laugardagur, október 30, 2004

Inga Dögg

Þessi heimasíða á skilið sérstök verðlaun frá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Þetta er dæmigerð blogsíða, en þarna skrifar 13 ára gelgja, sem finnst allt "gegt" og "tótalí kúl", ekki sé minnst á "ýkt mikið á flippinu" auk þess að hafa verið "á Prodigi á föstudagin", verið "ýgt full" og "gegt þunn" daginn eftir. Stafsetningavillurnar eru margar, orðalagið áhugavert og notkun upphrópunarmerkja og broskalla er í hámarki!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

En hví á þessi síða að fá sérstök heiðursverðlaun? Jú, þessi Inga Dögg er ekki til. Verðlauninn á þessi síða skilið fyrir að sýna, einsog einn skoðanamaðurinn komst að orði, "hið sanna skítlega eðli Íslendinga", en þessi "13 ára stelpa" var hótað dauða, misþyrmingum, líkamsárásum, einnig gert lítið úr visku, kunnáttu, stafsetningu og fleira. En þetta voru tvær tvítugar MH-stelpur sem gerðu þessa síðu uppá flippið.

Tökum dæmi um skoðun, en þetta er úr innlegginu "fór á Prodigi á föstudag":

"elfa : 20. október 2004 - 21:21
vá þú ert heimskasta manneskja sem ég veit um, til hamingju með það...hvað ertu eilla að meina með að það voru gelgjur þarna??? Þú ert verri gelgja en þær allar til samans....lestu aðeins betur yfir bloggið þitt og þá fattaru hvað ég er að meina....og viltu bara ekki segja okkur í smáatriðum hvað þú gerðir með þessum gaur þarna...þúst bara omg sko....shitt krakki hvað ertu gömul eiginlega...hmm ég ætla að giska á 11 eða 12 ára....tími til kominn til að rífa sig upp úr þessari heimsku hér"

En hér skrifar dæmigerð 13 ára gelgja, augljóslega. Og hér eru tvær aðrar 13 ára gelgjur:

"Ella og Unnsla
: 26. október 2004 - 20:25
Sko, MARGT höfum við þér að segja.. ÞÚ ERT GELGJA DAUÐANS!!!! Þú ert sorglega einhverf og ættir að vera lokuð einhverstaðar inni með þessa bloggsíðu þína einungis til að skemmta íslandi með þessari heimskulegu stafsetningu þinni sem er blönduð lygi og HEIMSKU!!!!!!!!!! AAAAAAAHAHAHAHA Maður fer bara í KRAMPA af að lesa þetta sko shit maður!!! Vaaá þetta er GEÐVEIKT FYNDIÐ!!!!!!!!! :D:D:D:D Halltu bara áfram að skemmta okkur stelpunum sem rökkum þig niður á sama tíma og þá líður öllum miklu betur!!!!!! ;)"

Síðan er fólk sem mælir með sjálfsmorði, og með afar einkennilegar röksemdarfærslur:

"Kringi : 27. október 2004 - 12:32
áttaru þig á því hvað þú ert að misnota líf þitt! fólk í 3 heims löndum (æji þú veist ekki hvað það er fáðu einhvern til að segja þér það) á svo bágt að það borðar sand meðan þú drekkur þig fulla og lætur hommalegan barnaníðing á dópi ríða þér... ég ráðlegg að þú hættir að anda, borða, drekka, og drepir þig einfaldlega. það ætti að gera þér gott"

Skoðanir á þessu innleggi eru 36 talsins. Ðí best is jett tú komm. En þessi heimasíða var lesinn upp af Freysa á X-inu 97,7, eða "ikker frissi á exinu hefði ikvarð verið að tala um síðuna mína", en skoðanirnar fóru upp í 61 talsins:

