Slökum á, slöppum af, róum okkur niður, hættum að tala með rassinum, tjóðrið alla ónytjunga sem telja sig vita betur, því þeir vita ekki rassgat... ég viðurkenni það hér með og nú, að ég tel mig ekki vita allt, en ég veit hverju ég trúi, og ég trúi því að sá iðnvæddi heimur sem við þekkjum mun líða undir lok á okkar lífstíð, ég trúi því að meiri hluti hins iðnvædda vestræna heims mun ekki vita hvaðan á sig stóð veðrið þegar það gerist. Enda ekki furða, því fólk er enn þann dag í dag að rífast útaf eignarhaldi, ríkidæmi og réttindum, óafvitandi að ekkert að þessu mun skipta neinu máli eftir 20 ár. Sem betur fer.
Um leið þegar ég verð handviss um að þetta mun gerast, því ég leyfi mér að halda það, einhverstaðar lengst innst inni (rétt fyrir neðan óskhyggju-hvelsins), að sú staðhæfing "fólk er fífl" sé ekki sönn, þegar ég er viss um að olían mun klárast, heimurinn einsog við þekkjum hann hér og nú mun líða undir lok, þegar ég er viss, þá mun ég taka upp níhilisma, enda mun það ekki skipta neinu fjandans máli hvað ég mun gera, það mun ekki hafa neinar afleiðingar, aðrar en þær að hraða eilítið á þessum endalokum.
Fæ mér svaka mikið lán sem ég mun borga á ca. 50-60 ár eða svo, og ferðast um heiminn með plat-peninga, svona einsog flest allir aðrir viðksipta- og stjórnmálamenn gera í dag, ýti undir óróa, öngþveiti, uppreisn og byltingu og hef það næs. Enda mun það ekki skipta neinu máli.
Persónulega, hlakkar afar mikið í mér þegar olían verður loksins búinn. Þá geta aðilar, einsog ég, verið loksins frjáls frá oki kerfisins, enda mun kerfið leysast upp, frjáls undan oki auðvalds og kúgunar, því auður mun ekki skipta neinu máli og síðan munu margir öskra "told you so! fuckers!" Eiginlega er ég ekkert á móti smá kjarnorkustyrjöld, nægilega öflug til að útrýma 50-60% af mannkyninu og nógu lítil til að eyðileggja ekki jörðina of mikið. Mig hlakkar til þegar þetta gerist. Upplausn, vargöld, skálmöld og skeggöld - fólk mun vera stráfellt.
Mig hlakkar ægilega mikið til.
Mig hlakkar til iðnarar-endaloksins. Því fyrst þá mun spádómur Marx koma í ljós, sem mig minnir að hafi farið einhvern meginn á þessa leið "Kapítalisminn á eftir að verða sjálfu sér að falli" enda verður hægt að rekja endalok hins iðnvædda heims til ofstopafullar græðgi og arðráns, sem varð þess valdandi að skapa lifibrauð sem mannskepnan hefur aðeins haft tæp 120 ár til að venjast, ætli það mun þá ekki taka önnur 120 ár til að venjast hinu ljúfa einföldu lífi...
Bölsýnisspá? ónei. Raunsæ spá.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli