mánudagur, janúar 31, 2005

Óendurnýjanlegar og endurnýjanlegar auðlindir

hugleiðingar

"Péningar láta jörðina snúast" mælti skáldið "olían liðkar aðeins til" sagði hann ekki.

Hinn pólítiski veruleiki, einsog einhverjir vilja kalla raunveruleikann, snýst meira og minna í kringum það að hafa greiðan og góðan aðgang að þessari náttúrulegu og óendurnýjanlegu auðlind. Ráðamönnum, forsætisráðherrar og keisarar hafa verið steyptir af stóli út af þessu, fólk hefur verið hengt og slátrað fyrir mótmæla þessu, heilu þjóðunum hefur verið haldið í efnahagslegri gíslingu sökum þess og til hvers spyr fólk? Svo að örfáar feitar og blindar kapítalistarottur geta lifað í vellystingum, meðan manneskjur fá rétt að þefa af mylsunum.

Upp hefur komið skýrsla, og eflaust verið skotið í kaf af fjölmiðlamönnum, "viljum ekki skapa óþarfa óróa" og elítan (s.s. þeir sem stjórna stjórnmálamönnunum) "við viljum ekki hafa óþarfa áhyggjur" og báðar starfsgreinarnar sagt "þetta er seinni tíma vandamál, komandi kynslóðir geta haft áhyggjur af þessu" og síðastnefndu eflaust bætt við "það er nægur tími fyrir allavega 2-3 kynslóðir af okkur til að misþyrma litlum börnum"

En, svona svo að fólk viti alveg um hvað ég er að tala, þá bendi ég á þetta og þetta og þetta og þetta, en þó sérstaklega þetta, enda skrifað á mjög augljósan og útskýrðan hátt (einnig miðað við það að það eru Ameríkanar að lesa þetta).

Í fljótu máli; olían mun klárast á næstu áratugum - gæti verið 10 ár, gæti verið 50 ár gæti verið 100 ár, en það er vitað mál og augljóst að það mun gerast og hvað mun gerast. Það þarf bara aðeins að hugsa útí nokkur atriði: 1) 150 ár af því að dæla tug þúsundum milljónum (milljarð) lítra af olíu 2) óendurnýjanleg 3)öll okkar nútíma-menning er byggð á olíu (skjárinn sem þú starir á ,olía; lyklaborðið sem þú notar til að skrifa eitthvað hnyttið, olía; geisladiskurinn sem þú ert/ætlar að hlusta á, olía).

Mér finnst eitthvað bogið, þegar maður hugsar útí þetta, að maður eigi að hjálpa stríðshrjáðum börnum, munaðarlausum börnum, misnotuðum börnum, vitandi þess að þessi sérstöku aðstæður sem þessi tilteknu börn lifa í, s.s. þriðji heimurinn, mun ekki verða bundið við s-Ameríku, Afríku og Asíu, heldur allan hinn "siðmenntaða" og "lýðræðislega" heim. Eftir rúmlega 50 ár mun allur heimurinn verða í logum útaf, you guessed it, olíu.

Það væri mögulegt, ef við værum virkilega viti borin og sjálfstætt fólk, að geta dregið úr þessum harða skelli. En, því miður veit meirihluti mannkyns ekkert af þessu, hugsa ekkert útí þetta. Ekki nóg með það, fjandinn hafi það, nú á að gera mikið mál úr því að pólarnir munu einhvern tíman bráðna, golfstraumurinn hættir að streyma, og fleiri hrakfarir útaf... mengun, sem er eingöngu útaf svartagullinu sem er dælt upp úr jörðinni.

En nóg um það.

En... gæti hempræktun náð að draga aðeins úr dauðanum? Hér er ritgerð sem ég rakst á. Ég fann hana er ég var að gera dauðaleit af Dr. Brooks Kelly, sem skv. mörgum heimildum, segja að hann hafi sagt eitthvað á þá leið að "hampur er til margra hluta nytsamlega, eins og til dæmis til að gera eldsneyti."

Smá viðbót við Írak

Vinur minn hann Vésteinn ritar eilítið um kosningarnar í Írak, og ber það saman við kosningar í Nepal. Hann minnist í karakter er heitir Zarqawi, Abu Masaab al-Zarqawi. Hann telur (og er ekki einn um það) að Zarqawi sé útsendari Vesturvelda (les: BNA). Sem er alls ekki svo ólíklegt. Ég bendi á þessa grein.

sunnudagur, janúar 30, 2005

Fleiri hugleiðingar um Írak

Í Írak í dag eru "fyrstu" "lýðræðislegu" "kosningarnar" í landinu síðan... aldrei. Af rúmlega 30 milljón manns sem búa þarna (og talan fer lækkandi með hverju degi), þá er búist við því að rúmlega 14 milljónir geta kosið, það er að segja ef þau þora að fara útúr húsi og ef þau þora, hvort þau komast alla leið. Þetta verður einsog frekar skuggalegur fótboltaleikur:

"Sjáiði, þarna fer Ahmed Allawi útúr húsi, hann er mjög var um sig... ókei hann ætlar að bíða aðeins. Hann tekur eitt skref, tvö... NEI, hann er skotinn í hausinn!"

Síðan er ég byrjaður að lesa Píslarvotta nútímans eftir Magnús Þorkell Bernharðsson, en sú bók fjallar um afskipti vesturvelda yfir Írak (Mesópótemía) og Íran (Persía) í gegnum 20. öldina. Áhugaverð og fróðleg lesning, sérstaklega þessar kaldhæðnsilegu sögulegu endurtekningar; Bretar réðust inní Mesópótemíu eftir fyrri heimstyrjöldina og sögðu "Við erum ekki komnir til að hertaka ykkur, við erum komnir til að frelsa ykkur" og ekki leið á löngu að uppreisn og andspyrna komst í hámark stuttu síðar... og nú 84 árum seinna, nákvæmlega sama klisjan og nákvæmlega sama útkoman. Hmmmm... einnig hagræddu Bretar stjórninni, bæði í Írak og Íran, þannig að þeir væru hliðhollir þeim og auk þess, eftir að olía fannst, bæði í Írak og Íran, þá einokuðu bretar olíuna í báðum löndunum. En nú eru tímarnir aðrir. Það er bara tímaspursmál hvenær BNA ráðast í Íran í nafni frelsis og lýðræðis og koma á fót nákvæmlega sama apparati og Bretar gerðu í báðum löndunum (og það sem er þegar komið í Írak) þ.e. leppstjórn. En að vísu áskotnaðust báðum löndum sjálfstæði frá konungsveldinu Bretland um tíma... en.

Magnað. Magnað. Magnað. Hvað skal gera?

mánudagur, janúar 24, 2005

Nokkrir minnispunktar (því ég er ölvaður):

  • Athuga með Magnús Þorkell Bernharðsson og það sem hann segjir í sunnudagsblaði morgunblaðsins um að fyrst nú er að spretta upp sem má kalla þjóðareinkenni Íraka, þ.e. að súnnítar, sjítar og kúrdar eru að sameinast sem ein þjóð.Einnig lesa nýútkomna bók hans sem heitir víst Píslarvottar nútímans.
  • Að Tröllavinafélagið eru ekki bara tröll, það eru líka grýlur, rétt einsog karlmaður og kvenmaður - tröll og grýla (þannig skil ég það). Þetta er félag með spaugsamu ívafi en með nett alvarlegum þönkum: til að mynda náttúruvernd og hreinsa ýmis vafasöm hugmyndakerfi, er í sumum tilfellum eru kennd við Karl nokkurn Marx, af ásökunum sem eru ekki afleiðing eða tilgangur tiltekinnar hugmyndafræði
  • Máski koma með smá greinargerð um Immanúel Kant (sem hafði áhrif á Hegel, sem þar af leiðandi hafði áhrif á Marx, sem þar af leiðand hafði áhrif á allan heiminn).
  • Og það var eitthvað fleira sem gerðist um helgina...alveg rétt... rökstuðningur fyrir notkun LSD í sumar.

Í dag ætla ég að benda aftur á hið augljósa

Því í dag er mánudagur.
Það eru ábendingar einsog þessar sem fær mann til að hafa afar miklar áhyggjur yfir því hvort það eru virkilega skynsamir menn í ríkisstjórn, hvort að þeirra andlega geðheilsa sé í lagi. Jú, jú, það hafa verið vísbendingar um þetta, jú, jú samþykkjum ólöglegt stríð, jú, jú, svíkjum öll loforð, jú, jú, klöppum á bakið hvors annars fyrir vel unninn störf, jú, jú, allt gert í nafni og með samþykki þjóðar og ... GUÐS!

Kannski þess vegna sem þeir þora ekki að gagnrýni gjörðir Ísraela? Það er nú eingyðislýðræði ef ég skil rétt. Þ.e.a.s. trú og pólítik er tvinnuð saman á þann veg að þeir nota Tóranin (sem mig rámar í sé lögbók Gyðinga) sem grundvöll að stjórnskipun og lögum.

sunnudagur, janúar 23, 2005

Í dag er sunnudagur.

laugardagur, janúar 22, 2005


Mynd sem var tekinn í lokuðu rými einn góðan veðurdag með stafrænni myndavél í eigu Andra Ákason. Posted by Hello

föstudagur, janúar 21, 2005

Er að lesa bréf frá langalangaafa mínum, hann Ari Hálfdanarson. Þau eru rituð frá árunum 1887 til 1910, og það sem mér finnst dálítið merkilegt er hvað maðurinn skrifaði alveg listilega vel og var með næstum óaðfinnalega stafsetningu, og það miðað við daginn í dag. Það eru nokkrar framburðarstafsetning einsog "eptir", "einginn" og "feignir"

Ekki er það verra að maður lærir af þessu, þ.e. brotabrot um lifnaðarhætti forfeðra minna. Þetta er auk þess ekkert ljósritað prump, þetta er "the real deal". Magnað.

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Og sjá, skrifum Þórðar linnir ekki. Hann blívar vel í þessu og er eflaust illa haldinn af annars flokks geðhvörfum.
Hið ízlenska tröllavinafélag

Þetta gæluverkefni hjá Vésteini gerir mig, ekki orðlausan, ég held að orðið sé frekar "flabbergasted" og "mindboggled" - ég hef verið að velta fyrir mér tilgangi þessara félags. Það er eitthvað einkennilegt við þetta allt saman. Það gæti verið að það sé að upphefja hina svokallaða "trollara", sem dictionary.com skilgreinir sem svo:
"troll-An electronic mail message, Usenet posting or other(electronic) communication which is intentionally incorrect, but not overtly controversial (compare flame bait), or the act of sending such a message. Trolling aims to elicit an emotional reaction from those with a hair-trigger on the replykey. A really subtle troll makes some people lose theirminds."
Af hverju finnst mér þetta einkennilegt? Jú, það er útaf hlutum einsog þessum, þar sem viðkomandi er fastapenni. En þessi tiltekna heimasíða gengur útá að tala gegn hjátrú og hindurvitnum, einsog guði, engla, álfa og FOKKING tröll.

En... þetta er eflaust bara saklaus hópsamkoma þar sem étið verður ofskynjunarsveppi og farið til Þingvalla og dást að "tröllunum" og spjalla við þá.

En það má vel vera að verið sé að stofna Hið ízlenska tröllavinafélag til þess að "...beita sér fyrir hvers konar starfsemi sem getur orðið til þess að bæta samskipti manna og trölla, draga úr gagnkvæmum fordómum þar á milli, efla vöxt og viðgang trölla á Íslandi og vernda þau vistkerfi sem tröll hafast við í. Enn fremur hyggst félagið stuðla að rannsóknum á tröllum og lifnaðarháttum þeirra og útgáfu á efni því tengdu." Það gæti svo sem vel verið.
Sögulegar endurtekningar II
hugrenningartengsl og ginnungargap

Er að lesa áhugaverða bók er ber heitið Galdrafárið í Evrópu eftir sagnfræðing að nafni Hugh Trevor-Roper. En einsog nafnið gefur til kynna þá er verið að skoða galdrafárið í Evrópu útfrá mannfræðilegu, félagsfræðilegu og sagnfræðilegu sjónarhorni. Einn ansi áhugaverður punktur er einhvern meginn á þessa leið: Hvert sem svartmunkar eða aðrir nornaveiðarar komu, hvert sem þeir fóru í sinni endalausu leit af nornum og galdramönnum til að pynda og brenna, sama hvaða afdalasveitum þeir létu sjá sig í, sama hvaða hamlet eða fjallaþorpi þeir birtust, ekki skipti þótt engar sögur voru af vélarbrögðum á þessum tilteknum stöðum, héröðum og bæjum, alltaf fundu þessir karlar konur og menn til að brenna, undantekningalaust alltaf fundu þessir brjálæðingar tugi, hundruði einstaklinga sem kukluðu og höfðu samneyti við djöfullun og virtust birtast upp úr þurru. Þegar aðilar fá of mikil völd þá geta þeir komist upp með hvað sem er. Í sögulegu samhengi vill ég benda á þetta hérna.

Hvert sem bandarískir hermenn fara til að berjast á móti hryðjuverkamönnum, sama þótt að hryðjuverkamenn eru ekki starfandi á þessum svæðum, þá virðast hryðjuverkamenn birtast, einsog galdrafólkið, upp úr þurru, og af þeim stafar "ógn" við stöðugleikann. Það sem stöðvaði galdraofsóknirnar í Evrópu var skynsemisstefna sem má að einhverju leyti rekja til bréfaskrifa Erasmus frá Rotterdam.

Það eina sem getur stoppað þessa ógnvænlegu heimsþróun, að því er virðist, er algjört blóðbað. Þegar fólk fær nóg, þá verður það bælt síðan brýst út óheft reiði gagnvart þeim sem virðast eiga sökina á þessu. Það eru einstaklingar sem vilja blátt áfram skipta heiminum í tvennt, við á móti þeim, þeir á móti okkur. Svart og hvítt. Us and them. Þessir "Þeir" eru örfáir firrtir karlar sem telja nauðsynlegt að kúga aðra til að fá sitt fram, sem eru einhver einstök veraldleg gæði, sem enginn annar á rétt á nema Þeir. Þessir menn hlusta ekki á rök, þessir menn taka ekki mark á skynsemi hvað þá sannleika. Þessir menn er ekki hægt að semja við eða tala. Þessir menn eru þeir sem stjórna (eða vilja stjórna, því það gæti verið að einhverjir aðrir baktjaldamakkarar sem toga í strengina á þessum pedófílum og sadistum). Ef morð er óásættanlegt, þá þarf að taka þarf úr umferð með öðrum ráðum, eins fljótt og auðið er. Eitthvað þarf að gera!

Ef til vill er maður að gera of mikið úr hlutunum, kannski að maður gleymi þessarri skálmöld sem virðist vera henda fyrir utan okkar farsæla frón, fá sér bílalán og íbúðarlán, klára skóla, fá sér vinnu og segja "Þetta varðar mig ekkert um, fari samkennd til fjandans!"

mánudagur, janúar 17, 2005

Bókaóskalisti Dodda :

1. Principia Discordia eftir Malaclypse the Younger.Þó getur maður nálgast hana á netinu, en þó væri gaman að hafa hana í bókasafninu.
2. The Book of the Subgenius eftir J.B. "Bob" Dobbs. Allt sem maður þarf að vita um "slacking"
3. Book of lies, í ritstjórn Richard Metzger. Sem er "andupplýsingar" um galdra og dulræn mál.
4. Bloodcurdling Tales of Horror and the Macabre eftir H.P Lovecraft.
5. Liber Kaos eftir Peter Carrol.
6. Condensed Chaos eftir Phil Hine.

Þessi óskabókalisti er að öllu leyti byggður á þessum bókalista. Schrödinger´s Cat Trilogy hef ég lesið og er einnig til á mínu heimili (af einhverjum dularfullum ástæðum... gæti verið að Hálfdan bróðir hafi komið með hana) og er að lesa The Illuminatus! Trilogy.

Doddi segjir: ... ekki láta það koma ykkur á óvart þó ég skrifi ekkert í langan tíma... það getur gerst hvenær sem er. Þetta er ekki svo ólíkt coma-sjúklingi, stundum opnast augun en lokast síðan fljótlega aftur.

11. september 2001 og svona...

Ef eitthvað fer alvarlega úrskeiðis í landinu sem maður býr í og íbúar í þessu landi vilja fá örugg svör við spurningum sem brenna á tungum borgarana er tengist þeirru alvarlegu uppákomu, og ef þau fá enginn góð svör eða léleg og illa útskýrðar útskýringar á borð við "hvernig gat svona stór árás gegn landi sem skarar framúr öllum þjóðum er kemur að vopnum, vopnaburði og vopnvaldi, upplýsingum, reglugerðum og löggæslu, ekki sé minnst á þetta tiltekna land sé án efa máttarstólpi nútímaauðvaldshyggju, iðn- og tæknivæddasta þjóð sem nokkurn tíman hefur verið upp, átt sér stað?" og fengið "Því ógnin leynist allstaðar, við verðum að hræðast fólkið sem við þekkjum ekki... því það er á móti frelsi og lýðræði... þetta er svona einfalt, við á móti þeim" eða álíka, þá er ekkert svo óeðlilegt að véfengja sumt/margt/allt sem valdshafandi valdstjórn segjir og gerir.

Þegar eitthvað er virkilega AÐ, og það virðist vera að enginn opinber útskýring getur dugað til að friðþægja múginn, eða vissa hópa t.a.m. óþæga vinstrisinnaða atvinnumótmælendur, þá á sumt fólk til að benda puttanum á hugsanelga orsök. Síðan fer eftir því á hvern hópinn þú hlustar þegar þú ákveður hvaða tilteknum hóp þetta fyrst og fremst að kenna.
Hvernig, fyrst að hinn ógleymanlegi , hugbreytingadagur er í umræðunni, hvernig fóru fjórar flugvélar á "government-approved"-flugleið að því að vera ekki grunsamlegar í klukkutíma án þess að ekkert hafi verið gert? a) hrapaleg mannleg mistök b) hryðjuverkahópurinn sem stóðu fyrir þessu voru með innherja á nokkrum æðri stöðum einsog FAA, Pentagon og Hvíta Húsið (takið út og/eða hendið inn stofnun af ykkar eigin vali), eða c) Starfsmenn hjá FAA létu vita af þessu til allra helstu ríkisstofnana (Pentagon, CIA...) og [setjið inn atburðarrás af eigin vali]En, og það má vera að sú skoðun er eingöngu byggð á hreinni tilfinningu og rökum sem virðast vera samansafn af ótrúlegum minniháttar tilviljunum, eitthvað er að.
Sögulegar endurtekningar
ritað á einkennilegan og óreglubundinn hátt

Jæja, senn fer að líða að blóðugri byltingu, ef til vill blóðugustu byltingu mannkynssögunnar. Hvort sem það er á þessu ári eða eftir 50 ár, þá mun koma að því. Þetta er bara staðhæfing byggð á nokkrum staðreyndum og sögusögnum, en hér er pínulítill úrdráttur af helstu byltingum sögunnar svona til fróðleiks og skemmtunar:
  • Bylting í Bandaríkjunum 1775 -1783, útaf óánægju gagnvart breska konungsveldinu, sem byrjuðu árið 1760 að mergsjúga nýlendubúana í Ameríku, til þess væntanlega að fá meiri aur til að ráðast inní önnur lönd sem ekki höfðu fána.
  • Byltinginn í Frakklandi 1789 var útaf skattfríðindum aðals og klerks, matarskorti alþýðunnar og getuleysi stjórnvalda til að bæta kjör og aðbúnað alþýðunnar.
  • Bylting var í Rússland 1905, svo aftur 1917, útaf getuleysi stjórnvalda til að bæta kjör og aðbúnað alþýðunnar.
  • Byltinginn í Kúbu 1953-1959, var útaf kúgun gegn alþýðunnar sem einræðisherran Batista stóð fyrir og skattfríðinda stórfyrirtækja og elítunar. Og sú staðreynd að stjórnvöld á Kúbu var ekkert annað leppur BNA.
Jæja. Rauði þráðurinn í þessu öllu er óánægja með sitjandi stjórnvöld, hvað það er vel hugað að örfáum aðilum og hunsað sirka restina af þjóðinni sem er á bilinu 90-95% búenda. Síðan var náttúrulega farið í stríð útaf, meðal annars, aðgerðum nasista gagnvart ýmsa menningarkima og þjóðfélagshópa (s.s. sígaunar, samkynhneigðir, geðsjúklingar, þroskaheftir, blökkumenn og auðvitað gyðingar). Svo segjir sagan allavega, einnig var einhver krafa frá almenningi í Evrópu um að eitthvað þyrfti nú að gera.

Jæja, á miðöldum var stofnun sem réði ríkjum um gjörvalla Evrópu, þ.e. hin Kristna kirkja. Ráðamenn og starfsmenn þessara stofnunar komust reglulega að brilljant og stórskemmtilegum niðurstöðum og hugmyndum sem þeir síðan framkvæmdu, til að mynda galdraofsóknir og -brennurnar, gyðingagettóin (því þeir trúðu á einn guð en ekki þrískiptan), krossfarirnar (það sem guð átti við með það að það væri rangt drepa var í raun að það er rangt að drepa KRISTNA menn) , kúgun, arðrán og gjörsamlega "útíhött-staðreyndir" á borð við að jörðin væri flöt, stjörnurnar negldar við himinhvolfið og að okkar heimur væri miðpunktur alheims, og ekki má gleyma að manneskjan er syndsamleg frá fæðingu, enda getin í synd, o.s.frv. Þetta hafði "allgóð" áhrif á marga, sérstaklega þegar kom að nýlendustefnu konungs og aðals í Evrópu. Þegar ferðast var Afríku og Ameríku, og ráku augun í þetta furðulega fólk sem hafði sérkennilegt útlit og menningu, þá komust margir hverjir að þeirri einkennilegu niðurstöðu að einhver skítalubbi sem kallar sig Guð hafi gefið þeim leyfi að "siðmennta" þetta fólk... með þrælkun og fjöldamorði.

Jæja, krossfarirnar voru líka allskemmtilegar, en þá fannst kirkjunnar-mönnum af einhverra hluta vegna bráðnauðsynlegt að fara þarna til Heiðingjalands og frelsa Jerúsalem úr höndum þessara afglapa og heiðingja. Fyrsta fólkið sem það hitti og slátraði var einkennilegt á litinn og talaði eitthvað hrafl, en voru samt kristnir. En yfirvaldið í kirkjunni sögðu að "öllum verður nú á", í bland við "vilja Guðs" og "heiðingjar samt" o.s.frv.

