fimmtudagur, desember 30, 2004

Fékk nokkrar jólagjafir, einsog stundum gerist um jólin, og allar gjafirnar komu mér skemmtilega óvart, að einni gjöf undanskilinni, en það var bókin The Illuminatus! Trilogy, eftir Robert Anton Wilson og Robert Shea, ég hafði sérstaklega beðið um hana.

En sú gjöf sem gladdi mitt svarta hjarta var ævisaga mesta þjóðfélagaskrítiker ever, cynic með meiru, William Melvin Hicks, eða Bill Hicks, og bókin ber heitið American Scream: The Bill Hicks Story, og er eftir Cynthia True. Kláraði hana síðan á örfáum dögum, og varð nett pirraður yfir því að þessi maður, sem hafði verið að reyna koma sér á framfæri í næstum 16 ár, eða frá því hann var 16 ára, deyr úr jafn ömurlegum sjúkdómi og krabbameini (í brisi), og það á meðan hann var alveg á ystu nöf frægðar og frama. En, það þýðir ekkert að velta sér uppúr hlutum sem hefðu geta verið, svona varð þetta.

Einnig fékk ég Leiðin að lífshamingjunni eftir Dalai Lama... hmmm, já, gæti verið áhugaverð.

Af einhverjum ástæðum fékk ég Harry Potter-bindi, sem mér fannst einkennileg, en þó skemmtileg gjöf.

Ren&Stimpy safnið á DVD, sería 1&2, óklippt með nokkrum aukahlutum, mikil snilld, mikil snilld, sérstaklega Powdered Toast Man, en Frank nokkur Zappa talar inná fyrir "The Pope" ´Hey, I´m saved´

Síðan fékk ég tölvuleikinn Halo, sem gerði það víst afar, afar gott á Xbox, en eftir að hafa spilað hann og klárað, þá finnst mér það furða hvað er svona svakalega merkilegt við þennan leik. En ágætur er hann.
Nau, bara að koma nýtt ár. Vá. Alveg kyngimagnað, ótrúlegt, merkilegt og geng svo langt að segja alveg hreint og beint stórkostlegt. Ekki einsog þetta gerist á hverju ári!

Ójæja, en þið lið ég þakka fyrir það liðna og tek því nýja með opnum örmum.

fimmtudagur, desember 16, 2004

Fyllerísröfl á Kaffihorninu

Það er ekki ósjaldan sem maður ræðir við félaga sína hér á Hornafirði um ýmis, köllum það, viðkvæm málefni, einsog innrásina í Írak (ólögleg og ónauðsynleg) og aðdraganda þess þegar tvær flugvélar flugu á tvo turna þann ellefta september tvöþúsundogeitt (en margt bendir til þess að Bush-stjórnin eru viðriðnir því athæfi, máski ekki framkvæmd hana persónulega en lagt blessun sína yfir verkefnið og lagt smá pening í púkkið), einnig hefur maður viðrar gamla "kommúnistadraugin", og talað um jafnrétti og þvíumlíkt, meira segja talað um það að öll erum við manneskjurnar eins, en ekki menninginn.

Mér finnst það magnað að ræða við þá, því margir þeir sem ég tala við eru Sjálfstæðismenn (furðulegt hvað það eru margir sjálfstæðismenn hérna), einsog fyrr um kvöldið þá spjallaði ég við vin minn um 11.09.01, og bendi á athyglisverðar staðreyndir í sambandi við það, fjórar farþega-flugvélar sem fara nær samtímis af flugleið og eru á dóli í rúmlega klukkutíma eða lengur, án þess að enginn gerir neitt, engar f-15 þotur fyrren flugvélarnar voru brunandi flak í bland við líkamsparta, stál og steypu. Reyndi að benda á misræmið í því að BNA sem vænantlega var/er á farabroddi allra þjóða þegar kemur að landvörnum, gerðu ekkert fyrren það var búið að ráðast á landið, ekkert tekið mark á viðvörunum frá hinum og þessum leyniþjónustum, þ.á.m. bresku, þýsku og ísraelsku leyniþjónustunum, en sú Ísraelska, Mosad, er ein öflugasta leyniþjónusta í heiminum og ég býst við því að þær skýrslur sem koma úr þeirri stofnun og eru sendar ríkistjórna með skilaboð sem vara við hugsanlega árás, ætti að vera teknar alvarlega. Mótrökin frá þessum góða vini mínum voru á þá leið að kannski að eitthvað hafi farið úrskeiðis hjá FAA, einhver sofnað á verðinum og ekki gert sér grein fyrir því sem var að gerast fyrren of seint. Það er bara ekki rétt. Nokkrar spurningar

miðvikudagur, desember 15, 2004

Brátt koma blessuð jólin
Jæja, það eru að koma jól. En nýtt, en áhugavert. En er einhver, hvernig á maður að orða það, meining bakvið það að halda uppá gleðileg jól? Það má vera að þetta sé hátíð ljós (og Orkuveitunnar) en ekki friðar. Of mikil markaðshyggja, of mikil græðgi. Of mikil fátækt, of mikil eymd. Viðvarandi styrjaldir í allavega tveimur álfum...

En þessi tími er samt svona hálfgerður tími til að aðeins að létta af sér öllum áhyggjum og byrðum heimsins, hafa smá sjálfhverfa og eigingjarna hugsun og fagna því að maður er lifandi.
Dahr Jamail birtir fréttir frá "The heart of darkness", er talinn vera einn af fáu frjálsu og óháðu fréttamönnunum í Írak. Einnig er viðtal við þennan mann á Newtopia Magazine. Hugrakkur maður.

Listi yfir hina viljugu þjóða og rasskelling frá Salon.com (frá 21. mars 2003) um staðhæfingu Donald Rumsfeld um að þetta sé "móðir allra viljugu þjóða" eða eitthvað á þá leið. En 32 þjóðir sendur hermenn til Íraks ´91, en aðeins 3 þjóðir nú. En af þeim er 2 þjóðir sem hafa stanslaust verið að gera handahófskenndar og tilefnislausar sprengjuárásir á Írak síðan 1991.

mánudagur, desember 06, 2004

Bókalestur : Kafli 5.2

Bók sem er í lestri núna ber titilinn The Mismeasure of Man, eftir Stephen Jay Gould (P.hD). Tilgangur þeirra bókar er að hrekja allar niðurstöður af því er kallast vísindalegur rasismi, líffræðilegri löghyggju (biological deternism), þ.e. að kunnátta og viska felst í kyni, kynþætti og aldri. Það er farið í þetta mál í sögulegu samhengi og athugað vísindalegar niðurstöður ýmissa vísindamanna og "vísindamanna", s.s. Paul Broca, sem má teljast vera upphafsmaður í höfuðlagsfræði. Þessi bók, skv. inngangsorðunum, á vera aðgengileg almenningi fyrir utan tvo kafla eða svo. Virðist vera afar athyglisverð bók.

Annars var ég að enda við Slaughterhouse-Five eftir Kurt Vonnegut, sem er svakalega góð bók. En hún fjallar um William Pilgrim, rúmlega sextugan mann sem rifjar upp (ferðast í gegnum tíma og rúm einsog það er orðað) ýmiss atvik í lífi sínu, s.s. þegar hann lifir einn af í hræðilegu flugslysi, þegar hann var rændur af geimverum og sýndur í dýragarði, giftist konu sinni Victoriu, en þó snýst sagan aðallega í kringum hina hræðilegu sprengjuárás á Dresden í Þýskalandi sem varð rúmlega 140.000 manns að bana. En ástæða þess af hverju Billy byrjar að haga sér undarlega, einsog til dæmi með tímaferðir og geimverunnar, má rekja til stríðsins.

Shrödinger´s Cat Trilogy eftir Robert Anton Wilson er afar, afar athyglisverð bók, og krefst þess af mér að ég lesi hana aftur. Hún segjir frá nánast sömu karakterunum sem lifa mismunandi lífi í mismunandi samhliða heimum, en þessir samhliða heimar tengjast á einhvern hátt. Sögupersónurnar allar telja sig skilja útá hvað Köttur Schrödingers gengur útá. Sem er dæmi úr skammtafræði, og ég ætla ekki að þykjast að ég skilji það eitthvað, en það sem ég tel mig vita er að skammtafræði er afstæð stærðfræði10. En Köttur Schrödingers er rannsókn sem felst í því að köttur er lokaður inní boxi, og það er sett visst mikið magn af eitri í kassan (blásýra eða plútóníum), eitrið á að vera nóg til að bæði drepa köttinn og ekki drepa köttin, síðan er dæmið reiknað út, og svarið við dæminu er á þá leið að kötturinn er bæði lifandi og dauður í senn, eina leiðin til að vera viss er að opna boxið, en þá er rannsóknin ónýt. Af hverju? Því að þá er rannsakandinn búinn að hafa bein áhrif á rannsókninna.

Einnig kláraði ég alla Riverworld-söguna, fimm bækur samtals. Sem er bland af vísindaskáldskap og sagnfræði. Afar skemmtilegar og lærdómsríkar bækur. Philip José Farmer tekst að gera sagnfræði mjög skemmtilega.