mánudagur, nóvember 28, 2005

Oooooh!

Ég er næstum því að frussuskíta uppá bak í þessum skólamálum. En þessu fer nú senn að ljúka.

föstudagur, nóvember 25, 2005

Á hvað hlustar Doddi þessa dagana?

Ég er að eipa yfir meisturunum í Mastodon, það fer að líða að því að þessar tvær plötur, Remission og Leviathan, verða mest spiluðu þungarokksplöturnar mínar. Þó að ég sé ekki með víðfeðman metalsmekk einsog sumir félagar mínir, þá eru Isis, Mastodon, Nevermore, Sepultura, Slayer og Thought Industry í sérstöku uppáhaldi hjá mér. En kræst hvað Mastodon eru suddalega góðir, ég kemst varla yfir það og verður bara betra með hverri hlustun. Það band sem er að koma hvað sterkast inn þó er Nevermore, og ég þakka Berserknum ægilega vel fyrir þessa góðlátlegu gjöf sem Dead Heart, in a Dead World var og er.

Af því sem ég flokka einfaldlega sem rokk, þá er Arcade Fire, Blonde Redhead, Fugazi, King Crimson, Pink Floyd, Sonic Youth og Trans Am búið að vera mikið í heddfónunum og spíkerunum undanfarnar vikur. Nýlega hef ég byrjað að hlusta á Kyuss, Blues for the Red Sun, sem er ansi hreint góð plata. Vona að rokkAri (sons of the soil type "hyuk") sé ekki sár þó að ég hafi e.t.v. einhvern tímann fengið Kyuss plötu frá honum og fundist hún ekkert sérstaklega góð, en ég man bara ekkert eftir því.

Harðkjarninn er hægt og sígandi að leita sér leiðar inní mitt hugarfylgsni og The Dillinger Escape Plan er bandið sem er að leyfa því að seytla í gegn. Það er dágott harðkjarnasafn í tölvunni síðan telpurnar tvær voru hér og það er aldrei að vita að ég, saklausi sveitadrengurinn, leyfi því að hljóma meir og nauðga mínu sálartetri.

Tónlistinn úr Blade Runner eftir Vangelis hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér og ósjaldan sem ég winampa það. Af öðru rafrænu og semi-rafrænu má nefna Boards of Canada, Future Sound of London, Massive Attack, Plaid, Primal Scream, Squarepusher og Tortoise. Aphex Twin hefur ekki fengið að hljóma lengi, en það ætti að fara koma tími á það.

Bróðir minn, vestur-Íslendingurinn, Hálfdan bendi mér á norskt band er heitir Jaga Jazzist og ég leitaði af því og niðurhalaði með glæpatólinu DC++ plötuna A Livingroom Hush, og ég varð mjög hrifin. Progressive Jazz er þetta flokkað á Allmusic.com. En Medeski, Martin & Wood er eðall, og þó að sumir gætu orðið ósammála því, þá hef ég flokkað Frank Zappa og Tom Waits undir Jass&Blús, þó að þeir séu mun fjölbreyttari en það. Jaco Pastorius, Herbie Hancock og tvíeykið Stefan Pasborg&Luis Mockunas hafa aðeins verið spilaðir, en þeir síðasttöldu er acquired taste og ég er ekki enn komin á bragðið. Það kemur líka fyrir að Weather Report fái aðeins að hljóma.

Þetta er ca. Doddi í tónum. Ef þið hafið einhverjar ábendingar um hvað ég ætti að hlusta á eða hlusta meira á, ekki vera hrædd að benda mér á það.

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Hraunið yfir egóið mitt eða lofsyngið það

Jæja. Hér eru nokkrar spurningar fyrir áhangendur og aðdáendur mína:
  1. Hvernig hefur fólkið litist á raus mitt undanfarnar vikur, er þetta óttalegt bull?
  2. Ætti ég að halda áfram með Örlagaorðin?
  3. Finnst lesendum þægilegt eða óþægilegt að ég hafi engar krækjur eða heimildir í þessum eipum?
  4. Á ég að slaka á í langlokunum og skrifa meira um daglegt amstur?
  5. Er ég ekki frábær?
Muniði svo að það er OrðLeikur neðst á commenta-glugganum og ég hvet sem flesta til að láta ljós sitt skína.

Ófriðaseggir: Lítil aðvörun!

Margir Íslendingar sem aðhyllast stefnu sem er stjórnvöldum ekki þóknaleg telja sig geta sloppið alfarið við athæfi sem tíðkast erlendis, svo sem í Sádi-Arabíu eða Bandalag Norður-Ameríku. Hér eiga róttæklingar máske von á nokkrum skrámum, þessvegna aðeins andað að sér táragasi og ef til vill fengið fægða kylfu í höfuðuð, með öðrum orðum, að hér ekki sé mikil hætta á handahófskenndum handtökum, dularfullum hvörfum, ofstopafullum aðgerðum þrælshunda valdstjórnarinnar eða vafasömum dauðdögum hér á okkar ástsæla og kæra fróni, bara furðuleg mannshvörf á borð við Gvend og Geira.

