þriðjudagur, maí 30, 2006

Bláum skugga

Í bláum skugga, af broshýrum reyr.
Við eigum pípu, kannski' eilítið meir.
Við eigum von og allt sem dæmt og deyr.
Úúúúúú...

Við áttum kaggann, þúfur og þras.
Og kannski dreitil í tímans glas.
En hvað er það, á við gott lyfjagras.
Úúúúúú...

Og þegar vorið kemur á kreik.
Þá tek ég flugið, og fæ mér reyk.
Hann er mín trú, og festa í lífsins leik.
Úúúúúú...

fimmtudagur, maí 25, 2006

Delluflokkur - hugleiðing

Máske munum vér viðrinin stofna einhvern delluflokk til að taka þátt í bæjarpólítíkinni eftir fjögur ár. Man ekki alveg hver sagði mér frá því, en það var einhver sem sagði mér, að hér á árum áður, um og uppúr 1980, að einhverjir skrælingjar og spaugarar stofnuðu delluflokk hér á Höfn með nokkrum alvarlegum málefnum og fjöldann allann af dellu og öðru búlsjitti. Skildist mér að þessi delluflokkur hafi náð nokkrum mönnum inn. Í kjölfarið varð töluverður áhugi á bæjarstjórnmálum.
Maður hefur töluverðan áhuga á pólítík og stjórnmálum, svipaður áhugi og ég hef á heimsmeistarmótið í fótbolta, en ég hef lítinn áhuga á að fylgjast með þessum borgar- og bæjarkosningum, svipað og ég nenni að fylgjast með heimsmeistaramóti í fótbolta.
En með spaugi fylgir einhver alvara, þannig að ef til delluflokks mun koma og frambjóðendur á þeim dellulista mun komast inn þá er hugsanlegt að þeir delluframbjóðendur taka sig alvarlega og láta gott af sér leiða, semsagt í staðinn fyrir satirpolitik, verður realpolitik.
Jamm, það fyrsta á stefnuskránni:
  • Einstæðingar sem ekki eiga börn og geta ekki farið í fæðingarorlof eiga rétt á tómstundaorlofi, þ.e. 3 mánuðir á launum að gera eitthvað.

þriðjudagur, maí 23, 2006

Smá um evróvisjon

Íslendingar eru margir hverjir sjokkeraðir yfir hegðun íslenska útsendarann Silvíu Nótt. Af hverju? Er þetta ekki bara dæmigerð hegðun af týpískum Íslendingi í útlöndum?

Skammdegi hvað?!

Ég labbaði frá vinnu sirka fjögur í dag. Rok. Rok. Rok. Ef það er eitthvað verra en skammdegið þá er það konstant non-stop rok í margar vikur. Það var eflaust eðilsfræðingur á leið úr vinnu og hafði upplifað nær stanslaust rok að eilífu og útaf eintómum pirringi lagði hann drög að kjarnorkusprengju og svo við bættisT úrillur hershöfðingji sem tók kaóskenninguna bókstaflega og vildi njúka þetta fokkin fiðrildi í Japan áður en það yrði að hvirfilbyli í Kanalandi.

Moðerfokker!!! FOKK! FOKK!!!! FOKKITÍFOKKFOKK!!!

föstudagur, maí 19, 2006

Sex!

Undanfarnar sex helgar hef ég verið að vinna. Það hefur þó ekki hindrað að ég fái mér aðeins (vægt til orða tekið) neðan í því. En þessa helgi ætla ég að breyta um umhverfi og ég flýg suður núna á eftir.

Það má vera að ég muni vakna í ræsinu einhverja nóttina starandi á stjörnurnar. Það mun bara hafa sinn gang.

fimmtudagur, maí 18, 2006

Önnur sneið af lífi

Með því fyndara sem ég hef verið vitni af gerðist eina kvöldstund á Ölveri, þetta var á laugardegi í fyrra. Ég, Óskar og Gunna fórum á þann stað í tvennum tilgangi (sem varð af þrennu). Að sötra bjór og taka þátt í karíókí. Ég var ekkert yfirdrifið spenntur af seinna tilvikinu, en lét til leiðast. Við örkuðum að barnum og Óskar bað um karíókí-söngmöppuna og flettum í gegn.

