miðvikudagur, október 26, 2005

Akkúrat þessa stundina hata ég...

...ÞETTA HELVÍTIS BLOGGKJAFTÆÐI. SÁ SORA-VIÐBJÓÐUR SEM ÞÓTTIST VERA SVO ÓTTALEGA SNIÐUGUR Á SKILIÐ AÐ EINHVER KASTI SÉR Á HANN ÚT ÚR SKUGGANUM, BINDI HANN MEÐ GADDAVÍR UM ÖKKLANA OG LÁTI HANN DANGLA NAKINN FRAM AF BJARGI ÞAR TIL KRÁKURNAR KOMA OG KROPPA ÚR HONUM AUGUN. ÉG HATA HANN! ÉG HATA´ANN! É´HAT´ANN!!! É´DREP´ANN FIMM SINNUM ÞAR TIL HANN DEYR!

sunnudagur, október 23, 2005

Ýmzó ýktzó

Hinn hæfileikaríki Doddi
Ókei. Einn góðan veðurdag í ágúst var kona ein sem hringdi í mig og velti vöngum yfir því hvort að hinn háæruverðugi ég væri til í að þenja raddböndin fyrir hið Hornfirska skemmtifélag í sýningu sem ber heitið Rokk í 50 ár. Að sjálfsögðu þáði ég það boð og mætti á fund fullur af óöryggi og vafa sem þó hjaðnaði þegar nær dró að sýningardögum. Farið var í gegnum lista af lögum sem hljómsveit og söngvarar áttu að spreyta sig á. Þessi lagalisti var unninn í samvinnu við Andreu Jónsdóttur hina mætu íslensku rokkömmu. Að vísu voru síðustu tíu eða fimmtán árin ekki gerð nægilega góð skil, að mér finnst enda vantaði sárlega slagara með t.a.m. Radiohead, Pearl Jam, Metallica, Iron Maiden, AC/DC, Slayer, Faith no More, Pixies og að sjálfsögðu Mastodon. Það fyrsta sem var ákveðið fyrir mína hönd var að spreyta mig á Amerika með hinu Germanska diskómetalbandi Rammstein, sú ákvörðun var eflaust tekin í ljósi stjörnuleik og -söng minn sem Pontíus Pílatus í verkinu Superstar eftir Andrew Lloyd Webber sem sett var upp fyrr á þessu ári í samvinnu við leikfélagið, tónskólans og framhaldskólans, auk smá viðbót frá Sigurði Kaiser framkvæmdastjóra Loftkastalans. Jæja. Seinna meir bættust fleiri lög við listann og ég endaði með því að syngja eitt erindi í We Will RockYou með Queen, reyna fá anda Jim Morrison til að taka yfir hug og líkama og flytja Hello I Love You með The Doors. Auk þess söng ég tvær ballöður, Space Oddity eftir meistara David Bowie og Wish You Were Here með Pink Floyd.

Nú, að liðnum tveimur sýningum, þá hafa viðtökurnar við þessari sýningu verið vægast sagt frábærar. Það óneitanlega kitlar egóið og það hríslast um mig sælutilfinning sem lýsir sér í því að ég get virkilega gert meira en verið gáfaður, drukkið bjór og rúnkað mér, ég get sungið líka og það bara asskoti vel ef eitthvað er að marka allt þetta fólk sem heldur vart vatni yfir framkomu minni.

Einnig kemur samt eilítil ónotatilfinning um mig því ég er ekki enn byrjaður að venjast öllum þessum gullhömrum, ekki alminilega þó ég kunni vel að meta þau ljúfu orð sem fólk lætur útúr sér. Kannski er þetta hluti af einhverju masókísku eðli að vonast eftir því að fá allavega einn jafnvel tvo til að segja að ég hafi ekki verið nógu góður í allavega einu lagi... tja að vísu hef ég alveg heyrt sambærilegt orðalag frá einni mannsekju, þ.e.a.s. að lagið Wish You Were Here hafi verið síst af öllum lögunum en það var nú einfaldlega útaf því að henni finnst Wish You Were Here ekki vera sérstaklega gott lag. Mér finnst það vera frábært lag, eitt af mínum uppáhaldslögum með eitt af mínum uppáhaldshljómsveit og mér líður alltaf hálfilla að syngja það, en ég geri það samt alveg frábærlega. Hef ég heyrt.

Hvaða lag finnst mér skemmtilegast að syngja? Space Oddity er í miklu uppáhaldi hjá mér.

C
2H5OH og C12H17N2O4P
Annað er líka að angra mig meir og meir, það er hið taumlausa djamm og drykkja sem ég er búinn að vera stunda núna ívið lengi. Ég held að ég sé búinn að stunda áfengisdrykkju, í þeim tilgangi að vera fullur, rúmlega aðra hvora helgi, jafnvel hverja helgi síðan Hátíð á Höfn. Held ég. Ég er ekkert búinn að merkja við dagatalið svo hægt sé að staðfesta það. En ég hef nettar áhyggjur af þessari þróun, sérstaklega útaf því að ég hef, undanfarin þrjú eða fjögur fyllerí, verið að krydda hið fulla hugarástand með drjólaáti. Það er stundum gaman og getur oft verið mjög skemmtilegt, en þetta er oftast einsmanns partí í hausnum á mér þar sem ég er umkringdur af furðufuglum. Einnig get ég hagað mér undarlega í þessu ásigkomulagi, en eftir góðan nætursvefn þá er ég náttúrulega naturlig með samviskuna í lemstrum og hugsjúkur á athöfnum mínum kvöldið áður. Þegar maður gubbar útúr sér einhverju sem maður var aðallega að hugsa þá ætti maður kannski að hugsa sinn gang. "Koma ríða?" er ekki góð pikköpplína, auk þess ætlaði ég ekkert að segja þetta, þó hún hafi ekkert tekið rosalega illa í þetta (held ég) og ef ég hefði haldið við fyrrgreinda áætlun þá hefði máske eitthvað gerst, en maður var svo rellinn og ör að maður ráfaði í burtu til að leita af einhverju til að gera eitthvað. Hinn óskrifaða regla: maður verður að allavega að fá eitt kjánaprik í kladdann á svona kvöldum.

Ég verð samt að fara hætta þessu og hætta að reykja tóbak líka, en ég er bara soddann sæluvímufíkill og glæpamaður.

Überjólaskólaverkefnaflóðið mikla
Nú fer að líða að mikilli verkefnavinnu sem mun krefjast þess að ég verð að öðlast guðlega einbeitingu og fókusera á því, hætta öllu rugli (tölvuleikaspilun, kvikmyndagláp, drykkjuskapur, ráp, slór, leti og fleiri þættir er hinn breyski homo sapien er haldin) í bili enda getur ruglið beðið. Það bíður mín allavega fjórar mögulegar ritgerðir, auk aragrúa af smærri verkefnum sem ég hef safnað upp og get ómögulega ekki límt rassinn á mér við stólinn til að lesa, læra og nema.

Djísús fokking kræst moððerfokker!

miðvikudagur, október 19, 2005

Alþjóðamála-skilgreining á hræsni?