Nú er ég ekki vanur að fullyrða, hvað þá að koma af stað sögusögnum eða, gvuðforðimérfráþví, fara með gífuryrði, en slæmir hlutir hafa gerst. Ekki er langt síðan að hópur útlendinga voru handteknir og vísað úr landi fyrir það eitt að nýta sér málfrelsi og skoðanafrelsi sem við vesturlandabúar stærum okkur af (fyrir utan Bandalag Norður-Ameríku, að sjálfsögðu og að vissu leyti Stóra-Bretland einnig) og híum að þessum villimönnum langt eða stutt í austri. Einnig var hálfáttræður háskólaprófessor hrint af vel dressuðum þræli með mikilmennskubrjálæði, við frekar friðsamlega mótmæli útaf fyrrgreindum aðgerðum lögreglunnar á hendur þessara útlendinga, með þeim afleiðingum að höfuðið á honum rakst utan í tröppu og hann rotaðist. Einnig var mér tjáð frá traustum heimildum að leiksoppar svokallaðra lög og reglu neituðu að hjálpa honum, eflaust uppteknir að hafa hemil á þessum brjálæðingum, um 20 talsins. Og fyrir þá sem ekki eru kunnugir um smá nútímaíslendingasögu, þá bendi ég lesendum á dagsetninguna 31. mars 1949, á þeim tíma henti skemmtileg saga, en önnur saga er einnig áhugaverð.

Laugardagskvöldið 14. mars 1942 voru tveir kunningjar á leið inná Laufskála við Engjaveg. Þetta voru Gunnar Einarsson vélfræðingur og Magnús Einarsson, verksmiðjustjóri. Þegar þeir keyrðu eftir Hálogalandi voru þeir stöðvaðir af amerískum varðmanni og vildi hann fá að vita hvert ferðinni var haldið. Sögðu þeir einsog var hvert þeir voru á leiðinni og héldu svo áfram. Ekki var bíllinn kominn langt þegar skotið var á eftir bílnum og byssukúla hitti Gunnar í hnakkann. Vitaskuld stöðvaði Magnús bílinn samstundis og stökk skelkaður út og sá að hermenn komu hlaupandi á móti honum. Gunnar var fluttur á Laugarnesspítala og andaðist klukkan 3 að nóttu. Hann skildi eftir sig eiginkonu, Þóra Borg leikkona.

Ekki veit ég hvað stóð varðmanninum til að skjóta á saklausa borgara, ef til vill var hann taugatrekktur eða var bara að fíflast með byssuna eða fannst eitthvað dularfullt við ferðalag þessara félaga svona seint eða að þarna hafi orðið samskipaörðugleikar og félagarnir höfðu misskilið orð varðmannsins um að ´bíða´ fyrir að ´halda áfram´, ekki þori ég nú að fullyrða, þó skal ég ýja eilítið. Einsog allir sem lesið hafa góðar goðsagnir frá þessu tímabili, þá er ein sagan sem fjallar um Kommagrýluna er lötraði nær óhindrað um vesturlönd... gæti verið að skessan sú arna hafi nartað í varðmanninn þegar hann var á sínum heimaslóðum mörgum árum áður og hann hafi fundið lyktina af henni í bílnum þetta kvöld? Veit ekki. Þetta er bara áhugaverð saga.

Þannig lýkur orðum Örlagana í bili. Takk fyrir og góðar stundir.

mánudagur, nóvember 21, 2005

Freistingin orðin að veruleika

Jæja, fyrir nokkru orti ég lítið og léttvægt ljóð er hét Freistingar í tilefni þess að systir mín knáa, hún Ingibjörg stórmeistaradömpsterdævari, hafði orð við mig hvort að ég hefði áhuga á að kíkja með henni, Alexöndru, Ægi og Agli (máske fleiri) og rúnta með Good Clean Fun og Dead After School í Bretlandinu, þ.e. að túra/grúppíast. Ég kváði henni að ég hefði töluverðan áhuga á svoleiðis gjörningi og taldi líkurnar vera töluverðar á að ég mundi bara hreinlega koma. Líkurnar eru nú ekki lengur töluverðar heldur eru líkurnar algjörar þar sem flugmiði hefur verið keyptur og ég mun fara með heimalingunum snemma dags þann 25. janúar og koma til baka seinnipart 30. sama mánuð. En sumir (eða sumAri) velta ef til vill vöngum yfir ástæðu þess sem liggur að baki ákvarðanatöku sem þessari, að hanga með einhverjum óhljóðaböndum, óeirðaseggjum og vandræðagemlingjum. Af hverju? Svo ég leggi sálsjúkum einstaklingum orð í munn. Svarið er einfalt:

Af því bara - þetta virtist vera bara svo freistandi.

föstudagur, nóvember 18, 2005

Síðnútímahyggja

Allir hafa rétt fyrir sér þar af leiðir er allt rétt sem gert er. QED!

