fimmtudagur, mars 11, 2004

Eru alhæfingar hættuleg fyrirbrigði? Maður dæmir allt og alla útaf/útfrá einu fráviki og þar af leiðandi gerir lítið viðkomandi, lítið úr málstað viðkomandi eða gerir lítið sem ekkert til að kynna sér aðstæður viðkomandi - en er hægt eitthvað að marka sumar alhæfingar?

Þetta eru litlar hugleiðingar um alhæfingar og má einnig taka það fram að þessi upptaldi listi er engann veginn tæmandi.

Nokkur dæmi um dæmigerða og marklausa klisju:
Nokkrir gyðingar eru með stórt nef, ergo allir gyðingar eru með stórt nef.
Nokkrir blökkumenn eru með stóran besefa, ergo allir blökkumenn eru með stóran besefa.
Nokkrir karlmenn níðast á konum sínum, ergo allir karlar níðast á konum sínum.
Nokkrir unglingar drekka alkahól, neyta vímuefni og eru með vandamál, ergo allir unglingar eru vandamál.

Nokkur dæmi um hryðjuverkamenn og/eða frelsihreyfingar:
Nokkrir bókstafstrúar múslímar í Palestínu sprengja sig í loft upp í mannkvoðu einhverstaðar í Ísrael með reglulegu millibili í nefni frelsis og sjálfstæðis. Allir íbúar Palestínu eru hryðjuverkamenn.
Nokkrir ETA-aðilar frá Baska sem gleymt hafa upprunalegu markmiði frelsishreyfingunnar er Franco vildi að allir í konungsríkinu Spáni töluðu eitt tungumál fyrir tæpum 70 árum, sprengja bíl í Madrid í nafni frelsis og sjálfstæðis. Allir íbúar Baska eru hryðjuverkamenn.
Nokkrir skæruliðar frá Tjséteníu skapa hættu í óperuhúsi í Moskvu með því að taka hundruði manna í gíslingu í nafni frelsis og sjálfstæðis. Allir íbúar Tsjéteníu eru hryðjuverkamenn.
Nokkrir IRA-liðar í Írlandi skjóta fólk og sprengja í nafni frelsi og sjálfstæðis. Allir Írar eru hryðjuverkamenn.

Nokkur dæmi um glæpamenn:
Nokkrir aðilar er neyta fíkniefnis á borð við kannabis eða sveppi, brjótast inn eða ræna banka til að fá peninga fyrir meiri og sterkari fíkniefni á borð við amfetamín og morfín eða til að borga upp háa fíkniefnaskuld. Allir fíkniefnaneytendur eru glæpamenn.
Nokkrir mótmælendur brjóta rúður, velta bílum og fremja skemmdarverk á þekktum fyrirtækjum á borð við Nike og McDonalds. Allir mótmælendur eru glæpamenn.
Nokkrir friðarsinnar kasta og fleygja skyri, eggjum og kökum í þekkta leiðtoga til að vekja athygli á einhverju tilteknu máli. Allir friðarsinnar eru glæpamenn.
Nokkrir aðilar ausa svívirðingum og meiðyrðum yfir lands- eða heimsþekktu fólki í skjóli nafnleyndar á netinu á ýmsum þekktum og óþekktum spjallsvæðum og umræðuvefum. Allir netverjar eru glæpamenn.

Nokkur dæmi um mismunandi þjóðflokka:
Þjóðflokkur í Afríku leggur mannaket sér í munn. Allir Afríkubúar eru mannætur.
Þjóðflokkur í suður-Ameríku kunna ekki á síma. Allir í Suður-Ameríku kunna ekki á síma.
Þjóðir í þriðja heiminum kunna flest öll ekki að lesa, skrifa, reikna eða teikna. Allir í þriðja heiminum eru gagnslausir og vitlausir.
Þjóðflokkur af innfæddum Ameríkönum réðust á hvítt fólk. Allir innfæddir Ameríkanar ráðast á hvítt fólk.

Nokkur dæmi um veruleikafirringu:
Nokkrir stjórnmálamenn telja sig vera með eina rétta málstaðinn og hinn eina sanna skoðun sem allir ættu að hneigast að. Allir stjórnmálamenn eru veruleikafirrtir.
Nokkrir embættismenn telja það hafa fordæmisgildandi áhrif að refsa manni harkalega sama hversu glæpurinn er lítill. Allir embættismenn eru veruleikafirrtir.
Nokkrir forsetar ljúga vísvitandi að þjóð sinni og telja almenning trú um það að sú aðgerð eða ákvörðun sem hann segjir muni koma sér vel fyrir alla, mun bara koma sér vel fyrir afar lítinn og afmarkaðan hóp. Allir forsetar eru veruleikafirrtir.
Nokkrir framkvæmdastjórar er stjórna stórum fyrirtækjum er sérhæfir sig í merkjavörum og matvælaiðnaði, telja sjálfum sér og öðrum trú um það að í fyrsta lagi að dýr hafa ekki tilfinningar né skoðanir, auk þess eru dýr óæðri en við mannskepnur, auk þess að enginn sjúkdómahætta er yfirvofandi þó svo að ali-dýr sé troðið í afar litlar einingar þarsem dýrin geta ekki hreyft sig eða lifað eðlilegu dýralífi og í öðru lagi að barnaþrælkun, þrælakistur, mannréttindi og hættuleg vinnuumhverfi koma þeim lítið sem ekkert við, því þeir bjóða verktökum í fjarlægum verksmiðjum að skapa vöru, sem gæti ollið sjúkdómum, dauða eða einhverskonar slysahættu, sem hönnuð er af viðkomandi fyrirtækjum, þannig að ábyrgð starfsmanna er í höndum framkvæmdaðilum verksmiðjunar. Allir framkvæmdastjórar eru veruleikafirrtir.

Einnig er hægt að alhæfa frá þínum ættingjum og yfirfæra það á þig sem einstaklinginn sem er tengdur þinni ætt með blóði, þannig að ef langa-langa-afi þinn myrti mann einu sinni, þá mun það gera þig að siðblindum morðingja sem er ekki treystandi með plasthníf, jafnvel þó að þú kunnir að vera friðarsinni sem ekki gerir flugu mein, þá er samt hægt að alhæfa að allir þínir ættingjar eru morðingjar. Eða að langa-langa-afi þinn var afar góður og blíður sem ausaði milljónum ofaná milljónir í munaðarleysingjahæli, þá mun það gera þig að afar blíðum og góðum manni, þrátt fyrir það að þú kunnir að vera nirfill og barnaníðingur.

Alhæfingar... skaðvaldur eða lífsnauðsynlegur hluti af siðmenningu?

Engin ummæli: