fimmtudagur, mars 11, 2004

Ég þoli ekki þegar maður hefur ekkert að segja. Ekkert. Nákvæmlega ekki neitt merkilegt sem maður hefur að segja. Ég hef enga skoðun til að tjá mig um þessa stundina. Ekkert athugavert álit um eitthvað tiltekið málefni. Ekkert sem hefur komið mér á óvart á förnum vegi.

Ekkert. Ekki neitt.

Einhver skoðun á fíkniefnamálum? Ekkert sérstaklega nýtt sem ekki hefur áður komið fram hjá mér og öðrum sem eru hlynntir upptöku á opninskáa og óhlutdræga umræðu um endurbætur á fíkniefnalöggjöfinni. Hvað kemur það fólki við hvað maður gerir í sínu einkalífi, svo fremi sem maður sé ekki ógn við samfélagið? Er það ógn við samfélagið, virkilega, að vera heima hjá sér eða öðrum, reykja kannabis, borða pitsu og horfa á vídeó? Er það ekki í raun gott fyrir efnahaginn, og þar af leiðandi gott fyrir samfélagið? Felst mikil ógn við því að skynsamir einstaklingar, sem eru fræddir og upplýstir um skaðsemi vímuefna, neyti alsælu einn föstudaginn og/eða laugardaginn og skemmti sér? Er mikil ógn við friðsama einstaklinga að lifa í sínum veruleika í tæpa tíu tíma eftir að hafa neytt ofskynjunarsveppi? Svo fremi sem þeir viti hvað þeir eru að gera. Aðilar sem ákveða að neyta vímugjafa eru undantekningalaust allsgáðir þegar sú ákvörðun er tekinn. Allsgáður og upplýstur. Auk þess eru nær allir þessir aðilar í vinnu. Það er firra að alhæfa útfrá einstökum frávikum sem hneigast að glæpum og neyta fíkniefnis. Það er ástæða afhverju fólk fer í rán og þjófnað - því það á ekki pening. Af hverju á það ekki pening? Því þau fá ekki atvinnu, atvinnuleysisbætur, fjárhagslega aðstoð eða aðrar úrbætur, þeir eru þegar stimplaðir glæpamenn útaf neyslunni. Það var logið að mér að hass væri slæmt. Það er rugl. Það er ekkert slæmt. En það þýðir ekki heldur að ég sé að hvetja til neyslu á kannabis.

Réttindi samkynhneigðra? Mega þau gifta sig, ættleiða og/eða eignast börn? Er það ekki bara almenn skoðun hjá fólki að samkynhneigðir eiga að njóta þau sjálfsögðu mannréttindi sem gilda um gagnkynhneigt fólk. Í raun, hvað í andskotanum kemur mér það við hvort að tvær manneskjur sem elska hvort annað afar heitt gifta sig til að staðfesta ástarsamband og traust gagnvart hvort öðru. Þetta er svo sjálfsagt að maður furðar sig á þessarri umræði. Til dæmi þessi að þetta sé "gegn guði"-umræðunni einsog einhver almáttugt fyrirbæri komi þessu máli eitthvað við. Ætlar einhver að reyna ljúga upp að mér að samkynhneigðir einstaklingar eru verri manneskjur því þau aðhyllast sama kyn. Þá eru Íslendingar undir-manneskjur (sub-human), annars flokks borgarar, því þau aðhyllast í flestum tilfellum Íslendinga. Gyðingar eru undir-manneskjur því þeir aðhyllast asnalega trú sem ég er ósammála um réttmæti og tilgang. Blökkumenn (negroid) eru undir-manneskjur því þeir eru með meiri melanín-forða í húðinni en fölmenn (caucasian). Öfugmæli og rangfærsla. Kjaftæði og bull.

Hvað með þau sjálfsögðu mannréttindi fyrir fólk er þjáist? Af ýmislegum sjúkdómum, andlegum og líkamlegum (innvortis/útvortis). Ef þú brotnar á einhverjum líkamshluta, þá er alveg sjálfsagt að þú verður settur undir læknishendur og fáir viðeigandi aðhlynningu. En hvað með fólk sem brotnar niður? Fær kvíðaköst, ofsóknarbrjálæði, þunglyndi og fleiri geðkvilla, Hvað með fólk sem hneigist að ofneyslu á áfengi, vímugjöfum og öðrum neysluvörum, þetta fólk á rétt á aðstoð. Auðvitað. En samt virðist að fólk sem með andlega sjúkdóma og sjúklega fýsn er minna metið en annað fólk, og í of mörgum tilfellum falla þessi mál til dóms- og kirkju-málaráðuneytinu. Furðulegt í ljósi þess að þetta er heilbrigðisvandamál.

Aðskilnaður ríkis og kirkju, hví ætti ég að halda trúmálum uppi með mínum peningum, ef eitthvað er, þá ætti sá hluti sem ég neita að borga í Mótmælendatrúnna, skipta jafnt á milli allra annara trúariðkana á landinu.

Hvað með að endurlífga lagabókstafinn dauða; þjóðaratkvæðagreiðsla, það gæti verið ein rétt leið til að fá fólk að trúa á réttmæti og gagnsemi "lýðræðis" að leyfa lýðnum að ráða eilítið, ekki eingöngu að leyfa lýðnum að fá smá vald á fjögurra ára fresti, í kjánalegum kosningum þarsem litið er á auðan seðill sem ógilda atkvæðagreiðslu, en ekki stjórnmálaskoðun.

Það sem ergir mig meira en að hafa ekkert nýtt að segja, er að ég get í flest öllum tilvikum ekkert gert annað en að tala um hlutina. Það ergir mig hvað við erum flest öll svo afar fús um að ræða um kosti og galla, en sér í lagi er meira rætt um gallana, og einnig hvað erum afar viljug til að gera nákvæmlega ekkert til að bæta þessi mál. Maður telur sig trú um það, að það er allavega fyrsta skrefið er að ræða um hlutina, en sjaldan eða aldrei verður maður var við næsta skref, að framkvæma hlutina. Virðist oftast vera að fleiri og fleiri löggjafir og reglugerðir eru settar og samþykktar til að ríghalda í nákvæmlega sama afturhaldsfarið.

Engin ummæli: