Mótmæla? Nei! Framkvæma!
Það eru atburðir í þessum heimi sem þarf að taka á, sem fyrst! Eitt augljósasta dæmið er múrinn í Ísrael. Það þarf eitthvað að gera. Það þarf eitthvað virkilega, í orðsins fyllstu merkingu, að GERA í þessu máli.Fyrir mitt leyti, er ég gjörsamlega að eipa á þessu getuleysi mínu, þínu og allra í kringum mig og allra þeirra sem skrifa og væla um sömu hlutina. Alltaf sama helvítis vælið "það verður að gera eitthvað, það verður að gera eitthvað. SÞ, Haag, Ríkistjórn! Það verður að gera eitthvað!"
Hér er mín hugmynd, og þó hún sé dulitið far-fetched, þá finnst mér hún samt sem áður frekar ótrúlega raunsæ. Í þessum heimi búa 6.3 milljarður manns. Rúmlega 20-30% af manneskjum í heiminum er nettengd, og einnig getur líka fólk haft samband við hvort annað með mismunandi fjarskiptabúnaði.
Einsog margoft hefur veirð bent á, erum við kúguð, við viljum gera eitthvað en við gerum ekkert, því við viljum ekki styggja skrímslið, yfirvaldið. Við erum hrædd að við mundum vera barinn niður, fangelsuð og sektuð, þessvegna drepinn. Ég lýg þegar ég segji að enginn geri neitt, það sem við gerum er að skrifa um það og mótmæla friðsamlega.
Það eru ca. 2 milljarðir manns sem eru nettengd. Þessir tveir milljarðir hljóta að luma á nokkrum milljónum af róttækum aktivistum, friðsömum hippum, pönkurum, kommúnistum og öðru "grasróta" liði sem vilja breytingu til hins betra.
Mín hugmynd er svohljóðandi: af þessum mörgu milljónum sem eru hugsanlega til í þessum stóra heimi þá hlýtur að vera stór hluti af þeim sem fyllist óhugnaði með þeirri tilhugsun að verið er að byggja eitt stærsta gettó sem um getur í sögunni, vilja öll gera eitthvað í því en gera ekki neitt. Ég legg til að gert verður eitthvað miklu, miklu stærra en að mótmæla því. Ég legg til að fólk slíti naflastrenginn frá sinni þjóð, smyrja mikið af nesti, hætta eða fá frí frá vinnunni og/eða skólanum, taki foreldra og/eða börnin sín með sér, og leggja leið sína, fótgangandi, til Ísraels, með skóflur, sleggjur, járnkalla og önnur tól og einfaldlega rífi niður helvítis múrinn! Eftir það, þegar búið er að rífa niður þennan 200 km múr, þá má fara mótmæla.
Ég tel þetta vera hægt "call me crazy" en ég trúi því að þetta er hægt. Eini efinn sem ég hef er að fólk mun alltíeinu fyllast heigulshátt. Það vantar ekki nema milljón eða svo til að þramma yfir landamæri Ísraels og rífa niður múrinn. Því, hvað í andskotanum ætti Ísraelski herinn að gera? Skjóta á allt þetta fólk? Hversu lengi gætu fjölmiðlar þagað yfir því?
Hvað almenningur segjir hefur lítil áhrif, en hvað almenningur gerir hlýtur að hafa áhrif!
föstudagur, febrúar 27, 2004
mánudagur, febrúar 16, 2004
Vatíkan - Smatíkan
Helvítis syndabæli og siðspilltur fjandi. Meira sem maður les um kristni og kirkju, því meiri andstyggð og viðbjóð fær maður á þessa ógeðslegu stofnun og þessa bévítans trú. Djöfulsins hryllingur. Hvernig getur fólk aðhyllst svona útvatnaða og afturhaldsinnaða trú sem byggt er á úrkynjuðum og margra árþúsunda gamalla kenninga og boðskap frá bókstaflega brjáluðum postulum og valdagráðugum, siðblindum og spilltum páfum?
Fari Innocentius III norður og niður og lengra ef hann kemst, siðblindi andskoti. Saurugi melur sem skapaði Aldirnar Myrku, með smá aðstoð frá gráðugum Kardinálum og Prelátum. Bölva öllum kirkjunnar mönnum sem ekki taka mark á kærleiksboðskap Jesú Krist, en fylgja frekar lögmáli Mammons. Kynvillingar, barnaníðingar og afturhaldsseggir. Og Hananú.
Hrmmmph!
Helvítis syndabæli og siðspilltur fjandi. Meira sem maður les um kristni og kirkju, því meiri andstyggð og viðbjóð fær maður á þessa ógeðslegu stofnun og þessa bévítans trú. Djöfulsins hryllingur. Hvernig getur fólk aðhyllst svona útvatnaða og afturhaldsinnaða trú sem byggt er á úrkynjuðum og margra árþúsunda gamalla kenninga og boðskap frá bókstaflega brjáluðum postulum og valdagráðugum, siðblindum og spilltum páfum?
Fari Innocentius III norður og niður og lengra ef hann kemst, siðblindi andskoti. Saurugi melur sem skapaði Aldirnar Myrku, með smá aðstoð frá gráðugum Kardinálum og Prelátum. Bölva öllum kirkjunnar mönnum sem ekki taka mark á kærleiksboðskap Jesú Krist, en fylgja frekar lögmáli Mammons. Kynvillingar, barnaníðingar og afturhaldsseggir. Og Hananú.
Hrmmmph!
mánudagur, febrúar 09, 2004
Hljóðið sem myndast þegar login fer um þurrkuð tóbaksblöð og tóbakspappír. Ahhh.
Það rann upp fyrir mér eilítið ljós fyrir ca. 2 árum síðan. En þá vildi svo til að ég var að kveikja mér í sígarettu, er ég var búinn að reykja svona u.þ.b. hálfa, þá hugsaði ég með sjálfum mér "Magnað, ég er búinn að reykja í tæpan áratug! Og ég er ekki nema 22 ára gamall"
Nú skín þetta litla ljós aðeins meir, og virðist vera lýsa mér leiðina á hinn forboðna reyklausa garð. En á Íslensku þýðir það að ég hef í hyggju að hætta að reykja...
... ótrúlegt. En satt. Maður er búinn að vera taka nokkra daga törn, en mig vantar ennþá viljann - því það er svo asskoti gott að reykja.
Það rann upp fyrir mér eilítið ljós fyrir ca. 2 árum síðan. En þá vildi svo til að ég var að kveikja mér í sígarettu, er ég var búinn að reykja svona u.þ.b. hálfa, þá hugsaði ég með sjálfum mér "Magnað, ég er búinn að reykja í tæpan áratug! Og ég er ekki nema 22 ára gamall"
Nú skín þetta litla ljós aðeins meir, og virðist vera lýsa mér leiðina á hinn forboðna reyklausa garð. En á Íslensku þýðir það að ég hef í hyggju að hætta að reykja...
