föstudagur, október 20, 2006

Blogger.com hatar mig

Þessvegna hef ég fært mig á íslenskt blogdrasl er kallast bloggar.is

Slóðin er -> www.blogdodd.bloggar.is

Njótið

Blogger.com hatar mig

Þessvegna hef ég fært mig á íslenskt blogdrasl er kallast bloggar.is

Slóðin er -> www.blogdodd.bloggar.is

Njótið

Blogger.com hatar mig

Þessvegna hef ég fært mig yfir á íslenskt drasl er kallast bloggar.is.

Hlekkurinn er -> www.blogdodd.bloggar.is

Njótið.

þriðjudagur, október 17, 2006

Því stundum hefur maður eitthvað að segja...

Einsog hin angurværu og djúphugsandi lesendur mínir vita þá hef ég hafið störf við tölvu- og tæknivinnu. Það má benda á að ég er aðeins með 20+ ára reynslu í að hanga í tölvum og fikta í græjum, en er því miður ekki með neina prófgráðu til að sanna þessa tveggja áratuga reynslu mína.
Í þessu sambandi bið ég lesendur mína um að skella góðum hlekkjum í kommentakerfið sem ala á tölvu-, tækja- og tækninördisma sem er mér að skapi. Fyrir þá sem ekki eru vissir hvað ég er að biðja um, bendi ég til samanburðar á þessa spjallsíðu hér.

Auk þess eru einhver skítavandamál með tölvuna nú, sem krefst einhverrar tilfæringar og alminilegs vírusvarnarforrits. Prófa ég hér með avast! Ef það er ekki vírus, þá er það fokking Windows.

Það hefur einnig verið lengi á döfinni að klára þessa mófó ferðasögu. Það fer vonandi að líða að því. Þarf einnig að skella filmum í framköllun.

miðvikudagur, október 11, 2006

Til hvers að blogga?

Enda kemst maður ekki í hálfkvist við besta netpenna landsins.

MADDOX hvað?

HNAKKUS er miklu betri, auk þess með einum aukastaf. Besti bloggarinn á Íslandi, miðað við höfðatölu.

laugardagur, október 07, 2006

Hér er lítil gáta

Það er stór hluti af íslenskum trúmönnum og ansi stór hluti af bílaáhugamönnum sem eiga eitt sameiginlegt. Hvað ætli það sé?

Áður en þið ofreynið ykkur, athugið þetta.

Já. Skítbuxni, hlandhaus, kelling, fábjáni, troða uppí rassgatið og fleiri gildishlaðin orð til að sanna sitt mál, útúrsnúningar, strámenn, brunnmígur, ad hominem og heill hellingur af rökvillum. En þetta geta nú flestir.

Lesið svo þetta hér:
Ertu kelling sem hefur ekki prufað að fara hraðar en 90 það er ekkert gamann að keira eins og amma gamla eða hægar þegar ég fór fyrst á Benz á 290km þá gat ég ekki hætt keipti mér fyrsta bílinn og fór á 150 fyrsta kvöldið og fer stöðugt hraðar það þíðir ekkert að að keirta hægt ef u er svona á móti bílum labbaðu þá bara og sjáum hvernig þér líkar það og ef u seigir að það sé ekkert mál þá skaltu labba út í kuldanum(-3)og ég skal keira framm hjá þér með hitarann í gangi að hlæja að þér svo áttu pottþétt eitthverja tík sem kemmst rétt svo í 90. prufaðu að keira Benz 420 og gáðu hvort u getur haldi þér undir hámarkshraða.
og það myndi aldrei ganga að taka alla kraftmikla bíla af götum.#
Hvað amar að manneskju sem skrifar svona óskiljanlegt og illa ígrundað sorp? Menntunarskortur? Greindarskortur?

En svarið við upphaflegu spurningunni er: ASS - Alræmda stafsetningasyndrómið.

miðvikudagur, október 04, 2006

Nokkrar spurningar fyrir hvern sem er til að svara:


Eru þetta ógislega ósamgjaddnar kröfur? Og er þar með sagt að kirkjan eigi að fara alfarið burt? Þurfa þess ekkert frekar en þeir vilja, en óþarfa afskipti af málefnum sem varðar kirkjuna ekkert um (t.d. réttarstaða samkynhneigða) ættu þeir ekki að koma nálægt. Skoðanir? Já, vissulega. Skoðanir sem mega, samkvæmt almennum mannréttindum, t.a.m. málfrelsi, mega gagnrýna. En hrein og bein afskipti af lífi og hegðun einstaklingsins, alls ekki. Þó þýðir það ekki að fólk eigi að fara stjaksetja presta og brenna kirkjur.

þriðjudagur, október 03, 2006

Bloggeðveikislegur pirringur!

Neibb... ekki fleiri langlokur af einhverjum ástæðum!

GET EKKI FÆRT INN LANGAR FÆRSLUR!

BLERGH!

Hófleg hugleiðing um gleði og hamingju : Raus

Í þessu sitcom-fjölmiðlaðamettaða umhverfi á maður stundum bágt með að meta alminilega þá ánægju að hitta vini og ættingja. Stundum finnst manni að er maður sest niður með góðum vini eða nánum ættingja að samræðurnar munu spinnast líkt og maður væri í sjónvarpsþætti, að samtalið mun ganga snuðrulaust fyrir sig og sé "fullkomið", það er að segja að um leið og maður er komin í réttar stellingar og rétt umhverfi, t.a.m. á kaffihúsi með drykk í hönd, að í kjölfarið koma ótrúlega hnyttin og góð svör við svakalega áhugaverðu umræðuefni. Einhverskonar Friends-syndróm.

Ef það kemur þögn, þá er eitthvað "að" og ef enginn segir neitt þá er það orðið vandræðalegt. Það er óumflýjanlegt í þessum raunheimi að hafa ekki neitt til að tala um. Þrátt fyrir fyrri loforð um að hafa eitthvað að segja þegar einhver spyr "hvað er að frétta?" þá er maður enn fastur í skyldusvarinu "bara allt ágætt!" þó maður vitaskuld komi með fljóta umsögn í kjölfarið hvað maður hefur verið að gera.

Það sem maður á stundum bágt með að gera sér grein fyrir er hvað það er alveg frábært að vera í góðum félagsskap, jafnvel þó að maður hafi ekkert merkilegt að segja. Lífið er ekki sjónvarpsþáttur. Þó það væri óneitanlega sérstakt að hafa sitt eigið húsband á eftir sér sem spilar þemalagið Þórður og undirstrika þegar ég segji eitthvað ótrúlegt og hnyttið, þá er það ónauðsynlegt þó það væri óneitanlega kúl.

Er´etta djók?!

Get ég ekki sett færslu heima hjá mér?!!!?

föstudagur, september 29, 2006

Skilgreining: Veruleikafirring


Vonandi verður þessi maður ríkisstjórninni og lýðræðinu að falli.
Glæpamaður, dusilmenni, forhertur fordómapúki, fábjáni og óforskammfeilinn framapotaviðbjóður.

fimmtudagur, september 28, 2006

Vel á minnst...

... þeir sem hafa mikinn áhuga á skeggvöxt athugið:

Ég hef rakað af mér ryðgaða víradraslið sem var byrjað að stingast í nef mér og bringu og valda óþarfa óþægindum. Í kjölfarið komist að þeirri niðurstöðu að mikið skegg hæfir eingöngu gamalmönnum, sækópötum og blindum konum. Hef þarmeð rofið þann eið er ég setti í lok sumarsins um að raka ei af mér skeggið, sem var þá orðið tölvuert. Ég bara hef hvorki þolinmæði í það að safna moðerfokking skeggi í heilt fokking ár og auk þess kom þetta ekki sómasamlega út. Þetta var orðið ljótt og asnalegt. Hvorteðer, ég er miklu sætari skegglaus ellegar með takmarkaðan skeggvöxt.

Sönnunargagnið er ekki astralterugubb (úff! Slappur þessi!) en sjáið þetta:


Huggulegur, ha? Ég skora þann mann á hólm að kalla mig skeggsvikahrapp og dusilmenni sem ekki sér hina óumdeilanlegu fegurð á þessari vel teknu sjálfsmynd.

(og ekki sakar að hafa þetta gullfallega barn þarna í bakgrunninum til að vega á móti fegurðinni minni og guli liturinn lýsir upp lífið og tilveruna sem gerir mig enn fallegri og barnið líka, auk þess glittir í Leviathan (með Mastodon)-bolinn minn)

Þetta var hin árlega skylduegófærsla, njótið og niðurhalið myndinni af mér og finnið tíma til að fróa ykkur yfir fegurðinni.

Tvennt og hugsanlega meira

Hef sagt starfi mínu lausu á hjúkrunarheimilinu vegna tveggja ástæðna:
  1. Fáar vaktir og langt á milli sem skilar sér í minni launum
  2. Bauðst skárri vinna og betri kjör sem skilar sér í meiri launum
Mun hefja störf hjá MarTölvunni (sem er auk þess umboðsaðili Símans á Höfn) við uppsetningar á raftækjum o.fl. Lýst ansi vel á djobbið og hlakka til að byrja að fullu. Þarf samt að klára þær vaktir sem eftir eru.

Held djobbinu á Dagþjónustunni, málefni fatlaðra, um helgar og aukavaktir ef þess krefst, þar til annað kemur í ljós.

Verð alltaf fallegri og fallegri með hverjum degi sem líður.

miðvikudagur, september 27, 2006

Eitt og annað

Litli drengurinn bara orðinn 23 ára gamall. Og þykist vera orðinn gamall! Sei, sei, ég, sem er að ganga á níræðu, það er gamalt! En uððitað óska ég spjátrungnum allra heilla og vona að hann njóti dagsins. Og bjórinn, að sjálfsögðu.

Þess má til gamans geta að ég er hugsanlega bara búinn að fá nýja vinnu. Stefni á að segja upp í annarri hvorri aukavinnunni sem ég er í.

mánudagur, september 25, 2006

27 ár!

Og hvað hef ég gert?

Ég er allavega ekki búinn að gifta mig, ég er ekki búinn að eignast börn, ég á ekki bíl, íbúð, fyrirtæki eða hund. Að vísu er ég með kreditkort og skuldir.

Til hamingju ÍSLAND!

Og af gefnu tilefni þá mæli ég með:

Eggin - Vefrit um samfélagsmáll.

sunnudagur, september 24, 2006

Leti, framtaksleysi og svona...

Ég velti mér oft uppúr því hvað ég er óhemju latur og framtakslaus. Nenni ekki neinu, geri ekki neitt og hef engann áhuga á að stunda eitthvað annað en að hanga í tölvuleikjum og fletta í gegnum heimasíður. Áður hef ég sagt þetta og ég ítreka enn og aftur : what gives?

Járnskortur? Geðklofi? Búlemía? Eyðni? Eða bara einfaldlega áhuga- og iðjuleysi? Ég tel hið síðasta vera mjög líklegir valkostir og það getur hugsanlega verið járnskortur líka.

En for fuck sake ég þarf að fara hætta þessu og rífa mig upp á rassgatinu og gera eitthvað!
  • Lesa og fara eftir þeim ábendingum sem koma fram í bókinni Becoming a Writer eftir Dorothea Brande.
  • Enn og aftur hætta þessu væli og aumingjaskap.
  • Klára þessa ferðasögu sem ég lofaði.
  • Lesa allar þessar bækur sem bíða eftir að vera lesnar.
En hvað er maður annars að gera þessa dagana? Það ætti nú að vera augljóst öllum þeim sem kunna að lesa að ég er ekki gera mikið þessa dagana. Að vísu er ég að taka þátt í söngvaskemmtun Hornfirska skemmtifélagsins, en að þessu sinni verða tekin rokklög frá ca. 1955-1964; Buddy Holly, Beach Boys, Johnny Cash, Neil Diamond og fleira í þeim dúr. Ótrúlegt hvað útgáfufyrirtæki á þessum tíma dreymdu blauta drauma um raddanir og lélega texta.

Svo var ég að sjá í fréttum að Usama Bin Laden er dáinn. Aftur. Í þriðja eða fjórða sinn. Núna dó hann úr taugaveiki. Áður var það nýrnabilun. Einnig í sprengjuárás. Svo drapst hann líka úr lungnabólgu ef ég man rétt. En auðvitað vilja frönsk yfirvöld ekkert staðfesta þetta endanlega. Um að gera að halda grýlunni á lífi. Hvernig ætli að hann deyji næst?
  1. Krabbameini í ristli
  2. Eyðni
  3. Ein af hjásvæfum hans kæfir hann með kodda
  4. Dettur fram að fjalli
  5. Lendir fyrir bíl
Möguleikarnir eru endalausir. Hann er einsog Elvis.

Elvis Aron Prestley stendur á legsteininum, þetta litla fun-fact hefur gefið Elvisdýrkendum byr undir báða brotna vængi um að þessi fituhlunkur og fíkill sé enn á lífi, því hann hét Elvis Aaron Prestley. Rétt einsog Usama Bin Muhammad Bin Ladin heitir líka Shaykh Usama Bin Ladin, prinsinn, emírinn, Abu Abdallah, Mujahid Shaykh, Hajj og framkvæmdastjórinn. Stundum kallaður Osama Bin Laden.

Usama lifir. Einsog Elvis. Ekki satt?

miðvikudagur, september 13, 2006

Bruni...

Mér dettur í hug Heilögu krossferðirnar þegar ég les þessa umræðu og innlegg lesenda. Þegar heilagar riddarar voru svældir út með því að leggja mikinn bálkvöst í helli er lá undir kastalananum sem innrásaraðilinn frá Evrópu hafði tekið herfangi frá óvininum. Eldurinn varð töluvert meiri en búist var við og hluti af kastalanum hrundi. Afdrif hin háheilögu og prúðu riddarana voru sum hver blóðug.

Stöff of legends.

föstudagur, september 08, 2006

Brauðmylsnur

Flýg til Reykjavíkur núna á eftir klukkan 10:15 í þeim tilgangi einum að fara á Entombed.
Fékk símtal um klukkan níu gærkvöldi:
Kona: Góða kvöldið. Þórður?
Ég: Já.
Kona: Já, Hulda heiti ég og hringi frá Gallup og...
Ég: Nei, heyrðu, ég er búinn að fá alveg nóg af þessu.
Kona: Já, allt í lagi. Afsakið og vertu sæll.
Ég: Bless.
Ef ég fæ eitt símtal í viðbót frá moðerfokking Gallup þá fríka ég út. Þetta var í þriðja eða fjórða sinn á of stuttum tíma sem maður fær fokking símhringingu frá fokking Gallup og örugglega í tíunda sinn sem hringt er í mig á þessu ári. Það er ekki furða að þessar Gallup-kannanir sýna svipaða eða nákvæmlega eins niðurstöðu enda er alltaf verið að hringja í nákvæmlega sama fólkið. Skil ekki þolinmæðina í mér.
Hringdi í bankann og reyndi að rétta úr fjárhag mínum sökum þess að sumarfríið var eingöngu tekið út á Visakorti. Ekki sniðugt.
Stúlka ein sem ég hef verið að dúlla mér með mun fljúga heim til síns heimalands í næstu viku.

fimmtudagur, september 07, 2006

Ferðasaga - I. hluti

Inngangur
VARÚÐ: Tekið skal fram að í sumum tilfellum tek ég mér ljóðrænt leyfi og ýki eða lýg eða jafnvel falsa staðreyndir. Í flestum tilfellum ætti það að vera augljóst lesendum, en í sumum tilfellum ekki. Auk þess skal bent á að stuttu eftir að færslan hefur farið í loftið mun höfundur taka sér bessaleyfi til að lagfæra stafsetningavillur, hugsanlega bæta við sem vantar og snurfusa textann þartil höfundur verður sáttur við útkomuna. Vona að það muni ekki skemmileggja upplifun þeirra sem eiga leið hér hjá. Njótið vel.
Það sem af er af þessu ári hefur verið frábært. Stórkostlegt. Júlí og ágúst hafa verið til fyrirmyndar.
Í júlí-byrjun var Humarhátíðin á Hornafirði og þá fékk ég tvo valinkunna gesti til að dreypa á alkahóli og eilitlum humar yfir eina helgi. Þetta voru þeir frændurnir Vésteinn Valgarðsson og Bessi Eydal Egilsson. Að vísu var nú humarhátíðin sjálf ekki sérstaklega í sviðsljósinu þar sem tímanum var eytt að mestu heima hjá mér, drukkið bjór og Bacardi í sprite með ísmolum er voru týndir af sérstökum ístrjám, er aðeins finnast í hlíðum Everest-fjallsins, af nöktum búddamunkum og sent til mín alla leið frá Nepal og kosta um 6000 kjedl kílóið.
Þessi tiltekna helgi var ein af þónokkrum helgum sem alkahólið mundi væta mínar kverkar og veita mér margar ánægjustundir þó maður man aðeins eftir sumum stundum.
Sú helgi er veitti mér afar mikla ánægju var helgin 14. og 15. júlí á Neskaupstað, en þá var stærsta metalhátíðinn á Íslandi haldið hátíðlega undir nafninu Eistnaflug (eða Balls Flying ef atburðurinn verður alþjóðlegur). Ferðinn byrjaði á Höfn. Ferðast var á grænum Hyundai Pony sem fékk viðurnefnið Græna þruman og ferðafélagi minn var Júlíus Sigfússon, hinn landsþekkti tónlistarmaður. Farið var í Húsasmiðjuna og keypt bónustjaldpakka sem innihélt tjald, tvo svefnpoka og tvær draslfroðudýnur. Þaðan var farið í Essoskálann, sem einnig vill svo heppilega til að inniheldur Vínbúð, svo það var fyllt á bílinn og fylltur bíllinn.
Síðan var keyrt útúr bænum í kringum sex eða sjö, í gegnum Almannaskarðsgöngin, farið yfir Öxi, með viðkomu á Egilstöðum tilað pikka upp Jóhann Inga frá flugvellinum, sem hafði lent klukkan níu eða þarumbil og svo var ferðinni haldið að áfangastað, til Neskaupstaðar. Auðvitað var hlustað á góða tónlist á leiðinni; Britney Spears, Pink, Christina Aguilera, Justin Timberlake og svoleiðis kjellingatónlist. Jú, auk dægurlagapoppsveita einsog Kyuss, Slayer, Sepultura, Damageplan, Fu Manchu, Superjoint Ritual og Pantera.
Tjaldað var á einhverjum fótboltavelli. Eftir þá annasömu athöfn var "laz-e-boy"-tjaldstólarnir dregnir út og settumst vér kumpánarnir niður með bjór í annarri hendi til að hvíla okkur eftir að hafa setið í bíl í næstum fimm tíma. Aðstæður voru metnar og í ljós kom að við þekktum afar fáa á svæðinu. Það kom þó ekki að sök.
Föstudagurinn stóð undir nafninu flöskudagurinn mikli. Ég var ásakaður um að gjöra einn af tveimur gítarleikurunum í Changer, áðurnefndan Jóhann, nær óhæfan í mannlegum samskiptum sökum botnlausa skotgleðigjöf mína á Egilsbúð. Auk þess tókst mér að klára næstum flösku af eplasnafsi og, með dyggri aðstoð ferðafélaga míns Júlíus, að torga kassa af bjór. Einhverjar fabúleringar og furðulegheit áttu sér eflaust stað og hefur maður efalaust ýmist styggt eða skemmt einhverjum furðufuglinum.
Föstudagurinn var, svei mér þá, vel heppnaður, þó ég hafi ekki munað mikið eftir kvöldinu eða aðfaranótt laugardags, þó vaknaði ég sæmilega sæll og glaður og meira segja myndaðist bros á minni vör stuttu eftir uppvakningu og eflaust ennþá vel kenndur klukkan að ganga hádegi á sjálfum hátíðardegi Eistnaflugs.
Dagurinn byrjaði samt hálfbrösulega er vér kumpánarnir ætluðum okkur að fá okkur flatböku í Egilsbúð. Vér keyrðum á Grænu þrumunni áleiðis skemmti- og pitsustaðnum Egilsbúð og örkuðum inn. Við stóðum fyrir framan barinn sem við ályktuðum að hægt væri að panta flatböku frá afgreiðsludömu ellegar -herra ef einhver væri, en enginn var. Er ég leit til hægri sá ég luktar dyr er blaðasnepill var límdur á sem á stóð "Til að panta pitsu farið á næsta bar" og ég yggldi brúnir. Er ég ætlaði að opna þessa hurð þá var hún læst, svo við löbbuðum út og fórum innum aðra inngöngudyr. Þar var okkur leiðbeint að fara aftur sama stað sem við vorum, er við gerðum og biðum. Bakvið barinn gekk hommalegur fituhlunkur sem virti okkur varla viðlits og það viðlit sem maður fékk var "verri en dýr" stuttu síðar gekk ung stúlka framhjá með sama viðmót. Ég og Júlli litum djúp í augu hvors annars og tautuðum "Þetta er absúrd og fáránlegt, förum eitthvað annað" sem við og gerðum.
Ég minntist á annað stað sem við keyrðum framhjá þegar við komum í bæjinn, blá bygging er heitir Hótel Capitano, sem er, nota bene, hótel, bar og restaurant. Auðvitað skunduðum við þangað, gengum inn og veltum aðeins fyrir okkur "hvað næst?" Sú vangavelta var ekki fyrr flogin á braut er ég fann afar, afar kunnuglega lykt. Lykt sem ég hef að öllu jöfnu vanist að finna á aðfangadagskveldi. Moðerfokking hamborgarahryggur. "Vinsamlegast farið úr skónum áður en þið gangið inn" stóð á skilti við dyr sem var augljóslega matsalurinn og ég dreif mig auðvitað úr skónum og skaust inn og sá í horninu borð sem búið var að leggja á hamborgahrygg, brúnaðar kartöflur, brún sósa, rauðkál, baunir og salat, plús diska og hnífapör. Ég skellti kræsingum á disk og settist niður og borðaði moðerfokking hamborgarahrygg og það verður að segjast að betri moðerfokking þvinkumat hef ég sjaldan moðerfokking borðað. Og þó, ég var í raun ekkert þunnur, ég var í raun frekar fullur. Það byrjaði samt að renna af mér í kringum fjögur, en það var ráðið bót úr því tiltekna vandamáli með bjórþambi.
Eftir matinn á Hótel Capitano var farið í menningarferð um Neskaupsstað og reynt að finna rúnthringinn. Það sem maður hélt í fyrstu að væri lítill bær með einni langri götu er í raun lítill bær með einni langri götu og nokkrum öðrum minni götum og eftir smá þref fannst hinn goðsagnakenndi rúnthringur og rúntað var tvisvar eða þrisvar um bæinn.
Við pikkuðum upp Forsetann, sem þurfti ólmur að komast á tjaldsvæðið og vitaskuld keyrðum honum á tjaldsvæðið, því við þurftum einnig ólmir að komast þangað. Þar var aðeins athafnað sig, skellt bjór í bílinn og haldið aftur í Egilsbúð. Lögðum bílnum við bryggjuna og stigið var út. Mér var litið til norðurs og hvern sá maður þar? Engann annann en kjeppann Ara "Flippari" Eydal Egilsson að rölta með Elvari "höldum partíinu gangandi" Flefleson. Þannig að þarna bættist við enn einn metalhausinn við þá ca. 100 sem fyrir voru.
Hátíðin byrjaði klukkan eitt eftir hádegi og vitaskuld missti maður af nokkrum böndum. En, og ég vona að minnið sé ekki að bregðast, þá sá ég og heyrði í Hostile, Nevolution, Changer, Sólstafir, Severed Crotch, Atrum og Denver. Að vísu var maður með soddan athyglisbrest með ofvirkni að ég hélt mér ekki út heilt sett nema hjá Changer og Severed Crotch, en bæði böndin voru alveg stórkostleg.
Í sumum tilfellum heyrði maður ekki nema eitt eða rúmlega hálft lag og aldrei var nöldrið langt í burtu, sérstaklega í sambandi við hljómsveitina Hostile, en hljómsveitarmeðlimir voru greinilega búnir að skemmta sér ansi vel og voru sumir stútfullir af einkahúmor að mér leiddist settið þeirra. Ef þeir hefðu skrúfað niður í flippinu og einbeitt sér að því að spila tónlist þá hefðu þeir efalaust verið betri og skemmtilegri. Þetta var í annað sinn sem maður bar þessa kjeppa augum. Fyrra skiptið var á Grand Rokk og það var ömurlegt, þó aðallega útaf einni ástæðu: flippi. Einhver vinur þeirra, sem e.t.v. er með öllu hæfileikalaus nema að vera fyndinn, hefur heflaust tuðað í þeim hvort hann "mætti ekki ðífa upp ðtemminguna ðtrákar með því að veða með Djeiðon-grímu, það væði geggjað mar og ðeyna fá alla til að ðtanda upp og ðlamma, híhíhí!" Sem gerði sig engann veginn og eiginlega eyðilagði stemminguna að mínu leiti og fjölda annarra og það nákvæmlega sama var uppá teningnum á Eistnaflugi.
Það má vera að þessi hljómsveit eigi einhverja "hardcore" og hliðholla aðdáendur, en ég er ekki einn af þeim og ég efast um að þeir hafi aflað sér einhverjar sérstakra vinsælda, og tel nú litlar líkur á að nýjir áhangendur bætast við ef tilgangurinn er eingöngu að haga sér einsog fífl. Það má ekki misskilja mig sem svo að ég hafi engann húmor og þoli ekki flipp, þvert á móti, málið er bara að einkahúmor og fyllerísflipp skilar sér ekki útí sal einsog hann skilar sér á milli vina. Fökking Hostile. Tónlistinn hjá þeim var þó ágæt, trommarinn og aðalgítarleikarinn voru til fyrirmyndar.
Margoft hefur mér boðist tækifæri til að sjá Severed Crotch performa en eiginlega alltaf farið á mis við það. En þarna var alveg hreint kjörið tækifæri, frábærar aðstæður, til að sjá og heyra í "Klobbaranum" og stóðust þeir undir öllum þessum væntingum? Voru sögusagnirnar sannar? Eða var fólk bara búið að ljúga að mér? Já, já og nei. Severed Crotch voru alveg magnaðir. Skildist mér að söngvarinn, Ingi, hafi verið hálfdauður af áfengisdrykkju inní hljómsveitarkompunni en þegar honum var hent inná svið rann snögglega af honum og var afspyrnu líflegur með mækinn. Stórkostlegt.
Eftirminnilegasta hljómsveitin var án efa Changer, sem voru næstsíðastir á svið á undan Momentum. Þeir tóku alla smáskífuna, Breed the Lies, með þvílíku offorsi og trukki að það ætlaði allt um koll að keyra... máske overstatement, en ég var afar hrifinn. Ansi flinkir og færir hljóðfæraleikarar, góður söngvari og fín bakrödd þarna líka (sem einnig mundar bassann). Þessi Kristján, sem eipar með kjuðum, er alveg svakalega góður trommari. Breytararnir breyttu endanlega viðhorfi mínu gagnvart íslensku metalsenunni. Hún er á lífi og dafnar vel.
Snöggt recap af öðrum böndum: Nevolution voru nokkuð góðir. Pósstafir hafði ég varla þolinmæði í, hef heyrt I Myself the Visionary Head auk meira af þeirri framúrstefnumálmi sem þeir hafa uppá að bjóða nokkuð oft. Denver finnst mér ekki skemmtilegir. Svo man ég lítið eftir Atrum, annaðhvort útaf a) of kenndur eftir föstudagskvöldið eða b) óeftirminnilegt.
Eftir Changer var farið á barinn. Egilsbúð er tvískipt bygging, þetta er sveitaballahús og bar og er aðskilið með hurð. Viðvörunarorð voru hvísluð í eyru að læst yrði eftir Momentum. Ég, Júllli og Ari skruppum frá til þess að sötra bjóra. Að vísu var Júlli einstaklega þunnur og illa farinn eftir föstudagskvöldið að hann var bara ekki í drykkjarstandi, greyið, svo það var uppá mér komið að hala í heiðri orðspor Hornfirðinga og drekka einsog það væri enginn morgundagur.
Ari, sá mæti kappi, breyttist síðan í nöldrara þegar læst var og lokað eftir að Momentum enduðu sitt sett og verðlaunaafhendinginn átti sér stað í tónleikasvæði Egilsbúðar. Tuðari og vælari því að það var læst og hann fékk ekki að fara inn, og ferðafélagi minn var orðinn geðveikur á þessu væli í greyis drengnum. Vælið var svo sem skiljanlegt, en að grenja svona í meira en hálftíma var fullmikið fyrir Júlla og vissulega fyrir mig líka rétt áður en hurðin var opnuð. Bakvið hinar luktu dyr blasti við sýn sem seint mun gleymast. Tugi metalhausa af karlkyninu, berir að ofan, að dansa við júrótrasjdanspoppóbjóð og kvenfólkið starði á af forundrun, eða aðdáun.

Áfram hélt felleríið og minnið varð þokukenndara og dularfullt...
Á næstu dögum mun birtast lokun á Eistnaflugsferðinni, ferðin til Danmerkur og dularfullu svíamorðin á Wacken.

Ferðasaga

Jæja börnin góð, afsakið biðina. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þið eruð óþreyjufullir gemlingar sem hafa litla þolinmæði í að bíða. En það gleður mig að tilkynna að á næstu dögum mun ég pósta ferðasögu minni hér sem mun koma í nokkrum köflum. Fyrsti kaflinn mun birtast síðar í dag, en þá verður júlí-mánuðirinn tekin fyrir. Haldið ykkur fast.

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

The littlest police-state that could...

Þegar íslenskar lögregluaðgerðir gagnvart erlendum og innlendum mótmælendum jaðra á við fasísk vinnubrögð (hleranir, hótanir, handahófskenndar handtökur), dóms- og kirkjumálaráðherra telur tímabært að það þurfi að stofna eða koma á fót einhverskonar leyniþjónustu/öryggislögreglu/greiningardeild því að "[v]ið getum ekki fyrirfram látið eins og önnur lögmál gildi um Ísland á þessu sviði en önnur lönd", þegar yfirmaður tollgæslunar, Georg Láruson, vill fá hríðskotabyssur á varðskipin útaf "hugsanlegri hryðjuverkarárás með litlum hraðskreiðum smábátum fylltar af sprengiefni [umorðun]", er þá ekki kominn tími til að staldra aðeins við og spurja örfáar spurningar? Hvað varð af þessari "friðsömu" þjóð? Hví er verið innleiða óþarfa hræðslu? Af hverju í ósköpunum ætti land sem ,samkvæmt alþjóðlegri könnun, er í 186. sæti yfir "lönd sem gætu lent í hugsanlegri hryðjuverkaárás", að verða fyrir "hugsanlegri hryðjuverkaárás"?
Tja... maður spyr sig.

föstudagur, ágúst 25, 2006

Ég er kominn heim

Já, afsakið, en ég er kominn heim.

Þessi nanó-innlegg eru orðin þreytandi, en sorrí, sættið ykkur við það helvítin ykkar.

Meira seinna.

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Ferðin fer senn að enda...

Er í borginni Gent í Belgíu hjá honum Togga. Er á leiðinni til Amsterdam núna á eftir og mun síðan á morgun fljúga áleiðis til Bretlands og koma mér í vatnahéröðin, nánar tiltekið til Ulverston.

Það verður hugsanleg greinargóð ferðasaga, eða eins greinargóð og minnið leyfir, þegar kjeppinn verður kominn heim.

mánudagur, ágúst 07, 2006

WACKEN!

SHCLAFEN IS KEINE METAL!

FICKEN IST KRIEG!

SVENSKA TOTER FETAN!

Er í Berlín núna. Búid ad vera aegilega gaman. Er á lífi.

Kvedja
-Doddi

mánudagur, júlí 31, 2006

The Final Countdown

Legg af stað til Keflavíkur klukkan hálf fimm á eftir.

Stefni á svefnlitla nótt og My Name is Earl.

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Litla reisuferðin hans Dodda

Það fer senn að líða að því að ég fljúgi til Barbarlands, þar sem fólk talar barbar. Nánar tiltekið flýg ég snemma út til Danaveldis þann 31. júlí þar sem dokað verður við í örfáa daga áður en ferðinni verður heitið til Gotalandsins knáa, nánar tiltekið verður farið á Wacken Open-Air eða Barning Útíbláinn og hlustað á allskyns tónlistarmálm. Svartmálm, þungamálm, sleggjumálm, slammmálm og bara allskyns málm.

En hvað tekur svo við? Það er nú hugsanlegt að farið verður til Berlín og nærliggjandi sveita, en þar mun ég lýsa yfir að "ich bin ein berliner" eða að ég sé kleinuhringur, jafnvel að maður staldri við í Hamburg áður og lýsi því yfir að ég sé hamborgari.

Belgía er einnig á dagskránni, súkkulaðiströndin. Holland er einnig á næstu grösum. Síðan smá viðkoma í Gallíu, yfir Ermarsundið og til Sameinuðu Konungsveldana og mun doka þar við í nokkra daga.

Ferðinni lýkur svo með pomp og prakt frá Stanstead-flugvellinum þann 20. ágúst.

Góða ferð ég.

laugardagur, júlí 22, 2006

Hiti og Hizbollah

Glæsileg frammistaða í alla staði hjá öllum liðum. Hreint út sagt æðislegur árangur sem gæti orðið enn betri.

Ég bíð spenntur þar til fyrri heimstyrjöldinn skellur á, úps, ruglaðist á öld, ég meina þriðja heimstyrjöldin, það er að segja ef þetta stigmagnast sem einhverjar líkur eru á. Þá verður sko aldeilis gleði og hamingja.

Hugsanleg úrslit:
  • OPEC-ríkin segja stopp við viðskipti til vesturlanda og Ísrael
  • BNA gerir innrás í Venúsaela til að komast í olíu og gas
  • Ríkistjórn Nígeríu mun herða tökin gegn uppreisnarmönnum
  • Hryðjuverk verða fleiri og blóðugri um allan heim (þá meina ég hryðjuverkasamtök en ekki ríkistjórnir)
  • N-Kórea og önnur ríki sem hafa horn í síðu BNA mun styðja hitt liðið
  • Það verður þrengt að Ísrael sem mun svara fyrir sér með JVE-all-love-njúklearfríkát
  • Og fleira og fleira og fleira
  • Almenningur mun hugsanlega rísa á fætur og segja "Obbobb, bíddubíddu, hvað er nú að? Er Rockstar búið? Er Idolið byrjað? Er komin ný sería af Survivor?"
Já, sveimérþá. Worst possible case scenario. Nema Condoleeza Rice með sínar skögultennur nái að sannfæra alla um að vera vinir og elskast við háttsetta ráðamenn.

Ég er alltaf svo veikur fyrir slæmum endum.

Hvort segir maður skrifstofublækur eða -blókir, ha? Ég meina það er sagt ein bók, margar bækur, en ekki margar bókir. Vatt ðe fokk?

sunnudagur, júlí 16, 2006

Eistnaflug 2007! Ég þar

Var á Eistnaflugi núna um helgina og orð fá ekki lýst hvað það var gaman, svo ég verð bara að sleppa því að lýsa því en þetta var alveg, svo ég vitni í mín orð annarstaðar frá "Þetta var ægilega, ótrúlega, allsvaðalega, mega-últra, superjoint ritual frá-fokking-bært! " Það er ekkert minna.

En helvítis aumingjar eru þetta sem komu ekki á hátíðina. Sérstaklega Hornfirðingar og eiga bara skammast sín útí hið óendanlega.
Þetta er svo langt í burtu, mímímímí, það er ekkert að gerast, mímímímí, Höfn er svo langt í burtu, mímímímí, aumingja ég, mímímímímí, ég svo bágt, mímímím, það er ekkert að gerast...

Rolur og letihaugar. Sveiattan.

föstudagur, júlí 14, 2006

Lítið ljóð

Stundum er gífurlega gaman þegar maður reitar eitthvað og það er bara uppistaða í ágætis kvæði:
Þriðja heimstyrjöldin heillar margann valdasjúka manninn virðist vera.
Skemmtileg þess frumstæða hóparhefndarárás sem svipar mjög til simpansa.
Svo er það haldið að okkur lítilmagnanum að ómögulegt er eitthvað að gera.
Enda í höndum einstaklinga sem
sem vita og geta betur, í höndum heimskingja.
Semsagt staðan mála í heiminum í dag.

mánudagur, júlí 10, 2006

Að verða vitni af ótrúlegum hlutum

Einsog svo marga aðra daga eyddi ég rúmlega tveim tímum, frá sextánhundruð til átjánhundruð, að súpa á bruggi og reykja rettur á Kaffihorninu. Að vísu er bannað að reykja inni á staðnum, en sem betur fer eru stólar og borð á pallinum fyrir utan sem maður getur komið sér notalega fyrir á blíðviðrisdögum og mökkað einsog það sé enginn morgundagur.

Rétt fyrir sex, áður en ég fór heim, skrapp ég út ásamt vini mínum Júlla í einn lokasmók fyrir heimför. Á leiðinni út sá ég sæmilega stóra fjölskyldu sitjandi við borð á snæðingi. Ljóshærð, ung stelpuhnáta sat við vegginn, með blóðþrútin augu og skælandi. Það var augljóst að þessi stelpa var í svívirðulegu frekjukasti, fékk greinilega ekki ís á hamborgarann sinn eða álíka kröfu sem sirka sex ára pjatla getur dottið í hug og þetta skap mundi ekki renna af henni í bráð. Það fannst mér nokkuð augljóst, enda orðið vitni af svona áður og hef efalaust farið í svona kast sjálfur.

Svo við félagarnar tylltum okkur við eitt borðið og fengum smók, ræddum aðeins saman þegar undarlegur atburður gerist. Hurðinn opnast og út kemur kona sem var kominn eitthvað yfir þrítugt með þessa sömu litlu dömu með tárin streymandi niður kinnarnar, þessi kunnulega frekjugretta, með varirnar útstæðar og með heljarinnar skeifu. Það var reglulega alvarlegur svipur á konunni, sem að öllum líkindum var mamma stelpunnar.

Hún fer með barnið rétt fyrir hornið á Kaffihorninu þannig að við kumpánarnir sáum hana ekki, en sáum þó móður hennar beygja á sér bakið og segja eitthvað við hana. Hún var ekki að öskra á hana eða kalla, þannig að við heyrðum ekki hvað sagt var, hún var með einhverjar handapatahreyfingar. Þetta prósess entist í rúmlega mínútu og vér fylgdumst aðeins með og urðum satt best að segja agndofa.

Mamman labbar á undan stelpunni inn. Stelpan labbar á eftir. Hún var hætt að grenja, það var ekki vottur af frekju eða tárum. Ekki vottur af neinu óeðlilegu. Engin rauð augu. Hún hagaði sér einsog ung stelpa í eðlilegu skapi. Þetta fannst mér ótrúlegt, alveg hreint. Hví? Því telpan var í þvílíkum skapofsa og miður sín yfir einhverju asnalegu að hún virtist vera óhuggandi, en með einhverjum ótrúlegum og undraverðum hætti (ég gæti sagt guðdómlegum og kraftaverki líkast, þó þetta hafi verið frekar eðlilegt alltsaman, maður er bara aðeins að krydda frásögnina) að skrúfa fyrir volæðið hjá hnátunni með afar vel völdum orðum. Hvaða orð það voru, veit ég ekki, ég spurði kjeddluna ekki að því, sé eftir því núna.

Að koma af stað orðrómi

Undanfarna daga hefur bíll verið lagður fyrir utan heimilið mitt, nokkra tíma í senn. Þetta er hún Ingveldur sem er vinur fjölskyldunnar. Hún kemur reglulega í heimsókn til að drekka kaffi, spjalla, horfa á sjónvarpið, prjóna og aðrar saklausar tómstundir til að stytta sér stundir.
Hún tjáði mér eitt sinn um það að hún hafði heyrt hvíslað að ég og hún værum saman. Það voru aldeilis fréttir og alltaf er ég síðastur til að frétta svona lagað um mína persónulega hagi. Þessi orðrómur ætti nú geta farið alminilega á flug því að foreldrar mínir eru ekki heima (já mar, ´79 módel sem býr hjá foreldrunum sínum, svaka sad eða hittó). Neita því ekki að ég hef gaman af félagskap hennar, skemmtileg manneskja mjög og hefur verið ansi hjálpsöm þessa undanfarna daga.
Við toppuðum orðróminn með því að kíkja á Kaffihornið og panta okkur aldeilis góðan, og máske dulítið dýran, mat og éta hann.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Links, ein, zwei, drei!

Maður verður að lesa hápólítískar greinar eftir Edward S. Herman.

Örfáar mylsnur

Um helgina komu nokkrir gestir af tilefni Humarhátíðarinnar. Það eru nokkrir góðir hlutir og nokkrir slæmir við það að fá nokkra gesti, sérstaklega ef miðað er við það að maður er búinn að vera meira og minna einn heima í tæpan mánuð.

Byrjum á því góða:
  1. Alltaf gott að fá góðan félagsskap,
  2. Með fínum félögum kemur fínn mórall, ekki sé minnst á metall
  3. Ekki sakar að gestirnir höfðu öll fínan tónlistarsmekk þannig að það var lítið um að skipta um tónlist á meðan drykkjusamkundu stóð
  4. Einnig að það er gaman að glápa á vídjó í góðum félagsskap
Þetta er í grófum dráttum það góða, vissulega er það meira en maður hefur ekki orðaforðann til að lýsa því alminilega, og í raun jafnar það slæma sig út, en:
  1. Þegar gestirnir fara þá myndast óþægileg tómleikatilfinning, einmanaleiki,
  2. Skilja eftir sig of mikið af drasli
  3. Auk þess að bjóða sig ekki fram í að vaska fokking upp!
Þessi þriðji punktur er með öllu óþolandi, en ég er með breitt bak og þetta mun nú ekki skilja eftir sig varanlegan skaða á vinskapinn, þetta mun ekki skilja eftir sig neinn skaða. E það er alveg gífurleg magn af leirtaui sem þarf að vaska upp, alveg hreint ótrúlega mikið magn af pönnum, hnífapörum, diskum og glösum sem ég hef ekki enn getað gefið mér tíma til að vaska upp. Vissulega hefði ég getað gert það sunnudagskvöldið, en ég var þreyttur og latur eftir tveggja daga drykkju og vildi nú frekar horfa á vídjó og hita Chicago Town smáflatbökur, éta það og drekka Sprite með og vera einmana.

Horfði á tvær myndir þetta fyrrgreinda kvöld, eitt stykki meistaraverk er heitir Munchen eftir Steven Spielberg. Fjallar um viðbrögð Ísraela eftir aðgerðir Svarta Septembers árið 1972 á Ólympíuleikunum í Munchen er 11 Ísraelskir íþróttamenn voru teknir gíslingu og síðan myrtir. Hræðilegur atburður sem var fylgt á eftir með hræðilegum hefndaraðgerðum sem aðeins magnaði upp viðbjóðinn með stanslausum árásum Arabískra hryðjuverkamanna á almenning í Evrópu og enn frekari hefndaraðgerðir Ísraelska hermanna og leyniþjónustumanna. Ca. 160 mínútna þriller af bestu fokking sort.

Seinni myndinn var frekar leiðinleg mynd eftir Michael Winterbottom, sem hefur meðal annars gert 24 Hour Party People og Welcome to Sarajevo. Myndin heitir Code 46 og gerist í ekki-svo-fjarlægri framtíð. Veit ekki hvað skal segja, en ég gat varla haldið vöku yfir þessari mynd. Myndin er með Tim Robbins og Samantha Morton í aðalhlutverki, þau hittast af næstum því tilviljun, fara á bar, spjalla og ríða svo heljarins helling mikið. Code 46, eða kóði 46, er tiltekin regla um að einstaklignar sem eru með 25%, 50% eða 100% DNA-skyldleika mega ekki eignast börn saman og konan er skikkuð til að fara í fóstureyðingu og bla,bla,bla. Það er skondið að miðað við miklar ríðingar, sem fela í sér close-up grettur af Samantha Morton, þá er engin nekt, þau virðast alltaf vera fullklædd. Aldrei sést í geirvörtu af Morton en það kemur samt gratioutus nektarskot af píkunni á henni(?!). Tilgangslaus mynd með öllu, nema viðkomandi hafi áhuga á að sjá píkuna hennar Morton. Þetta minnir mig á Basic Instinct, ef kvikmyndagerðamennirnir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við handritið, plottið eða neitt, sýnið fokking píkuna á aðalleikonunni og allt verður fyrirgefið. Gæti kallast "gratioutus-pussy-plothole-device" í öllum helstu kvikmyndaskólum. Passið ykkur að blikka ekki.

Annars var helgin ansi hreint mögnuð, frekar mikið drukkið og mig hlakkar nett til helgina 14.-16. júlí, en þá verður Eistnaflug á Neskaupstað.

fimmtudagur, júní 29, 2006

Humarhátíð á Höfn

Frá föstudegi til laugardags og e.t.v. hluta af sunnudegi mun ég vera verulega ölvaður. Það er einnig hugsanlegt að aðrir vímugjafar en áfengi verði neytt.

þriðjudagur, júní 27, 2006

Athugið: Takmörkuð notkun tölvu

Hvað get ég sagt? Hvað á maður að segja þegar maður hefur ekkert sérstakt að segja? En hefur maður ekki alltaf frá einhverju sérstöku að segja? Jú, en vill maður að allir geta lesið það sem maður hefur að segja? Stundum vill maður segja eitthvað sem fólk vill ekki heyra. Stundum vill fólk heyra eitthvað sem ég vill ekki segja.

Coming to a house near you!

Ég vill fá að vita:
  • Hvað þú ert að éta
  • Hvað þú ert að drekka
  • Hvað þú ert að reykja
  • Hvað þú ert að neyta yfirhöfuð
  • Hverjum þú ert að ríða
  • Hvort serðingarfélagi þinn er af sama kyni og þú
  • Hvert þú ert að fara
  • Hvað þú ert að hugsa
  • Hvaða skoðun þú hefur
Og fordæma það í Ézú nafni. Amen.

Kristileg afskiptasemi - Þetta er það sem þú vilt, þó þú vitir það ekki.

laugardagur, júní 24, 2006

S 0550 - Y10R

Þannig verður stofan.

miðvikudagur, júní 21, 2006

Knickknacks and paddywacks

Stend í stórræðum, er að taka til og svona hérna heima. Fer í gegnum margar hillur og skápa og er að finna ýmislegt merkilegt og ekki merkilegt.

Þó fann ég eitt sem fékk mig til að hlæja eilítið en það er merkimiði á jólapakka sem ég gaf systur minni:
Handa henni þarna, hvað sem hún heitir, nöfnu móður föður míns, systir hennar Alexöndru... dóttir Ingvars og Guðnýjar... hún á bróðir er ber nafn afa í föðurætt, s.s. föður föður míns, hvað sem ég heiti nú aftur. Ójæja, hver sem þú ert - gleðileg jól!
Jólapakki frá minnislausa manninum.

þriðjudagur, júní 20, 2006

Húsvörðurinn, kokkurinn og ég

Titillinn hljómar einsog finnsk tragíkómedía með forngrísku elementi er fjallar um einkennilegan ástarþríhyrning er endar í dýrðlegu fjöldasjálfsmorði á götum Helsinki, fósturlát hjá sjötugri langaömmu og allrahanda aflimun á átta ára gömlum dreng sökum skæðum vírus. En svo er ekki.
Ég er að vísa í störfin sem ég er í. Af þeim tveimur vinnustöðum sem ég vinn á þá er ég eini karlmaðurinn á báðum vinnustöðum, að undanskildum húsverðinum og kokknum á hjúkrunarheimilinu. Leyf mér að umorða, ég er eini karlmaðurinn, svo ég viti til, sem er í umönnunarstarfi hér á Hornafirði.
Þessi staðreynd er hlægileg, algjörlega kostuleg. Þetta er algjör bomba. Þetta er alveg brjálæðislega fyndið. Ég sé allavega húmor í þessu, hvort að einhver annar geri það kemur málinu lítið við, en fyrir sá hinn sama sem sér spaugilegu hliðina á þessu, til hamingju.
Það er einn skitinn karlmaður í umönnunarstarfi á Hornafirði. Einn. Ég er búinn að telja þetta nokkrum sinnum og there are no two ways about it. Einn karlmaður. Aðeins einn. Ég held að ég geti ekki undirstrikað þetta meir, en svo það fari ekki milli mála þá er fjöldi karlmanna í umönnunarstörfum hér á Hornafirði nákvæmlega svona margir:
1*
Það er eitt umönnunar/aðhlynningar-heimili í viðbót er ég veit um sem er í þessu gríðarstóra sveitarfélagi er heitir Hornafjörður, en hvort það sé karlmaður að vinna þar veit ég ekkert um, leyfi mér að stórefast um það.
Kannski einhverntímann eftir 50 ár eða svo verða hugsanlega 2-3 karlmenn að vinna á þessu hjúkrunarheimili, hver veit. Jafnréttið er á leiðinni, það er bara þarna rétt handan við hornið, það ætti að koma á sama tíma og hið langþráða lýðræði sem við sækjumst öll eftir auk stjórnmálamanna sem standa við sitt og vitaskuld hið goðsagnakennda frelsi sem okkur er logið að að við höfum.
Þó er ég á engann hátt brautryðjandi í þessum efnum, en hver fær þann vafasama heiður? Ég mundi bara skjóta á hann bróður minn sem var einnig eini karlmaðurinn um langa hríða á þessu sama hjúkrunarheimili. Hann sagði mér goðsögnina um það er það voru heilir ÞRÍR karlmenn að vinna á sama tíma og hann(hann meðtalinn). En það var um sumarið og telst varla með. Eða hvað?
Mesta magn af karlmönnum sem hafa verið í umönnun í minni tíð voru tveir (ég meðtalinn), en hvort að hjúkrunarfræðinemar, þó karlmenn séu, flokkist undir umönnunarstarf má deila um, en ég segi já. En þó, hann vann einnig um sumarið (með smá viðkomu um jólin) svo ég veit ekki hvort hann teljist með.
En til að fyrirbyggja misskilning mína dyggu og æruverðugu lesenda þá veð ég ekki í tjeddlingum, skonsum/buddum og júllum á þessum rúmlega 50 manna (eða ætti maður að segja kvenna og einn mann) vinnustað. Sorrí þið ógeðslegu klámhundar og sorar með "sex on the brain" þó þetta sé ágætis söguþráður í frekar slappri klámmynd þá er raunveruleikinn allt annar.
Hún: Heldurðu að það sé´ílæji að gera það hér, fyrir framan þennan gæja?
Hann: Þetta er alltílæ beibí, hann er með alzheimer.
Hún: Tíhíhí.
Gamli gæjinn (leikinn af Ron Jeremy): [hugsar]Ef þau aðeins vissu, hjéhjéhjé.
* e - i - n - n

mánudagur, júní 19, 2006

Bíóbíóbíó!

Ég er einn af þessum milljónum, ef ekki milljörðum, jarðarbúa sem hef gaman af kvikmyndum mjög, seisei.

Af þeim fjöldamörgu heimasíðum sem tileinka sér kvikmyndir þá vitja ég mest James Berardinelli, Roger Ebert, Internet Movie Database og að sjálfsögðu Filmthreat.

Talandi um Filmthreat, þá birtist þessi yndislega bitra grein í greinaflokknum "Excess Hollywood" sem fjallar lítillega um fellibylinn Katrinu og viðbrögð Hollýwoodbúa. Mæli með lestur á þeirri mætu grein.

sunnudagur, júní 18, 2006

17. júní!

Það var 17. júní í gær fyrir þá sem misstu af því, ég gerði það. Man þá fögru daga í minni æsku er maður upplifði þessar hátíðarstundir í rósrauðum bjarma, bara eintóm gleði og glitrandi hamingja. En nú eru allir þessir dagar nákvæmlega eins; páskar, sumardagurinn fyrsti, fyrsti maí, jólin, fyrsti apríl, sjómannadagurinn, afmæli. Og þessir dagar virka best í grámyglunni.

"Veistu hver Charles Darwin er?" spurði ég 12 ára strák. "Nei" var svarið. "En Albert Einstein, Isaac Newton, Sigmund Freud, Socrates, Plato, Immanuel Kant, Arthur Schopenhauer, Terry Pratchett, Nietchze, Harry Houdini?" Nei við öllu, en svo kom rúsínan í pylsuendanum "En veistu hver Jesús Kristur er?" og ekki lá á honum "Auðvitað!" Áfram hélt ég; Móses, María Magdalena, María Mey, Jósef, gvuð, Allah, þríeinn guð, upprisan, brauðið og fiskurinn. "Já, já, já, já o.s.frv." sagði hann.

Hvað í ANDSKOTANUM er verið að kenna í þessum barnaskóla?

Bauna að honum fleiri spurningum þegar tækifæri gefst "En þróunarkenninginn, trúleysi, vísindi, heimspeki, gagnrýnin hugsun... þúst allt það sem þeir kenna ykkur ekki um."

föstudagur, júní 16, 2006

Eftir stutta vakt...

...kem ég arkandi heim, klukkan tólf, með Kyuss í eyrunum og reykjandi rettu. Trítla innfyrir heimilið og set í þvottavél og skipti um dekk á bílnum og slæ grasið, fæ mér síðan reyk og róa mig niður.

Undirbý mig með stafrænni hugleiðslu fyrir næstu verkefni; þvo upp leirtau og hnífapör og taka til og þrífa og fara svo að vinna við liðveisluna klukkan sextánhundruð.

Bíð enn eftir að tala við þjónustufulltrúa hjá Glitnir. Djöfulsins tussa að tala svona mikið og bévítans kæruleysi hjá mér.

þriðjudagur, júní 13, 2006

Þvílík sölubrella!

Já, það fyrsta sem mér dettur í hug þegar einhver fremur sjálfsmorð er:

"Hvað ætli sé verið að selja?"

Óneitanlega, alltaf.

föstudagur, júní 09, 2006

Þriðja sneiðin af lífi

Fyrir stuttu gekk ég frá vini mínum sem býr ekki langt frá Hallgrímskirkju. Ég var kominn dágóðann spotta af Hallveigarstíg er ég sá þrjár manneskjur að hjóla, hjón á fertugsaldri og ung stúlka sem var kannski tólf ára, öll voru þau með hjálm. Þau hjónin voru glaðbeitt á svip, sérstaklega móðirinn, en stelpan var eilítið sorgmædd að sjá einsog hún nennti ekkert að vera þarna og hjólaði dálítið á undan þeim. Meðan hjónin hjóluðu á akbrautinn hjólaði stúlkan á göngubrautinni. Er hún nálgaðist mig kallaði mamman með sterkri röddu "Það er rauða húsið þarna beint fyrir framan!" Ég leit á stúlkuna, sem var niðurlút, og er hún hjólaði framhjá mér heyrði ég útundan andvarpað "Ég veit."

Það heyrði þetta enginn nema ég og ég vorkenndi greyjið stelpunna svo mikið. Af hverju? Henni leiddist svo svakalega mikið og henni hlakkaði ekki til að fara í þetta "rauða hús þarna fyrir framan."

Um Þingholt og vímugjafa

Af ferðum mínum um Þingholtin kennir ýmisa grasa. Þingholtin eru að mínu hógværa mati eitt skemmtilegasta göngusvæði á landinu aðallega útaf því að þetta er svo svakalega óskipulagt svæði, en það er það sem gerir það skemmtilegt. Það er nefnilega ekkert hús eins í Þingholtunum, þó hafa verið gerðar tilraunir með til að mynda raðíbúðarblokkir. En raðíbúðarblokkirnar eru einatt skiptar í blokkir og íbúar í hverri blokk taka stundum uppá því að mála blokkirnar í mismunandi litum, þannig hefur maður húslengju í allskyns regnbogalitum, sem er vel. Þingholtin er einsog landsbyggðarþorp í lítilli borg.

Ósjaldan hef ég ráfað um Þingholtin í annarlegu ástandi og það, börnin góð, er hörkugaman. Með annarlegu ástandi á ég nú ekki við töluvert prómílmagn í mínum æðum, onei, með þeim eftirminnilegu gönguferðum um Þingholtin er þegar ég var á sveppum eftir miðnætti rétt eftir áramótin 2002.

Ég gekk um hverfið ásamt vini mínum í næstum 4-5 tíma. Stoppuðum fyrir framan Hallgrímskirkju í rúmlega klukkutíma þar sem ég talaði nærri því nonstop um eitthvað sem mér var hugleikið, hvað það var skiptir ekki máli en þetta meikaði allt sens þá. Ef einhver hefði stoppað og hlustað á það sem ég var að segja þá hefði sá hinn sami eflaust hrist hausinn og hugsað með sér "Þvílíkur moðhaus!"

Næsti viðkomustaður var listagarður Einar Jónssonar. Það var allsvakalegt móment er við gengum upp tröppurnar tvær, ég snarhemlaði áður en ég gekk inn því þetta var einsog að labba inní málverk. Þar fetuðum við félagarnir um svæðið í nærri því klukkutíma og dáðumst að þessum meistaraverkum eftir þennan ókrýnda skúlptúrmeistara.

En það sem mér finnst einna eftirminnilegast eru byggingarnar og hvernig húsin öðluðust hálfgert líf og persónuleika, höfðu einhvern sérstaka sjarma og ef maður fer útí hið ljóðræna þá voru þarna hús sem brostu og hlógu eða voru sveipuð dulúð og fýld á svip. Maður gat staðið fyrir framan einhvern kofann og undrast yfir ótrúlegheitunum. Þó eru þetta bara hús.

Einn helsti kosturinn við að ganga um Þingholtin, sérstaklega eftir miðnætti, er hvað það er lítið af fólki á rölti og manni leið þá einsog maður væri svefngengill, vakandi, dreymandi, arkandi um annann heim í okkar heimi.

laugardagur, júní 03, 2006

Í hægðum sér

Það var ekki fyrir svo löngu síðan að mér tókst að losa mig við úrgang úr endaþarmi þrisvar sinnum á sama degi. Ég skeit vel formuðum saur um morguninn i vinnunni sem sökk mjúklega á klósettbotninn. Rétt eftir hádegi kúkaði ég lögulegum lorti heima hjá mér. Flaug svo til Reykjavíkur og lét einn flakka þegar þar var komið. Daginn eftir kúkaði ég fokking tvisvar sinnum!

Það lítur út fyrir að dagurinn í dag verði einstaklega ljúfur fyrir klósettpappírsiðnaðinn því enn sem kom er hefur mér tekist að saurga tvö mismunandi klósett og dagurinn ekki einu sinni hálfnaður. Góðar og reglulegar hægðir er vísir að góðu og reglusömu lífi.

Aaahhh, life is good, everybody dance! Yeeeeah!

föstudagur, júní 02, 2006

Nokkrar sneiðar af nokkrum leifum

Vaknaði klukkan hálf átta í dag. Fór í vinnu. Vinn á hjúkrunarheimili. Fullt af gömlu fólki. Sögur? Svei mér þá, já, sögur!

Búinn í vinnu klukkan fjögur, eða einsog sagt er í "korinnu", sikstínhundredd. Fer út. Samviskann talar. "Jó, jó, hvað með mig?" Veistu, "segi ég" hef ekki hugmynd.

Held áfram með rölti mínu. Leyfi ljúfum tónum að leika um mitt lögulega eyra.

Fer síðan heim að sofa.

Og, vitiði hvað, ég sofna.

Vakna svo daginn eftir.

Og hvað?

þriðjudagur, maí 30, 2006

Bláum skugga

Í bláum skugga, af broshýrum reyr.
Við eigum pípu, kannski' eilítið meir.
Við eigum von og allt sem dæmt og deyr.
Úúúúúú...

Við áttum kaggann, þúfur og þras.
Og kannski dreitil í tímans glas.
En hvað er það, á við gott lyfjagras.
Úúúúúú...

Og þegar vorið kemur á kreik.
Þá tek ég flugið, og fæ mér reyk.
Hann er mín trú, og festa í lífsins leik.
Úúúúúú...

fimmtudagur, maí 25, 2006

Delluflokkur - hugleiðing

Máske munum vér viðrinin stofna einhvern delluflokk til að taka þátt í bæjarpólítíkinni eftir fjögur ár. Man ekki alveg hver sagði mér frá því, en það var einhver sem sagði mér, að hér á árum áður, um og uppúr 1980, að einhverjir skrælingjar og spaugarar stofnuðu delluflokk hér á Höfn með nokkrum alvarlegum málefnum og fjöldann allann af dellu og öðru búlsjitti. Skildist mér að þessi delluflokkur hafi náð nokkrum mönnum inn. Í kjölfarið varð töluverður áhugi á bæjarstjórnmálum.
Maður hefur töluverðan áhuga á pólítík og stjórnmálum, svipaður áhugi og ég hef á heimsmeistarmótið í fótbolta, en ég hef lítinn áhuga á að fylgjast með þessum borgar- og bæjarkosningum, svipað og ég nenni að fylgjast með heimsmeistaramóti í fótbolta.
En með spaugi fylgir einhver alvara, þannig að ef til delluflokks mun koma og frambjóðendur á þeim dellulista mun komast inn þá er hugsanlegt að þeir delluframbjóðendur taka sig alvarlega og láta gott af sér leiða, semsagt í staðinn fyrir satirpolitik, verður realpolitik.
Jamm, það fyrsta á stefnuskránni:
  • Einstæðingar sem ekki eiga börn og geta ekki farið í fæðingarorlof eiga rétt á tómstundaorlofi, þ.e. 3 mánuðir á launum að gera eitthvað.

þriðjudagur, maí 23, 2006

Smá um evróvisjon

Íslendingar eru margir hverjir sjokkeraðir yfir hegðun íslenska útsendarann Silvíu Nótt. Af hverju? Er þetta ekki bara dæmigerð hegðun af týpískum Íslendingi í útlöndum?

Skammdegi hvað?!

Ég labbaði frá vinnu sirka fjögur í dag. Rok. Rok. Rok. Ef það er eitthvað verra en skammdegið þá er það konstant non-stop rok í margar vikur. Það var eflaust eðilsfræðingur á leið úr vinnu og hafði upplifað nær stanslaust rok að eilífu og útaf eintómum pirringi lagði hann drög að kjarnorkusprengju og svo við bættisT úrillur hershöfðingji sem tók kaóskenninguna bókstaflega og vildi njúka þetta fokkin fiðrildi í Japan áður en það yrði að hvirfilbyli í Kanalandi.

Moðerfokker!!! FOKK! FOKK!!!! FOKKITÍFOKKFOKK!!!

föstudagur, maí 19, 2006

Sex!

Undanfarnar sex helgar hef ég verið að vinna. Það hefur þó ekki hindrað að ég fái mér aðeins (vægt til orða tekið) neðan í því. En þessa helgi ætla ég að breyta um umhverfi og ég flýg suður núna á eftir.

Það má vera að ég muni vakna í ræsinu einhverja nóttina starandi á stjörnurnar. Það mun bara hafa sinn gang.

fimmtudagur, maí 18, 2006

Önnur sneið af lífi

Með því fyndara sem ég hef verið vitni af gerðist eina kvöldstund á Ölveri, þetta var á laugardegi í fyrra. Ég, Óskar og Gunna fórum á þann stað í tvennum tilgangi (sem varð af þrennu). Að sötra bjór og taka þátt í karíókí. Ég var ekkert yfirdrifið spenntur af seinna tilvikinu, en lét til leiðast. Við örkuðum að barnum og Óskar bað um karíókí-söngmöppuna og flettum í gegn.

Ég man ekki alveg hvað Gunna valdi, en mig minnir að það hafi verið eitthvað með Louis Armstrong eða álíka, eitthvað rólegt og rómó. Óskar valdi eitthvað lag með New Kids on the Block. Ég valdi Sweet Transvestite úr Rocky Horror Show, sökum þess að þetta var eitt af þessum kunnuglegu lögum (auk þess að það var ekkert svo langt síðan að maður horfði á þetta í góðra vina leikhópi). En það var fólk á undan okkur, töluverður fjöldi svo ég og Óskar fórum í billjard og sötruðum á dökkum Beamish.

Nokkrum fölskum falsettum síðar þá heyrðist í hljóðkerfinu að óskað væri eftir nærveru Gunnu. Hún skellti sér á sviðið og söng sitt lag. Síðan var kallað á hann Óskar. Óskar steig upp á svið og tók míkrófóninn og lag með New Kids on the Block, sem hét Baby I Love You Baby, Love eða álíka horbjóðsnafn byrjaði að óma um salinn. Maður fylgdist spenntur með. Óskar söng lagið með stakri snilld að orð fá ekki lýst kátínu minni.

Það má ef til vill minnast á það að hann hafði nýverið uppgötvað breska pönkbandið The Fall og var orðinn forfallin Fall-fíkill. Hann tjáði mér síðan seinna meir að hann hafði gleymt hvaða andskotans lag hann hafi valið fyrir þetta bévítans karíókí og ákvað þá og þar að syngja lagið einsog Mark E. Smith. "Ó beibííí, beibííí ííí" Ýmindið ykkur Megas og Bob Dylan og að þeir séu ættaðir frá fátækrahverfi í Manchester, blandið síðan smá af ketti í dauðahryglum rúllað í eitt og þá kannski hafiði einhverja hugmynd um söngstílinn. Þetta var stök fokking snilld. Toppurinn var náttúrulega að í miðju lagi kom einhver úr salnum og tók mækinn úr sambandi. Einhver eða einhverjir höfðu ekki húmor fyrir þetta.

Að lokum steig ég upp og söng Sweet Transvestite með miklum sóma. Man að einhver kallaði "hommi" eflaust útaf lagavalinu, en "hey" það sló mig ekki útaf laginu (ho,ho).

Þetta var gaman.

þriðjudagur, maí 16, 2006

Yak, yak, yak

Var á næturvakt núna í nótt. Fór ekki að sofa þegar ég kom heim. Er að fara á morgunvakt á morgunn.

Fór út áðan og keypti mér fjóra Guinnes úr þessum glæsilega kæliskáp sem útibú ÁTVR á Höfn er með. Ferðin tók rétt rúmlega 8 mínútur.

