sunnudagur, febrúar 27, 2005

Sögulegar endurtekningar III

"Some say the end is near.
Some say we'll see armageddon soon."


"Bush [hefur] fullyrt að Bandaríkin hafi rétt á að ráðast inn í ríki sem fóstra hið „illa“ á þeim afar hæpna grundvelli að risaveldið búi við lýðræðislegasta stjórnskipulag í heimi og beri því skylda til að breiða út lýðræði."
Rökin gegn Bush-kenningunni eftir Baldur Arnarson

Hvar hefur maður heyrt svona álíka áður? Þegar Evrópa byrjuðu að taka yfir Afríku því þeir litu á það sem sína æðri skyldu að siðmennta ósiðmenntaðar þjóðir. Þegar Evrópubúar tóku yfir lönd innfæddra í Ameríku því innfæddir voru villimenn og kunnu ekki að hafa sér eða rækta landið. Þegar Evrópa réðist á Miðausturlönd í krossförunum frægu til að frelsa Jerúsalem.

mánudagur, febrúar 21, 2005

Allt sem ég segji er rétt og satt

Mér sýnist í fljótu bragði að það skiptir engu máli hvað ég skrifa, hvaða skoðun sem ég hef, hvað sem ég bendi á þá virðist það allt vera svo yfirgengilega satt og rétt að fólk sem les þetta kinkar kolli til að vera sammála mér og ég veit það, enda er ég svo yfirþyrmilega skyggn að ég finn fyrir því þegar fólk rekur við hinum meginn á hnettinum. Ég er boðberi sannleikans!

Annað hvort það eða að það á enginn leið hér hjá og ég er bara að bæta við mínar ranghugmyndir til að fróa minni narkissískum hugsunarhætti. Maður gæti svosem sleppt þessu stússi, enda tekur styttri tíma að skrifa niður í Word eða Notepad og vista það á harða disknum.

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Bjórinn góði, Bobby Fischer og Írak

Las grein í Mannlífi frá 1987 sem fjallaði um bjórbannið, uppruna og ástæður. Það að banna bjórinn þjónaði engum tilgangi nema áframhaldandi frelsisskerðingu og var að mestu byggt á illa ígrunduðum ástæðum sem voru tilkomnar vegna algjörlega fáránlegum röksemdafærslum, s.s. til að vernda verkalýðinn frá ofdrykkju, eða einsog margir þingmenn, aðallega þingmenn á vegum Framsóknar (sem vildu flestir eflaust koma á vistarbandinu aftur) frá árunum 1915 til, ég tek pól í hæðina og segji, dagsins í dag sögðu að "það verður að vernda verkalýðinn, ef bjórinn verður leyfður þá munu þeir bara hætta í vinnunni og drekka bjór og vera kengölvaðir alla daga..." og einnig sagði einhver vitskerti vitleysingurinn, gott ef það var ekki Halldór Ásgrímsson (afi núverandi forsætisráðherra), þingmaður Framsóknarflokksins, eitthvað á þessa leið "það vita það allir, sem geta lesið og hugsað, að í bretlandi þá er verkafólki læst inní verksmiðjunum til klukkan að 11 að kvöldi til svo þeir hlaupi ekki bara á barinn í matarhléinu og verða ölvaðir" og bla, bla, bla og annað helbert kjaftæði sem hafði þann fyrirslátt að verið væri að gera fólki greiða. En bjórbannið var ekkert annað en pólítikst haldreipi, ekki ólíkt hommahatrið í Demolition-Dubya, sem var í mestu höfðað til þeirra allra íhaldsömustu, mannhöturunum og fólkinu sem vildu fá fólk í stjórn til að hafa vit fyrir fólki. En það kom að því að bjórinn var leyfður 1988, og þvert á dómsdagspár helstu vælukjóa og afturhaldssinna, þá jókst ekki drykkja landsmannna, hún bara breyttist; frá sterku og brenndu víni yfir í áfengann drykk bruggaðann úr vatni og malti, með viðbættum humlum, nefnilega bjór. En í 73 ár var bjórinn bannaður útaf rugli, sem kallast á Discordianisma : FNORD. Villandi upplýsingum og einhverju sem kom málinu bara ekkert við og gjörsamlega úldnaði af samsæri og forsjárhyggju.

Þegar ég heyrði frétt um það að Bobby Fischer fengi ekki ríkisborgararétt útaf FNORD þá datt mér strax í hug bjórbannið (kannski sökum þess að ég var að drekka bjór á sama tíma). En rökin yfir þessari synjun voru einhvern megin á þá leið að Ísland eigi ekki að skipta sér af pólítískum deilum milli Fischer og Bandaríkjana (!) og þess vegna fær Bobby Fischer ekki ríkisborgararétt FNORD. Bobby Fischer er, svo ég viti til, fyrsti pólítiski flóttamaðurinn frá Bandaríkjunum.

Aðeins ef sömu rök hefðu verið notuð til að styðja ekki innrásina í Írak, enda voru þetta deilur milli Bandaríkjana og Saddam Husseins!

Húmorinn í hávegum haft

Klukkan er að ganga tólf á laugardagskveldi, ég á að fara mæta í vinnu daginn eftir. Ég afklæði mig, leggst uppí rúm, tek upp bókina Veröld Soffíu og fletti nokkrar blaðsíður. Þreytan er sliga mig, svo ég legg bókina frá mér, líta á klukkuna hún er rétt að verða eitt, slekk ljósin og kem mér betur fyrir, loka augunum og sofna.
Ég vakna síðan við furðulegan söng í hægra eyranu "hann er sjö ára í dag, hann er sjö ára í dag, hann er sjö ára hann Þórður, hann er sjö ára í dag" og við tók fagnaðarlæti hjá nokkrum karlmönnum, síðan var skellt á mig. Þá tók ég eftir því að ég var með símann í hendinni og það tók mig smá tíma til að átta mig á því að það var verið að hringja í mig og gera símaat. Ég hafði víst svarað í símann meðan ég var sofandi.
Auðvitað fór ég í Call Register og athugaði málið, jú, það var berserkurinn Bessi Eydal besefi "dífendör off ðí metúl feið"aðeins að flippa nett á kantinum með hann var að skemmta sér með félögunum og hafði víst sannfært þá um að syngja afmælissöng sem kom ekki nema 18 árum og 6 mánuðum og 5 dögum of seint, en ég býst við því að það er hugurinn sem skiptir máli, þannig að þetta var afar gleðilegt, en einkennilegt.

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Vantrú vs Annáll

kredduslagurinn og efasemdabardaginn

Undanfarnar vikur hef ég stundað það að lesa greinar Vantrúarmanna og auðvitað skoðanir sem birtast undir skrifum, og það er svo margt forvitnilegt og skemmtilegt sem kemur þarna fram. En síðstu daga hef ég einstaka sinnum læðst inná Annállinn, sem er vefmálpípa trúaðra manna.

Þær umræður sem eiga sér staða þarna á milli eru, svo maður noti klisju, þær heitustu sem hægt er finnast, það vottar fyrir trúarhita og vantrúarhita í mörgum tilfellum, ef til vill of mörgum tilfellum. Það ber nú hæðst þau furðulegu mótrök, útúrsnúningar, umorðun, kreddufesta og gera mönnum upp skoðun hjá hinum trúuðu. Umburðarlyndið hjá þeim virkar aðeins á einn veg. Fólk á að umbera það sem þeir segja, en ekki það sem aðrir segja á móti. En ég hef ætíð verið haldinn þeirri ranghugmynd að umburðarlyndi á að vera gagnkvæm, þ.e. að bera gagnkvæma virðingu fyrir manninum sama hvaða skoðun hann hefur, en aftur á móti benda á villur í málflutningnum og ef til vill leiðrétta þær ef færi gefst á. En sama hversu ljúft og sakleysislega það er orðað að viðkomandi hefur bersýnilega rangt fyrir sér, þá er því nær ávallt tekið sem bein árás á persónuna sem síðan leiðir til ónauðsynlegs skítkasts og ekki bætir úr skák þegar til að mynda Örvitinn verður argur og fær einfaldlega nóg af trúboðastarfsemi Ésú-presta og kemur með, já , ansi hreint smekklausa samlíkingu (og tekur það sjálfur fram að hún sé smekklaus), þá taka menn (einsog hér) þessa samlíkingu bókstaflega en álasa síðan vantrúarmenn um valkvæma hugsun þegar þeir vitna í Biblí eða trúmenninna sjálfa.

Hef stundað þessa síður nógu lengi til að komast að niðurstöðu:
Vantrú hefur vinninginn þegar kemur að rökum
Annáll hefur vinninginn þegar kemur að rökleysu

En kannski er ég hlutdrægur, er nefnilega ekki í Þjóðkirkjunni og er einnig trúleysingji.

Útvarpsþátturinn Dómsdagur

Í síðustu viku var ég með útvarpsþátt milli klukkan 15:00 - 16:00, er ég kallaði Dómsdagur, sem bauð upp á hnyttna byrjun : "Það er Dómsdagur alla daga á Radíó Fas" Þetta var einsmannsþáttur þar sem ég kynnti tónlistarmenn og hljómsveitir, byrjaði á mánudegi með Prog-Rock bandinu Tool, og skellti þar inn Bill Hicks og A Perfect Circle, en Maynard James Keenan söngvari Tool er einmitt í A Perfect Circle, og Bill Hicks var góður vinur hans og áhrifavaldur. Þriðjudag þá kynnti ég Sepultura og Slayer, frá byrjun til dagsins í dag, síðan fór ég í hartnær 30 ára ferill Tom Waits, en á fimmtudegi braut ég upp þáttin með hápólítískri ádeilu, bæði svona til athuga hvort ég gæti stuðað fólk og einnig sem mótvægi við morgunbullið hjá öðrum nemum, og talaði um ýmislegt sem hefur verið í deiglunni undanfarið; olían og olíutindur, trúmál, stríðið í Írak, bergmálið í stjórnmálamönnum og ýmislegt. En endaði síðan á föstudegi með kynningu á Radiohead. Þetta var bara mjög gaman og fróðlegt, auk þess væri ég til í að halda þessu áfram.

mánudagur, febrúar 14, 2005

Titill af innleggi

Þessar breytingar byrjuðu sem mistök, en það verður bara að hafa það. Einsog glöggir lesendur munu strax taka eftir er að kommenta-kerfið á vegum Haloscan er horfið, og þar af leiðandi komment á vissar greinar. Ég get að vísu nálgast þessi komment á Haloscan og skellt þeim á splunku-nýja Blogger-kommentakerfið... en vitiði, ég bara nenni því ekki.

Að vísu mun ég dútla við að skella Titlum á suma pistla og innlegg, til að hafa þetta hreint og fínt og stílíserað.

Einnig þarf ég að endurgera hlekkjalistann, og reyna finna úr því hvernig ég get minnkað leturstærðina í útskýringunum undir (allar faglegar ábendingar eru velkomnar).

Punktar #6.3

  • Þetta líst mér aldeilis vel á. Meira svona. Spurning um að fá einhvern hluta af þessum myndum og sýna það fyrir áhugasama (sem eflaust eru fáir, en áhugasamir) hér á Hornafirði...
  • Hvað er málið með "Laugarvegsskipulagið"? Hvaða tilgangi þjónar það að rífa niður persónuþrungnar byggingar, s.s. hús með sál einsog það kallast, til þess væntanlega að byggja eitthvað svakalega nýtískulegar stálsteypu hörmungar? Þó ég búi ekki þarna lengur, þá finnst mér þetta skipta mig máli. Peningunum er nú betur varið í eitthvað annað... hvað með að rífa niður Hverfisgötuna og nútímavæða hana? Það er án efa ljótasta gatan þarna á 101...
  • Byrjaði að stunda þessa síðu af miklum áhuga, enda margt áhugavert sem kemur þarna fram sem er ekki endilega bundið við trúmál og hindurvitni, heldur einnig gagrýna hugsun er varðar bara hversdagsleg málefni...

laugardagur, febrúar 12, 2005

Röfl#1

ópersónulegt eða hvað? Þetta er bara málfræði! Öll gagnrýni er vinsamleg.
Það er magnað hvað fólk er einfalt og stundum þykist vera flókið en er einfalt. Ósjaldan kemst maður að þessari niðurstöðu, þó sérstaklega þegar maður er í annarlegi andlegu ástandi. Maður er gjarn á það að falla í einhverjar dæmigerðar íslenskar klisjur, þ.e.a.s. klisjur á borð við málfræði eða setningar, það er að segja hvernig maður orðar hlutina. Það virðist vera, að mér finnst og sýnist, hversu kurteisislega maður, nei ´fokkit´, hversu kurteisislega ég kemst að orði, þá er alltaf einsog að ég sé að gagnrýna einstaklinginn sem stafaði orðin eða orðaði setningunna, það virðist ekki skipta máli hvernig ég eða einhver annar gagnrýnir málfræðina þá virðist einsog að það sé beint sérstaklega að einhverjum, s.s. að þessi ábending er tekin sem móðgun. Móðgun hjá þeim sem er mikið skyldur viðkomandi eða þekkir vel viðkomandi eða þekkir vel til viðkomandi sem er að gagnrýna vissa málfræðireglu eða stafsetningareglu eða orðasamsetningareglu tekur þetta sem persónulega gagnrýni... en er þetta einsog að segja að viðkomandi sé ljótur? Nei, ég bara spyr.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Bergmál

"Það liggur ekki fyrir að ráðist verði á Írak" er setning sem ég man eftir.
"Það liggur ekki fyrir að ráðist verði á Íran" er setning sem ég heyrði fyrir stuttu.
"Írak er að byggja upp gereyðingavopnaforða" rámar mig í.
"Íran er að byggja upp gereyðingavopnaforða" man ég vel eftir.
"Írak styður hryðjuverkahópa" hmmm.... og maður skiptir út einum staf og hvað fær maður "Íran styður hryðjuverkahópa"

Á maður að trúa þessu? Er hægt að trúa þessu? Nei, Dubya og Bliar eru svo gjörsamlega rúnir trausti og trúverðuleika að ekki er hægt að trúa né treysta þessum yfirlýsingum. Það er ekki hægt.

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Píslarvottar nútímans

eftir Magnús Þorkel Bernharðsson

Ég mæli eindregið með lesningu á þessarri bók, sem lýsir pólítiskri þróun í Mið-Austurlöndum, sér í lagi Íran og Írak, á 20. öldinni. Í fáum orðum þá er þetta ofstæki sem ríkir bæði í Íran og Írak ekki tilkomið útaf einhverjum sérstökum trúarhita, þó er trúarhiti einkennandi fyrir Íran og Írak í dag. Ástæðan fyrst og fremst eru stanslaus afskipti og arðrán vesturvelda, BNA og Bretland, af fyrrum Mesópatamíu og Persíu síðan í byrjun 20. aldar.

Einu sinni fyrir langa lifandi löngu þá treystu þeir vesturlöndum, en útaf ýmsum svörtum verkefnum, einsog valdarán, stjórnmálaleg hagræðing og græðgi, þá er það traust algjörlega uppurið, og einn hlutur sem gerði útaf við marga araba var stofnun Ísraels-ríkis og áframhaldandi (óbeinn?) stuðingur vesturvelda (þar á meðal Ísland) við landrán Ísraels-ríkis á jörðum Palestínumanna og stuðningur við áframhaldandi slátrun, misþyrmingu og niðurlægingu Palestínsku þjóðarinnar (en skilst mér að komið er á vopnahlé).

Þessi trúarhiti núna er tilkominn, að ég held, útaf þjóðernisrómantík, þ.e.a.s. þegar öll mið-Austurlönd, suðurhluti Spánar og norðurströnd Afríku tilheyrðu Íslam. Semsagt það er viss hópur manna, og hann er ekki stór en hefur mikil völd (ekki ósvipað auðvaldsmönnum í vesturveldum), sem viðheldur þessu ofstæki, sem því miður leiðir til þess að allir arabir, kristnir eða múslímar, er settir í einn hatt er kallast "öfgafullir múslímar" eða "múslímskir hryðjuverkamenn"... en kannast einhver við það að Timothy McVeigh hafi opinberlega verið kallaður kristinn hryðjuverkamaður? Eða Bush hafi opinberlega verið kallaður öfgafullur bókstafskristintrúarmaður?
Hvað er þetta sem við erum verða vitni af í dag? Þetta eru áframhaldandi krossfarir, einsog Bush krossfarariddari, komst svo smekklega að orði, þ.e. kristni á móti heiðingjum. Síðan er þetta hin klassíska síð-heimsvaldastefna... svona einsog BNA gerðu og gera enn, einsog Bretland gerði og flest öll konungsveldi í evrópu á 15. - 20. öld. Gleði.

