Legg af stað til Keflavíkur klukkan hálf fimm á eftir.
Stefni á svefnlitla nótt og My Name is Earl.
mánudagur, júlí 31, 2006
þriðjudagur, júlí 25, 2006
Litla reisuferðin hans Dodda
Það fer senn að líða að því að ég fljúgi til Barbarlands, þar sem fólk talar barbar. Nánar tiltekið flýg ég snemma út til Danaveldis þann 31. júlí þar sem dokað verður við í örfáa daga áður en ferðinni verður heitið til Gotalandsins knáa, nánar tiltekið verður farið á Wacken Open-Air eða Barning Útíbláinn og hlustað á allskyns tónlistarmálm. Svartmálm, þungamálm, sleggjumálm, slammmálm og bara allskyns málm.
En hvað tekur svo við? Það er nú hugsanlegt að farið verður til Berlín og nærliggjandi sveita, en þar mun ég lýsa yfir að "ich bin ein berliner" eða að ég sé kleinuhringur, jafnvel að maður staldri við í Hamburg áður og lýsi því yfir að ég sé hamborgari.
Belgía er einnig á dagskránni, súkkulaðiströndin. Holland er einnig á næstu grösum. Síðan smá viðkoma í Gallíu, yfir Ermarsundið og til Sameinuðu Konungsveldana og mun doka þar við í nokkra daga.
Ferðinni lýkur svo með pomp og prakt frá Stanstead-flugvellinum þann 20. ágúst.
Góða ferð ég.
En hvað tekur svo við? Það er nú hugsanlegt að farið verður til Berlín og nærliggjandi sveita, en þar mun ég lýsa yfir að "ich bin ein berliner" eða að ég sé kleinuhringur, jafnvel að maður staldri við í Hamburg áður og lýsi því yfir að ég sé hamborgari.
Belgía er einnig á dagskránni, súkkulaðiströndin. Holland er einnig á næstu grösum. Síðan smá viðkoma í Gallíu, yfir Ermarsundið og til Sameinuðu Konungsveldana og mun doka þar við í nokkra daga.
Ferðinni lýkur svo með pomp og prakt frá Stanstead-flugvellinum þann 20. ágúst.
Góða ferð ég.
laugardagur, júlí 22, 2006
Hiti og Hizbollah
Glæsileg frammistaða í alla staði hjá öllum liðum. Hreint út sagt æðislegur árangur sem gæti orðið enn betri.
Ég bíð spenntur þar til fyrri heimstyrjöldinn skellur á, úps, ruglaðist á öld, ég meina þriðja heimstyrjöldin, það er að segja ef þetta stigmagnast sem einhverjar líkur eru á. Þá verður sko aldeilis gleði og hamingja.
Hugsanleg úrslit:
Ég bíð spenntur þar til fyrri heimstyrjöldinn skellur á, úps, ruglaðist á öld, ég meina þriðja heimstyrjöldin, það er að segja ef þetta stigmagnast sem einhverjar líkur eru á. Þá verður sko aldeilis gleði og hamingja.
Hugsanleg úrslit:
- OPEC-ríkin segja stopp við viðskipti til vesturlanda og Ísrael
- BNA gerir innrás í Venúsaela til að komast í olíu og gas
- Ríkistjórn Nígeríu mun herða tökin gegn uppreisnarmönnum
- Hryðjuverk verða fleiri og blóðugri um allan heim (þá meina ég hryðjuverkasamtök en ekki ríkistjórnir)
- N-Kórea og önnur ríki sem hafa horn í síðu BNA mun styðja hitt liðið
- Það verður þrengt að Ísrael sem mun svara fyrir sér með JVE-all-love-njúklearfríkát
- Og fleira og fleira og fleira
- Almenningur mun hugsanlega rísa á fætur og segja "Obbobb, bíddubíddu, hvað er nú að? Er Rockstar búið? Er Idolið byrjað? Er komin ný sería af Survivor?"
Já, sveimérþá. Worst possible case scenario. Nema Condoleeza Rice með sínar skögultennur nái að sannfæra alla um að vera vinir og elskast við háttsetta ráðamenn.
Ég er alltaf svo veikur fyrir slæmum endum.
Hvort segir maður skrifstofublækur eða -blókir, ha? Ég meina það er sagt ein bók, margar bækur, en ekki margar bókir. Vatt ðe fokk?
Ég er alltaf svo veikur fyrir slæmum endum.
Hvort segir maður skrifstofublækur eða -blókir, ha? Ég meina það er sagt ein bók, margar bækur, en ekki margar bókir. Vatt ðe fokk?
sunnudagur, júlí 16, 2006
Eistnaflug 2007! Ég þar
Var á Eistnaflugi núna um helgina og orð fá ekki lýst hvað það var gaman, svo ég verð bara að sleppa því að lýsa því en þetta var alveg, svo ég vitni í mín orð annarstaðar frá "Þetta var ægilega, ótrúlega, allsvaðalega, mega-últra, superjoint ritual frá-fokking-bært! " Það er ekkert minna.
En helvítis aumingjar eru þetta sem komu ekki á hátíðina. Sérstaklega Hornfirðingar og eiga bara skammast sín útí hið óendanlega.
En helvítis aumingjar eru þetta sem komu ekki á hátíðina. Sérstaklega Hornfirðingar og eiga bara skammast sín útí hið óendanlega.
Þetta er svo langt í burtu, mímímímí, það er ekkert að gerast, mímímímí, Höfn er svo langt í burtu, mímímímí, aumingja ég, mímímímímí, ég svo bágt, mímímím, það er ekkert að gerast...Rolur og letihaugar. Sveiattan.
föstudagur, júlí 14, 2006
Lítið ljóð
Stundum er gífurlega gaman þegar maður reitar eitthvað og það er bara uppistaða í ágætis kvæði:
Þriðja heimstyrjöldin heillar margann valdasjúka manninn virðist vera.Semsagt staðan mála í heiminum í dag.
Skemmtileg þess frumstæða hóparhefndarárás sem svipar mjög til simpansa.
Svo er það haldið að okkur lítilmagnanum að ómögulegt er eitthvað að gera.
Enda í höndum einstaklinga sem sem vita og geta betur, í höndum heimskingja.
mánudagur, júlí 10, 2006
Að verða vitni af ótrúlegum hlutum
Einsog svo marga aðra daga eyddi ég rúmlega tveim tímum, frá sextánhundruð til átjánhundruð, að súpa á bruggi og reykja rettur á Kaffihorninu. Að vísu er bannað að reykja inni á staðnum, en sem betur fer eru stólar og borð á pallinum fyrir utan sem maður getur komið sér notalega fyrir á blíðviðrisdögum og mökkað einsog það sé enginn morgundagur.
Rétt fyrir sex, áður en ég fór heim, skrapp ég út ásamt vini mínum Júlla í einn lokasmók fyrir heimför. Á leiðinni út sá ég sæmilega stóra fjölskyldu sitjandi við borð á snæðingi. Ljóshærð, ung stelpuhnáta sat við vegginn, með blóðþrútin augu og skælandi. Það var augljóst að þessi stelpa var í svívirðulegu frekjukasti, fékk greinilega ekki ís á hamborgarann sinn eða álíka kröfu sem sirka sex ára pjatla getur dottið í hug og þetta skap mundi ekki renna af henni í bráð. Það fannst mér nokkuð augljóst, enda orðið vitni af svona áður og hef efalaust farið í svona kast sjálfur.
Svo við félagarnar tylltum okkur við eitt borðið og fengum smók, ræddum aðeins saman þegar undarlegur atburður gerist. Hurðinn opnast og út kemur kona sem var kominn eitthvað yfir þrítugt með þessa sömu litlu dömu með tárin streymandi niður kinnarnar, þessi kunnulega frekjugretta, með varirnar útstæðar og með heljarinnar skeifu. Það var reglulega alvarlegur svipur á konunni, sem að öllum líkindum var mamma stelpunnar.
Hún fer með barnið rétt fyrir hornið á Kaffihorninu þannig að við kumpánarnir sáum hana ekki, en sáum þó móður hennar beygja á sér bakið og segja eitthvað við hana. Hún var ekki að öskra á hana eða kalla, þannig að við heyrðum ekki hvað sagt var, hún var með einhverjar handapatahreyfingar. Þetta prósess entist í rúmlega mínútu og vér fylgdumst aðeins með og urðum satt best að segja agndofa.
Mamman labbar á undan stelpunni inn. Stelpan labbar á eftir. Hún var hætt að grenja, það var ekki vottur af frekju eða tárum. Ekki vottur af neinu óeðlilegu. Engin rauð augu. Hún hagaði sér einsog ung stelpa í eðlilegu skapi. Þetta fannst mér ótrúlegt, alveg hreint. Hví? Því telpan var í þvílíkum skapofsa og miður sín yfir einhverju asnalegu að hún virtist vera óhuggandi, en með einhverjum ótrúlegum og undraverðum hætti (ég gæti sagt guðdómlegum og kraftaverki líkast, þó þetta hafi verið frekar eðlilegt alltsaman, maður er bara aðeins að krydda frásögnina) að skrúfa fyrir volæðið hjá hnátunni með afar vel völdum orðum. Hvaða orð það voru, veit ég ekki, ég spurði kjeddluna ekki að því, sé eftir því núna.
Rétt fyrir sex, áður en ég fór heim, skrapp ég út ásamt vini mínum Júlla í einn lokasmók fyrir heimför. Á leiðinni út sá ég sæmilega stóra fjölskyldu sitjandi við borð á snæðingi. Ljóshærð, ung stelpuhnáta sat við vegginn, með blóðþrútin augu og skælandi. Það var augljóst að þessi stelpa var í svívirðulegu frekjukasti, fékk greinilega ekki ís á hamborgarann sinn eða álíka kröfu sem sirka sex ára pjatla getur dottið í hug og þetta skap mundi ekki renna af henni í bráð. Það fannst mér nokkuð augljóst, enda orðið vitni af svona áður og hef efalaust farið í svona kast sjálfur.
Svo við félagarnar tylltum okkur við eitt borðið og fengum smók, ræddum aðeins saman þegar undarlegur atburður gerist. Hurðinn opnast og út kemur kona sem var kominn eitthvað yfir þrítugt með þessa sömu litlu dömu með tárin streymandi niður kinnarnar, þessi kunnulega frekjugretta, með varirnar útstæðar og með heljarinnar skeifu. Það var reglulega alvarlegur svipur á konunni, sem að öllum líkindum var mamma stelpunnar.
Hún fer með barnið rétt fyrir hornið á Kaffihorninu þannig að við kumpánarnir sáum hana ekki, en sáum þó móður hennar beygja á sér bakið og segja eitthvað við hana. Hún var ekki að öskra á hana eða kalla, þannig að við heyrðum ekki hvað sagt var, hún var með einhverjar handapatahreyfingar. Þetta prósess entist í rúmlega mínútu og vér fylgdumst aðeins með og urðum satt best að segja agndofa.
Mamman labbar á undan stelpunni inn. Stelpan labbar á eftir. Hún var hætt að grenja, það var ekki vottur af frekju eða tárum. Ekki vottur af neinu óeðlilegu. Engin rauð augu. Hún hagaði sér einsog ung stelpa í eðlilegu skapi. Þetta fannst mér ótrúlegt, alveg hreint. Hví? Því telpan var í þvílíkum skapofsa og miður sín yfir einhverju asnalegu að hún virtist vera óhuggandi, en með einhverjum ótrúlegum og undraverðum hætti (ég gæti sagt guðdómlegum og kraftaverki líkast, þó þetta hafi verið frekar eðlilegt alltsaman, maður er bara aðeins að krydda frásögnina) að skrúfa fyrir volæðið hjá hnátunni með afar vel völdum orðum. Hvaða orð það voru, veit ég ekki, ég spurði kjeddluna ekki að því, sé eftir því núna.
Að koma af stað orðrómi
Undanfarna daga hefur bíll verið lagður fyrir utan heimilið mitt, nokkra tíma í senn. Þetta er hún Ingveldur sem er vinur fjölskyldunnar. Hún kemur reglulega í heimsókn til að drekka kaffi, spjalla, horfa á sjónvarpið, prjóna og aðrar saklausar tómstundir til að stytta sér stundir.
Hún tjáði mér eitt sinn um það að hún hafði heyrt hvíslað að ég og hún værum saman. Það voru aldeilis fréttir og alltaf er ég síðastur til að frétta svona lagað um mína persónulega hagi. Þessi orðrómur ætti nú geta farið alminilega á flug því að foreldrar mínir eru ekki heima (já mar, ´79 módel sem býr hjá foreldrunum sínum, svaka sad eða hittó). Neita því ekki að ég hef gaman af félagskap hennar, skemmtileg manneskja mjög og hefur verið ansi hjálpsöm þessa undanfarna daga.
Við toppuðum orðróminn með því að kíkja á Kaffihornið og panta okkur aldeilis góðan, og máske dulítið dýran, mat og éta hann.
þriðjudagur, júlí 04, 2006
Örfáar mylsnur
Um helgina komu nokkrir gestir af tilefni Humarhátíðarinnar. Það eru nokkrir góðir hlutir og nokkrir slæmir við það að fá nokkra gesti, sérstaklega ef miðað er við það að maður er búinn að vera meira og minna einn heima í tæpan mánuð.
Byrjum á því góða:
Byrjum á því góða:
- Alltaf gott að fá góðan félagsskap,
- Með fínum félögum kemur fínn mórall, ekki sé minnst á metall
- Ekki sakar að gestirnir höfðu öll fínan tónlistarsmekk þannig að það var lítið um að skipta um tónlist á meðan drykkjusamkundu stóð
- Einnig að það er gaman að glápa á vídjó í góðum félagsskap
Þetta er í grófum dráttum það góða, vissulega er það meira en maður hefur ekki orðaforðann til að lýsa því alminilega, og í raun jafnar það slæma sig út, en:
- Þegar gestirnir fara þá myndast óþægileg tómleikatilfinning, einmanaleiki,
- Skilja eftir sig of mikið af drasli
- Auk þess að bjóða sig ekki fram í að vaska fokking upp!
Þessi þriðji punktur er með öllu óþolandi, en ég er með breitt bak og þetta mun nú ekki skilja eftir sig varanlegan skaða á vinskapinn, þetta mun ekki skilja eftir sig neinn skaða. E það er alveg gífurleg magn af leirtaui sem þarf að vaska upp, alveg hreint ótrúlega mikið magn af pönnum, hnífapörum, diskum og glösum sem ég hef ekki enn getað gefið mér tíma til að vaska upp. Vissulega hefði ég getað gert það sunnudagskvöldið, en ég var þreyttur og latur eftir tveggja daga drykkju og vildi nú frekar horfa á vídjó og hita Chicago Town smáflatbökur, éta það og drekka Sprite með og vera einmana.
Horfði á tvær myndir þetta fyrrgreinda kvöld, eitt stykki meistaraverk er heitir Munchen eftir Steven Spielberg. Fjallar um viðbrögð Ísraela eftir aðgerðir Svarta Septembers árið 1972 á Ólympíuleikunum í Munchen er 11 Ísraelskir íþróttamenn voru teknir gíslingu og síðan myrtir. Hræðilegur atburður sem var fylgt á eftir með hræðilegum hefndaraðgerðum sem aðeins magnaði upp viðbjóðinn með stanslausum árásum Arabískra hryðjuverkamanna á almenning í Evrópu og enn frekari hefndaraðgerðir Ísraelska hermanna og leyniþjónustumanna. Ca. 160 mínútna þriller af bestu fokking sort.