Pómó, fo´ the homies inda hood!

Fjölhyggja

Allir hafa rétt á skoðunum þar af leiðir að allar skoðanir eru réttar. QED.

Fjölhyggja, you gotsa lovitt homy!

Tímabundið afeip

Áður en maður eipar gjörsamlega á yfirlýsingum og gífuryrðum og fæli mína dyggu lesendur frá eða valdi þeim óþarfa áhyggjum yfir geðheilsu minni, þá ætla ég að brjóta blað og tjá aðeins um mín skólamál. Ég hef aldrei nokkurntímann gert það áður. Aldrei, aldrei.

Verkefni sem ég þarf að ljúka:
  • Ísl503 - Ákvað að rita um ca. 10 ára tímabil sem ég hugsa að hafi haft töluverð áhrif á rithöfunda hér á Íslandi þó sérstaklega einn atburður er tengist einu hugðarefni mínu nústundis. Þetta eru árin 1934-1944. Það sem mun vera í sviðsljósinu er meistari Þórbergur og pistill sem hann reit er hét "Kvalarþorsti Nazista" sem hann var kærður, dæmdur og sektaður fyrir. Pælinginn er sú að athuga hvort að þetta hafi haft áhrif á rithöfunda Íslands og hvort að þetta hafi "gleymst" þegar stríðið hófst. Mér finnst þetta vera fullstórt á að líta.
  • Ísl613 - Skrifa bókmenntaritgerð um Samkvæmisleiki eftir Braga Ólafsson
  • Sag313 - Tvö verkefni sem þarf að ljúka, eitt um Palestínu/Ísrael og hitt um samtímaatburði. Ritgerð um efni af eigin vali, hugsanlega að ég taki átök í Afríku undanfarin 30-40 ár.
  • Fél313 - Ritgerð um þróunarhjálp og -samvinnu Íslands.
  • Ens703 - Samanburður á The Great Escape og The Bridge Over the River Kwai. Klára að lesa Streetcar Named Desire og gera persónusamanburð. Útdráttur úr smásögu.
Síðan þarf maður að taka sig á í þýsku og hugsanlega segja sig úr stærfræði þar sem mér er ekkert að ganga sérlega vel.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Órökstuddar yfirlýsingar og eintómar yfirlýsingar og fleiri yfirlýsingar með smá vott af samsæri auk smá smjörslettu af gífuryrðum

Ekki er verður það í fyrsta sinn sem þessi spurning kemur fram og eflaust ekki í síðasta sinn, efalaust mun þessi spurning verða endurtekinn áfram næstu fimm árin, næstu tíu árin, þess vegna næstu tuttugu árin þar til einhver tekur sig til og sleppir því að svara með meinfýsni og útúrsnúningum eða á fræðilegum nótunum með ýmsum tilvitnunum eða er bara alveg sama hvort eð er, enda er sinnuleysi, kjaftæði og tepruskapur stór partur af þessarri spurningu sem hefur án nokkurs vafa oft borið á góma hjá ótöldum þjóðbálkum, þjóðum og þjóðfélögum í gegnum söguna, sem líta í kringum sig og sjá að eitthvað verulega mikið er að en enginn virðist gera neitt til að láta hryllingnum linna eða sporna við frekari ósóma og offorsi valdhafa, sama hvaða nafni þeir bera. Spurninginn er einhvern megin á þessa leið, gæti verið orðuð mun betur:

Hvað þarf að gerast svo fólkið rísi upp gegn því augljósa óréttlæti sem sama fólkið lætur viðgangast?

Þetta er ekkert spurning sem mun verða tilnefnd til friðarverðlaun Nóbels. Þetta er ekkert endilega spurning sem aðilar verða varir við. En það má íhuga þetta aðeins, með smá furðulegum vangaveltum og útúrdúrum, spekúleringum og pælingum, kaldhæðni og meinfýsni, ef til vill að maður verður ekkert laus við smá fræðilegar nótur en reyni samt að halda tilvitnunum í lágmarki. Í stuttu máli sagt, þá verður þessu svarað með sama sinnuleysinu og kjaftæðinu, auk tepruskapsins sem fylgir hvoru tveggja.

Það er Ameríkani sem hefur nú verið dauður í meira en áratug. Þessi maður var mjög fyndinn, án efa einn fyndnasti maður fyrr og síðar. Hann var ekki bara fyndinn því hann fyllti uppí dagskrána með dæmigerða risastóra, fjólubláa æðaþrútna typpa-brandara. Hann var fyndinn því hann sagði satt. Ekki niðursuðu Seinfeld-sannleika á borð við ömurlegheit sem er líkt eftirfarandi: "Matur á spítala/flugvél/Bretlandi er svo vondur að ég gubba oft uppí ömmu mína af tilhugsunni" eða "Negrar!? Fjúkk, hvað þeir eru svartir!" jafnvel gullmolinn "Einu sinni var kall og það uxu á honum brjóst!" Nei! Hann stakk á samfélagskýlin, sparkaði í pung þjóðarstoltsins og hæddist að dæmigerðum samlanda sínum. Hann lét mann líða nett illa, hann bendi á almenna hræsni og ásakaði fólkið fyrir aumingjaskap. Sá ljóðræni fúkyrðaflaumur sem spratt frá barka þessa merka manns stakk mann svo og kitlaði hláturtaugarnar að það jaðraði á við skoplegan dauðdaga. Þessi maður var Bill Hicks. Alvöru Amerísk Hetja.

Í dag ættu flest allir sem kunna að meta góða hluti að hlusta á efnið frá honum sem tekið var upp á árunum 1989-93 og heyr! Það hefur ekkert breyst. Jú, kannski getur maður skipt út nöfn á ýmsum poppstjörnum og sjónvarpsþáttum hér og þar, s.s. Survivor í staðinn fyrir American Gladiators, Eminem í staðinn fyrir Vanilla Ice, Michael Bolton í staðinn fyrir, eeh, Michael Bolton. Svona litlir hlutir sem þarf bara aðeins að Wikipediast um til að vita um hvað hann er að tala (L.A. óeirðirnar - Parísar óeirðirnar), annars á það sem hann sagði þá alveg óskaplega vel við í dag. Því það er einn hlutur sem ég efast oft um hvort ég eigi að hlæja að eða vera reiður yfir. George Bush og Írakstríðið.

Þegar ég hlustaði á hann nú fyrir stuttu þá laust það einsog elding í mig: Það hefur lítið sem ekkert breyst í næstum tuttugu ár. Fyrir utan tvo hluti, hvað kjaftæðið hefur farið hækkandi og viðkvæmnin farið lækkandi. Það er hægt að fleyga í andlitið á okkur hálfdauðu fóstri og við mundum varla kippa okkur upp við það, hausinn á söngvaranum í uppáhaldshljómsveitinni þinni gæti sprungið fyrirvaralaust á tónleikum og fólk mundi ekki fella tár, stormsveitir kenndir við lávarðinn í himnaríkjum gætu valsað um bæjarfélög skerandi eyru, varir og augnlok af fólki sem neitar að ganga í liðs til þeirra, rænt börnum og nauðgað þeim þar til þau deyja kvalarfullum dauða eða neytt þau til þess að drepa vini og ættingja og við mundum bara malda í móinn og skipta um stöð þar sem verið væri að sýna skaðbrennda sandnegra, limlesta blámenn og afmyndaða grjóna vera dansa í nýjasta myndbandi Britney Spears þar sem hún situr nakinn á kolli, með gaddavír í buddunni og blæðandi gyllinæð að auglýsa Persíkóla. Okkur væri eflaust alveg skítsama. Ef til vill munu einhverjir verða gáttaðir á viðbjóðnum sem fyrir þeim blasir og heimta úrbætur. En eftir að þeir og fleiri storma um borgargötur og mótmæla mun mótlætið minnka töluvert eftir að andlitin á viðkomandi mótþróaseggjum fá mjög náið stefnumót við svarta og gljáfægða lurka, bein brotna og það verður grátur og gnístann tanna þar til að sama fólkið skiptir um sjónvarpsstöð nokkrum dögum seinna enn með tárin í augunum og múraður kjafturinn eftir friðsamlegar og jafnframt löglegar lögregluaðgerðir.

Það hefur lítið breyst. Kúgunin er orðinn augljósari. En pottlokið sem ríkir og "voldugir" aumingjar hafa haldið við suðupottinn þessi tuttugu ár (eða miklu lengur) er orðið töluvert gamalt, og sökum ætandi áhrif frá hamslausum ós í þá er byrjað að á sjá og lítil ryðgöt byrjað að myndast á auðvaldsjárninu. Reiðinn kraumar og vellur uppúr þessum myndlíkingarpotti sem birtist í formi skyndilegra og beinna aðgerða almennings sem enn hafa ekki verið stofnanavædd.

Næstum allt er orðið ýmist orðið stofnanavætt eða hefur breyst í söluvöru. En samt eru menn sem þykjast ráða og aðrar undirtyllur í þartilgerðum stjórnaráðum að rífast um eintóman tittlingaskít, oftar en ekki í þeim tilgangi að afvegaleiða það alvarlega, meðan þeir sem oftast hafa falið sig bakvið tjöldin og togað í spottana fá að valsa um óáreittir.

En svarið við spurningunni er: Ég veit það ekki. Það eru ógeðslegir atburðir að gerast í dag, athæfi sem eru keimlík undanfara seinni heimstyrjaldarinnar og það er eflaust ekki langt þangað til að átökin sem eiga sér stað í Afríku munu fara stigvaxandi, átökin sem eiga sér stað í mið-Austurlöndum verði ofbeldisfyllri, óánægjan sem er kraumandi í almenningi á vesturlöndum verði augljósari og þessir þrír þættir munu hugsanlega hafa samverkandi áhrif. Þá má allt eins búast við því að sagan mun sannarlega endurtaka sig meðan Rússneskir glæpamenn hugsa sér gott til glóðarinnar því að heróínsalan hjá þeim mun bara aukast og Kína mun verða næsta heimsveldið og væntanlega mun ferlið byrja á ný þar til að orkulindir munu þrjóta og kjarnaoddar fara að þjóta. Halelúja moðerfokker!

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Ófriðaseggir: Ég ítreka!

Um árslok 1933 skrifaði Þórbergur Þórðarsson harðorða grein sem hét "Kvalaþorsti Nazista" er birtist í Alþýðublaðinu. Þessi grein var skrifuð kjölfar þess að Nasistarnir í forystu Adolfs nokkurns Hitlers hafði náð að mynda meirihluta stjórn í Þýskalandi. Hann benti á vankanta á þessum flokki og hvað þeir ætluðust fyrir, þ.e. landvinningar og stríð, viðhalda hinum hreinræktaða aríska kynstofni og útrýma rest og bara almenn valda- og péningagræðgi sem einkennir alla stjórnmálaflokka eða í það minnsta marga breyska meðlimi innann vissra flokka.

Í byrjun árs 1934 birtust harðvítugir pistlar í Vísi og Morgunblaðinu um téðan Þórberg. Þessir pistlar voru frekar aumkunarverðar tilraunir til að rægja orðspor þennan mæta ofvita, maður sem leit á það sem hreinræktaða dyggð að segja satt og rétt frá. Sagt var meðal annars að þetta væri maður "sem engin tæki mark á" og auk þess var hann ásakaður um að spilla viðskiptasamningum milli Íslands og Þýskalands sem er einkennilegt miðað við að þetta átti að vera maður "sem engin tæki mark á".

Þýski ræðismaðurinn var gróflega misboðið að sjá sannleikann og upphófust mikil málaferli þar sem Þórbergur var kærður og sektaður um 100 krónur, sem jafngildir um 50.000 krónum í dag, fyrir að segja satt og rétt frá, enda vita allir hvað gerðist örfáum árum seinna. Ég leyfi mér að vitna í sjálfan mig:
landvinningar og stríð, viðhalda hinum hreinræktaða aríska kynstofni og útrýma rest og bara almenn valda- og péningagræðgi
Eru samhliða atburðir að gerast núna? Sumir vilja meina að Þriðja ríki Þjóðverja og stjórnarfarið er keimlíkt vissu vestrænu heimsvaldaríki nútímans. En hver sá sem dettur þvílíkt í hug og birta annann eins ósóma á e.t.v. í hættu að vera kærður og sektaður af ræðismanni viðkomandi valdagráðugu heimsveldi. Eða muni hverfa á dularfullann hátt...

Skondið er samt að viðhorf þessara blaða gagnvart rithöfundinum og sósíalistanum knáa breyttust töluvert þegar eitthvað stríð sem kennt er við heiminn og henti í annað sinn hófst og mátti rekja upphafið hjá vissu ríki númer þrjú.

Þannig lýkur orðum Örlagana í bili. Takk fyrir og góðar stundir.

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Styrktartónleikar UNICEF

Nokkuð gott. Heróglymur og We Made God eru afbragð. Fighting Shit eru svakalega hressir, fílaði þá mjög vel. Hafði þokkalega gaman af Lights on the Highway. Modis eru bara nokkuð þéttir. We Painted the Walls er einlægt og skemmtilega barnalegt band.

föstudagur, nóvember 11, 2005

Ófriðaseggir: Passið ykkur!

Í apríllok árið 1941 gerðist einkennilegur atburður hér á Íslandi. Í kjölfar gagnrýni á hendur breska hersetuliðsins í sósíalíska blaðinu Þjóðviljanum voru tveir ritstjórar þess og blaðamaður handteknir, færðir í breskt herskip og fluttir til Bretlands þar sem þeir voru síðan látnir dúsa í fangelsi í tvo mánuði. Þetta voru þeir Einar Olgeirsson, 4. þingmaður Rvk og formaður Sósíalistaflokksins, Sigurður Guðmundsson og Sigfús Sigurhjartason. Ekki nóg með það þá tók herstjórnin sig síðan til og lagði bann á útgáfu Þjóðviljans, en að vísu var nú ekki tekið hart á því banni, því tveimur mánuðum seinna voru þeir lausir úr haldi og hafist var við útgáfu á Nýja Dagblaðinu þar sem Einar Olgeirsson var ritstjóri. 1942 var útgáfubanni á Þjóðviljanum aflétt.

Ég vildi bara minna ykkur ófriðaseggina og róttæklinginna á þetta sögulega atvik að ykkur er ekki óhætt á stríðstímum og vill ég undirstrika að það eru tvö stríð í gangi: Stríð gegn Eiturlyfjum© og Stríð gegn Hryðjuverkum©

Þetta þýðir að það gæti orðið ámælisvert og jafnvel leitt til handahófskenndar handtökur að gagnrýna hvorutveggja.

Þannig lýkur orðum Örlagana í bili. Takk fyrir og góðar stundir.


©MMIV, United States of Umerica, all rights reserved.

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Það var serðandi mikið!

Ný grein frá Maddox á bestu heimasíðu í heimi!

Nýyrði

Cyborg er samsett úr orðunum Cybernetics og Organism. Fyrra orðið þýðir á íslensku stýrifræði eða eitthvað sem stjórnar, miðlar og varðveitir upplýsingar í rafeindartækjum annars vegar og taugakerfi mannsins hins vegar. Hitt þýðir lífvera.

Nýyrði dagsins er = Rafvera

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Furðulegt og öfgafullt tuð um öfga og önnur furðulegheit

Þetta eru furðulegir tímar sem við lifum í og ekki er von á öðru en þeir verði enn furðulegri í framtíðinni ef áfram heldur sem á horfir. Nú fyrir stuttu var skólaráðið í Kansas að samþykkja tillögu þess efnis að rýmka til í vísindum svo að sköpunargoðsögnin gætist rúmast fyrir undir skilgreiningunni að hér sé að ræða um einhver vísindi, sem það vissulega er ekki. Tilvalið fyrir nýyrðið Kanavísindi, sumir spurja hvort að langt sé í það að BNA verði fljótlega að bókstafstrúarríki. Það virðist sem svo að það hefur þegar gerst, en sem betur fer eru margir að spyrna á móti. En meðan mest allt valdið og flest allur auður er í höndum bókstafstrúarmanna þá verður þetta erfiður bardagi milli skynsemi og fæðingarhálfvita.

Árið 1953 gerðist atburður í mannkynssögunni sem hefur óneitanlega haft töluverð áhrif á þessa þróun, en þá var Mohammed Mossadegh, kjörin leiðtogi Írans, steypt af stóli útaf því að hann ætlaði að þjóðnýta jarðefnaeldsneytisauðlindir landsins. Steypt af stóli af leyniþjónustinni CIA frá BNA. Þessi þáttur, frekar en annar, átti töluverðan hlut í því að Íran er í dag frekar öfgafullt ríki. Annar þáttur sem eflaust hafði áhrif á líf íbúa í Austurlöndum nær er stofnun Ísraelríkis 1948 með fulltingi BNA. Öfgarnir breiddust hægt út til ýmissa landa.

Á öldungardeild bandaríska þingsins er í bígerð frumvarp um að leyfa pyntingar til að hindra hryðjuverk. Hvenær bandaríska þinghúsið verður brennt í anda Reichstag og herlög verða sett á þar í landi er eflaust tímaspursmál. Meðan fylgist alþjóð með America´s Next Top Model og Do You Think You Can Dance? og margir hverjir eru agndofa yfir því hvernig fólk hefur látið plata sig útí þetta, að gera sig af algjöru fífli fyrir framan milljónir. Nákvæmlega sama hugarfarið hjá spekúleringum og kaffihúsaröflurum sem felst í því að sjá hvert stefnir í heimsmálum í dag, það er verið að gera fólki af fífli, ergo fólk er fífl.

En hvernig varð þetta svona? Sumir vilja kenna fjölmenningarsamfélaginu um, aðrir vilja meina að hér sé sökina að finna í plúralisma, á meðan þónokkrir telja að póstmódernismi sé rót vandans. Vandinn hlýtur samt að vera innihaldslaust þvaður og tuð um tittlingaskít í hartnær 50 ár og inná milli þessara þvargara hafa öfgamenn smogið sér í gegn án þess að einhver mótmæli kröftuglega. Fyrren nú. Þetta má einnig rekja til doða í hinum almenna manni, skiljanlegum doða, sem hætti að fylgjast með því honum var talið trú um það, dag eftir dag, ár eftir ár, að allt væri í himnalagi og í góðum höndum. Alþýðunni var veitt takmarkaðar upplýsingar um fyrirkomulag og framtíðarsýn einstakra besservissa og mikið traust er lagt á gullfiskaminnið, 8-12 tíma vinnudaginn og auðvitað gerfiþarfir af ýmsu tæji.

