Þegar íslenskar lögregluaðgerðir gagnvart erlendum og innlendum mótmælendum jaðra á við fasísk vinnubrögð (hleranir, hótanir, handahófskenndar handtökur), dóms- og kirkjumálaráðherra telur tímabært að það þurfi að stofna eða koma á fót einhverskonar leyniþjónustu/öryggislögreglu/greiningardeild því að "[v]ið getum ekki fyrirfram látið eins og önnur lögmál gildi um Ísland á þessu sviði en önnur lönd", þegar yfirmaður tollgæslunar, Georg Láruson, vill fá hríðskotabyssur á varðskipin útaf "hugsanlegri hryðjuverkarárás með litlum hraðskreiðum smábátum fylltar af sprengiefni [umorðun]", er þá ekki kominn tími til að staldra aðeins við og spurja örfáar spurningar? Hvað varð af þessari "friðsömu" þjóð? Hví er verið innleiða óþarfa hræðslu? Af hverju í ósköpunum ætti land sem ,samkvæmt alþjóðlegri könnun, er í 186. sæti yfir "lönd sem gætu lent í hugsanlegri hryðjuverkaárás", að verða fyrir "hugsanlegri hryðjuverkaárás"?
Tja... maður spyr sig.