mér Mýrina einhvern tímann fyrir jól á síðasta ári og það hafði verið áætlun mín að lesa hana, ergo valdi ég Mýrina sem kjörbók... en ég hef svo háfleygar hugmyndir, og einnig hef ég gaman af bókunum hans, að ég er pæla í að skrifa um þær allar að einhverju leyti. En maður sér til...

Annars eru komnar fleiri bækur í lesningu : Bláa Bókin eftir Ludwig Wittgenstein - Uppruni Mannkyns eftir Michael H. Day - Fötlun og Samfélag eftir Margrét Margeirsdóttir - Öld Öfgana eftir Eric Hobsbawm

Þetta háttalag minnir mig á einstaklega litríkan, minnugan og einkennilega skemmtilegan karakter í frekar lélegum hjólastól og hefur aðsetur í, tja, ætli það sé ekki bara frægasta geðsjúkrahús á landinu.

All hail Ward XIV! All hail Hannes Hafsteinn, enda myndarlegur maður, hmmm, myndarlegur... já. Halló, halló

Engin ummæli: