föstudagur, apríl 29, 2005

Slúbert og spútnik

Þetta eru bara svo góð orð. Þó sérstaklega slúbert, það er með afbrigðum gott orð. Stefni á að nota það oft og við mismunandi tækifæri.

"Þetta er góður bjór! Jafnvel slúbert einsog [insert name here] mundi una þessum bjór vel!"
"Já, ég man er ég sá [insert name here] þar, hann hagaði sér einsog slúbert!"
"Hvað er með þessa slúberta einsog [insert name here]? Hvaðan kemur þessi spútnik-hegðun?"

Ég er slúbert sem damlar um lífsins ólgusjó.

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Hvaða vandamál?

Til hvers að koma með hugsanlegar lausnir á einhverju vandamáli, einsog stéttaskiptin, miskipting auðs, fátækt, stríð, hungur, glæpir, morð, fíkniefnaneysla, eyðni og fleira þegar vandamálin verða meira og minna altæk eftir nokkur ár? Þá verður þetta bara eðlilegur hluti af lífinu og þá er það ekkert vandamál til lengur!

Kannski því þetta styttir stundir hjá róttæklingum og glæpahugsuðum einsog mér.

Get ekki neitað því að mér hlakkar bara til þegar þetta gerist. Þá fyrst mun manneskjan virkilega sýna sitt rétta eðli.

mánudagur, apríl 25, 2005

Anarkibóhedónisti

Gott og þjált orð, er merkir að vera nautnaseggur sem dýrkar það að vera nokk skapandi en er ekki mikið fyrir yfirvöld og ríkistjórnir, s.s. að bera afar mikið vantraust til nær allra sem þykjast vita betur en aðrir. Anarkibóhedónisti. Það er ég.

"Ég er frjálslyndur miðjumoðari sem aðhyllist kristileg gildi og frjáls viðskipti."
"Ég er framtaksamur skattsvikari, barnaníðingur og raðnauðgari"
"Ég er hægri sinnaður kynþáttahyggjumaður og styð einkaeignalöggjafir og einstaklingsgildi."

Rosalega er orðið leiðinlegt að sjá fólk hólfa sig niður, og til hvers? Alltaf koma ný og ný heiti og flokkanir yfir fólk, rétt einsog verið er að "finna upp" eða "uppgötva" nýja og merkilega "kynstofna" frá öðrum landshlutum. Kristilegur demókrati? Hvað er það? Frjálslyndur Marxist-Lenín-Maóisti? Vatt ðe fokk? Stórfyrirtækisstjórnvalds -leysingji! Hvað varð af gamla góða "us vs. them" eða "sameignasinnatittir vs auðvaldshyggjurottum"? Hvað með bara "drengur góður" eða "virðingaverður"? Er það mannlegt eðli að flækja hlutina fyrir sjálfum okkur?

Jafnvel fólk sem reyna að lifa lífinu eftir klisjunni "já, allir í skóginum eiga að vera vinir" og geta ekki litið í augun á sumum útaf þvílíkri heift gagnvart stjórnmálaskoðunum hjá viðkomandi. Það er óhjákvæmilegt að líka illa við sumt fólk. Sumt fólk er einfaldlega fífl sem er ekki viðbjargandi.

"Ég er fífl."

Ég reyni þó, já ég reyni, að finna eitthvað "gott" hjá hverjum og einum. Með þetta hugarfar að vopni, það eru allir intressant, hefur það alveg tekist ágætlega. En því miður, sumt fólk er svo mikið fífl. Það getur verið auðvelt að sía fíflin frá fólkinu, fíflin eru oftast þeir sem þykjast vita betur.

