fimmtudagur, júní 29, 2006
Humarhátíð á Höfn
Frá föstudegi til laugardags og e.t.v. hluta af sunnudegi mun ég vera verulega ölvaður. Það er einnig hugsanlegt að aðrir vímugjafar en áfengi verði neytt.
þriðjudagur, júní 27, 2006
Athugið: Takmörkuð notkun tölvu
Hvað get ég sagt? Hvað á maður að segja þegar maður hefur ekkert sérstakt að segja? En hefur maður ekki alltaf frá einhverju sérstöku að segja? Jú, en vill maður að allir geta lesið það sem maður hefur að segja? Stundum vill maður segja eitthvað sem fólk vill ekki heyra. Stundum vill fólk heyra eitthvað sem ég vill ekki segja.
Coming to a house near you!
Ég vill fá að vita:
Kristileg afskiptasemi - Þetta er það sem þú vilt, þó þú vitir það ekki.
- Hvað þú ert að éta
- Hvað þú ert að drekka
- Hvað þú ert að reykja
- Hvað þú ert að neyta yfirhöfuð
- Hverjum þú ert að ríða
- Hvort serðingarfélagi þinn er af sama kyni og þú
- Hvert þú ert að fara
- Hvað þú ert að hugsa
- Hvaða skoðun þú hefur
Kristileg afskiptasemi - Þetta er það sem þú vilt, þó þú vitir það ekki.
laugardagur, júní 24, 2006
miðvikudagur, júní 21, 2006
Knickknacks and paddywacks
Stend í stórræðum, er að taka til og svona hérna heima. Fer í gegnum margar hillur og skápa og er að finna ýmislegt merkilegt og ekki merkilegt.
Þó fann ég eitt sem fékk mig til að hlæja eilítið en það er merkimiði á jólapakka sem ég gaf systur minni:
Þó fann ég eitt sem fékk mig til að hlæja eilítið en það er merkimiði á jólapakka sem ég gaf systur minni:
Handa henni þarna, hvað sem hún heitir, nöfnu móður föður míns, systir hennar Alexöndru... dóttir Ingvars og Guðnýjar... hún á bróðir er ber nafn afa í föðurætt, s.s. föður föður míns, hvað sem ég heiti nú aftur. Ójæja, hver sem þú ert - gleðileg jól!Jólapakki frá minnislausa manninum.
þriðjudagur, júní 20, 2006
Húsvörðurinn, kokkurinn og ég
Titillinn hljómar einsog finnsk tragíkómedía með forngrísku elementi er fjallar um einkennilegan ástarþríhyrning er endar í dýrðlegu fjöldasjálfsmorði á götum Helsinki, fósturlát hjá sjötugri langaömmu og allrahanda aflimun á átta ára gömlum dreng sökum skæðum vírus. En svo er ekki.
Ég er að vísa í störfin sem ég er í. Af þeim tveimur vinnustöðum sem ég vinn á þá er ég eini karlmaðurinn á báðum vinnustöðum, að undanskildum húsverðinum og kokknum á hjúkrunarheimilinu. Leyf mér að umorða, ég er eini karlmaðurinn, svo ég viti til, sem er í umönnunarstarfi hér á Hornafirði.
Þessi staðreynd er hlægileg, algjörlega kostuleg. Þetta er algjör bomba. Þetta er alveg brjálæðislega fyndið. Ég sé allavega húmor í þessu, hvort að einhver annar geri það kemur málinu lítið við, en fyrir sá hinn sama sem sér spaugilegu hliðina á þessu, til hamingju.
Það er einn skitinn karlmaður í umönnunarstarfi á Hornafirði. Einn. Ég er búinn að telja þetta nokkrum sinnum og there are no two ways about it. Einn karlmaður. Aðeins einn. Ég held að ég geti ekki undirstrikað þetta meir, en svo það fari ekki milli mála þá er fjöldi karlmanna í umönnunarstörfum hér á Hornafirði nákvæmlega svona margir:
1*
Það er eitt umönnunar/aðhlynningar-heimili í viðbót er ég veit um sem er í þessu gríðarstóra sveitarfélagi er heitir Hornafjörður, en hvort það sé karlmaður að vinna þar veit ég ekkert um, leyfi mér að stórefast um það.