Ég man ekki alveg hvað Gunna valdi, en mig minnir að það hafi verið eitthvað með Louis Armstrong eða álíka, eitthvað rólegt og rómó. Óskar valdi eitthvað lag með New Kids on the Block. Ég valdi Sweet Transvestite úr Rocky Horror Show, sökum þess að þetta var eitt af þessum kunnuglegu lögum (auk þess að það var ekkert svo langt síðan að maður horfði á þetta í góðra vina leikhópi). En það var fólk á undan okkur, töluverður fjöldi svo ég og Óskar fórum í billjard og sötruðum á dökkum Beamish.

Nokkrum fölskum falsettum síðar þá heyrðist í hljóðkerfinu að óskað væri eftir nærveru Gunnu. Hún skellti sér á sviðið og söng sitt lag. Síðan var kallað á hann Óskar. Óskar steig upp á svið og tók míkrófóninn og lag með New Kids on the Block, sem hét Baby I Love You Baby, Love eða álíka horbjóðsnafn byrjaði að óma um salinn. Maður fylgdist spenntur með. Óskar söng lagið með stakri snilld að orð fá ekki lýst kátínu minni.

Það má ef til vill minnast á það að hann hafði nýverið uppgötvað breska pönkbandið The Fall og var orðinn forfallin Fall-fíkill. Hann tjáði mér síðan seinna meir að hann hafði gleymt hvaða andskotans lag hann hafi valið fyrir þetta bévítans karíókí og ákvað þá og þar að syngja lagið einsog Mark E. Smith. "Ó beibííí, beibííí ííí" Ýmindið ykkur Megas og Bob Dylan og að þeir séu ættaðir frá fátækrahverfi í Manchester, blandið síðan smá af ketti í dauðahryglum rúllað í eitt og þá kannski hafiði einhverja hugmynd um söngstílinn. Þetta var stök fokking snilld. Toppurinn var náttúrulega að í miðju lagi kom einhver úr salnum og tók mækinn úr sambandi. Einhver eða einhverjir höfðu ekki húmor fyrir þetta.

Að lokum steig ég upp og söng Sweet Transvestite með miklum sóma. Man að einhver kallaði "hommi" eflaust útaf lagavalinu, en "hey" það sló mig ekki útaf laginu (ho,ho).

Þetta var gaman.

þriðjudagur, maí 16, 2006

Yak, yak, yak

Var á næturvakt núna í nótt. Fór ekki að sofa þegar ég kom heim. Er að fara á morgunvakt á morgunn.

Fór út áðan og keypti mér fjóra Guinnes úr þessum glæsilega kæliskáp sem útibú ÁTVR á Höfn er með. Ferðin tók rétt rúmlega 8 mínútur.

Hef verið að jafnaði 4-6 jafnvel 8-10 tíma í tölvunni að dóla og í raun ekki að gera neitt. Ef ég finn ekkert áhugavert á netinu þá fer í solitaire (stillt á Draw 3, Vegas Style og Cumulative Score) eða TextTwist. Þetta er tími sem ég ætti frekar að eyða í eitthvað annað, t.a.m. lestur bóka. En það virðist að þetta átak mitt í að hætta að horfa á sjónvarpið hefur bara varpast yfir á tölvuna. Hóran og mellan.

Kannski komin tími á No-Computer Week(eða 1-hour-a-day-in-computer-week)?

mánudagur, maí 15, 2006

Verð...

...að muna og minna mig og aðra á að lesa þetta bréf, sem Vasalam Ala Man Ataba’al hoda Mahmood Ahmadi-Nejad forseti Írans sendi George Walker Bush forseta Bandaríkjana, svona uppá forvitnissakir.

sunnudagur, maí 14, 2006

Magnað!

Þegar staðhæfinginn "þú varst fullur" dugar ekki þá er máske tími til að endurmeta drykkjuvenjur sínar sérstaklega ef maður sönglar "too drunk to fuck" daginn eftir.

Annars pantaði ég nú um daginn Penn&Teller´s Bullshit! seríu 1&2 og einnig Shaolin Soccer.

föstudagur, maí 12, 2006

Jæja

Bjóst við að fá Dopethrone með Electric Wizard er ég sá póstburðarflefle hér á lyklaborðinu, en nei, þá var 10.000 Days með Tool komið. Ójæja.

fimmtudagur, maí 11, 2006

Kastljós í kvöld

Guðmundur Oddur, hinn mæti myndlistafræðingur (eða eitthvað), var að rýna í auglýsingaherferðir stjórnmálaflokka sem eru að taka þátt í borgarstjórnakosninum, í Kastljósi núna fyrr í kvöld.

Þetta var hæfilega áhugavert, en toppinum náði maðurinn er hann fór að rýna betur í hina svokölluðu "lúk at ðí tjildren ant sí há mötsj ví pólitisjans lov ðem"-taktík sem stjórnmálamenn er þekktir fyrir og dró upp gamlar áróðursmyndir frá Sovétríkjunum í tíð Stalíns og Þýskaland nasismans. Það kætti mig mjög að sjá t.a.m. samlíkingu milli Járnmannsins með ljóshært lítið barn í hendi og Dag B. Eggertsson með lítið krúttlegt barn í fangi og síðan hló ég ansi dátt er kom mynd af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni með lítið skrípi í sínum armi og svo Hitler með tvö börn sér við hlið. Þetta var afar fyndið.

Hugsanlegt að einhverjir viðkvæmir besservissar munu taka uppá uppgerðarblygðunarkennd sinni og nöldra í blöðum á næstu dögum. Það verður fróðlegt.

Bókstaflega geðveikir glæpamenn

Það er bara ekki framhjá því komist að alhæfa útfrá hegðun einstaklinga í ofsatrúarveldinu Ísrael. Þetta er bölvað hyski, drulluháleistingar og dusilmenni. Þetta eru aumingjar, væsklar, ræflar, viðbjóður og verri en dýr.

Ef aðeins fleiri hefðu það vald að þjarma að íbúum ríkja sem hafa ríkisstjórn sem eru viðkomandi ekki þóknaleg. Í raun hafa sumir það vald, en þeir sem með það vald hafa eru oftar en ekki feitir og sællegir ríkisbubbar og/eða einráðir konungar, s.s. Sádí-Arabía, Bandaríkin og Evrópa. Væri það ekki frábært ef OPEC-ríkin mundu beita viðskiptaþvingunum á Evrópu, Ísrael og BNA ef ekki yrði látið af almennum afskiptum af öðrum sjálfstæðum ríkjum? Líkt og BNA og SÞ eru að hóta Íran um? Það væri fokking brilljant. En munu þeir gera það? Hvað og missa þrjá spóna af tæplega 200 úr aski sínum? Kemur ekki til greina. En hvernig gæti alþjóðasamfélagið brugðist við ef það ske kynni að OPEC mundu lýsa þessu yfir? Hugsanlega hótað einhverri viðskiptaþvingunum, en það yrði frussað yfir það og rekið við í meginátt þeirra sem hóta þvílíku. Kannski hótað vopnavaldi. Þá mundi heimurinn hlæja að þessum kómíkerum sem telja sig getað haldið úti stríði við 11 olíuveldi í einu.

Hvers þurfa 6 milljón íbúar í sjálfstjórnarsvæðum Palestínu að gjalda? Nú eða 26 milljón manns í Írak? Hvað þá hugsanlega ca. 70 milljón manns í Íran? Jú, þetta fólk þarf að gjalda þess að einhverjir mafíósar og glæpamenn líkar ekki vel við einhverja örfáa einstaklinga í þessum ríkjum og hvað þeir viðhafast og hvaða skoðanir þeir hafa og þess vegna þarf að refsa öllu þessu fólki fyrir það. Glæsilegt. Skýrt merki um fágaða siðmenningu.

miðvikudagur, maí 10, 2006

Lestur bóka

Fékk Vetraborgina eftir Arnald Indriðason lánaða í gær og klára hana núna um eitt leytið. Fín bók, einsog flestar bækurnar eftir hann.

Er með alltof margar bækur í lesningu:
  • Blekking&Þekking (í annað sinn)
  • V for Vendetta (í þriðja sinn)
  • Otherland : River of Blue Fire
  • Calcium Made Interesting
  • Bréf til Láru
  • Íslenskar þjóðsögur og sagnir
  • Í nafni kærleikans
...og eitthvað fleira. Athyglisbrestur?