... ótrúlegt. En satt. Maður er búinn að vera taka nokkra daga törn, en mig vantar ennþá viljann - því það er svo asskoti gott að reykja.
fimmtudagur, febrúar 05, 2004
Hér er heimildarmynd sem mig langar að sjá, hún heitir "Supersize Me!" og er eftir Morgan Spurlock. Hann tók uppá því snjallræði að borða þrjár máltíðir á McDonalds í mánuð og tók það upp vídeó, einnig var hann með 3 lækna og næringafræðing. Þetta virðist vera ansi áhugaverð kvikmynd.
Smá viðbót:
Heimasíða
Supersize me
&
The Corporation
Smá viðbót:
Heimasíða
Supersize me
&
The Corporation
Þetta vissi ég ekki, en "USA PATRIOT act" er skammstöfun fyrir "Uniting and Strengthening America by Providing Appropriate Tools Required to Intercept and Obstruct Terrorism" Sýnir hvað ég tek illa eftir, og ætti kannski að klára að lesa "Sameina og Virkja Ameríku með því að Koma Upp Viðeigandi Tækjum sem eru Nauðsynleg til að Stöðva og Hindra Hryðjuverk"-skjalið, en skammstafast ekki nógu vel á Íslensku (SVAKUPVTNSH-skjalið), ekki nálægt því jafn þjóðernislegt og Patriotic!
En þá má benda áhugasömum á þessa útskýringu eftir Michael Moore.
En þá má benda áhugasömum á þessa útskýringu eftir Michael Moore.
miðvikudagur, febrúar 04, 2004
Vatíkanið? Hvað veit maður um Vatíkanið? Minnsta sjálfstæða ríkið í heiminum, 750 manns búa þar ... varð sjálfstætt 1929...
verða að athuga þetta meira - er nebbilega að gera kynningu á ensku um Vatíkanríkið, sögu, pólítik og efnahagsástand, og ýmislegt sem viðkemur kristinni trú- allar ábendingar eru hjartanlega velkomnar
verða að athuga þetta meira - er nebbilega að gera kynningu á ensku um Vatíkanríkið, sögu, pólítik og efnahagsástand, og ýmislegt sem viðkemur kristinni trú- allar ábendingar eru hjartanlega velkomnar
Hérna er enn eitt vælið mitt um fátækt, ritgerð fyrir Íslensku:
Leti er orsök fátæktar
• Leti fátækra eða leti stjórnvalda
• Afríka/Þriðji Heimurinn
• Ísland
• Fátækt
• Bankakerfið stuðlar að fátækt
• Öryrkjar
• Niðurlag
Leti, samkvæmt íslensku orðabókinni, þýðir:
“Það að vera latur, nennigarleysi, fjörleysi, deyfð; andleg l. sljóleiki…”
Leti fátækra eða leti stjórnvalda
Vissulega er til fólk sem er latt og nennir ekki að vinna, þau tilfelli má nú oftast tengja við fólk sem hefur afar góðar og fastar tekjur. Leti er orð sem gjarnan er tengt við fátækt, og er það illskiljanlegt, það sem leti kemur fátækt lítið við. Þegar kemur að því að leita sér lífsviðurværis, svo sem fæði, klæði og húsnæði, þá er enginn það latur að hann velji fátækt í stað atvinnu eða bóta. En er leti orsök fátæktar? Það fer eftir því hvernig á það er litið, er þetta leti hjá þeim fátæku, er virðast gera sama sem ekkert til að rífa sig uppúr fátæktinni eða leti hjá stjórnvöldum sem neita að gera grein fyrir fátækt, gera lítið úr þeim skoðunum, rannskóknum og sönnunum hjá óháðum og hámenntuðum aðilum er kveða á um að hér sé vissulega til fátækt, sem er vissulega staðreynd í Íslensku samfélagi.
Haft er eftir Davíð einum Oddsyni, hæstvirtum forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, sem sagði að “hér sé ekki til fátækt”, þar með neitar hann staðreyndum. Haft er eftir flokksbróður hans, Pétur H. Blöndal, alþingismaður, að “lítið mál er að lifa á tæplega 50.000 krónum á mánuði” og gerir þar með lítið úr staðreyndum og gerir lítið úr þeim aðilum sem þurfa virkilega að skrimta á 50 þúsund krónum á mánuði.
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og tilvonandi forsætisráðherra, vill eyða rúmlega 300 milljónum króna, eða meira, í að fróa sinni samvisku og reyna að hjálpa þriðja heiminum, með matargjöfum, fatagjöfum, lyfjagjöfum og öðrum gjöfum, svosem aðgang að hreinu vatni og rafmagni. Þetta er göfugt marmkið, en vonlaust, enda þarf meira til en peninga til að bjarga þriðja heiminum. Samstarf milli ríkja í þriðja heiminum (Afríka, S-Ameríka og Asía) og SÞ, vestræna ríkja (BNA og Evrópa), en þó sérstaklega stórfyrirtæki sem misnota bága aðstöðu fátækra í Afríku til að hagnast á því volæði, í formi skattfríðinda, svo dæmi sé tekið.
En einblínum aðeins á þessar 300 milljónir sem utanríkisráðherra er tilbúinn að punga útúr ríkisjóði, og bera saman Afríku og Ísland í stærð, fólksfjölda og hversu stór hluti í báðum löndum eiga bágt. Vandamál þriðja heimsins, og þó sér í lagi Afríka, er alltof margþætt og því miður of flókið til að fara nánar útí það hér, en ég mun nefna örfá dæmi í næstu klausu.
Afríka/Þriðji heimurinn
Afríka er gríðastórt land, 303,380,000 ferkílómetra stórt og 750 milljón manns búa þar og vandamálin í Afríku (og víðar) eru fleiri nokkrum manni grunar. Miklu meira en helmingur Afríkubúa lifa langt undir fátæktramörkum (þéna kannski 100 krónur á mánuði), hafa ekki aðgang að hreinu vatni, rafmagni, menntun eða minniháttar hjúkrun. Tökum nokkur dæmi:
• Hver manneskja í Þriðja heiminum skuldar vestrænum ríkjum sem nemur 32.500 krónur
• Afríka eyðir fjórum sinnum meira í afborganir á alþjóðlegum lánum en í heilbrigðiskerfið
• Árið 1960 voru tekjur 20% af ríkustu mönnum í heiminum 30 sinnum meiri en 20% af fátækasta fólkinu, í dag er bilið 60 sinnum meira.
Þetta eru örfá dæmi og einnig má minnast á það að skuldir þriðja heimsins orsaka fátækt hjá milljónum einstaklinga í hinum vestræna heimi. Það hryggir mig að segja að dæmin og vandamálin sem sprottin eru af afskipti og, þó sér í lagi, afskiptaleysi hins vestræna heims eru alltof mörg: arðrán, borgarastyrjaldir, fátækt og hungur, ekki sé minnst á sjúkdóma-faraldur, HIV-smitun og eyðni.
11 milljón manns hafa dáið af eyðni síðan 1999 og í byrjun árs 2000 voru 24 milljón manns smitaðir af eyðni, 6000 manns deyja af eyðni daglega, og 11000 manns smitast daglega, og mínir útreikningar sýna að 12.045.000 manns hafa smitast síðan árið 2000, og ef ekkert verður gert á næstu 10-20 árum, gæti farið svo að þetta verði stærsta og þöglasta þjóðarmorð í sögu mannkyns, telja svartsýnismenn að rúmlega 10-20% afríkubúa mun deyja fyrir árið 2020. Stærstu lyfjafyrirtækin neita að selja Afríku-ríkjum eyðni- og HIV-tengt lyf á hagstæðu verði, jafnvel gefins, enda eru skilyrðin afar einföld fyrir þessi fyrirtæki “við verðum að græða á óförum annarra!”
Fátækur einstaklingur í Afríku er rændur af þeim sjálfsögðu mannréttindum að leita sér lífsviðurværis. Afríka er arðrænd og kúguð af alþjóðasamfélagi, meinað eðlilegum lífskjörum sem við í hinum vestræna heimi teljum sjálfsögð. Rændir til að viðhalda ríkidæmi örfáa aðila.
Fyrir sunnan Sahara nema alþjóðleg lán og skuldir rúmlega 140 milljarða bandaríkjadali, og Suður Ameríka skuldar meira en 365 milljarða bandaríkjadali. Það má þó áætla að allur þriðji heimurinn (Afríka, S-Ameríka, Asía) eru með skuldir sem nemur um 500-600 milljarða bandaríkjadali, og þessar 300 milljónir sem Halldór Ásgrímsson ætlar sér að nota til að seilast eftir atkvvæðum, duga varla til að borga 1% af þessarri skuld, þetta dugir kannski til að borga 0,005% - má þar bæta við, svona Ad Hominum, að Halldór Ásgrímsson er veruleikafirrtur bjáni ef hann heldur að hann geti skipt sköpun í vandamálum þriðja heimsins.
En hann getur skipt sköpun með því að sleppa því að gefa þessa peninga í alþjóðahjálp þegar þessir peningar geta komið sér ennþá betur fyrir fátæka Íslendinga, með þessarri skoðunn minni er ég alls ekki að gera lítið úr vandamálum þriðja heimsins. Hann mætti reyna á það að minnka útgjöld utanríkisráðuneytisins, einsog er að gerast víða erlendis, svosem Noregi, Svíðþjóð og Danmörk, leggja niður sendiherraskrifstofur og skera niður reisugjöldin.
Sumum finnst kannski að 300 milljónir sé mikill peningur, en miðað við vandamál þriðja heimsins, þá skipta þessir peningar afar litlu máli, þetta eru minniháttar aurar, smápeningur sem er vel varið í eitthvað annað. Því önnur lausn verður að finnast, önnur en að dæla peningum í formi gjafa, en þó aðallega í formi lána, til þriðja heimsins og þar af leiðandi bæta ofaná núverandi vandamálum og óförum, því með öllum aur fylgja viss skilyrði og vandkvæði, og í þessu tilfelli getur Davíð engan veginn unnið Golíat.
Ísland
Ísland er afar lítið land, ca. 103.000 ferkílómetrar á stærð, og hér búa ca. 280.000 manns. Við erum 5. ríkasta þjóð í heimi og meðal þeirra ánægðustu á jörðinni. Hér er langlífi og lítið af sjúkdómum, kannski að 10-20 manns séu smitaðir af HIV, en þessir örfáu aðilar hafa aðgang að þeim lyfjum sem þarf til að slá á sjúkdóminn. Við höfum ágætis heilbrigðiskerfi. Allir hafa aðgang að fæði, klæði og húsnæði. Lítil spilling þrífst hér. Við skuldum, að mig minnir, rúmlega milljarð í alþjóðalán. Vandamálin hér eru lítil, rétt einsog stærðin og fólksfjöldinn. Þannig að rökrétt er að telja sem svo að þau vandamál sem eru til staðars er lítið mál að leysa. En svo virðist ekki vera, af einhverjum furðulegum ástæðum.
Vandamálin í þriðja heiminum er nær ógjörningur að reyna líkja við þau vandamál hér á landi, því vandamálin hér eru minniháttar miðað við t.a.m. Afríku. En vandamál eru hér samt og vandamálið er fátækt.
Fátækt elur af sér ýmis önnur samfélagsleg vandamál; auknir glæpir, geðsjúkdómar og sjálfsmorð. Fjöldi fátækra, félítilla, auralausra og skuldamiklum hér á landi er alltof mikill, ef miðað er við þá litlu staðreynd að Ísland er, samkvæmt rannsóknum og könnunum 5. ríkasta land í heimi og það hamingjusamasta og fyrst við erum svona rík og hamingjusöm, hvernig stendur á þessu fátæka og óhamingjusama fólki?
Fátækt
Það er enginn sem vill vera fátækur, þetta eru aðstæður sem enginn kýs. Fátækt er orsök af efnahagslegum og félagslegum þáttum og einsog ég nefndi hér fyrir ofan, elur fátækt af sér ýmis önnur vandamál, samfélagsleg og andleg.
Heilu kynslóðirnar í Afríku fæðast í örbirgð, vesæld og vosbúð, hér á Íslandi er þetta meira einstaklingsbundið, og er afar sjaldgæft að kynslóð eftir kynslóð lifi í sárri fátækt, þó undantekningar séu til.
Flestir hafa einhverntímann haft áhyggjur af fjármagni og kvíða yfir að ná ekki endum saman, en í flest öllum tilfellum þá blessast úr þeim áhyggjum og kvíða. En hvernig líður manneskju sem er með stanslausar áhyggjur og kvíða sökum skorts á tekjum, fjármagni til að viðhalda sér og fjölskyldunni sinni? Áhyggjur geta leitt til alvarlegra afleiðinga. Þetta getur leitt til andlegra kvilla á borð við þunglyndi, misnotkun á áfengi og/eða vímuefnum. Atvinnuleysi og fátækt getur einnig leitt til örþrifaráða einsog innbrot og þjófnað, hórdóm, og þessi örþrifaráð geta valdið áhyggjum sem einnig leiða til fyrrnefndra kvilla og misnotkun á vímugjöfum. Þannig getur sá vítahringur glæpa sprottið upp hjá einstaklingum sem eru þegar orðnir utan við samfélagið.
Fátækt stafar einnig af fyrrnefndum efnahagslegum toga; afborganir af láni, of hátt leiguverð, ýmsar óupptaldar skuldir, matarreikningur o.fl, þá þurfa sumir að taka upp á því leggja allt sitt félagslíf á hillunna til lengri eða skemmri tíma, og taka að sér tvær, jafnvel þrjár vinnur til að ná endum saman. Það ætlar enginn að segja mér að maður sem hefur tvær vinnur eða fleiri, sé latur. En ef einstaklingurinn er ekki svo heppinn að geta fengið aðra vinnu, þá er kannski tekið uppá áður títtnefndum örþrifaráðum; selja vímuefni, selja sig eða selja börnin sín. Þar með er einstaklingurinn búinn að gefa uppá bátinn þau siðferðismörk sem samfélagið leggur, og orðinn glæpamaður.
Bankakerfin stuðla, beint eða óbeint, að aukinni fátækt
Með því að lána hægri og vinstri, hækka yfirdráttaheimild, kreditkortavæða almenning, og styðja of háa vexti á öllum þessum platpeningum, er beinlínist verið að hvetja til þess að Íslendingar geti ekki lifað öðruvísi hér á landi en að vera skuldum vafið, sem við flest öll erum. Fyrirtæki fara á hausinn sökum þess, einstaklingar verða gjaldþrota sökum þess og fjölskyldur geta lent á götunni sökum þess.
Það er rúmlega 8000 manns sem er atvinnulaust, og þessi tala segjir okkur hversu mikið af vinnuhæfu fólki er atvinnulaust, þar með er ekki sagt hvort að þessir einstaklingar eiga fjölskyldu eða ekki. Það má þá meta það svo að allavega 12000-14000 einstaklingar, ungir sem aldnir, sem þurfa að lifa á lágmarkstekjum. Reikna má með því að sumir þessarra einstaklinga er skuldum vafið, einsog fyrirtækin sem einhver hópur af þessum unnu eitt sinn hjá. Ég skal vera sanngjarn og telja sem svo að helmingur, eða 4000, af þessu vinnuhæfa fólki er skuldugt, aftur skal ég vera sanngjarn og telja sem svo að helmingurinn af þessu skulduga fólki nær ekki að skrimta til að ná endum saman – það skilur eftir sig 2000 manns sem, af öllum líkindum er fátækt, og ég þori að fullyrða að þetta er gróflega vanmetið hjá mér.
Öryrkjar
Ég er ekki búinn að telja upp öryrkja, óvinnuhæfa og/eða geðsjúka einstaklinga sem geta ekki unnið útaf líkamlegum og/eða andlegum kvillum, sem sumir hverjir fá örorkubætur sem nema rúmlega 70.000 til 80.000 þúsund krónur – fer eftir því hversu mikill öryrki einstaklingurinn er. Þetta eru einstaklingar sem af öllum líkindum þurfa að borga lyfjakostnað, sjúkrahúsreikninga og leigu. Svar við fyrirspurn Katrínar Fjeldsted, fyrrv. Alþingiskonu, um fjölda öryrkja í mars árið 2001 var eftirfarandi:
“Í mars sl. voru 9.467 öryrkjar með 75% örorku sem fengu greiddar lífeyrisbætur frá Tryggingastofnun ríkisins. Síðan voru 955 öryrkjar með 50--65% örorku sem fengu greiddan örorkustyrk á sama tíma. 396 voru á lífeyri vegna endurhæfingar.”
-Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrv. heilbrigðisráðherra
Niðurlag
Það má áætla að hér á landi eru á bilinu 2000 – 15.000 einstaklinga sem ekki ná endum saman, eru gjaldþrota, geta ekki lifað eðlilegu lífi. Það er mikill munur á 2000 og 15.000 – en það sem enginn almennileg viðmiðun er enginn leið til að hafa það á hreinu. Davíð gæti haft rétt fyrir sér, en ég stórefast um það.
Halldór Ásgrímsson, sjálftitlaður mannvinur, telur að hann geti bjargað stórum hluta þriðja heimsins með fjárframlögum sem nema 300 milljónir króna, ég fullyrði að það sé bull. Vandamál þriðja heimsins eru miklu meira en þessi dropi í hafið getur ráðið við.
Æðstu ráðamenn þessa lands neita að viðurkenna fátækt, þrátt fyrir sannanir og kannanir. Þessir aðilar eru ekki í tengslum við almenning eða raunveruleika. Þessir menn eru ekki starfi sínu hæfir.
Þegar litið er á atburði sem gerast erlendis er oft litið framhjá þeim vandamálum sem fylgir “lausninni” – peningar í sumum tilfellum bjarga ekki öllu, en það getur bjargað sumu. Að dæla peningum í þriðja heiminum bjargar engu, það þarf miklu meira til. En að nota þessa peninga hér á Íslandi til að koma á fót öryggisneti til að hindra fátækt, dæla fjármagni í velferðakerfið og reyna bjarga þessu fátæka fólki frá algjörri glötun á götunni. Ef við huguðum að þeim vandamálum sem eru hér heimafyrir og einbeittum okkur að því að tjasla uppá kerfið þannig að komandi kynslóðir þurfa ekki að lenda í þeim vítahring sem skapað hefur verið af efnahagskerfinu, þá fyrst getum við hugað að því að bjarga heiminum, ekki fyrr.
Það er margt sem leiðir til fátæktar, og leti er ekki eitt af því. Aðalrótin að þessu vandamáli er græðgi. Græðgi er orsök fátæktar!
Leti er orsök fátæktar
• Leti fátækra eða leti stjórnvalda
• Afríka/Þriðji Heimurinn
• Ísland
• Fátækt
• Bankakerfið stuðlar að fátækt
• Öryrkjar
• Niðurlag
Leti, samkvæmt íslensku orðabókinni, þýðir:
“Það að vera latur, nennigarleysi, fjörleysi, deyfð; andleg l. sljóleiki…”
Leti fátækra eða leti stjórnvalda
Vissulega er til fólk sem er latt og nennir ekki að vinna, þau tilfelli má nú oftast tengja við fólk sem hefur afar góðar og fastar tekjur. Leti er orð sem gjarnan er tengt við fátækt, og er það illskiljanlegt, það sem leti kemur fátækt lítið við. Þegar kemur að því að leita sér lífsviðurværis, svo sem fæði, klæði og húsnæði, þá er enginn það latur að hann velji fátækt í stað atvinnu eða bóta. En er leti orsök fátæktar? Það fer eftir því hvernig á það er litið, er þetta leti hjá þeim fátæku, er virðast gera sama sem ekkert til að rífa sig uppúr fátæktinni eða leti hjá stjórnvöldum sem neita að gera grein fyrir fátækt, gera lítið úr þeim skoðunum, rannskóknum og sönnunum hjá óháðum og hámenntuðum aðilum er kveða á um að hér sé vissulega til fátækt, sem er vissulega staðreynd í Íslensku samfélagi.
Haft er eftir Davíð einum Oddsyni, hæstvirtum forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, sem sagði að “hér sé ekki til fátækt”, þar með neitar hann staðreyndum. Haft er eftir flokksbróður hans, Pétur H. Blöndal, alþingismaður, að “lítið mál er að lifa á tæplega 50.000 krónum á mánuði” og gerir þar með lítið úr staðreyndum og gerir lítið úr þeim aðilum sem þurfa virkilega að skrimta á 50 þúsund krónum á mánuði.
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og tilvonandi forsætisráðherra, vill eyða rúmlega 300 milljónum króna, eða meira, í að fróa sinni samvisku og reyna að hjálpa þriðja heiminum, með matargjöfum, fatagjöfum, lyfjagjöfum og öðrum gjöfum, svosem aðgang að hreinu vatni og rafmagni. Þetta er göfugt marmkið, en vonlaust, enda þarf meira til en peninga til að bjarga þriðja heiminum. Samstarf milli ríkja í þriðja heiminum (Afríka, S-Ameríka og Asía) og SÞ, vestræna ríkja (BNA og Evrópa), en þó sérstaklega stórfyrirtæki sem misnota bága aðstöðu fátækra í Afríku til að hagnast á því volæði, í formi skattfríðinda, svo dæmi sé tekið.
En einblínum aðeins á þessar 300 milljónir sem utanríkisráðherra er tilbúinn að punga útúr ríkisjóði, og bera saman Afríku og Ísland í stærð, fólksfjölda og hversu stór hluti í báðum löndum eiga bágt. Vandamál þriðja heimsins, og þó sér í lagi Afríka, er alltof margþætt og því miður of flókið til að fara nánar útí það hér, en ég mun nefna örfá dæmi í næstu klausu.
Afríka/Þriðji heimurinn
Afríka er gríðastórt land, 303,380,000 ferkílómetra stórt og 750 milljón manns búa þar og vandamálin í Afríku (og víðar) eru fleiri nokkrum manni grunar. Miklu meira en helmingur Afríkubúa lifa langt undir fátæktramörkum (þéna kannski 100 krónur á mánuði), hafa ekki aðgang að hreinu vatni, rafmagni, menntun eða minniháttar hjúkrun. Tökum nokkur dæmi:
• Hver manneskja í Þriðja heiminum skuldar vestrænum ríkjum sem nemur 32.500 krónur
• Afríka eyðir fjórum sinnum meira í afborganir á alþjóðlegum lánum en í heilbrigðiskerfið
• Árið 1960 voru tekjur 20% af ríkustu mönnum í heiminum 30 sinnum meiri en 20% af fátækasta fólkinu, í dag er bilið 60 sinnum meira.
Þetta eru örfá dæmi og einnig má minnast á það að skuldir þriðja heimsins orsaka fátækt hjá milljónum einstaklinga í hinum vestræna heimi. Það hryggir mig að segja að dæmin og vandamálin sem sprottin eru af afskipti og, þó sér í lagi, afskiptaleysi hins vestræna heims eru alltof mörg: arðrán, borgarastyrjaldir, fátækt og hungur, ekki sé minnst á sjúkdóma-faraldur, HIV-smitun og eyðni.
11 milljón manns hafa dáið af eyðni síðan 1999 og í byrjun árs 2000 voru 24 milljón manns smitaðir af eyðni, 6000 manns deyja af eyðni daglega, og 11000 manns smitast daglega, og mínir útreikningar sýna að 12.045.000 manns hafa smitast síðan árið 2000, og ef ekkert verður gert á næstu 10-20 árum, gæti farið svo að þetta verði stærsta og þöglasta þjóðarmorð í sögu mannkyns, telja svartsýnismenn að rúmlega 10-20% afríkubúa mun deyja fyrir árið 2020. Stærstu lyfjafyrirtækin neita að selja Afríku-ríkjum eyðni- og HIV-tengt lyf á hagstæðu verði, jafnvel gefins, enda eru skilyrðin afar einföld fyrir þessi fyrirtæki “við verðum að græða á óförum annarra!”
Fátækur einstaklingur í Afríku er rændur af þeim sjálfsögðu mannréttindum að leita sér lífsviðurværis. Afríka er arðrænd og kúguð af alþjóðasamfélagi, meinað eðlilegum lífskjörum sem við í hinum vestræna heimi teljum sjálfsögð. Rændir til að viðhalda ríkidæmi örfáa aðila.
Fyrir sunnan Sahara nema alþjóðleg lán og skuldir rúmlega 140 milljarða bandaríkjadali, og Suður Ameríka skuldar meira en 365 milljarða bandaríkjadali. Það má þó áætla að allur þriðji heimurinn (Afríka, S-Ameríka, Asía) eru með skuldir sem nemur um 500-600 milljarða bandaríkjadali, og þessar 300 milljónir sem Halldór Ásgrímsson ætlar sér að nota til að seilast eftir atkvvæðum, duga varla til að borga 1% af þessarri skuld, þetta dugir kannski til að borga 0,005% - má þar bæta við, svona Ad Hominum, að Halldór Ásgrímsson er veruleikafirrtur bjáni ef hann heldur að hann geti skipt sköpun í vandamálum þriðja heimsins.
En hann getur skipt sköpun með því að sleppa því að gefa þessa peninga í alþjóðahjálp þegar þessir peningar geta komið sér ennþá betur fyrir fátæka Íslendinga, með þessarri skoðunn minni er ég alls ekki að gera lítið úr vandamálum þriðja heimsins. Hann mætti reyna á það að minnka útgjöld utanríkisráðuneytisins, einsog er að gerast víða erlendis, svosem Noregi, Svíðþjóð og Danmörk, leggja niður sendiherraskrifstofur og skera niður reisugjöldin.
Sumum finnst kannski að 300 milljónir sé mikill peningur, en miðað við vandamál þriðja heimsins, þá skipta þessir peningar afar litlu máli, þetta eru minniháttar aurar, smápeningur sem er vel varið í eitthvað annað. Því önnur lausn verður að finnast, önnur en að dæla peningum í formi gjafa, en þó aðallega í formi lána, til þriðja heimsins og þar af leiðandi bæta ofaná núverandi vandamálum og óförum, því með öllum aur fylgja viss skilyrði og vandkvæði, og í þessu tilfelli getur Davíð engan veginn unnið Golíat.
Ísland
Ísland er afar lítið land, ca. 103.000 ferkílómetrar á stærð, og hér búa ca. 280.000 manns. Við erum 5. ríkasta þjóð í heimi og meðal þeirra ánægðustu á jörðinni. Hér er langlífi og lítið af sjúkdómum, kannski að 10-20 manns séu smitaðir af HIV, en þessir örfáu aðilar hafa aðgang að þeim lyfjum sem þarf til að slá á sjúkdóminn. Við höfum ágætis heilbrigðiskerfi. Allir hafa aðgang að fæði, klæði og húsnæði. Lítil spilling þrífst hér. Við skuldum, að mig minnir, rúmlega milljarð í alþjóðalán. Vandamálin hér eru lítil, rétt einsog stærðin og fólksfjöldinn. Þannig að rökrétt er að telja sem svo að þau vandamál sem eru til staðars er lítið mál að leysa. En svo virðist ekki vera, af einhverjum furðulegum ástæðum.
Vandamálin í þriðja heiminum er nær ógjörningur að reyna líkja við þau vandamál hér á landi, því vandamálin hér eru minniháttar miðað við t.a.m. Afríku. En vandamál eru hér samt og vandamálið er fátækt.
Fátækt elur af sér ýmis önnur samfélagsleg vandamál; auknir glæpir, geðsjúkdómar og sjálfsmorð. Fjöldi fátækra, félítilla, auralausra og skuldamiklum hér á landi er alltof mikill, ef miðað er við þá litlu staðreynd að Ísland er, samkvæmt rannsóknum og könnunum 5. ríkasta land í heimi og það hamingjusamasta og fyrst við erum svona rík og hamingjusöm, hvernig stendur á þessu fátæka og óhamingjusama fólki?
Fátækt
Það er enginn sem vill vera fátækur, þetta eru aðstæður sem enginn kýs. Fátækt er orsök af efnahagslegum og félagslegum þáttum og einsog ég nefndi hér fyrir ofan, elur fátækt af sér ýmis önnur vandamál, samfélagsleg og andleg.
Heilu kynslóðirnar í Afríku fæðast í örbirgð, vesæld og vosbúð, hér á Íslandi er þetta meira einstaklingsbundið, og er afar sjaldgæft að kynslóð eftir kynslóð lifi í sárri fátækt, þó undantekningar séu til.
Flestir hafa einhverntímann haft áhyggjur af fjármagni og kvíða yfir að ná ekki endum saman, en í flest öllum tilfellum þá blessast úr þeim áhyggjum og kvíða. En hvernig líður manneskju sem er með stanslausar áhyggjur og kvíða sökum skorts á tekjum, fjármagni til að viðhalda sér og fjölskyldunni sinni? Áhyggjur geta leitt til alvarlegra afleiðinga. Þetta getur leitt til andlegra kvilla á borð við þunglyndi, misnotkun á áfengi og/eða vímuefnum. Atvinnuleysi og fátækt getur einnig leitt til örþrifaráða einsog innbrot og þjófnað, hórdóm, og þessi örþrifaráð geta valdið áhyggjum sem einnig leiða til fyrrnefndra kvilla og misnotkun á vímugjöfum. Þannig getur sá vítahringur glæpa sprottið upp hjá einstaklingum sem eru þegar orðnir utan við samfélagið.
Fátækt stafar einnig af fyrrnefndum efnahagslegum toga; afborganir af láni, of hátt leiguverð, ýmsar óupptaldar skuldir, matarreikningur o.fl, þá þurfa sumir að taka upp á því leggja allt sitt félagslíf á hillunna til lengri eða skemmri tíma, og taka að sér tvær, jafnvel þrjár vinnur til að ná endum saman. Það ætlar enginn að segja mér að maður sem hefur tvær vinnur eða fleiri, sé latur. En ef einstaklingurinn er ekki svo heppinn að geta fengið aðra vinnu, þá er kannski tekið uppá áður títtnefndum örþrifaráðum; selja vímuefni, selja sig eða selja börnin sín. Þar með er einstaklingurinn búinn að gefa uppá bátinn þau siðferðismörk sem samfélagið leggur, og orðinn glæpamaður.
Bankakerfin stuðla, beint eða óbeint, að aukinni fátækt
Með því að lána hægri og vinstri, hækka yfirdráttaheimild, kreditkortavæða almenning, og styðja of háa vexti á öllum þessum platpeningum, er beinlínist verið að hvetja til þess að Íslendingar geti ekki lifað öðruvísi hér á landi en að vera skuldum vafið, sem við flest öll erum. Fyrirtæki fara á hausinn sökum þess, einstaklingar verða gjaldþrota sökum þess og fjölskyldur geta lent á götunni sökum þess.
Það er rúmlega 8000 manns sem er atvinnulaust, og þessi tala segjir okkur hversu mikið af vinnuhæfu fólki er atvinnulaust, þar með er ekki sagt hvort að þessir einstaklingar eiga fjölskyldu eða ekki. Það má þá meta það svo að allavega 12000-14000 einstaklingar, ungir sem aldnir, sem þurfa að lifa á lágmarkstekjum. Reikna má með því að sumir þessarra einstaklinga er skuldum vafið, einsog fyrirtækin sem einhver hópur af þessum unnu eitt sinn hjá. Ég skal vera sanngjarn og telja sem svo að helmingur, eða 4000, af þessu vinnuhæfa fólki er skuldugt, aftur skal ég vera sanngjarn og telja sem svo að helmingurinn af þessu skulduga fólki nær ekki að skrimta til að ná endum saman – það skilur eftir sig 2000 manns sem, af öllum líkindum er fátækt, og ég þori að fullyrða að þetta er gróflega vanmetið hjá mér.
Öryrkjar
Ég er ekki búinn að telja upp öryrkja, óvinnuhæfa og/eða geðsjúka einstaklinga sem geta ekki unnið útaf líkamlegum og/eða andlegum kvillum, sem sumir hverjir fá örorkubætur sem nema rúmlega 70.000 til 80.000 þúsund krónur – fer eftir því hversu mikill öryrki einstaklingurinn er. Þetta eru einstaklingar sem af öllum líkindum þurfa að borga lyfjakostnað, sjúkrahúsreikninga og leigu. Svar við fyrirspurn Katrínar Fjeldsted, fyrrv. Alþingiskonu, um fjölda öryrkja í mars árið 2001 var eftirfarandi:
“Í mars sl. voru 9.467 öryrkjar með 75% örorku sem fengu greiddar lífeyrisbætur frá Tryggingastofnun ríkisins. Síðan voru 955 öryrkjar með 50--65% örorku sem fengu greiddan örorkustyrk á sama tíma. 396 voru á lífeyri vegna endurhæfingar.”
-Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrv. heilbrigðisráðherra
Niðurlag
Það má áætla að hér á landi eru á bilinu 2000 – 15.000 einstaklinga sem ekki ná endum saman, eru gjaldþrota, geta ekki lifað eðlilegu lífi. Það er mikill munur á 2000 og 15.000 – en það sem enginn almennileg viðmiðun er enginn leið til að hafa það á hreinu. Davíð gæti haft rétt fyrir sér, en ég stórefast um það.
Halldór Ásgrímsson, sjálftitlaður mannvinur, telur að hann geti bjargað stórum hluta þriðja heimsins með fjárframlögum sem nema 300 milljónir króna, ég fullyrði að það sé bull. Vandamál þriðja heimsins eru miklu meira en þessi dropi í hafið getur ráðið við.
Æðstu ráðamenn þessa lands neita að viðurkenna fátækt, þrátt fyrir sannanir og kannanir. Þessir aðilar eru ekki í tengslum við almenning eða raunveruleika. Þessir menn eru ekki starfi sínu hæfir.
Þegar litið er á atburði sem gerast erlendis er oft litið framhjá þeim vandamálum sem fylgir “lausninni” – peningar í sumum tilfellum bjarga ekki öllu, en það getur bjargað sumu. Að dæla peningum í þriðja heiminum bjargar engu, það þarf miklu meira til. En að nota þessa peninga hér á Íslandi til að koma á fót öryggisneti til að hindra fátækt, dæla fjármagni í velferðakerfið og reyna bjarga þessu fátæka fólki frá algjörri glötun á götunni. Ef við huguðum að þeim vandamálum sem eru hér heimafyrir og einbeittum okkur að því að tjasla uppá kerfið þannig að komandi kynslóðir þurfa ekki að lenda í þeim vítahring sem skapað hefur verið af efnahagskerfinu, þá fyrst getum við hugað að því að bjarga heiminum, ekki fyrr.