Kannski einhverntímann eftir 50 ár eða svo verða hugsanlega 2-3 karlmenn að vinna á þessu hjúkrunarheimili, hver veit. Jafnréttið er á leiðinni, það er bara þarna rétt handan við hornið, það ætti að koma á sama tíma og hið langþráða lýðræði sem við sækjumst öll eftir auk stjórnmálamanna sem standa við sitt og vitaskuld hið goðsagnakennda frelsi sem okkur er logið að að við höfum.
Þó er ég á engann hátt brautryðjandi í þessum efnum, en hver fær þann vafasama heiður? Ég mundi bara skjóta á hann bróður minn sem var einnig eini karlmaðurinn um langa hríða á þessu sama hjúkrunarheimili. Hann sagði mér goðsögnina um það er það voru heilir ÞRÍR karlmenn að vinna á sama tíma og hann(hann meðtalinn). En það var um sumarið og telst varla með. Eða hvað?
Mesta magn af karlmönnum sem hafa verið í umönnun í minni tíð voru tveir (ég meðtalinn), en hvort að hjúkrunarfræðinemar, þó karlmenn séu, flokkist undir umönnunarstarf má deila um, en ég segi já. En þó, hann vann einnig um sumarið (með smá viðkomu um jólin) svo ég veit ekki hvort hann teljist með.
En til að fyrirbyggja misskilning mína dyggu og æruverðugu lesenda þá veð ég ekki í tjeddlingum, skonsum/buddum og júllum á þessum rúmlega 50 manna (eða ætti maður að segja kvenna og einn mann) vinnustað. Sorrí þið ógeðslegu klámhundar og sorar með "sex on the brain" þó þetta sé ágætis söguþráður í frekar slappri klámmynd þá er raunveruleikinn allt annar.
Hún: Heldurðu að það sé´ílæji að gera það hér, fyrir framan þennan gæja?
Hann: Þetta er alltílæ beibí, hann er með alzheimer.
Hún: Tíhíhí.
Gamli gæjinn (leikinn af Ron Jeremy): [hugsar]Ef þau aðeins vissu, hjéhjéhjé.
* e - i - n - n
mánudagur, júní 19, 2006
Bíóbíóbíó!
Ég er einn af þessum milljónum, ef ekki milljörðum, jarðarbúa sem hef gaman af kvikmyndum mjög, seisei.
Af þeim fjöldamörgu heimasíðum sem tileinka sér kvikmyndir þá vitja ég mest James Berardinelli, Roger Ebert, Internet Movie Database og að sjálfsögðu Filmthreat.
Talandi um Filmthreat, þá birtist þessi yndislega bitra grein í greinaflokknum "Excess Hollywood" sem fjallar lítillega um fellibylinn Katrinu og viðbrögð Hollýwoodbúa. Mæli með lestur á þeirri mætu grein.
Af þeim fjöldamörgu heimasíðum sem tileinka sér kvikmyndir þá vitja ég mest James Berardinelli, Roger Ebert, Internet Movie Database og að sjálfsögðu Filmthreat.
Talandi um Filmthreat, þá birtist þessi yndislega bitra grein í greinaflokknum "Excess Hollywood" sem fjallar lítillega um fellibylinn Katrinu og viðbrögð Hollýwoodbúa. Mæli með lestur á þeirri mætu grein.
sunnudagur, júní 18, 2006
17. júní!
Það var 17. júní í gær fyrir þá sem misstu af því, ég gerði það. Man þá fögru daga í minni æsku er maður upplifði þessar hátíðarstundir í rósrauðum bjarma, bara eintóm gleði og glitrandi hamingja. En nú eru allir þessir dagar nákvæmlega eins; páskar, sumardagurinn fyrsti, fyrsti maí, jólin, fyrsti apríl, sjómannadagurinn, afmæli. Og þessir dagar virka best í grámyglunni.
"Veistu hver Charles Darwin er?" spurði ég 12 ára strák. "Nei" var svarið. "En Albert Einstein, Isaac Newton, Sigmund Freud, Socrates, Plato, Immanuel Kant, Arthur Schopenhauer, Terry Pratchett, Nietchze, Harry Houdini?" Nei við öllu, en svo kom rúsínan í pylsuendanum "En veistu hver Jesús Kristur er?" og ekki lá á honum "Auðvitað!" Áfram hélt ég; Móses, María Magdalena, María Mey, Jósef, gvuð, Allah, þríeinn guð, upprisan, brauðið og fiskurinn. "Já, já, já, já o.s.frv." sagði hann.
Hvað í ANDSKOTANUM er verið að kenna í þessum barnaskóla?
Bauna að honum fleiri spurningum þegar tækifæri gefst "En þróunarkenninginn, trúleysi, vísindi, heimspeki, gagnrýnin hugsun... þúst allt það sem þeir kenna ykkur ekki um."
"Veistu hver Charles Darwin er?" spurði ég 12 ára strák. "Nei" var svarið. "En Albert Einstein, Isaac Newton, Sigmund Freud, Socrates, Plato, Immanuel Kant, Arthur Schopenhauer, Terry Pratchett, Nietchze, Harry Houdini?" Nei við öllu, en svo kom rúsínan í pylsuendanum "En veistu hver Jesús Kristur er?" og ekki lá á honum "Auðvitað!" Áfram hélt ég; Móses, María Magdalena, María Mey, Jósef, gvuð, Allah, þríeinn guð, upprisan, brauðið og fiskurinn. "Já, já, já, já o.s.frv." sagði hann.
Hvað í ANDSKOTANUM er verið að kenna í þessum barnaskóla?
Bauna að honum fleiri spurningum þegar tækifæri gefst "En þróunarkenninginn, trúleysi, vísindi, heimspeki, gagnrýnin hugsun... þúst allt það sem þeir kenna ykkur ekki um."
föstudagur, júní 16, 2006
Eftir stutta vakt...
...kem ég arkandi heim, klukkan tólf, með Kyuss í eyrunum og reykjandi rettu. Trítla innfyrir heimilið og set í þvottavél og skipti um dekk á bílnum og slæ grasið, fæ mér síðan reyk og róa mig niður.
Undirbý mig með stafrænni hugleiðslu fyrir næstu verkefni; þvo upp leirtau og hnífapör og taka til og þrífa og fara svo að vinna við liðveisluna klukkan sextánhundruð.
Bíð enn eftir að tala við þjónustufulltrúa hjá Glitnir. Djöfulsins tussa að tala svona mikið og bévítans kæruleysi hjá mér.
Undirbý mig með stafrænni hugleiðslu fyrir næstu verkefni; þvo upp leirtau og hnífapör og taka til og þrífa og fara svo að vinna við liðveisluna klukkan sextánhundruð.
Bíð enn eftir að tala við þjónustufulltrúa hjá Glitnir. Djöfulsins tussa að tala svona mikið og bévítans kæruleysi hjá mér.
þriðjudagur, júní 13, 2006
Þvílík sölubrella!
Já, það fyrsta sem mér dettur í hug þegar einhver fremur sjálfsmorð er:
"Hvað ætli sé verið að selja?"
Óneitanlega, alltaf.
föstudagur, júní 09, 2006
Þriðja sneiðin af lífi
Fyrir stuttu gekk ég frá vini mínum sem býr ekki langt frá Hallgrímskirkju. Ég var kominn dágóðann spotta af Hallveigarstíg er ég sá þrjár manneskjur að hjóla, hjón á fertugsaldri og ung stúlka sem var kannski tólf ára, öll voru þau með hjálm. Þau hjónin voru glaðbeitt á svip, sérstaklega móðirinn, en stelpan var eilítið sorgmædd að sjá einsog hún nennti ekkert að vera þarna og hjólaði dálítið á undan þeim. Meðan hjónin hjóluðu á akbrautinn hjólaði stúlkan á göngubrautinni. Er hún nálgaðist mig kallaði mamman með sterkri röddu "Það er rauða húsið þarna beint fyrir framan!" Ég leit á stúlkuna, sem var niðurlút, og er hún hjólaði framhjá mér heyrði ég útundan andvarpað "Ég veit."