þriðjudagur, maí 09, 2006

Næturvaktir

Það kemur reglulega fyrir að ég taki óreglulegar næturvaktatarnir á hjúkrunarheimilinu sem ég vinn á. T.a.m. var ég á næturvakt aðfaranótt mánudags, kom heim um átta og fór að sofa tíu um morgunin og svo vaknaði ég sprækur klukkan hálf sjö um kvöldið og sá framá það að vera vakandi langt fram eftir nóttu þangað til ég mundi sofna. En ég hafði nú ráð við því og fór bara á fyllerí og vaknaði svo klukkan tíu í morgun.

mánudagur, maí 08, 2006

Ekkert nýtt framtaksleysi

  • Hef ekki gert neitt í langan tíma
  • Ætla að gera eitthvað gáfulegt mjög fljótlega
  • Hefið tekið að mér göngu og sundferðir reglulega
  • Þetta horfir til batnaðar

sunnudagur, maí 07, 2006

Eistnaflug 2006

Ég vill endilega minna Hornfirðinga, þá sem búa á Hornafirði, þá sem búa nálægt Hornafirði og auðvitað aðra góða gesti er vitja þessa vefbók, að 15. júlí nk. (hugsanlega verður þessi hátíð skipt upp í tvo daga, þ.e. fös. 14. og lau. 15.7) verður haldin heljarinnar metalhátíð nálægt okkar yndislega sveitarfélagi, að vísu er það einhver keyrsla, en heljarböllur, það ætti ekki að taka svo langan tíma og við mun taka allsvakaleg þungarokkskeyrsla.

Þetta er Eistnaflug á Neskaupstað, en þar munu hópast saman rokk- og metalhausar hvaðanæva úr landinu og þeyta flösum og dansa tangó við seiðandi tóna eftirtalda hljómsveita (sem eru þegar bókaðar, með þeim fyrirvara þó að einhverjar þeirra gætu dottið út útaf óviðráðanlegum ástæðum):
  • I Adapt
  • Hostile
  • Atrum
  • Nevolution
  • Dr. gunni
  • Innvortis
  • Morðingjarnir
  • Concrete
  • Denver
  • Changer
  • Momentum
  • Potentiam
  • Sólstafir
  • Fræbbblarnir
Ekki vera aumingjar, mætið á Eistnaflug. (Nánar hér)

Ekki heldur gleyma hinum alþjóðlega Slayer-degi þann 6. júní nk. Skiptir ekki máli hvað þú gerir, bara hlustaðu á Slayer meðan þú gerir það.

Amazondrasl

Það tekur svakalegan langan tíma fyrir hluti til að koma sér frá amazon-retaili til mín. Samkvæmt einhverjum tölum þarna þá fæ ég;
  1. Heavy Trash - Heavy Trash, 24. maí
  2. Electric Wizard - Dopethrone, 10. maí
  3. Tool- 10.000 days, 18. maí
Vá. Eins gott að þetta sé ódýrara og þá skal ég endurmeta þolinmæði mína.

Get hugsanlega huggað mig við On an Island með David Gilmour sem ég keypti í dag, en það er þriðja sólóplatan hans og kom út 22 árum eftir aðra sólóplötuna.

föstudagur, maí 05, 2006

Topp fimm kvikmyndir sem ég get horft á aftur og aftur

  1. Lord of the Rings (2001-2003) - Efast um að ég verði nokkurn tímann þreyttur þessu ævintýrabákni. Ég er soddann sökker fyrir ævintýramyndir, ég er meira segja einn af þeim sem fannst Willow barasta fínasta mynd. Conan the Barbarian, Indiana Jones, The Princess Bride og fleiri eru allar góðar og gildar, en komast bara ekki í hálfkvist við túlkun Peter Jacksons á Hringadróttinssögu.
  2. The Wicker Man (1973) - Þetta er svakaleg mynd, eitt besta handrit sem samið hefur verið, frá hinum sama sem reit Sleuth, Anthony Shaffer (opnunarkreditlistinn kynnir myndina sem Anthonny Shaffer´s The Wicker Man). Þetta er góð kynning á kristintrú og wicca/nornatrú, inniheldur með þeim betri samtölum sem fest hefur verið á filmu, nær að skeyta saman ólík element einsog söngleik, spennu, hrylling, drama, gaman og einn óvæntasti og óþægilegasti endir ever. Þeir Christopher Lee og Edward Woodward eru ógleymanlegir í hlutverkum sínum sem Lord Summerisle og Sergeant Howie.
  3. Aliens (1986) - Ein allra besta sæ-fæ mynd sem gerð hefur verið, auk þess að vera ein besta framhaldsmynd nokkurntímann. Alien innihélt eina geimveru og var aðallega hryllingsmynd í sæ-fæ-búningi. Aliens er stríðsmynd og sem slík alveg ótrúlega spennandi og virkilega vel gerð.
  4. Dr. Strangelove : Or I how I learned to stop worrying and love the bomb (1964) - Eina gamanmyndin sem Stanley Kubrick gerði og með þeim betri og með þeim beittustu ádeilumyndum sem hægt er að sjá.
  5. Fight Club (1999) - Fór á hana 3-4 sinnum í bíó. Hef horft á hana xtán sinnum síðan. Fæ aldrei leið á henni.