En það var samt óánægja með ráðríki kirkjunnar, og einhver munkur að nafni Marteinn Lúter, þýskur bjúgukrækir, sagði "nei, það er komið nóg af þessu ráðríki ykkar, this is too much, það á að vera beint samband milli manna og guðsa, og þið eruð bara búnir að ganga of langt í þessu bulli ykkar, fokkjú ég ætla að koma með annann vinkill á þetta Jesú og Guð-dæmi sem þið virðist vera misnota" eða eitthvað á þá leið. Margur maðurinn kinkaði kolli við þessar pælingar og sögðu, "hey, þetta rétt hjá honum, til hvers á ég að þurfa að tala við prest sem síðar kemur skilaboðunum til biskups, sem gefur skýrslu til erkibiskups, sem ef til vill orðar það við einn kardinála sem máski hvísla því í eyra Páfans sem á svo að koma mínum óskum á framfæri til almáttugs og alsjáand, -heyrandi og -vitandi Guðs þegar ég á að geta gert það sjálfur. Búlsjitt" Upphófst klofning milli suðurhluta Evrópu og norðurhluta.

Jæja... hvert er ég að fara með þetta? Tja, máski að benda á óánægju almennings almennt... svona einsog hversu langt mun þetta ganga, hvernig getum við látið örfáa einstaklinga komast upp með þetta og þetta meðal annars. Og er þetta framtíðinn sem við kannski öll þráum innst inni? Viljum við láta pískra okkur til hlýðni, brenna okkur fyrir óhlýðni? Er það mannlegt eðli að láta stjórna okkur og það skiptir ekki máli hver eða hvað það er? Hvort sem það er konungur, forseti eða guð?

föstudagur, janúar 14, 2005

Hvað á að gera?

Gagnaugað er með fína samantekt á siðlausu fyrirtæki, enda stórfyrirtæki, að nafni Bechtel, sem mun taka á því verkefni að byggja álverið í Reyðafirði. Einsog stendur er stórfyrirtækið Impregilo sem sér um virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka.

Impregilo eru viðriðnir einhverjum fjárhagsskandal í heimalandinu Ítalíu, mútuðu aðalframkvæmdastjóra Evrópska fjárfestingar bankanum (European Investment Bank, EIB) og ef til vill þessum hérna líka, og einnig hefur Ísland og EIB verið varaðir við að fjármagna þessa stíflugerð og þó sérstaklega að skrifa undir samning við Impregilo.

En... gaman er að minnast á það að aldrei fær maður að heyra um glæpaferill þessara fyrirtækja, í raun, fær maður ekkert að heyra um þessi fyrirtæki í íslenskum meginstraums-fjölmiðlum, sem eru ekki margir.

En, einsog Lenín spurði undir breyttum formerkjum og öðrum áherslum (en þó tengist kapítalismi þessu), hvað á að gera? Sumir mæla með því að stunda jafn getulausan gjörning einsog að fara á einhvern ótilgreindan stað með mótmælaspjöldin, sem hefur alveg "svínvirkað" hingað til, það sjáum við öll: Það eru ekki virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka, Ísrael er með öllu búinn að draga sig úr Palestínu og borgað skaðabætur, skilað stolnu landi og meira til, viðurkennt sjálfstæði landsins, stríðið í Írak gerðist aldrei og Dubya er ekki og var aldrei forseti Bandaríkjana.

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Valkvæm samkennd og meira til...

Það er til hugtak er kallast "valkvæm hugsun", en þar er átt við er aðilar sem vilja viðhalda vissri skoðun með völdum rökum og upplýsingum en hunsa rökin sem stangast á móti þessarri skoðun, oft notað í trúmálum en á jafnmikið við stjórnmál, hagfræði, fjölmiðlum og lögfræði svo eitthvað sé nefnt.

Eftir þessar hörmulegu náttúruhamfarir í Indlandshafi sem olli dauða nær 160.000 manna í Indlandi, Taílandi, Indónesíu, Sómalíu, Súmötru og fleiri löndum, þá hefur mikið vatn runnið til sjávar þegar kemur að hjálparstarfi, hjálpargögnum og peningaframlögum, sem er gott og vel. En það sem fer mest í mig er fjölmiðlafárið í kringum þessar hamfarir. Ég er ekki að segja að fjölmiðlar eigi ekki að skipta sér af þessu máli, en mér finnst það einkennileg hvað, þó sérstaklega vestrænir fjölmiðlar og fréttamenn geta verið alveg svakalega uppteknir af hræðilegum atburðum, þó sérstaklega ef það tengist vestrænum borgurum á einhvern hátt, og þó aðallega ef þeir deyja í þúsundavís á einu bretti (11. september 2001) einsog gerðist þarna í suðurhluta Asíu. Því fréttaflutningurinn, einsog hér Íslandi, var einhvern megin á þá leið að "vorkenna aumingja Svíunum meira en innfæddum" og efast ég ekki um að þannig hafi það verið annarstaðar í Evrópu og Ameríku.