Það er margt sem leiðir til fátæktar, og leti er ekki eitt af því. Aðalrótin að þessu vandamáli er græðgi. Græðgi er orsök fátæktar!
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
Blogga? Til hvers?
Já, til hvers að blogga? Er þetta einhverskonar athyglisárátta? Er þetta útaf því maður hefur eitthvað merkilegra að segja en aðrir? Svar, í fljótu bragði, við fyrstu spurningunni: Útaf því bara. Svar við hinum tveim: Nei.
Ég ætla ekki að telja mig trú um það að ég sé merkilegri en aðrir útaf því ég blogga, ég er ekkert merkilegri en þeir sem skrifa ritgerðir í skóla, skáldsögur til útgáfu, pistla í dagblöð og hef ekkert merkilegra að segja frá en þeir. Þetta er ekki heldur strípihneigð það sem ég geri ekkert mikið útá þessa bloggsíðu - "web log" hét þetta, og er ekkert ólíkt dagbók, fyrir utan einn hlut að maður er ekki alveg jafn opinskár og maður er í dagbókum, auk þess að maður hefur dagbókina útaf fyrir sig.
Bloggið gefur bara netverjum til að lesa það sem aðrir hafa að segja, ekkert annað. Þetta viðbót við upplýsingaflæðið.
Já, til hvers að blogga? Er þetta einhverskonar athyglisárátta? Er þetta útaf því maður hefur eitthvað merkilegra að segja en aðrir? Svar, í fljótu bragði, við fyrstu spurningunni: Útaf því bara. Svar við hinum tveim: Nei.
Ég ætla ekki að telja mig trú um það að ég sé merkilegri en aðrir útaf því ég blogga, ég er ekkert merkilegri en þeir sem skrifa ritgerðir í skóla, skáldsögur til útgáfu, pistla í dagblöð og hef ekkert merkilegra að segja frá en þeir. Þetta er ekki heldur strípihneigð það sem ég geri ekkert mikið útá þessa bloggsíðu - "web log" hét þetta, og er ekkert ólíkt dagbók, fyrir utan einn hlut að maður er ekki alveg jafn opinskár og maður er í dagbókum, auk þess að maður hefur dagbókina útaf fyrir sig.
Bloggið gefur bara netverjum til að lesa það sem aðrir hafa að segja, ekkert annað. Þetta viðbót við upplýsingaflæðið.
sunnudagur, febrúar 01, 2004
Blekking&Þekking - Eftir: Dr. Níels Dungal
Blóði drifin saga og gagnrýni á kristna trú
Hef eytt tæpum tveim vikum í að lesa mjög merkilegt rit um guðfræði og trúmál, fáfræði og trúgirni. Dr. Níels Dungal fer víða í sinni gagnrýni og hugleiðingum er varða trú á einn Guð. Þessi bók má alls ekki falla í gleymsku, skrifuð og gefinn út árið 1948, tel ég þessa bók vera eitt merkasta Íslenska rit 20. aldarinnar, er eflaust ein fyrsta, ef ekki fyrsta, sem gagnrýnir samband ríkis og kirkju á Íslandi. Nefni þessa klausur sem dæmi:
Þessi bók hefur eflaust verið afar umdeild, rétt einsog sjálf persónan sem skrifaði hana. og ekki er það skrýtið að kirkjunnar menn gagnrýna viti borinn mann er lætur stjórnast eingöngu af skynsemi og gagnrýni, enda var kirkjan afar fús í að úthúða einstaklinga sem dirfðust að hugsa sjálfstætt, nefni tvö fræg dæmi: Copernicus og Galileo, einstaklingar sem sönnuðu að jörðin væri ekki flöt, að jörðin snérist í kringum sólina en ekki öfugt og að jörðin væri ekki miðdepill alheimsins, einnig að hinn heilaga kirkja (vatíkanið) væri ekki miðpunktur jarðarinnar. Hann var doktor í læknisfræði og, einsog margir aðrir fræðimenn , tamdi sér vísindalega hugsun og frágang á þessu riti. Margar eru tilvitnanir og mikið er af athugasemdum. Tveir kaflar eru í miklu uppáhaldi hjá mér, og eru það kafli 17 "Ýmsar Hugleiðingar" og kafli 18 "Ályktunarorð." Úr kafla 17 kemur þessi bráðskemmtilega klausa fram, hugleiðing sem er ekki eingöngu föst við trúmál, heldur er hægt að teygja það yfir í pólítík og ýmiskonar hugmyndafræði, einnig á þetta við bæði þá og þetta á við hér og nú, bendir þessi klausa á að hver maður skuli temja sér hreina skynsemi og gagnrýna hugsun - efist og hugsið:
Kristinn trú er eitt það versta sem nokkurn tíman hefur komið fyrir mannkynið, þar með er ekki sagt að boðskapur kristni sé slæm, það er fólkið sem framfylgdi þessarri trú sem var slæmt. "Als die Götter menslich waren dann waren Menschen göttlicher" Þegar guðirnir voru mannlegir voru mennirnir guðdómlegir. Þeir páfar, prélátar, prestar, klerkar, munkar, kardínálar og aðrir guðsmenn gerðu allt sem í valdi þeirra var til að viðhalda sínu valdi. Allt meina ég bókstaflega, enda var ekkert sem ekki viðkom hinni heilögru ritningu. Biblían var mælikvarði alls í heiminum, og heimurinn, mannkynið, skynsemi og gagnrýni, varð að lúta undir lögmáli biblíunnar og bókstafstrú á því frekar ómerkilega riti, sem hefur valdið ólýsanlegu tjóni á sál og skynsemi mannsins.
Það sem skrifað er í biblíunni er skrifað af bókstaflega geðveikum mönnum, sem fengu sólsting í eyðimörkinni, einstaklingar sem voru andlega veikir og viðkvæmir á sál og hjarta. Kafli 16 ber heitið "Samanburður á tveim postulum", en þar er boðskapur og guðspjall Páls Postula líkt við boðskap og guðspjall Sigurðar Sigvaldsson - báðir urðu þeir vitni af anda Jesú, sá fyrri í formi ljóssins, sá seinni í formi skýs - báðir voru þeir sannfærðir um sína trú - báðir gengu þeir langa vegalengd í steikjandi hita og sól, sem varð að öllum líkindum þess valdandi að þeir fengu báðir sólsting áður en þeir urðu vitni af tilkomu Jesús - síðast en ekki síst, voru kvenmenn búnir að hafna þeim báðum áður en þeir sáu Jesús. Sigurjón var uppi um og uppúr byrjun 20. aldar, en Páll Postuli var um og eftir dauða Krists. Hér eru nokkur vel valin orð:
Eftir orðaskipti Páls við Pétur, lærisvein Jesús, kemur þessi skemmtilega lína fram, Páll segir eitthvað sem hvorki hann né Pétur botna í, en er samt vitnað í í Heilagri Ritningu (Gal, 2, 11-17):
Fyrir þá sem nenna að lesa 500 síðna rit um trúmál, sem kryddað er af ýmsum pælingum (t.a.m. heimspeki og pólítik), þá mæli ég eindregið með lestur á þessarri bók.