Sköpunargoðsögnin er einatt komin á þetta stig því að vel þenkjandi menn héldu að enginn mundi taka þessi fífl alvarlega, ó hvað þessir "vitru" menn höfðu rangt fyrir sér, enda fóru sköpunarsinnar að klæða sig með brynju háskólagráða, diplóma, BA, PhD, SoB og fóru að gefa út bækur í tugatali stútfullt af ýmiskonar kjaftæði sem sumum fannst vera mjög röklegt, því bækurnar innihéltu graf, löng orð og flóknar setningar, þ.a.l. hlýtur þetta vera á traustum vísindalegum grunni.

Það sama gerðist einnig með mannkynbótastefnuna á 19. öld, en það náði sérstöku hámarki í seinni heimstyrjöldinni þegar mætir fræðimenn fengu tómarúm til að framfylgja kenningum og hugmyndum um afskræmda hugmyndina um Übermenschið hans Nietzsche, sem fólst í að drepa alla sem ekki náðu þeim sérstöku eiginleikum sem þeirra hugmynd um hinn fullkomna mann átti að hafa, þannig að það útilokaði fólk sem "þjáðist" af elli, fötlun, limlestingu, geðveilu, dekkri húðlit og allt það, seinna meir bættust við stjórnmálalegar og trúarlegar skoðanir. Mannkynbótastefnan er aftur byrjað að láta á sig kræla.

Íran varð af því sem það er því vestrænir ráðamenn bjuggust ekki við því að bókstafstrú mundi fá svona svaka góðan hljómgrunn hjá kúguðu fólki. Hinir vestrænu valdsmenn héldu að þeir höfðu allt í hendi sér, einsog alltaf, og ekkert gæti farið úrskeiðis.

Nú er komið að The Great Clash of Fundamentalism, sem skákað er í skjóli olíuþurrðar. Hver getur verið mest kreddufastur og hver á mestu vopnin til þess að þröngva sínum lífsgildum uppá annað fólk! Einsog er þá eru BNA og Ísrael með töluverða yfirburði... spurning hvort að afleiðing nýlendustefnu Evrópu sé nú loksins að láta á sér kræla, sem gæti leitt til þess að fátækt fólk og kúgað í okkar "fullkomna" vestrænu samfélagi munu loksins sýna á sér klærnar og fara urra.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Freistingar

Fyrir stuttu, djöfullinn freistar
með svakalegri freistingu
og óneitanlega þá teistar
þessi ósköp
nokkuð asskoti vel

laugardagur, nóvember 05, 2005

Bubbi Morthens hópnauðgað á Austurvelli

Miðvikudaginn 2. nóvember lenti hinn vinsæli tónlistarmaður Bubbi Morthens í þeirri óskemmtilegri lífsreynslu að vera hópnauðgað af ölóðum mönnum á Austurvelli, þegar hann var að koma frá Ömmukaffi. Bubbi segist ekki hafa séð alminilega í andlit árásarmanna sinna en hefur kært málið til lögreglu. Lögreglan hafði uppá meintum aðilum, en atvikið náðist á öryggismyndavélum á Austurvelli. Bubbi hefur kært málið og líklegt þykir að hann muni fara fram á skaðabætur sem nema 20 milljón króna.
-Ófrétt
Þetta hefði verið trúlegra en hitt.

föstudagur, nóvember 04, 2005

Aftur er það ég, ég, ég

Ég finn mig ekki knúinn til að reita neitt sem varðar landspólítík eða alþjóðamál, heimspekilegar vangaveltur eða trúleysi, né annað sem aðrir betri menn geta reitað um og velt sér uppúr. Ég finn ekki löngun til þess og hvað þá áhuga. Hvernig, spyr ég, stendur á því? Af hverju, segi ég, hef ég enga skoðun á þeim innlendu og erlendu málefnum sem ætti í raun að varða mig um?