"
katarína : 26. október 2004 - 18:26
sko þú litla ógeðslega heimska hóran þín, heldur þú í alvöru að 1hver se að dast að ogeðslegu viðurstyggilegu, barnalegu, gelgjulegu og umfram allt ogeðslegu mutherfuckin siðu þinni þa er það rangt það er búið að vera bögga þig og þina ljótu síðu i allan dag u retard... síðan þin suckar þu suckar eg hata þig og eg mun finna þig og drepa þig þú litla ógeðslega þú og tilhugsun þín um sjálfsmorð er sérstaklega sniðug.... so go a hed n kill yourself annas kem eg og geri það fyrir þig og spurðu "kallinn þinn" úti dópneyslu hans og allar gellurnar sem hann erað ríða frammhja þer..... HUGSAÐU AÐEINS Þ.E.A.S EF ÞÚ ERT FÆR UM ÞAÐ..... ef þú svo gott sem hugsar utí það að lata berja mig þa hefuru nafnið það heita ekki margir katarína...."

Vá. Takið eftir því að þessi manneskja hatar Ingu Dögg og vill drepa hana, og röksemdarfærslan er? Því hún Inga Dögg var að spá í að fremja sjálfsmorð. En Inga Dögg tekur þessu með ró:

"Inga DöGG** : 26. október 2004 - 20:55
Skomm..ég er ekki í garðaskóla en ég ættla þúst bara leyfa ykkur að æsa ykkur svona gegt á síðunni minni! Mér er alleg sama**"

En síðan kemur á daginn að þetta er bara plat, og hvað gerist? Sumt fólk trompast.

"Ég : 27. október 2004 - 16:52
Hæhæ
Heirðu nú mig..Ég varð bara segja skoðun mína á þessari síðu hjá ykkur ..
Þið eruð 2 stelpur í Menntaskóla..Kommon þið getið betur en þetta..Með því að búa til heila fólk.is síðu um einhverja ímindaða stelpu sem þið bjugguð til .. Frekar sorglegt satt að segja..Og greinilega var tilgangur ykkar á þessari síðu að hneyksla fólk og láta það trúa að einhver svona klikkuð gelgja væri til..Síðan er engin Inga Dögg til sem er fædd 91..HAHA gátuði ekki passað að ímindaða stelpan sem þið bjugguð til væri skráð, sko já og síðan greyjið krakkarnir á myndunum sem eiga vera vinir Ingu Daggar.. og allan þennan tíma sem þessi sorglega síða er buin að vera í gangi eruð þið örugglega heima hjá ykkur hlægandi yfir að fólk skyldi trúa ykkur en réttast væri að hlæga yfir ykkur og síðan eydduð þið tíma í að gera e-mail handa þessum íminduðu krökkum ! Hvað hafiði ekkert að gera i guðana bænum..og talandi um að fólk sé asnalegt að skrifa svona ljótt til þessara stelpu sem þið bjugguð til..ef að það eina sem þið kallið skemmtun er að búa til stelpu´og heila fólk.is síðu sem á að vera klikkuð..þá eruð þið verulega sorglegar!..Jæja takiði ykkur til og gerið einhvað við líf ykkar.."

Hættir þetta þarna, ónei, einhver ein manneskja í viðbót tekur í sama streng:

"mitt nafn er bara mitt mál : 27. október 2004 - 16:58
sick sick sick!! þið þaddna 2 menntaskólastelpur! þetta er ekki heilbrigt! að ímynda sér eikkverja stelpu sem á að vera í bara ja´eikkerju helvítis rugli! eruði að fá eikkvað kikk útúr þessu eða? ég er bara alls ekki að skilja þennan sjúka einkahúmor! ég bara vil heldur ekkert skilja hann! og svo fá leyfi hjá eikkerju folki erlendis að láta myndir af þvi inná þessa síðu, sem eikkerja feik vini!! og svo eru það bara eikkverjir hálfvitar sem trúa því að 13 ára stelpa mundi deita 22 ára gaur! eins og það myndi einhverntíma gerast! akkuru að eyða öllum þessum tíma í að gera einhverja síðu fyrir manneskju sem er ekki einu sinni til?! svo voruði að skrifa eikkvað: ef hun inga dögg væri til, þá væri hun með tilfinningar!
ekki sýndist mer ÞIÐ (þið 2 einmana menntaskólastelpur) vera að pæla i þvi að mamma þessarar klikkuðu ingu væru með tilfinningar!! pff þið þurfið alvarlega á sálfræðiráðgjöf að halda!! að lifa í eikkerjum sona draumaheimi með eikkerja sækó stelpu!! ætla ekki að eyða meiri tíma í að segja ykkur að þið eruð SICK!! TOTALLY SICK eins og þið látið eins og "stelpan" sem btw ekki til segja skrilljón sinnum í bloggum!!
SICK SICK SICK SICK SICK SICK"

og, afsakið allar þessar tilvitnanir, en þetta eru æðisleg komment, eitt í viðbót:

"Jónas : 27. október 2004 - 17:05
". Þess vegna viljum við biðja ykkur um að hugsa ykkur tvisvar um næst, áður en þið hótið litlum stelpum á folk.is." - Þetta stendur í lokapistli ykkar.
Á móti þessu segi ég:
Ég vill biðja ykkur um að hugsa ykkur tvisvar um áður en þið gerið allt brjálað í samfélaginu!!!"

Já, upplausn útaf "13 ára gelgju"... hvað næst? Upplausn útaf kindum?

OMG. Love yah!!!!!!!!!!!!!!!!;);););););););););)

föstudagur, október 29, 2004

Um stöðugleika Halldórs, eilítið um kennaraverkfall, kryddað af samsæri

Hvað er stöðugleiki? Útskýringinn í Íslensku orðabókinni er stutt, en útskýrir ekki neitt, en þar segjir:
"Stöðugleiki kk - það að vera stöðugur"
-Íslenska orðabókin 2002, ritstjóri Mörður Árnason
En þetta orð er stöðugt notað af hinum stöðuga og staðfasta Halldóri Ásgrímssyni, Hornfirðingur og ríkisbubbi og auk þess að vera forsætisráðherra Íslands þá er hann líka afspyrnu leiðinlegur stjórnmálamaður. En fyrir síðustu kosningar 2003, þá sagði hann þetta aftur og aftur og aftur, að þetta orð, einsog orðið málefnalegur, missti alla sína merkingu"Það verður að ríkja hér stöðugleiki, annars fer allt til fjandans, kjósið mig, ég kann að brosa, og vel á minnst: stöðugleiki." er í megindráttum það sem hann sagði.
En hvað er stöðugleiki? Kíkjum á orðið stöðugur í orðabókina,en þar er heldur lengri útskýring en á fyrra orði:

"Stöðugur L 1 Sífelldur, samfelldur, óumbreytanlegur,
sem varir (lengi) -> stöðug ótíð / e-ð stendur á stöðugu
e-ð fer jafnan eins fram 2 Staðfastur, óhvikull, traustur
stöðugt AO - sífellt"
-Íslenska orðabókin 2002, ritstjóri Mörður Árnason
<>
Ókei, þar höfum við það. Er það gott fyrir stjórnmálamann að vera staðfastur? Vera með í sífellu sömu klisjurnar? Að hafa óumbreytanlegan persónuleika? Sem sagt standa fast á sínum skoðunum , aldrei að hvika frá, ef eitt er sagt þá er ekkert tekið til baka. Er það ekki bara þrjóska og barnaskapur? Hvernig á maðurinn að þroskast ef skoðanir mannsins breytast ekkert?

En stöðugleiki í þjóðfélagi býst ég við að eigi að þýða að allt er ei ókei. Takið eftir beinþýðingunni og jafnt sem orðaleiknum. Það er ekkert ókei í þessu landi. Óánægja og ójöfnuður er of algengt til að hér sé einhver fjandans stöðugleiki.

Tökum kennaradeiluna sem dæmi, í því máli ríkir enginn stöðugleiki, eru ekki einhver lög sem segja að krakkar á aldrinum 6-15 ára eiga að vera í skóla allavega 170 daga á ári? Jú, mikið rétt. Það versta við þetta verkfall er að það er einsog enginn, allavega mjög margir, bjuggust bara ekkert við því, þó sérstaklega ráðamenn. Jafnvel þó þetta hafi verið í uppsiglingu síðan í 5 vikna kennaraverkfallinu 1995 og eins dags verkfallinu árið, hvað, 2000 (?). Ójæja. En af hverju kemur þetta stjórnvöldum ekkert við? Þ.e. stjórnvöld, með hinum stöðuga Halldóri Ásgrímsyni í broddi fylkingar... "Við höfum ákveðið að sveitarfélögin eiga að sjá um þetta... útaf því... bara..." Gæti kannski verið að þessir róbótar sem sitja í ráðherrastól eiga enginn börn? Eða eru öll börninn kominn í framhaldskóla?

En síðan kemur á daginn að hann Dóri vill fá fund, pg hvað gerist á þessum fundi? Ekki neitt. Setjum upp leikþátt:

Deiluaðilar labba inní forsætisráðherraskrifstofuna, og sjá þar Dóra dóser í þægilegum stól.
"Hæ" segjir Dóri, og deilumenn kinka kolli og bjóða góðann daginn.
Deiluaðilar fá sér sæti fyrir framan skrifborð Dóra. Það líður og bíður.
"Jæja, hvað segjiði?" spyr Dóri varfærnislega.
"Við vorum kannski að vonast eftir því að þú mundir segja eitthvað?" spyr formaður Kennarafélagsins.
"Ha, ég?" spyr Dóri á móti "Nei, nei, viljiði kaffi og kleinur?"
Þeir jánka við því, og horfa á hvor aðra, yggla brúnum og gjóa augunum að Dóra.
"Viljiði sjá mig brosa?" spyr Dóri.

En, máski er önnur ástæða af hverju stjórnvöld vilja ekkert gera neitt í þessum málum. Hér er samsæri. Á næsta ári verða þeir sem eru 10. bekk komnir á vinnualdur, og einsog staðan er í dag, þá er skortur á vinnuafli í fiskvinnslu og öðrum ófaglærðum störfum. Stjórnvöld líta á þessa deilu sem algjört "ching, ching" því í fyrsta lagi eru þeir að spara tæplega 740.000.000 krónur á þeim fimm vikum sem hafa liðið, í öðru lagi geta þeir sparað, bæði fyrir sig og fiskvinnslufyrirtæki (takið eftir því að Halldór er kominn af fiskvinnslufyrirtækisættum) á því að flytja inn erlent vinnuafl. Útkoman? Hagræðing af hinni furðulegustu gerð.

mánudagur, október 25, 2004

Þið örfáu áhangendur og aðdáendur ég biðst velvirðingar á leti af minni hálfu að skrifa eitthvað af viti á þessa síðu, en... hér kemur háfleyg og ömurleg afsökum... ég er önnum kafinn að tengja nokkra punkta saman, er tengist auði, fátækt, ömurleika og þvíumlíkt á Íslandi, auk heimspekilegum vangaveltum á borð við "Ég kúka, þess vegna er ég"
Hvað er fallegt við fjölsyldu?

Þegar hún stækkar.

Var að skoða seríu af ljósmyndum, og varð allur uppfullur af tilfinningum sem eru ansi lík lýsingunni á ást, kærleika og alúð... nau, hvur í fiðrildum að svo hafi ekki verið...

Bróðir minn, Ingvar Árni Ingvarsson og eiginkona hans Sono Izutsu-Wright Ingvarsson, og dóttir þeirra Kaitlyn Björg Ingvarsson.

fimmtudagur, október 14, 2004

Bush eilítið ofvirkur á vafasaman hátt...?

Ég tók mig til og horfði á hluta af kappræðum forsetaframbjóðendurna tvo (af fjórum), og reyndi að hlusta. Þeir komu vel fram, nokkuð skýrmæltir en þetta var sami skíturinn hjá þeim báðum, illa lyktandi, bara aðeins öðruvísi áferð. En ég fylgdist nokkuð grannt með Bush, og fannst eitthvað bogið við hann. Hann hagaði sér einsog hann væri á einhverju örvandi. Einsog til dæmis kókaín.