Tilvonandi réttarhöld yfir Saddam Hussein (illmenni) er ein mesta hræsni sem ég veit um. Það á að kæra hann fyrir fjöldamorð á sjía-múslímum í nokkrum þorpum árið 1982, það má ef til vill minnast á það að þetta gerðist á stríðstímum, þ.e. Gleymda stríðið milli Írak og Írans, það skiptir máli. En þetta er víst ekki eina ákæran sem hann mun verða kærður fyrir. Onei, í bígerð eru rúmlega tólf ákærur á hendur Saddam Hussein (illmenni) og ég álykta sem svo að dauðatalan sem hann mun verða kærður fyrir mun ekki komast í hálfkvist við mannfall sem hernaðarbandalag BNA hefur staðið fyrir. En hví er þetta svona soddan hræsni? Tja, stríðið milli BNA og Írak árið 1991, Persaflóastríðið einsog það kallast, féllu um 100.000 Írakar, hermenn og óbreyttir, um 300.000 særðust en rúmlega 150 Amerískir hermenn lágu í valnum auk 150 af hernaðarsambansmönnum og margir veiktust af hinni svokölluðu Persaflóaveiki sem var ekkert annað en geislavirkni frá skertu úrani sem notað var í skotvopn af hálfu Bandaríkjamanna. Í kjölfarið innrásar Írak í Kúveit var viðskiptabann sett á Írak og á árunum 1990-2003 dóu um 500.000 menn, konur og börn sem hefði verið auðveldlega hægt að afstýra ef þau hefðu fengið aðgang að lyfjum, mat og búnaði til endurreisa innviði Íraks. Eftir innrásina í Írak 2003 var ekkert verið að telja dauðsföllin, að undanskildum bandarískum hermönnum sem nú slagar uppí 2200 manns. Samkvæmt læknatímaritunu The Lancet er metið að um 100.000 Írakar hafa fallið, það er byggt á könnun sem var gerð 2004 og gæti verið mun hærra eða mun minna. Það skiptir kannski ekki öllu máli, þarna er verið að tala um rúmlega 700.000 dauðsföll. Og það á að kæra Saddam Hussein (illmenni) fyrir dauða 120 einstaklinga?

En það er kannski réttlætanlegt... Saddam Hussein (illmenni) er náttúrulegt illmenni.

Augusto Pinochet er bara gamall kall.

þriðjudagur, október 18, 2005

Liturinn er fundinn á ný

Aðdáendaklúbbur Dodda hefur tekið fjörkipp. Formaðurinn hefur ákveðið að halda fund er varðar Dodda auk þess hefur Ari nokkur Eydal Egilsson sent inn übergelgju-mega-ýktzó-omg-skomm bréf sem hefur fengið birtingu.

Heilagur hryllingur

Nú hafa birst fjórar greinar eftir Frelsarann á Vantrú.is þar sem viðkomandi fjallar um svívirðilega glæpi kristnu kirkjunnar í gegnum aldirnar. Þvílíkur hryllingur og annar eins viðbjóður sem fólki er ekki kennt í fermingafræðslu eða kristinfræði. Mannvonskan og mannhatrið er algjört.

sunnudagur, október 16, 2005

Í rigningu og þoku

Hér stend ég við ljósastaur,
horfi á laufin skjálfandi,
starandi á mig,
beiðandi,
bíðandi.
En ég get ekkert gert
og laufin byrja að skjálfa á ný
og það eina sem ég sé
er skjálfandi tré.

laugardagur, október 15, 2005

Rokk í 50 ár

Í kvöld verður frumsýning á vegum Hornfirska skemmtifélagsins, sýninginn ber heitið Rokk í 50 ár. Í þeirri sýningu verður stiklað á ansi stóru í rokksögunni. En meðal manna sem munu munda míkrafóninn er ég, en það er uppá mér komið að koma Jim Morrison, David Bowie, David Gilmour og Till Lindemann ágætlega til skila auk minniháttar performans. Samkvæmt generalprufunni, sem var í gær, þá voru viðstaddir bara nokk hrifnir af sýningunni.

Ætli það verði ekki síðan sprellað allrækilega eftir þetta söngsprell.

miðvikudagur, október 12, 2005

Word verification...

Er að pæla í að gera það virkt... einhver mótmæli?