Það er ekki það að ég fylgist ekki með, alls ekki það að ég les mig ekki aðeins um hlutina. Það er bara það að ég finn ekki þessa þörf til að koma með álit mitt á viðvera heri BNA á landinu, glæpsamleg hræsni olíufélaga, aumingjaskap og kjánalegan framgöngu þingmanna Framsóknarflokks, heiguls- og pempíuhátt Sjálftstæðismanna sem falið er með karlmennskustæla í anda Fazmo eða Kallana, aðgerðarleysi almennings gagnvart óréttlæti erlends vinnuafls, almennt röfl og raus kratabroddana og vinstrivillumanna, kynbundin launamunur, gróf líkamleg og kynferðisleg misnotkun á heimilum gagnvart börnum og mæðrum, kjaftæðið er kemur að meiri kaupmátt og hærri laun almennings, mengun sem hlýst af ca. 170.000 farartækjum hér á land, kyrkjandi tak kvótakerfisins á landsbyggðina, þekkingarleysi heilbrigðismálaráðuneytis þegar kemur að heilbrigðismálum og starfsmönnum þess. Ekki vantar hugðar- og málefnin, ekki vantar upplýsingarnar og maður mætti halda að ekki vanti fólkið til að kippa þessum smámálum í liðinn.

En hver er þá hin raunverulega ástæða að einhver einn gaur (með aðdáendaklúbb) út á landi nennir varla að leyfa þessum hlutum að leika um sinn huga og koma með ágætlega útfærða vangaveltu, greiningu og jafnvel hugsanlega lausn á hinum og þessum málum? Vegna þess að það mun ekki koma neinu til skila. Við þessu má fussa og sveia og það geri ég. En maður spyr sig, hverju hefur verið áorkað undanfarin 10 eða 20 ár af tuði, ábendingum, nefndum og drottningarviðtækjaviðtölum? Örugglega heilmiklu og eflaust ekki neinu, því málefnin hafa lítið sem ekkert breyst. Við erum orðin stofnanavædd. Óánægjuraddir fá vissulega að heyrast og nóg er af þeim sem væla sig rauðan í framan. Pirringurinn verður svo óstjórnlegur að maður pústar heilmikið um hitt og þetta þar til inneigninn fyrir rausinu klárast. Flest erum við áhorfendur og gagnrýnednur að einhverjum kjánalegum kabarett þar sem leikendurnir eru margir hverjir hálfvitar, söguþráðurinn er orðinn þreyttur og útdösuð af klisjum og stælum, en það virðist ekki vera nein leið er til að stöðva þessa sýningu sem er búinn að vera í sífelltri endurtekningu síðan landið öðlaðist sjálfstæði, þó birtast nýjar persónur en þær gömlu eru nær alltaf í sviðsljósinu.
Svo sannarlega er undirtónn ríkisstjórnar óréttlæti. Með hroka og sjálfbirgingshætti kóngsins sem var ófær um að framkvæma rangan hlut, eru það ríkisstjórnir sem skipa fyrir, dæma, fordæma og refsa fyrir minnstu yfirsjónir, en um leið viðhalda þær sér með stærsta misgjörð allra tíma; útrýmingu einstaklingsfrelsis. Þessvegna hefur Ouida rétt fyrir sér þegar hún heldur því fram að “Ríkið miðar einungis að því að rækta þá hæfileika meðal almennings sem fylgja eftir að kerfum þess sé hlýtt og sjóðir þess fylltir. Æðsta markmið þess er umbreyting mannkyns í klukkuverk. Hver einasti hinna sértæku og vandmeðförnu frelsisþátta sem þurfa aðhald og rými til útfærslu, visna og eyðast í andrými ríkisstjórnar. Ríkið þarf agnúalausa skattgreiðsluvél, sjóði sem aldrei hallar á og almenning, einsleitan, eintóna, hlýðinn, litlausan og andlausan sem færist auðmjúklega eins og sauðfé eftir beinum vegi milli tveggja veggja.“
- Emma Goldman
Ég ætla bara aðeins að bíða. Hygg á að klára The Great Plan þar til ég get farið að taka þátt í The Great Scheme.

Aðdáendur mínir

Lótusblóm gróa hvar náðugur Þórður leggur höfuð sitt til hvílu
Það veitir mér ómælda ánægju að vita að nýjir meðlimir bætast við aðdáendaklúbbinn sem stofnaður hefur verið mér til heiðurs, auk þess að óspart gleði og kátína skjótast upp í hugarfylgsnum mínum vitandi það að fólk dáist að alþýðumanninum Þórði. Ég veit ekki betur en þetta sé eina aðdáendasíða sem er tileinkuð mér og efalaust ein af fáum aðdáendasíðum sem hyllir óþekktan en þó heimsfrægan Hornfirðing. Þegar ég sé rautt eða skapið er þungt þá þarf ég lítið annað að gera en að minnast á ofangreind orð hins andaktuga unga manns og einnig hina ljúfu línu sem hinn orðskrúðugi tröllavinur lét falla í minn garð.
Lof sé Þórði í upphæðum og friður með þeim sem hann hefur velþóknun á
Njótið þess að ég sé til.