10 æruverðugar tilnefningar : Kung-Fu Hustle, North by North-West, The Third Man, Monty Python and the Meaning of Life, Batman Begins, Terminator 2, Patton, Twelve Monkeys, Sleuth og The Thing

fimmtudagur, maí 04, 2006

Bestasta siðferðið?

Á vantrúarspjallinu myndast oft glettilega skemmtilegar og áhugaverðar umræður, einsog á hvaða spjallsvæði sem er um ólík og áhugaverð málefni, áhugamál og tómstundaiðju. Nokkrar umræður hafa spunnist er varðar siðferði og oftar en ekki byrjar siðferðishjalið að líkjast einhverri keppni um hver hefur bestasta siðferðið. Bestasta siðferðið, samkvæmt nokkrum þarna, innifelur þann eiginleika að drepa engan undir hvaða kringumstæðum sem er. Vissulega er það góður siður að drepa engan, en stundum er spurt "hvað ef?"

Hvað ef ólett kona stafar lífshætta af ófæddu barni sínu? Er fóstureyðing físilegur kostur?

Hvað ef nánasti ættingji þinn lendir í slysi sem skilur viðkomandi eftir heiladauðann og getur aðeins lifað með hjálp öndunarvéla? Er líknarmorð lausnin?

Hvað ef það er ráðist á þig með hníf? Máske koma upp aðstæður sem, ekki beint krefjast þess, en gætu mögulega leitt til þess að þú þurfir að verja þig frá árás einhvers ofbeldiseggs sem hefur króað þig af. Ef til vill mun atburðarásin sem því fylgir leiða til þess að annaðhvort þú eða hinn muni deyja. Auðvitað vill maður forðast svoleiðis útkomu með öllum tiltækum ráðum, það gæti verið að þú sért með stuðbyssu eða meis, þú gætir líka kallað á hjálp, þú gætir reynt að berja hann frá þér og hlaupa í burtu.

En sumir vilja snúa þessu uppí "annaðhvort eða" og ekkert múður og koma síðan með alveg ótrúlegar aðstæður sem "vantrúarseggirnir" verða kljást við. Nýjasta útspilið kemur frá Lárusi Páli Birgissyni, hinum kostulega kristna lygara, sem er í háheilagri krossferð gegn félagsskapnum Vantrú.

Hann telur að siðferði vantrúarseggja er niðurnjörvaðar í einhverjar siðferðislega teninga sem inniheldur lausn við hverju vandamáli sem steðjar að vantrúarseggjum. Hann telur að vantrúarlýðurinn blikki ekki augunum við að drepa ef þess krefst og og hika ekki við að nauðga börnum ef þær aðstæður eru til staðar. Já, nauðga börnum. Í umræðu sem hann kom með er kallast "Extrím aðstæður" þá kemur hann með extreme scenario sem vantrúarmenn eiga að kljást við:
Þú kemur heim og sérð að það er illmenni búið að taka fjölskylduna í gíslingu. Valið stendur á milli þess að illmennið drepi alla fjölskylduna (þig meðtalinn) eða að þú nauðgir barninu þínu. (það er semsagt krafa illmennisins, að öðrum kosti myrði hann alla)
Þar sem vantrúarseggurinn er afar rökfastur maður á siðferðislega háu plani þá metur hann aðstæður sem svo að fórna skuli minni hagsmunum fyrir meiri og nauðgar barninu sínu.
Niðurstaðan er því: Í sumum tilfellum er réttlætanlegt að ríða barninu sínu.
Ég skil ekki alveg hvaðan hann grípur þetta, hvernig hann kemst að þessari niðurstöðu. Næ þessu hugsunarhætti ekki alveg. Og auk þess er mjög einkennandi fyrir þennann mann og aðra að það er þessi "annað hvort eða", "A eða B", "svart og hvítt", "ljós og myrkur"-uppsetning á einhverri vissri aðstæðu, svona einsog að þú getur ekki gert annað. Drepa eða drepin. Drepin eða nauðga.