Rykkorn

Það er svo mikið af bókum í herberginu sem ég vill ólmur lesa og einnig bækur í lesningu sem ég vill ólmur klára. En sökum skort á tíma, anna, athafnaleysis og almennrar leti (einsog svo oft áður) sem spanar bæði bókalestur og nám þá er lítið um það að ég sé að fóðra mitt heilabú af upplýsingum og skáldskap. En svona til gamans skal ég telja upp hér nokkrar bækur ég vill lesa og sem ég vill klára:
  • Losing Faith in Faith eftir Dan Barker er ég hálfnaður með, þetta er góð lesning og ég hef áður reitað eilítið um það, en varð að taka pásu á henni sökum forgangsröðun.
  • The World as Will and Representation eftir Arthur Schopenhauer, Vol I og II. Ég fékk vol II. í jólagjöf eitt sinn frá mömmu og pabba, þau gerðu sér bara ekki grein fyrir því að þetta væri Vol. II þannig að hún hefur legið í bókahillunni í ca. 2 ár, en nú um daginn þá var móðir mín svo góð að panta og afhenta mér vol I af þessari heimspekiriti.
  • Why People Believe Weird Things eftir Michael Shermer er bók sem ég fékk í láni, en var gölluð útgáfa. Sá mæti maður er lánaði mér hana pantaði aðra og meira segja endurbætta útgáfu af bókinni sem innihélt meira segja nýjan kafla sem heitir Why Smart People Believe Weird Things. Þarf að klára hana sem snarasta.
  • Sálmurinn um blómið eftir Þórberg Þórðarsson, þetta er fyrir íslensku-áfangann sem ég er í en einnig fyrir sjálfan mig því ég er hrifnari af því litla sem ég hef lesið eftir hann en óbjóðinn sem ég hef lesið eftir Halldór Kiljan Laxness, þ.e. Vefarinn mikli frá Kasmír. Þá bók kláraði ég fyrir stuttu, en hún náði flugi í jafnlangan tíma og flugvél Wright-bræðra.
  • Bréf til Láru eftir meistara Þórberg.
  • Einnig stendur til að rýna í Fragments of an Anarchist Anthropology eftir David Gaeber til að standa við samning sem ég staðfesti við mætan Marxista.

sunnudagur, október 09, 2005

Ábending #32.4

Má til að benda mínum dyggu lesendum, sem efalaust skipta þúsund ef ekki milljón einstaklingar, á vefbókina hans Davíð Þórs. Þó er hann nær eingöngu að birta pistla sem hann hefur lesið upp á Rás eitt, en það kemur ekki að sök.

föstudagur, október 07, 2005

Hann Hannes á þetta bara skilið

Hann getur kannski samið nýja bók? Hvernig Hannes getur orðið stikkfrír frá öllu sem Hannes segjir og hvernig Hannes getur orðið ríkasti besservisser í heimi. Íslendingur tjáði sig um Íslending á ensku og þar með beindust orð hans að erlendum einstaklingum þar sem hann reyndi rægja mannorð Íslendings, þannig að Íslendingur kærir Íslending á erlendri grund fyrir tilraun til að flekkja mannorð sitt. Hvað er að því? Skildist mér einnig að Hólmsteinninn hafi birt þetta á veraldarvefnum, þar eru lítil sem engin landamæri. Nema í al- og einræðisríkjum sem glæpahugsunarlögreglan vinnur hörðum höndum í að skjó... þagga niðrí einstaklingum sem láta í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnvalda. En hvað við erum heppin.
Af hverju á hann þetta skilið? Æi, bara órökstuddur grunur minn að þessi maður er illmenni, sækópat, lygari, höfðingjasleikja og ömurlegur gaur að eðlisfari. Hef heyrt sögusagnir að hann stingi stúf í stjörnu son fyrrum forsætisráðherra vors... veit ekki hvað er hæft í því.

Ég mun samt gefa honum sjens...