Það heyrði þetta enginn nema ég og ég vorkenndi greyjið stelpunna svo mikið. Af hverju? Henni leiddist svo svakalega mikið og henni hlakkaði ekki til að fara í þetta "rauða hús þarna fyrir framan."
Það heyrði þetta enginn nema ég og ég vorkenndi greyjið stelpunna svo mikið. Af hverju? Henni leiddist svo svakalega mikið og henni hlakkaði ekki til að fara í þetta "rauða hús þarna fyrir framan."
Um Þingholt og vímugjafa
Af ferðum mínum um Þingholtin kennir ýmisa grasa. Þingholtin eru að mínu hógværa mati eitt skemmtilegasta göngusvæði á landinu aðallega útaf því að þetta er svo svakalega óskipulagt svæði, en það er það sem gerir það skemmtilegt. Það er nefnilega ekkert hús eins í Þingholtunum, þó hafa verið gerðar tilraunir með til að mynda raðíbúðarblokkir. En raðíbúðarblokkirnar eru einatt skiptar í blokkir og íbúar í hverri blokk taka stundum uppá því að mála blokkirnar í mismunandi litum, þannig hefur maður húslengju í allskyns regnbogalitum, sem er vel. Þingholtin er einsog landsbyggðarþorp í lítilli borg.
Ósjaldan hef ég ráfað um Þingholtin í annarlegu ástandi og það, börnin góð, er hörkugaman. Með annarlegu ástandi á ég nú ekki við töluvert prómílmagn í mínum æðum, onei, með þeim eftirminnilegu gönguferðum um Þingholtin er þegar ég var á sveppum eftir miðnætti rétt eftir áramótin 2002.
Ég gekk um hverfið ásamt vini mínum í næstum 4-5 tíma. Stoppuðum fyrir framan Hallgrímskirkju í rúmlega klukkutíma þar sem ég talaði nærri því nonstop um eitthvað sem mér var hugleikið, hvað það var skiptir ekki máli en þetta meikaði allt sens þá. Ef einhver hefði stoppað og hlustað á það sem ég var að segja þá hefði sá hinn sami eflaust hrist hausinn og hugsað með sér "Þvílíkur moðhaus!"
Næsti viðkomustaður var listagarður Einar Jónssonar. Það var allsvakalegt móment er við gengum upp tröppurnar tvær, ég snarhemlaði áður en ég gekk inn því þetta var einsog að labba inní málverk. Þar fetuðum við félagarnir um svæðið í nærri því klukkutíma og dáðumst að þessum meistaraverkum eftir þennan ókrýnda skúlptúrmeistara.
En það sem mér finnst einna eftirminnilegast eru byggingarnar og hvernig húsin öðluðust hálfgert líf og persónuleika, höfðu einhvern sérstaka sjarma og ef maður fer útí hið ljóðræna þá voru þarna hús sem brostu og hlógu eða voru sveipuð dulúð og fýld á svip. Maður gat staðið fyrir framan einhvern kofann og undrast yfir ótrúlegheitunum. Þó eru þetta bara hús.
Einn helsti kosturinn við að ganga um Þingholtin, sérstaklega eftir miðnætti, er hvað það er lítið af fólki á rölti og manni leið þá einsog maður væri svefngengill, vakandi, dreymandi, arkandi um annann heim í okkar heimi.
Ósjaldan hef ég ráfað um Þingholtin í annarlegu ástandi og það, börnin góð, er hörkugaman. Með annarlegu ástandi á ég nú ekki við töluvert prómílmagn í mínum æðum, onei, með þeim eftirminnilegu gönguferðum um Þingholtin er þegar ég var á sveppum eftir miðnætti rétt eftir áramótin 2002.