Hef eytt tæpum tveim vikum í að lesa mjög merkilegt rit um guðfræði og trúmál, fáfræði og trúgirni. Dr. Níels Dungal fer víða í sinni gagnrýni og hugleiðingum er varða trú á einn Guð. Þessi bók má alls ekki falla í gleymsku, skrifuð og gefinn út árið 1948, tel ég þessa bók vera eitt merkasta Íslenska rit 20. aldarinnar, er eflaust ein fyrsta, ef ekki fyrsta, sem gagnrýnir samband ríkis og kirkju á Íslandi. Nefni þessa klausur sem dæmi:
Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá ríkir algert trúfrelsi á Íslandi, en þó er hér lúthersk ríkiskirkja. Í raun og veru er trúfrelsið ekki algert, þegar hver barn fæðist, er tekið í lúthersku kirkjuna meðan það er óviti
(kafli 18, bls 492)
Þessi bók hefur eflaust verið afar umdeild, rétt einsog sjálf persónan sem skrifaði hana. og ekki er það skrýtið að kirkjunnar menn gagnrýna viti borinn mann er lætur stjórnast eingöngu af skynsemi og gagnrýni, enda var kirkjan afar fús í að úthúða einstaklinga sem dirfðust að hugsa sjálfstætt, nefni tvö fræg dæmi: Copernicus og Galileo, einstaklingar sem sönnuðu að jörðin væri ekki flöt, að jörðin snérist í kringum sólina en ekki öfugt og að jörðin væri ekki miðdepill alheimsins, einnig að hinn heilaga kirkja (vatíkanið) væri ekki miðpunktur jarðarinnar. Hann var doktor í læknisfræði og, einsog margir aðrir fræðimenn , tamdi sér vísindalega hugsun og frágang á þessu riti. Margar eru tilvitnanir og mikið er af athugasemdum. Tveir kaflar eru í miklu uppáhaldi hjá mér, og eru það kafli 17 "Ýmsar Hugleiðingar" og kafli 18 "Ályktunarorð." Úr kafla 17 kemur þessi bráðskemmtilega klausa fram, hugleiðing sem er ekki eingöngu föst við trúmál, heldur er hægt að teygja það yfir í pólítík og ýmiskonar hugmyndafræði, einnig á þetta við bæði þá og þetta á við hér og nú, bendir þessi klausa á að hver maður skuli temja sér hreina skynsemi og gagnrýna hugsun - efist og hugsið:
Allur þorri manna mun tæplega enn hafa ert sér ljóst, hverju látlaus áróður fær til leiðar komið. Og þó hafa augu margra manna opnazt fyrir valdi áróðrarins síðasta áratuginn. Einræðisríkin hafa tekið áróðurinn í sína þjónustu og notað hann til að sveigja hugi fólksins á sitt band. Með því að ná tangaraldi á ómótaðri barnssál og berja inn í hana vissar kenningar, sem barninu er talið trú um að sé sannar, eru börnin gerð að tryggustu fylgifiskum viðkomandi stefnu, og reynslan sýnir, að það sem svo rækilega hefir verið hamrað inní barnssálina, að það verður hluti af sannfæringu unglingins á uppvaxtarárunum, á sér svo djúpar rætur í sálarlífi einstaklingsins, að naumast er unnt að vænta þess, að sá hinn sami verði fær um að uppræta þann hugargróður. Og það því síður, sem þessar kenningar hafa verið barðar inn í barnssálina með því sérstaka kryddi, að þær sé það dýrmætasta og heilagasta, sem hver einstaklingur þjóðarinnar eigi að geyma sem dýrmætan fjársjóð, en hver, sem hugs andstætt þessari heilögu sannfæringu, sé níðingur og landráðamaður. Með þessu móti hefir öllum einræðisþjóðum tekizt að skapa ofstækisfulla æskumenn, sem hafa reynzt fúsir til að láta lífið fyrir sannfæringuna sína og - ekki síður - fúsir til að taka líf hinna, sem af ýmsum ástæðum höfðu öðlazt aðra sannfæringu
(kafli 17, bls 468-469)
Kristinn trú er eitt það versta sem nokkurn tíman hefur komið fyrir mannkynið, þar með er ekki sagt að boðskapur kristni sé slæm, það er fólkið sem framfylgdi þessarri trú sem var slæmt. "Als die Götter menslich waren dann waren Menschen göttlicher" Þegar guðirnir voru mannlegir voru mennirnir guðdómlegir. Þeir páfar, prélátar, prestar, klerkar, munkar, kardínálar og aðrir guðsmenn gerðu allt sem í valdi þeirra var til að viðhalda sínu valdi. Allt meina ég bókstaflega, enda var ekkert sem ekki viðkom hinni heilögru ritningu. Biblían var mælikvarði alls í heiminum, og heimurinn, mannkynið, skynsemi og gagnrýni, varð að lúta undir lögmáli biblíunnar og bókstafstrú á því frekar ómerkilega riti, sem hefur valdið ólýsanlegu tjóni á sál og skynsemi mannsins.
Það sem skrifað er í biblíunni er skrifað af bókstaflega geðveikum mönnum, sem fengu sólsting í eyðimörkinni, einstaklingar sem voru andlega veikir og viðkvæmir á sál og hjarta. Kafli 16 ber heitið "Samanburður á tveim postulum", en þar er boðskapur og guðspjall Páls Postula líkt við boðskap og guðspjall Sigurðar Sigvaldsson - báðir urðu þeir vitni af anda Jesú, sá fyrri í formi ljóssins, sá seinni í formi skýs - báðir voru þeir sannfærðir um sína trú - báðir gengu þeir langa vegalengd í steikjandi hita og sól, sem varð að öllum líkindum þess valdandi að þeir fengu báðir sólsting áður en þeir urðu vitni af tilkomu Jesús - síðast en ekki síst, voru kvenmenn búnir að hafna þeim báðum áður en þeir sáu Jesús. Sigurjón var uppi um og uppúr byrjun 20. aldar, en Páll Postuli var um og eftir dauða Krists. Hér eru nokkur vel valin orð:
Í mannsheilanum virðist einkennilega oft vera innangengt milli trúmála og ástamála
(kafli 16, bls 458)
Eftir orðaskipti Páls við Pétur, lærisvein Jesús, kemur þessi skemmtilega lína fram, Páll segir eitthvað sem hvorki hann né Pétur botna í, en er samt vitnað í í Heilagri Ritningu (Gal, 2, 11-17):
Pétur skildi ekki, það sem við hann var sagt. Og Páll skildi ekki sjálfur það sem hann sagði við Pétur.
Þannig verður guðfræði til.
Fyrir þá sem nenna að lesa 500 síðna rit um trúmál, sem kryddað er af ýmsum pælingum (t.a.m. heimspeki og pólítik), þá mæli ég eindregið með lestur á þessarri bók.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)