Þetta fékk mig aðeins til að staldra við og hugsa, svona einsog maður hefur margtoft gert áður; er líf hins vestræna borgara meira metið en borgara frá, t.a.m. þriðja heiminum? Þetta er það sem ég kýs að kalla valkvæm samkennd.

Ókei, nú skulum við taka annað dæmi: Það eru atburðir í gangi í Afríku sem væri kallað þriðja heimstyrjöldin ef sömu atburðir ættu sér stað í Evrópu. Borgarastyrjaldir, milliríkjadeilur, uppskerubrestur, hungursneyð, sjúkdómafaraldur, barnadauði, mannrán, nauðganir, kúgun og arðrán er ekki nær daglega, ekki næstum því daglega, ekki um það bil daglega, heldur á hverjum einasta degi og hefur haldist í nær óbreyttri mynd í tugi ára. Nær óbreyttri segji ég, því upp koma nýjar deilur á nýjum stöðum, eða bætast við deilur á sömu stöðum og stökkbreyttir sjúkdómar birtast á nokkra ára fresti (ebóla, eyðni). Útaf þessum atburðum eru milljónir sem deyja á hverju ári í Afríku, ég endurtek: MILLJÓNIR SEM DEYJA Á HVERJU ÁRI.

Þetta er ekki erfitt að reikna út, rúmlega 4 milljónir deyja útaf eyðni (6000 manns daglega miðað við 1999/2000), rúmlega 4 milljónir hafa dáið útaf átökum í Congo/Zaire, hálf milljón eða meira í Angóla síðan 1989, 10 milljón manns deyja (24.000 manns daglega miðað við 2003) útaf sulti og svona mætti lengi telja. Þetta er á bilinu 10-20 milljón manns (eða miklu meira) sem deyja á hverju ári í Afríku og talan fer hækkandi með hverju ári sem líður.

Um daginn var ég að viðra þessa skoðun fyrir einum einstaklingi, sem kom með þá pælingu í formi spurningu, sem ég man kannski orðrétt, en var einhvern meginn á þessa leið:
"Gæti það verið að þessir atburðir í Afríku er orðnir svo algengir að þetta er bara orðinn eðlilegur gangur í náttúrunni?"Ég held að þessi tiltekni einstaklingur haf hitt naglann á höfuðið.

Ég viðurkenni það sjálfur að ég hugsa ekki oft útí þessa hræðilegu atburði í Afríku, en hef þó kynnt mér ýmislegt er það varða en ekki nóg. En þessi spurning fékk mig einnig til að hugsa og styrkja þessa litlu kenningu er ég kalla valkvæma samkennd. Í sinnu ofureinföldu mynd, þá vorkennum við fólkinu sem við sjáum í fjölmiðlunum meira en fólkið sem við sjáum ekki í fjölmiðlum...

...nema um jólin og aðdraganda jólana, en þá byrja markaðshyggjumennirnir að læðast undan grjótunum og hugsa sér gott til glóðarinnar í formi markaðs-barnamisnotkun : Björgum börnunum í Fjarskakistan. Göngum til góðs. Hungruð börn. Aumingja börnin. Grátur og gnístan tanna... hjá börnunum í Langtíburtu.

En þessi hjálparsöfnun og allt sem því tengist finnst mér vera svo mikið fals. Í raun hef ég ekkert til að færa rök fyrir því nema tilfinningu; er ekki eitthvað rangt þegar eytt er nær $200.000.000.000 (ca. 16.000.000.000.000 ísl. kr.) í stríð, en þegar kemur að hungri og eyðni þá eiga almennir borgarar að punga út peningnum um jólin, og upphæðin er kannski nokkrar milljónir ísl. kr. (ca. $12.500), er ekki eitthvað athugavert við þessar upphæðir? Sirka 6 eða 7 núll? Og getum við sagt með vissu að allir þessir peningar fari virkilega til góðs, eða til þessara aumingja krakka sem eiga um svo sárt að binda.

Ég er alls ekki að gera lítið úr hjálparstofnunum eða sjálfboðaliðum í suður Asíu og Afríku, en mér finnst það bara svo bölvuð hræsni að ráðamenn og ríkisbubbar grátbiðja kúgaðan almenning til að láta af hendi rakna og hjálpa bágstöddum, þegar almenningur á í nógu um sárt að binda, en á meðan eru þessir sömu aðilar að styðja þau stríð sem skapa þessa bágstadda.