Seinni myndinn var frekar leiðinleg mynd eftir Michael Winterbottom, sem hefur meðal annars gert 24 Hour Party People og Welcome to Sarajevo. Myndin heitir Code 46 og gerist í ekki-svo-fjarlægri framtíð. Veit ekki hvað skal segja, en ég gat varla haldið vöku yfir þessari mynd. Myndin er með Tim Robbins og Samantha Morton í aðalhlutverki, þau hittast af næstum því tilviljun, fara á bar, spjalla og ríða svo heljarins helling mikið. Code 46, eða kóði 46, er tiltekin regla um að einstaklignar sem eru með 25%, 50% eða 100% DNA-skyldleika mega ekki eignast börn saman og konan er skikkuð til að fara í fóstureyðingu og bla,bla,bla. Það er skondið að miðað við miklar ríðingar, sem fela í sér close-up grettur af Samantha Morton, þá er engin nekt, þau virðast alltaf vera fullklædd. Aldrei sést í geirvörtu af Morton en það kemur samt gratioutus nektarskot af píkunni á henni(?!). Tilgangslaus mynd með öllu, nema viðkomandi hafi áhuga á að sjá píkuna hennar Morton. Þetta minnir mig á Basic Instinct, ef kvikmyndagerðamennirnir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við handritið, plottið eða neitt, sýnið fokking píkuna á aðalleikonunni og allt verður fyrirgefið. Gæti kallast "gratioutus-pussy-plothole-device" í öllum helstu kvikmyndaskólum. Passið ykkur að blikka ekki.
Annars var helgin ansi hreint mögnuð, frekar mikið drukkið og mig hlakkar nett til helgina 14.-16. júlí, en þá verður Eistnaflug á Neskaupstað.
Horfði á tvær myndir þetta fyrrgreinda kvöld, eitt stykki meistaraverk er heitir Munchen eftir Steven Spielberg. Fjallar um viðbrögð Ísraela eftir aðgerðir Svarta Septembers árið 1972 á Ólympíuleikunum í Munchen er 11 Ísraelskir íþróttamenn voru teknir gíslingu og síðan myrtir. Hræðilegur atburður sem var fylgt á eftir með hræðilegum hefndaraðgerðum sem aðeins magnaði upp viðbjóðinn með stanslausum árásum Arabískra hryðjuverkamanna á almenning í Evrópu og enn frekari hefndaraðgerðir Ísraelska hermanna og leyniþjónustumanna. Ca. 160 mínútna þriller af bestu fokking sort.
Seinni myndinn var frekar leiðinleg mynd eftir Michael Winterbottom, sem hefur meðal annars gert 24 Hour Party People og Welcome to Sarajevo. Myndin heitir Code 46 og gerist í ekki-svo-fjarlægri framtíð. Veit ekki hvað skal segja, en ég gat varla haldið vöku yfir þessari mynd. Myndin er með Tim Robbins og Samantha Morton í aðalhlutverki, þau hittast af næstum því tilviljun, fara á bar, spjalla og ríða svo heljarins helling mikið. Code 46, eða kóði 46, er tiltekin regla um að einstaklignar sem eru með 25%, 50% eða 100% DNA-skyldleika mega ekki eignast börn saman og konan er skikkuð til að fara í fóstureyðingu og bla,bla,bla. Það er skondið að miðað við miklar ríðingar, sem fela í sér close-up grettur af Samantha Morton, þá er engin nekt, þau virðast alltaf vera fullklædd. Aldrei sést í geirvörtu af Morton en það kemur samt gratioutus nektarskot af píkunni á henni(?!). Tilgangslaus mynd með öllu, nema viðkomandi hafi áhuga á að sjá píkuna hennar Morton. Þetta minnir mig á Basic Instinct, ef kvikmyndagerðamennirnir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við handritið, plottið eða neitt, sýnið fokking píkuna á aðalleikonunni og allt verður fyrirgefið. Gæti kallast "gratioutus-pussy-plothole-device" í öllum helstu kvikmyndaskólum. Passið ykkur að blikka ekki.
Annars var helgin ansi hreint mögnuð, frekar mikið drukkið og mig hlakkar nett til helgina 14.-16. júlí, en þá verður Eistnaflug á Neskaupstað.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)