En, hvar eru hinir tveir frambjóðendurnir? Bill Van Auken og Ralph Nader. Gæti verið að þeir séu bara ekki til? Í öðrum orðum að gera framboð þeirra svo ótrúverðugt, að þeir eyðileggja fyrir öllum hinum tveim í þessu guðsútvalda lýðræðsiskrumskælingjalandi sem stjórnað af skrælingjasmælingjum? Að þessi stjórnsömu auðvaldsfjölmiðlar sem eru í eigu hergagna-, eiturefna, matvæla- og bílaiðnarins, gera svo lítið úr þeirra málefnum, með því að virða þá ekki viðlits, að þeir eru, skv. skilyrtum könum, einfaldlega ekki til? Sérstaklega þarsem þeir báðir vilja frið og herinn burt úr Írak, að hjálparhönd verði gefinn til þeirra sem minna mega sín. Það eru bara tveir forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum. Þessi staðhæfing virðist í fljótu bragði vera dagsönn, enda eru bara tveir forsetaframbjóðendur í sjónvarpinu.

Þetta er ekkert annað en skilyrðing, ÞAÐ ERU BARA TVEIR FLOKKAR. Tveir flokkar, ein skoðun. Í 280.000.000 manna landi er ekki pláss fyrir meira en eina skoðun. Þessi setning býður uppá heimfæringu... bara taka þrjú núll af tölunni.

föstudagur, október 08, 2004

Píkutilburðir

Hvað er með litlar smástelpur í tíma og þeirra dramatík, leikrænir tilburðir að reyna gera mikið mál úr engu? Það þarf að taka svona athyglissjúkar dramatussur og berja úr þær tennurnar einstaka sinnum, gera þær grein fyrir því að heimurinn snýst EKKI í kringum þær.

Djöfull, fjandans, andskotans, helvítis.

föstudagur, október 01, 2004

Almennur pirringur og önuglyndi

Ég er að vinna hjá sveitarfélagi Hornafjarðar, deild er kallast Málefni Fatlaðra, ég tel mig ekkert þurfa að útskýra það sérstaklega.

Ég skar niður vinnuna þarna talsvert sökum þess að ég var að byrja í skóla, og er aðeins að vinna tvær-þrjár helgar í mánuði, auk þess mun ég taka að mér liðveislu og heimsækja einn einstakling reglulega á einhverjum tilteknum dögum og föstum tímum, klukkutíma í senn.

Ég sótti um vinnu hjá sláturhúsinu, sama dag og það var verið að auglýsa, öllu heldur, grátbiðja um fólk í vinnu. Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum þá fékk ég ei vinnu, sem er ansi svekkjandi, því ég var eiginlega að stóla á það.

Ég fékk útborgað heilar 30þ. krónur, ég get ekki fengið atvinnuleysisbætur sökum þess að ég er í skóla og ég er alls ekkert á því að sækja um lán eða hækka yfirdráttarheimildina sem er þessa stundina heilar 100þ. krónur, en það gæti samt farið svo að ég neyðist til þess. En ég veit ekki hvað ég ætti að gera til þess að fá aukalegan pening. Gæti verið að ég þurfi að fá einhverja félagslega aðstoð til.

Ég var að borga reikning á kaffihorninu sem nam 12þ krónum og keypti mér Drum-tóbak, bréf og kaffibolla á Esso-stöðinni fyrir nákvæmlæga 1025 krónur. Ég á eftir 17þ. krónur sem ekki duga til að borga af láninu. Hvað á ég að gera?

Ég athugaði starf sem lausapenni hjá Eystrahorni, en forsvarsaðilar þar voru ekki við, svo ég tjékka á því næsta mánudag. Ég á möguleika á aukavöktum á hjúkrunarheimili aldraðra, en er eftir að athuga það.

Þessa stundina þá virðist allur heimurinn vera á móti mér og ég er afar niðurdreginn og leiður. Jaðrar á við alvarlegt þunglyndi. Ef ekkert gengur, þá neyðist ég væntanlega til að hætta í skólanum og athuga vinnu í frystihúsinu, sætta mig við það tiltekna samfélagslega hlutverk að vera "blue collar working stiff." Ég er ekkert á því, fíla það engann veginn.

Ég ætla að koma mér úr þessarri klemmu einhvern meginn, bara spurning hvernig.