Tökum dæmi: Það er einn einstaklingur sem ég hitti gjarnan á lókalnum* meðan ég sit og drekk bjór og reyki tóbak, er ég sé þennann mann þá andvarpa ég og hugsa með mér "Ohhh, hann er svo mikið fífl" hann fær sér Pepsi sér mig og kveður hátt og snjallt "Nei, blessaður Þórður, hvað segir hann?" ég svara á eins kurteisislegan hátt og hægt er "Allt ágætt" tel það nægja og bæti kannski eitthvað við einsog, ég veit það ekki, að samgönguráðuneytið ætlar að kynna nýtt frumvarp sem heimilar lögreglunni að hnýsast um alla borgara á landinu er hafa síma og internet. Af einhverjum undarlegum ástæðum þá byrja allar umræður að snúast um vissar tegundir af farartækjum eða bara bíla almennt. Ég veit ekkert um bíla, nema það nauðsynlega og auk þess er mér alveg sama. Þegar viðkomandi byrjar að tala um bíla þá hugsa ég stundum með sjálfum mér "Af hverju er ég að tala við þennann mann, öllu heldur af hverju er hann að tala við mig? Ég hef í raun ekkert við hann að segja en samt held ég áfram að yrða á hann! Af hverju?! Af hverju hef ég ekki upp raust mína og segji "Mér er alveg sama, steinþegiðu!" og slekk síðan sígarettu í augað á honum?" En það er því miður það eina sem hægt er að gera í stöðunni. En málið er að oft á tíðum veit ég, bílaviðrinið, aðeins meira um bíla en ég læt í veðri vaka. T.a.m. veit ég að það er ekki hægt að selja ljótan bíl frá ´86, aðeins breyttur, á eina milljón. Svo mikið veit ég. Ég veit líka að ég hef hitt svona fífl áður. Fífl sem telja sig geta allt betur en aðrir, vita allt betur en aðrir, en eru bara fífl og geta ekki neitt né vita.

Það er nefnilga oft á tíðum sem manni langar virkilega, ótrúlega, innilega til að segja við fólk sem er rosalega mikið fífl: "Þegiðu maður! Ég hef engan áhuga því sem þú ert að segja og mér er alveg skítsama og þú ert auk þess mesta fífl sem ég hef hitt. Mig langar bara til að njóta þess að sitja hér á pöbbnum, drekka bjór, reykja mínar sígarettur, lesa blöð eða bók og bíða eftir því að einhver komi sem maður getur virkilega haft alminilegar og helst innihaldsríkar umræður sem gæti gefið mér eitthvað andlegt nesti til að velta vöngum yfir er ég ráfa heim á leið peðfullur, en ekki um fokking bíla eða hversu mikið stuð það er að rúnta með blússandi ar-ant-bí-tónlist sem sprengir allar hljóðhimnur" og enda það með því að öskra gjörsamlega af tilefnislausu "ÉG ER ANARKIBÓHEDÓNISTI! ÉG TALA EKKI VIÐ HVERN SEM ER!"

En kannski er ég bara líka fífl.

Það er þess vegna að kommúnismi virkar alls ekki og kapítalisti virkar ekki heldur.


*prófa tökuorð frá höfuðborg Sameinaða Konungsveldinu, en lókalinn í þessu tilliti er einfaldlega Kaffihornið

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Multi Talent Anonymous

[Ljósin lýsast upp, við erum stödd í sal fullur af ímynduðu fólki, hálfþrítugur, dökkhærður maður labbar uppá sviðið og staðsetur sig fyrir framan pontu sem er merkt með gullnum stöfum MTA]
Þórður: Hæ, ég heiti Þórður, og ég er rosalega hæfileikaríkur.
Hópur: Hæ Þórður!
Þórður: Ég get sungið, leikið og teiknað, er lunkinn penni, hugmyndaríkur andskoti, dútla mikið bæði í tónlist og myndlist, fljótur að ná handtökum í vel öllum starfsgreinum sem ég hef komið nálægt. Les óhemju mikið af bókum, nokk greindur, stend mig ágætlega í skóla. Get gengið og tuggið tyggjó á sama tíma og hvaðeina. Ég bara veit ekki hvað ég skal gera við alla þessa hæfileika.
(Hópur klappar lítillega, Þórður gengur frá pontu og fundarstjórinn tekur til máls)
Fundarstjóri: Þökkum Þórði fyrir þessa opinberun, og klöppum aftur fyrir honum.
(Fundarstjóri og hópur klappa)
Fundarstjóri: Vill einhver annar taka til máls? [Þögn] Einhver?
[Ljós dofna]

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Minniháttar moð

Óttalega er maður þungur þessa dagana. Ég nenni ekki neinu. En samt verð ég að finna einhvern dugnað til að nuddast í þessum moðerfokking verkefnum.