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Næsta vika er opin í Framhaldskólanum

Og ég mun sjá um útvarpsþátt... ætla mér að spila þekktar og óþekktar hljómsveitir, það verður í harðara kantinum hjá mér, auk þess að krydda það með kjánaskap og "samsæriskenningum."

Þetta verður gaman.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Hórdómur

fyrr má nú fokking vera

Það var kona ein í heimsókn í gær og hún gluggaði í Moggann og tók eftir einni afar athyglisverðri erlendri frétt og las hana upp. Ég var, satt best að segja, mjög undrandi á tvennu, í fyrsta lagi þá er vændi löglegt í Þýskalandi, hefur verið löglegt í tvö ár, sem í sjálfu sér er gott, þá geta vændiskonur gengið í verkalýðsfélög, leitað réttar síns, borgað skatta og allt það, þar af leiðandi lifað eðlilegu lífi í þjóðfélaginu. Í öðru lagi, og þetta kom mér skemmtileg á óvart, þá á atvinnulaus kona hættu á því að bæturnar hennar verða skertar ef hún neitar að starfa á hóruhúsi.

Semsagt, fréttin var sú að 25 ára gömul kona, menntuð í upplýsingatækni, hafði skráð sig atvinnulausa og fengið bætur. Gott og vel. Síðan fékk hún atvinnutilboð um það að vinna á vændishúsi sem hún neitaði um. Forstöðumenn vændishússins, ef ég skildi þetta rétt, geta kært atvinnumiðlunina þar sem hún er skráð og hún á í hættu að atvinnuleysisbæturnar hennar verða skertar.

Ókei. Ég held (held segji ég því ég hef litla reynslu af vændi) það sé mikill munur þar á að afgreiða kúnna um mat á veitingastað og afgreiða kúnna um tott á hótelherbergi. Þó svo að konur séu án efa stærsti hópurinn sem stundar vændi er ekki þar með sagt að allar konur stunda vændi eða geta verið hugsanlegar vændiskonur.

En það er ágætis endir á þessarri frétt, það er verið að íhuga það að breyta löggjöfinna hvað þetta atvinnuleysisbætur snertir, að skerðing á bætum á ekki við ef kona/kall neitar atvinnu á vændishúsi. Það er stigsmunur á orðtiltækinu að láta ríða sér í vinnunni (s.s. í þeirri merkingu að fá lítið borgarð, léleg atvinnuréttindi og vattever) og láta ríða sér í vinnunni (því það er vinnan).

Að bjarga heiminum?

Er ekki hægt miðað við núverandi ástand. En hvað er núverandi ástand og hvaða heim er verið að tala um? Væntanlega heiminn okkar, þ.e. jörðinn, en stundum er þessu skellt þannig fram að það er ekkert sem við getum gert annað en að bíða eftir því að deyja. Hið umrædda ástand er viss hugmyndafræðileg sjúkdómseinkenni duttlungafulla og gráðuga manna sem finnst meira ekki vera nóg: Auðvaldshyggjumenn. En heimurinn er ekki stútfullur af peningagráðugum fautum sem hugsa aðeins um sína eigin rassa og litla stinna rassa*. Það er annar heimur af hugsandi fólki sem les, hlustar, meðtekur, greinir, gagnrýnir og kemst að niðurstöðu. Síðan er heimur af fólki sem ekki les, ekki hlustar, meðtekur það sem kemur úr imbanum og lætur þá greiningu og niðurstöðu nægja og síðan er til heimur af fólki sem hefur ekki tíma til að hugsa um þessa hluti því þau eru önnum kafinn að hugsa um það hvernig á að lifa út daginn, fólk sem getur ekki skrimtað því það hefur ekki neitt.

Reglulega reifar maður á því mikilvæga málefni sem er "olíutindur" (góð samsetning, í boði Vésteins, á enska orðinu "peak-oil") sem mun orsaka það að "heimurinn mun farast(sjá fyrri innlegg)."