...þó svo að Vefarinn mikli frá Kasmír eftir Haldór Laxnes sé með eindæmum leiðinleg bók. Að vísu er ég eki búinn með þenan doðrant, en er kominn í sjötu bók eða sjöundu, en mein Godt! hvað þetta er svakalega leiðingleg bók, hann hefur skrifað þeta í einhverju andlegu rúnki bara til að pumpa einhverju skáldlegu í ritað form og brundað einhverjum bókstöfum á blað. Það má vera að hann sje að gagnrína samtímaskáld sín sem í endalausri leit sini að fudlkomnun enda sem einhverjir heilaþvegnir munkar í klaustri nálægt Brúsel í Belgju. Þó er þetta að mestu byggt á hans eigin lífsreynslu þegar hann fór í kaþólskt munkaklaustur nálægt Lúxemborg árið 1922. Finnst mér nú Þórbergur Þórðarsson takast betur til í að skrifa svona hjal, þar sem hann skrifar að mestu um sjálfan sig og þá litríku karaktera sem hafa verið á hans vegi.
En þetda expresjóníska form er alveg ömurlegt, og gáfumannahjalið með því að koma með tilvitnanir á Ítölsku, Þísku, Latínu, Spænsku og fleiri tungumál án þess, með undantekningum þó, að ýa að því hvað í andskotanum maðurinn er að tala um. Og þetta óhemju mikla Jesú- og gvuðatal fer sjerstaklega í mínar fínustu.
Ég skal samt lesa Sjálfstætt fólk, Íslandsklukkuna, Gerplu og Atómstöðina, en það verður langt þangað til og eflaust langt á milli bóka. En þessi fyrsta bók hans, Vefarinn mikli, virkar frekar einsog repellant frekar en attraction. Ég hef reynt að lesa hana með frekar opnu hugarfari, búist við einhverju spekingslegu en þó lítið fundið. Mér finnst þessi bók vera svo mikill áreynsla frá ungu skáldi* til þess að vera metinn sem rithöfundur. Sori og óbjóður.
*þar sem hann var 25 ára þegar hann gaf hana út.

miðvikudagur, október 05, 2005

Ég mótmæli!

Ég mótmæli rekstrarformi Aðdáendaklúbbs Þórðar!
Ég mótmæli sinnuleysi forsvarsmanna Aðdáendaklúbbs Þórðar!
Ég mótmæli skort á viðbætum og innleggum Aðdáendaklúbbs Þórðar!

Ég krefst úr- og skaðabætur sökum þess!

Vér mótmælum öll!

Mylsnur

Ahhh... hún er ómetanleg þessi tilfinning um að maður standi sig ekki nógu vel í skóla. Mér líður einsog ég sé með sífelld harðlífi sem brýst einstaka sinnum út í heita og streymandi skitu. Verð samt að taka mig á og hætta þessum aumingjaskap, fá mér laxerandi og hætta að vafra á netinu einsog maður sé villtur einhverstaðar í Namib, vitandi það að eyðimerkurvinjarnar eru bara þarna rétt til vinstri.

Taflan er á lífi, hættan er liðin hjá, einstaklingar hafa fundið tilgang á ný.

Eftir æfingu í gær, um 2300, þá var farið á Víkina með Stjána frænda. Þar voru nokkrir kumpánar sem sátu á sumbli, vitaskuld tók ég þátt í þessari uppáhalds þjóðaríþrótt okkar Frónverja og öðrum íþróttum einsog pool. Klukkan ca. fjögur um morguninn staulaðist maður heim og fór að sofa, átti að mæta í skóla en sökum alkahólprómilmagns í æðum mínum þá varð ég bara að sleppa því.

Fór til tannlæknis í dag, en sá mæti maður var að hreinsa tannsteina og hnullunga. Var bara algjör demantanáma í kjaftinum á mér.

mánudagur, október 03, 2005

Undirskriftasöfnun!

Einsog það hafi nokkurntímann skipt máli í skoðanamyndun!

En hér er undirskriftasöfnun um að koma Töflunni aftur í gang en sá sem stendur bakvið það er meistari Hamfari , einn af elstu Töflungunum og sprelligosi mikill. Það er margt ótrúlegt sem hann hefur orðið vitni að á Töflunni, ris og fall aðra sprelligosa, skítkast af allskonar tæji gegn ýmsum sprelligosum og sprelligosar sem sprella allrækilega. Ekki sé minnst á brjálaða sprelligosa með allskyns gífuryrði og hroka, sem oftar en ekki geta skapað afar málefnalegar og innihaldsríkar umræður jafnt sem ómálefnalegar og innihaldsrýrar umræður.

Ég viðurkenni að ég á það oft til að stimpla inn T A F L A N . O R G af gömlum vana jafnvel þó ég veit að það er búið að loka henni... en þetta er einsog þegar heróínið er tekið af fíklinum, alveg óþolandi.

laugardagur, október 01, 2005

Myndastofuflipp #1

Úúúú...