En þessi ofangreind spurning, "Gæti það verið að þessir atburðir í Afríku (og víðar) er orðnir svo algengir að þetta er bara orðinn eðlilegur gangur í náttúrunni?"Svarið er því miður já, en orsökina má finna í fréttaefni meginstrumsmiðlana sem sjaldan segja frá þeim raunverulegu atburðum sem eru í gangi, þetta á ekki að vera náttúrulegt að tug milljóni manna deyja árlega af mannavöldum. Því hvað annað er þetta nema af mannavöldum? Mennirnir virðast kjósa að hunsa þetta, jafnvel þó að mennirnir geta stoppað þetta. Við bætist ein spurning í viðbót, hvaða menn? Við eða... þeir (hvaða þeir)?

Global Issues that Affect Everyone
OneWorld.net

mánudagur, janúar 10, 2005

Bækur, bækur... auk fallegra tóna

Ég hef verið ansi duglegur við að mæla með einni bók er ber titillinn The Illuminatus! Trilogy (sjá fyrra innlegg). Við það má bæta að ég er ekki búinn að klára hana, en jedúddimía, mæ godden himmel og fnord!

En fyrir utan þessa snilldarbók, ég endurtek, snilldar-,snilldar-, snilldar-bók, ég tek svo djúpt í árina að kalla þetta póstmódernískt (sem ég veit varla hvað þýðir) meistaraverk með vafasömum vímugjafaívafi, þá leist mér ágætlega á þann bókalista sem þarf að lesa fyrir ensku í skóla (403&603).

The Adventures of Huckleberry Finn eftir Mark Twain, en sú bók er talinn marka algjör tímamót í Amerísku literatúr, eiginlega er hún talin vera hið eigindlega upphaf á amerískum bókmenntum.

The Grapes of Wrath eftir John Steinbeck, sem er einhver epíð um Joad-fjölskylduna, sem hafa víst átt það afar erfitt. Er aðeins byrjaður á henni og hún lofar góðu.

Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare, í (nær) upprunalegu útgáfunni... óskiljanlegt.

Keypti mér nokkra geisladiska einn góðan veðurdag, Jan Mayen: Home of the Free Indeed, sem er ansi hreint stórgóður gripur, alminilegt rokk, Man or Astroman: A Spectrum of Infinite Scale, sem er einnig alminilegt instrumental rokk og auk þess stórgóður gripur.

(Mín flokkun á tónlist er einhvern megin á þessa leið : gott rokk, þungarokk, góð tónlist og drasl)


Hvað er satt?
Það þarf ekki 803 blaðsíðna doðrant, sem blandar saman skáldskap við staðreyndir og staðreyndir við skáldskap, með slatta af samsæriskenningum til að krydda sögu sem virðist í senn ekkert vera svo fjarstæðukennd en er samt andskoti ótrúleg, til að segja mér það að ég eigi ekki að trúa öllu sem maður les.

En The Illuminatus! Trilogy eftir Robert Anton Wilson og Robert Shea gerir það bara á svo æðislega skemmtilegan hátt að það gleður mig ofsalega. Er ég að mæla með henni? Hvort ég er! Spenna, ofbeldi, kynlíf, heimspekilegar vangaveltur og pólitískur áróður, auk efnis sem maður hélt í fyrstu að væri bara ekki til... tek sem dæmi, Malaclypse the younger, höfundur Principia Discordia og stofnandi Discordians... er þetta til? Já, það virðist vera... eða hvað?

Og þetta er aðeins brotabrot af því einstaklega, uppljóstrandi/uppljómandi efni sem er í þessarri bók.

Ég get ekki annað en endurtekið, og endurtek aftur: Finnið þessa bók og lesið hana. Ég hef séð hana á stað er nefnist Snarrót á Garðastræti 2, Rvk.
Skildur og kvaðir gagnvart óháðum og ómerkilegum netmiðli?

Mér finnst það ekkert sérstaklega nauðsynlegt. Þó allar upplýsingar geta hugsanlega verið nauðsynlegar, þá er ekkert nauðsynlegt fyrir mig að miðla þeim upplýsingum sem ég hef að bera, hugsanlega. Ekki það að þær upplýsingar sem ég hef eru einhver hernaðarleyndarmál eða gætu ef til vill svarað öllum lífsins spurningum sem ég gæti hugsanlega talið að fólk sé ekki nægilega undirbúið til að meðtaka, eða eitthvað svoleiðis, ástæðan er sú að ég lít ekki á þennan tiltekna vettvang sem einhverju persónulega skildu er ég ætti að rækta, með því t.d. að miðla minni þekkingu, reynslu og ýmiskonar vangaveltum, sem ég að vísu geri, og geri það nógu reglulega til að vera sjálfur persónulega ánægður.

laugardagur, janúar 01, 2005

Gleðilegt nýtt ár motherfuckers!