Í kenningu er hægt að hindra þessa framtíð ef hægt er sannfæra fólk um hugsanlegt ástand, að þau verða sammála um að eitthvað sé að og samstíga í að gera eitthvað í því. En hvað þetta "eitthvað" er, er ekki alveg öruggt. Blóðug bylting, upplýsa aðra, kenna fólki að lesa og hugsa, gagnrýna, efast og undrast, hunsa stórfyrirtæki og koma upp sjálfsþurftarbúskap útúm allann heim, læra eitthvað hagnýtt, einsog efnafræði, vélvirkjun og verkfræði, og taka að sér sjálf að þróa og smíða verkfæri einsog umhverfisvæn faratæki. Það er margt hægt. Það er þegar fullt af fúlu (fúlt gagnvart núverandi stjórnskipulagi og skiptingu) fólki sem er þegar byrjað að gera eitthvað í þessu, auðvitað, ég gæti svo sem bent á mýmörg dæmi (gott dæmi: CrimethInc.), en eitt helsta sönnunargagnið fyrir því er það að ef ég get hugsað það þá geta aðrir það líka, og þeir sem hugsa þetta koma þessu oft í framkvæmd. Kenninginn er góð og hún er aðeins að litlum hluta komið í framkvæmd.

*Af hverju tel ég svo að allir auðvaldshyggjumenn eru meira og minna barnaperrar og viðbjóðslegir fýrar? Þetta segji ég til að gera þá ógeðslega og hataða, auk þess víla þeir ekki fyrir sér í því að nota blessuð börnin sem markmið til að ná sínu fram, þá á ég ekki aðeins við þessar þrælakistur útum gjörvallan heim, heldur einnig þegar þeir þykjast vera svo miklir barnavinir til að líta betur út, styrkja kannski einhver barnaverndarsamtök sem samsvarar kannski 0.005% af árstekjum. Ef til vill eru sumir auðvaldshyggjumenn hið mesta indælis fólk sem gerir sér ekki grein fyrir afleiðingum gjörða sinna, enda aldir upp í öðrum umhverfum og fá einhliða fræðslu og gildi gróðans. En, það eru þessir menn sem skipta okkur mannkyninu upp í "við og þeir", "svart og hvítt" og "með eða á móti" - þetta er ég til í að samþykkja en þetta gildir aðeins um þá. Þeir í mínum skilningi eru þessir 2-3% af mannkyninu sem gerir restina af mannkyninu lífið leitt. Er ég ósanngjarn? Ekki finnst mér það. Enda skjálfa þeir er ekkert í buxunum við tilhugsuna um það að einhver íslenskur fautur er að kalla þá pedófíla og morðingja. En svona til fróðleiks, þá bendi ég á þetta.

Augnablikið

þankagangur

Hvað felst í staðhæfingunni "að lifa eftir augnablikinu" (lausleg þýðing á "live for the moment")? Hugmyndinn er sú að gera það sem manni langar að gera, gerðu það sem þér dettur í hug og hugsaðu um afleiðingarnar seinna eða hugsaðu ekkert um þær.

En ef maður lifir eftir augnablikinu, er þá ekki hætta á því að maður gerir eitthvað sem talið væri siðferðislega rangt? Það er nú hætta á því, en það fer eftir þeim siðferðislegu gildum sem þú hefur sjálfur samþykkt samkvæmt þinni lífsreglu, sbr. skilyrðislausa skylduboð Kants sem felst í þeirri biblíukenndu setningnu "gjörðu við aðra sem að þú vilt að aðrir gjöri við þig."

Kant var nokkuð smellinn maður, djúpt þenkjandi og snillingur í að skapa heimspekileg hugmyndakerfi. Skilyrðislausa skylduboðið er risastór rós í hnappagatið hjá honum, og var vísir að mannréttindum sem við öll höfum.

Þannig að þegar talað er um að lifa eftir augnablikinu er ekki verið að vísa að því að gera hvað sem er, að þú notir manneskju sem tæki til að ná einhverju markmiði (slökkva á lostaeldinum með nauðgun, að drepa manneskju útaf rökþrotum, að stela, berja, stinga, úthúða o.s.frv.) enda vilt þú ekki að einhver noti þig til að ná einhverju markmiði. Manneskjan og markmiðið er gott í sjálfu sér. Þannig að þú lifir eftir augnablikinu samkvæmt þeim gildum sem þú telur að séu nauðsynleg fyrir áhugavert og spennandi líf.