En ef illmenni hefur ráðist inná heimilið og eina "krafan" þess manns er að ég eigi að nauðga barninu mínu ella drepi hann alla, þá mun hann drepa alla hvort sem ég nauðgi barninu mínu eður ei. Og hvernig kemur siðferði þessu við? Ef þessi aðstaða mundi koma upp þá verður maður hræddur, óttasleginn, maður mun svitna og ekki vita sitt rjúkandi ráð, áfallastreituviðbrögð, og þetta verður mjög prímal á þann hátt að þú munt vilja komast af og einnig mundirðu vilja bjarga fjölskyldunni þinni frá dauðadaga, en hvernig? Þú vilt ekki nauðga barninu þínu sem mundi ekki skipta máli hvort eð er, því hvernig er hægt að treysta orðum siðblinds sækópata? Maður mundi eflaust ráðast á illmennið. En hvernig á maður að vita það?

Ég spurði hann:
Mundir þú, Lárus, við allar aðstæður þar sem líf þitt væri í hættu sökum vopnaðs ofbeldsegg ekki aðhafast neitt sem gæti skaðað þennan árásarmann? Ef þessi einstaklingur mundi skjóta þig eða stinga í nýrað, mundirðu bara bjóða hitt nýrað?

Eða, einsog kennt var í námskeiði þegar þarf að kljást við ofbeldisfulla geðsjúklinga, reyna hlaupa í burtu?
Og hann svaraði:
Eins og ég hef áður sagt þá get ég ómögulega vitað hvað ég mundi og mundi ekki gera í slíkum aðstæðum.
Og hvernig eiga þá trúlausir menn að vita hvað þeir í gera í nákvæmlega sömu aðstæðum? Hann heldur væntanlega að það séu einhverjar vissar og skýrar reglur er varðar siðferði vantrúar sem inniheldur lista af viðbrögðum við hverjar extreme aðstæður:
  1. Geðsjúklingur ræðst á þig - Drepa
  2. Kona rekst á þig - Drepa
  3. Trúmaður horfir á þig - Drepa
  4. DREPADREPADREPA
  5. Illmenni tekur fjölskyldu þína gíslingu, ein leið til að sleppa - Nauðgar barninu þínu
En þessir kostulegu þrasgjörnu menn sem kenna sig við kristni telja að nóg sé að trúa á Jesúm Krizt og að allt sem hann sagði var satt. Allt annað í bók bókana eru bara eintómar myndlíkingar, allegóríur, dæmisögur og brandarar á borð við páskaguðspjallið. Og jú, að fylgja boðorðunum tíu útí hörgull; trúðu á Gvuð, einn Gvuð, engan annann, ekki ljúga, stela, myrða og allt það. Ef þú stenst þessar kröfur þá ertu með hærri og betri siðferðisþröskuld en allir aðrir í heiminum, ef siðferði þitt er byggt á boðorðunum 10 og auðvitað McJesús þá ertu með bestasta siðferðið.

Djöfulsins kjaftæði.

miðvikudagur, maí 03, 2006

Það birtist pistill eftir mig á Vantrú, Þörf til að þrefa.

Sá í Mogganum í gær að Jon Spencer og fleiri ætla að spila á NASA föstudaginn 26. maí. Ég þangað.

þriðjudagur, maí 02, 2006

mánudagur, maí 01, 2006

Fyrsti maí

Alþjóðlegi baráttudagur verkamanna er í dag. Ekki merkilegur dagur því 1. maí hefur misst alla sína merkingu. Þetta er bara hefð svona rétt einsog sumardagurinn fyrsti. Sömu ræðurnar, sömu fánarnir og toppað með kaffi og kleinum. Enn eru launamálin í fokki.

Svona er ´etta bara

Hitt var bara ekki að gera sig.