Moðerfokker! Það verður mikið af andvarp og leiðindastunum næstu daga.

mánudagur, apríl 18, 2005

Skólaeip!

Nú um helgina var samstarfsverkefni framhaldskólans, leikfélagsins og tónskólans hinn magnaði söngleikur Jesus Christ Superstar frumsýnt og fékk hún glimrandi móttökur áhorfenda í formi dúndrandi lófaklapps og aðrar útfærslur á fagnaðarlátum. Í kjölfarið á sýningunni var farið og drukkið heljarins mikið af áfengi til að jafna sig á þessu þvílíka spennufalli sem þessi sýning olli mér.

Það hefur kitlað mitt viðkvæma egó að heyra hversu ótrúlega vel ég stóð mig í hlutverki Pontíusar Pílatusar. "Þú varst ótrúlegur!" segja sumir "Já, takk" segi ég. En maður stærir sig kannski næst og segi bara "Já, ég veit" við þessa staðhæfingu.

Frá Selfossi komu vinir mínir þau Haukur og Tinna til að kíkja á þetta og þau skemmtu sér mjög vel. Það var indælt að loksins komu einhverjir til mín frá Suðurlandinu, það gladdi mig mjög. En ef til vill mun þetta leikrit verða sýnt í Reykjavík í nákomnri framtíð.

En þetta leikrit hefur því miður valdið því að ég er dálítið á eftir í skólanum, því ég þarf að klára rúmlega 2 5-7 bls. ritgerð í Ísl403 og 603, auk verkefni í Sag203 og eflaust önnur verkefni sem ég hef annað hvort gleymt eða veit ekki um. Nú mun taka við algjört skólaeip, sem mun ef til vill líka skila sér í formi spennufalls.

föstudagur, apríl 15, 2005

Skal ég frelsast?

Las þessa ágætis grein á Djöflaeyjunni, er heitir "Bloggið mun frelsa þig", en ég get ómögulega farið eftir þessu. Mér finnst bara eitthvað svo fáranlegt að skrifa um einhverja hversdagslega hluti:
Vaknaði í morgun klukkan 10. Fór á fætur. Fékk mér Coco Pops. Fór í tölvuna. Hér er ég. Síðan fer ég á leikæfingu.
Mér finnst þetta bara svo absúrd og asnalegt. En ég skal samt fara skilja eftir mig eitthvað hrafnaspark og það gæti vel farið svo að það verði absúrd og asnalegt.

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Ha, ha, ha, kjarnorkustyrjöld! Ýkt fyndið

Það hafa komið út margar og allskemmtilegar, ekki sé minnst á afar fyndnar, gamanmyndir í gegnum tíðina, margar hverjar sem byggja meira segja á nokkuð sérstökum sögulegum atburðum einsog Life of Brian eftir þá kauða í Monty Python-hópnum, þar sem gert er mikið glens og gaman af trúarofstæki og trúgirni fyrir botni miðjararhafs um 30 eftir krist. Einnig myndir sem sækja sinn efnivið í eitthvað sem hefur gerst eða gæti gerst. Lykilorðið hér er: ádeila.

Ace Ventura, Deuce Bigalow, Bringing down the House og fleiri misjafnar slapstick myndir flokkast ekki undir ádeilugamanmyndir. Margt af því sem Charlie Chaplin gerði var ádeila, t.a.m. The Dictator, Modern Times, Gold Rush o.fl. Mel Brooks gerði að mig minnir tvær gamanmyndir sem gæti einnig flokkast undir ádeilu, The Producers og Blazing Saddles. Sú fyrri fjallar um hið öfugsnúna framleiðsluferli sem er oft stunduð í Hollívúd en hin fjallar um stöðu svarta mannsins bæði kvikmyndum og í samfélaginu.

Ég fer að nálgast tilgang titilsins rétt strax.