Ég gekk um hverfið ásamt vini mínum í næstum 4-5 tíma. Stoppuðum fyrir framan Hallgrímskirkju í rúmlega klukkutíma þar sem ég talaði nærri því nonstop um eitthvað sem mér var hugleikið, hvað það var skiptir ekki máli en þetta meikaði allt sens þá. Ef einhver hefði stoppað og hlustað á það sem ég var að segja þá hefði sá hinn sami eflaust hrist hausinn og hugsað með sér "Þvílíkur moðhaus!"
Næsti viðkomustaður var listagarður Einar Jónssonar. Það var allsvakalegt móment er við gengum upp tröppurnar tvær, ég snarhemlaði áður en ég gekk inn því þetta var einsog að labba inní málverk. Þar fetuðum við félagarnir um svæðið í nærri því klukkutíma og dáðumst að þessum meistaraverkum eftir þennan ókrýnda skúlptúrmeistara.
En það sem mér finnst einna eftirminnilegast eru byggingarnar og hvernig húsin öðluðust hálfgert líf og persónuleika, höfðu einhvern sérstaka sjarma og ef maður fer útí hið ljóðræna þá voru þarna hús sem brostu og hlógu eða voru sveipuð dulúð og fýld á svip. Maður gat staðið fyrir framan einhvern kofann og undrast yfir ótrúlegheitunum. Þó eru þetta bara hús.
Einn helsti kosturinn við að ganga um Þingholtin, sérstaklega eftir miðnætti, er hvað það er lítið af fólki á rölti og manni leið þá einsog maður væri svefngengill, vakandi, dreymandi, arkandi um annann heim í okkar heimi.
laugardagur, júní 03, 2006
Í hægðum sér
Það var ekki fyrir svo löngu síðan að mér tókst að losa mig við úrgang úr endaþarmi þrisvar sinnum á sama degi. Ég skeit vel formuðum saur um morguninn i vinnunni sem sökk mjúklega á klósettbotninn. Rétt eftir hádegi kúkaði ég lögulegum lorti heima hjá mér. Flaug svo til Reykjavíkur og lét einn flakka þegar þar var komið. Daginn eftir kúkaði ég fokking tvisvar sinnum!
Það lítur út fyrir að dagurinn í dag verði einstaklega ljúfur fyrir klósettpappírsiðnaðinn því enn sem kom er hefur mér tekist að saurga tvö mismunandi klósett og dagurinn ekki einu sinni hálfnaður. Góðar og reglulegar hægðir er vísir að góðu og reglusömu lífi.
Aaahhh, life is good, everybody dance! Yeeeeah!
Það lítur út fyrir að dagurinn í dag verði einstaklega ljúfur fyrir klósettpappírsiðnaðinn því enn sem kom er hefur mér tekist að saurga tvö mismunandi klósett og dagurinn ekki einu sinni hálfnaður. Góðar og reglulegar hægðir er vísir að góðu og reglusömu lífi.
Aaahhh, life is good, everybody dance! Yeeeeah!
föstudagur, júní 02, 2006
Nokkrar sneiðar af nokkrum leifum
Vaknaði klukkan hálf átta í dag. Fór í vinnu. Vinn á hjúkrunarheimili. Fullt af gömlu fólki. Sögur? Svei mér þá, já, sögur!
Búinn í vinnu klukkan fjögur, eða einsog sagt er í "korinnu", sikstínhundredd. Fer út. Samviskann talar. "Jó, jó, hvað með mig?" Veistu, "segi ég" hef ekki hugmynd.
Held áfram með rölti mínu. Leyfi ljúfum tónum að leika um mitt lögulega eyra.
Fer síðan heim að sofa.
Og, vitiði hvað, ég sofna.
Vakna svo daginn eftir.
Og hvað?
Búinn í vinnu klukkan fjögur, eða einsog sagt er í "korinnu", sikstínhundredd. Fer út. Samviskann talar. "Jó, jó, hvað með mig?" Veistu, "segi ég" hef ekki hugmynd.
Held áfram með rölti mínu. Leyfi ljúfum tónum að leika um mitt lögulega eyra.
Fer síðan heim að sofa.
Og, vitiði hvað, ég sofna.
Vakna svo daginn eftir.
Og hvað?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)