Ég hlusta reglulega á upptökur frá skemmtikraftinum Bill Hicks, en þar reifar hann á málefnum sem meira segja enn þann dag í dag eru algjört tabú, í þessu tilviki þýðir orðtiltækið "enn þann dag í dag" ekki fyrir fimmtíu árum síðan, nei, fyrir um 15 árum síðan. Tabú á borð við fíkniefni, klám, heimskt fólk, serðingar og hin illu áform Bush. Það skondna við það er að það sem hann sagði fyrir ca. 15 árum síðan á jafn vel við nú og það gerði þá, 15 árum seinna. Mér finnst þetta stórmerkilegt, alveg hreint og beint stórmerkilegt. Tökum dæmi, Írakstríðið var ekkert annað en tilraun til að afvegaleiða fólk frá öðru málefni og kallaði þetta ekki stríð því stríð er þegar tveir herir (eða fleiri) berjast, þetta væri meira "The Persian Gulf Distraction." Hann kemur með gott orðtiltæki yfir okkur neytendurnar, brúðufólkið "We are the puppet people!" og vísar til dæmis í Kennedy-morðið og þá furðulegu Magic-Bullet-kenninguna sem yfirvöld komu með, auk bergmáls og ýmislegt sem ekki er hægt að sanna annarstaðar en í leynilegum neðanjarðarrannsóknarstofum á vegum ríkisins og fólk trúir því. Fleira og fleira í þessum dúr. Það sem hann er að segja er ekki beint "fyndið", s.s. ekki fyndið einsog að sjá mann detta á rassin eða fá rjómatertu í andlitið. Heldur hræðilega fyndið því þetta er satt.

"Some people ask me why I didn´t vote for Bush, and one of the reasons is Bush´s policy towards South-America included... GENOCIDE, so it´s not that I exactly disagree with Bush´s economic policy or foreign policy, it´s just that I think he is a mass-murdering fuckhead."

Jæja. Ein besta gamanmynd sem hefur verið gerð er Dr. Strangelove : Or how I stopped worrying and love the bomb eftir Stanley Kubrick. Kubrick þessi gerði talsvert mikið af ádeilum og umhugsanarverðum myndum á sinni starfsævi, má þar nefna Paths of Glory, 2001: A Space Odessey, A Clockwork Orange og Full Metal Jacket.

Þetta er ein besta gamanmyndinn sem gerð hefur verið því hún er hræðilega fyndinn, og snertir á afar sérstökum málefnum, t.a.m. "preemptive strike" eða fyrirbyggjandi árás og hvort að leiðtogar (þ.e. þeir sem stjórna í raun og veru) hins vestræna og siðmenntaða heims séu ekki einfaldlega snargeðveikir. Ég mæli með að allir horfi á þessa mynd oftar enn einu sinni, en áður en þið gerið það þá bendi ég á þessa grein hér, sem var nokkurn veginn kveikjan að þessu slitrótta innleggi.

Úrhrök

Sú súra stækja sem hengur yfir þessu skitna landi eins og mara. Helvítis aumingjaskapur og djöfulsins röfl í ömurlegu liði, þykjast vita allt og geta allt en gera ekki grein fyrir þá botnlausa heimsku sem hrjáir þennan lýð og þetta svívirðilega sinnuleysi sem leggst í fólk eins og um illkynja heilaæxli væri að ræða. Viðbjóður!

"Ussum, svei, við verðum að gera eitthvað í þessu. Þetta gengur ekki. Obbobbobb!"

Vér Íslendingar höfum tuðað í hartnær 200 ár yfir ómerkilegheitum á borð við þjóðfrelsisbaráttu, landlæga fátæk og önnur huglæg vandamál sem við heimfærum yfir á allt og alla. Fyrirlitnlegu flón og fávitar! Erum við betur stödd nú en fyrir tveimur hundruðum síðan? Tja, muldra maðkarnir í hljóð, við höfum sjónvarp og bíla, það hlýtur að teljast. Setjast síðan á ölkelduhúsin eða í reykmettandi umhverfi og tuða yfir þeim stöðuga og guðdómlega sannleik að heimur versnandi fer. Auðvitað, sérstaklega ef ætíð er beint sjónum okkar að öllu því versta sem fyrirfinnst í þessu volæði sem þessi svo kallaða lífsbarátta er. Hvað varð um smá sólarglætu í byrjun dags og lok þess? Stríð þetta, fátækt þarna, hið sífellda sérhagsmunavaldabrölt og auðsöfnunaráráttustagl hjá ómerkilegum karlfjöndum sem telja sig vita betur, þegar þeir eru í raun í nákvæmlega sama stakk búinn og allir hinir! Þeir eru jafn mikil fífl og við hin.

Sjáðu í sjónvarpinu, heyrðu í útvarpinu, lestu í blöðunum hvar eru fréttir sem segja manni að níu ára gamall drengur í Afríku lærði að lesa í dag, lögfræðingur fór heim og fékk sér heróín og mætti svo ánægður í vinnuna um morguninn, tveir gagnstæðir einstaklingar komust að þeirri niðurstöðu að þau áttu margt sameiginlegt og felldu hug saman og nutu ásta á unaðslegan hátt, maður mundaði gamla byssu og gekk frá henni í lokaðann og læstan skáp, krakkahópur skemmtu sér í einn-tveir-þrír-fjórir-fimm-dimmalimm!

Nei, hvað er það sem dynur á okkur hvern einasta dag, sem smýgur sér innum okkar skynjun og saurgar okkar vitund á hverri stundu er maður vakir? Passaðu þig á krókódílamanninum, tveir ólíkir stofnar kljást um einn lítinn og skitin landskika, fáðu þér ótrúlega nýjan bíl sem meðal annars inniheldur rafknúinn sitjandanuddara, mánaða gamalt fóstur nauðgað af brjáluðum hópi sem ahyllist alskonar trúarofstæki!

"Ussum, svei, við verðum að gera eitthvað í þessu. Þetta gengur ekki. Obbobbobb!"

Haltu kjafti og njóttu lífsins. Haltu kjafti og hundsaðu þetta helvíti sem vér Íslendingar, vér fólkið höfum skapað okkur sjálf og viðhöldum með ræfilshætti og gunguskap, enda skilyrt til þess að vita ekki að einhverstaðar handan við hornið bíður hið svokallaða "himnaríki" en aðeins ef við þorum, já fokking þorum að gera eitthvað í því.

sunnudagur, apríl 03, 2005

Áhrif og áhrifaleysi orðsins

Íslensku 19. aldar tímaritin í samanburði við íslensku bloggin og vefritin

Nei, þetta er ekki heillangur pistill, ekki strax. En þetta er hugmynd að verkefni fyrir Ísl603 í framhaldskólanum. Einsog titill og undirtitill vísar í, þá ætla ég að nokkurn vegin gera samanburð á því sem er ritað í dag og því sem var ritað þá. Ástæða þess að ég ætla að taka vefrit og blogg í staðinn fyrir dagblöð og tímarit er út af því að þessir miðlar eiga það sameiginlegt að hvorugt náði/nær til allra Íslendinga. Dreifinginn á 19. aldar ritunum var afar slitrót, sum tímarit átti ekki nema í mestalagi 200 áskrifendur og það tók langan tíma fyrir þessi rit að skila sér á réttan stað, auk þess voru flest allir áskrifendur búsettir í Reykjavík.

En það sem var ritað á 19. öld skipti máli, það hafði áhrif. Þetta var ein af undirstöðunum í sjálfstæðisbaráttu og sjálfstæði Íslendinga, en það tók samt sinn tíma að fá fram breytingar. Tökum dæmi af ritdómi Jónasi Hallgrímssyni, þar sem hann gagnrýndi Númarímur og rímnakveðskap almennt, eftir þennan ritdóm þá lognaðist nær 500 ára gömul hefð útaf. Þetta er dæmi um stórkostleg bókmenntaleg áhrif.

Önnur pæling er einnig að athuga hvort hægt er að "hólfa" niður vissa einstaklinga, t.d.: Skírnismenn, Fjölnismenn o.s.frv á 19. öld, en hugsanlega Vantrúarmenn, Djöfleyingar, Gagnaugnamenn o.s.frv í dag.

Allar ábendingar, önnur sjónarmið og hugsanlegar hugmyndir eru þiggðar með þökkum.