Hef verið að jafnaði 4-6 jafnvel 8-10 tíma í tölvunni að dóla og í raun ekki að gera neitt. Ef ég finn ekkert áhugavert á netinu þá fer í solitaire (stillt á Draw 3, Vegas Style og Cumulative Score) eða TextTwist. Þetta er tími sem ég ætti frekar að eyða í eitthvað annað, t.a.m. lestur bóka. En það virðist að þetta átak mitt í að hætta að horfa á sjónvarpið hefur bara varpast yfir á tölvuna. Hóran og mellan.

Kannski komin tími á No-Computer Week(eða 1-hour-a-day-in-computer-week)?

mánudagur, maí 15, 2006

Verð...

...að muna og minna mig og aðra á að lesa þetta bréf, sem Vasalam Ala Man Ataba’al hoda Mahmood Ahmadi-Nejad forseti Írans sendi George Walker Bush forseta Bandaríkjana, svona uppá forvitnissakir.

sunnudagur, maí 14, 2006

Magnað!

Þegar staðhæfinginn "þú varst fullur" dugar ekki þá er máske tími til að endurmeta drykkjuvenjur sínar sérstaklega ef maður sönglar "too drunk to fuck" daginn eftir.

Annars pantaði ég nú um daginn Penn&Teller´s Bullshit! seríu 1&2 og einnig Shaolin Soccer.

föstudagur, maí 12, 2006

Jæja

Bjóst við að fá Dopethrone með Electric Wizard er ég sá póstburðarflefle hér á lyklaborðinu, en nei, þá var 10.000 Days með Tool komið. Ójæja.

fimmtudagur, maí 11, 2006

Kastljós í kvöld

Guðmundur Oddur, hinn mæti myndlistafræðingur (eða eitthvað), var að rýna í auglýsingaherferðir stjórnmálaflokka sem eru að taka þátt í borgarstjórnakosninum, í Kastljósi núna fyrr í kvöld.

Þetta var hæfilega áhugavert, en toppinum náði maðurinn er hann fór að rýna betur í hina svokölluðu "lúk at ðí tjildren ant sí há mötsj ví pólitisjans lov ðem"-taktík sem stjórnmálamenn er þekktir fyrir og dró upp gamlar áróðursmyndir frá Sovétríkjunum í tíð Stalíns og Þýskaland nasismans. Það kætti mig mjög að sjá t.a.m. samlíkingu milli Járnmannsins með ljóshært lítið barn í hendi og Dag B. Eggertsson með lítið krúttlegt barn í fangi og síðan hló ég ansi dátt er kom mynd af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni með lítið skrípi í sínum armi og svo Hitler með tvö börn sér við hlið. Þetta var afar fyndið.

Hugsanlegt að einhverjir viðkvæmir besservissar munu taka uppá uppgerðarblygðunarkennd sinni og nöldra í blöðum á næstu dögum. Það verður fróðlegt.

Bókstaflega geðveikir glæpamenn

Það er bara ekki framhjá því komist að alhæfa útfrá hegðun einstaklinga í ofsatrúarveldinu Ísrael. Þetta er bölvað hyski, drulluháleistingar og dusilmenni. Þetta eru aumingjar, væsklar, ræflar, viðbjóður og verri en dýr.

Ef aðeins fleiri hefðu það vald að þjarma að íbúum ríkja sem hafa ríkisstjórn sem eru viðkomandi ekki þóknaleg. Í raun hafa sumir það vald, en þeir sem með það vald hafa eru oftar en ekki feitir og sællegir ríkisbubbar og/eða einráðir konungar, s.s. Sádí-Arabía, Bandaríkin og Evrópa. Væri það ekki frábært ef OPEC-ríkin mundu beita viðskiptaþvingunum á Evrópu, Ísrael og BNA ef ekki yrði látið af almennum afskiptum af öðrum sjálfstæðum ríkjum? Líkt og BNA og SÞ eru að hóta Íran um? Það væri fokking brilljant. En munu þeir gera það? Hvað og missa þrjá spóna af tæplega 200 úr aski sínum? Kemur ekki til greina. En hvernig gæti alþjóðasamfélagið brugðist við ef það ske kynni að OPEC mundu lýsa þessu yfir? Hugsanlega hótað einhverri viðskiptaþvingunum, en það yrði frussað yfir það og rekið við í meginátt þeirra sem hóta þvílíku. Kannski hótað vopnavaldi. Þá mundi heimurinn hlæja að þessum kómíkerum sem telja sig getað haldið úti stríði við 11 olíuveldi í einu.

Hvers þurfa 6 milljón íbúar í sjálfstjórnarsvæðum Palestínu að gjalda? Nú eða 26 milljón manns í Írak? Hvað þá hugsanlega ca. 70 milljón manns í Íran? Jú, þetta fólk þarf að gjalda þess að einhverjir mafíósar og glæpamenn líkar ekki vel við einhverja örfáa einstaklinga í þessum ríkjum og hvað þeir viðhafast og hvaða skoðanir þeir hafa og þess vegna þarf að refsa öllu þessu fólki fyrir það. Glæsilegt. Skýrt merki um fágaða siðmenningu.

miðvikudagur, maí 10, 2006

Lestur bóka

Fékk Vetraborgina eftir Arnald Indriðason lánaða í gær og klára hana núna um eitt leytið. Fín bók, einsog flestar bækurnar eftir hann.

Er með alltof margar bækur í lesningu:
  • Blekking&Þekking (í annað sinn)
  • V for Vendetta (í þriðja sinn)
  • Otherland : River of Blue Fire
  • Calcium Made Interesting
  • Bréf til Láru
  • Íslenskar þjóðsögur og sagnir
  • Í nafni kærleikans
...og eitthvað fleira. Athyglisbrestur?

þriðjudagur, maí 09, 2006

Næturvaktir

Það kemur reglulega fyrir að ég taki óreglulegar næturvaktatarnir á hjúkrunarheimilinu sem ég vinn á. T.a.m. var ég á næturvakt aðfaranótt mánudags, kom heim um átta og fór að sofa tíu um morgunin og svo vaknaði ég sprækur klukkan hálf sjö um kvöldið og sá framá það að vera vakandi langt fram eftir nóttu þangað til ég mundi sofna. En ég hafði nú ráð við því og fór bara á fyllerí og vaknaði svo klukkan tíu í morgun.

mánudagur, maí 08, 2006

Ekkert nýtt framtaksleysi

  • Hef ekki gert neitt í langan tíma
  • Ætla að gera eitthvað gáfulegt mjög fljótlega
  • Hefið tekið að mér göngu og sundferðir reglulega
  • Þetta horfir til batnaðar

sunnudagur, maí 07, 2006

Eistnaflug 2006

Ég vill endilega minna Hornfirðinga, þá sem búa á Hornafirði, þá sem búa nálægt Hornafirði og auðvitað aðra góða gesti er vitja þessa vefbók, að 15. júlí nk. (hugsanlega verður þessi hátíð skipt upp í tvo daga, þ.e. fös. 14. og lau. 15.7) verður haldin heljarinnar metalhátíð nálægt okkar yndislega sveitarfélagi, að vísu er það einhver keyrsla, en heljarböllur, það ætti ekki að taka svo langan tíma og við mun taka allsvakaleg þungarokkskeyrsla.

Þetta er Eistnaflug á Neskaupstað, en þar munu hópast saman rokk- og metalhausar hvaðanæva úr landinu og þeyta flösum og dansa tangó við seiðandi tóna eftirtalda hljómsveita (sem eru þegar bókaðar, með þeim fyrirvara þó að einhverjar þeirra gætu dottið út útaf óviðráðanlegum ástæðum):
  • I Adapt
  • Hostile
  • Atrum
  • Nevolution
  • Dr. gunni
  • Innvortis
  • Morðingjarnir
  • Concrete
  • Denver
  • Changer
  • Momentum
  • Potentiam
  • Sólstafir
  • Fræbbblarnir
Ekki vera aumingjar, mætið á Eistnaflug. (Nánar hér)

Ekki heldur gleyma hinum alþjóðlega Slayer-degi þann 6. júní nk. Skiptir ekki máli hvað þú gerir, bara hlustaðu á Slayer meðan þú gerir það.

Amazondrasl

Það tekur svakalegan langan tíma fyrir hluti til að koma sér frá amazon-retaili til mín. Samkvæmt einhverjum tölum þarna þá fæ ég;
  1. Heavy Trash - Heavy Trash, 24. maí
  2. Electric Wizard - Dopethrone, 10. maí
  3. Tool- 10.000 days, 18. maí
Vá. Eins gott að þetta sé ódýrara og þá skal ég endurmeta þolinmæði mína.

Get hugsanlega huggað mig við On an Island með David Gilmour sem ég keypti í dag, en það er þriðja sólóplatan hans og kom út 22 árum eftir aðra sólóplötuna.

föstudagur, maí 05, 2006

Topp fimm kvikmyndir sem ég get horft á aftur og aftur

  1. Lord of the Rings (2001-2003) - Efast um að ég verði nokkurn tímann þreyttur þessu ævintýrabákni. Ég er soddann sökker fyrir ævintýramyndir, ég er meira segja einn af þeim sem fannst Willow barasta fínasta mynd. Conan the Barbarian, Indiana Jones, The Princess Bride og fleiri eru allar góðar og gildar, en komast bara ekki í hálfkvist við túlkun Peter Jacksons á Hringadróttinssögu.
  2. The Wicker Man (1973) - Þetta er svakaleg mynd, eitt besta handrit sem samið hefur verið, frá hinum sama sem reit Sleuth, Anthony Shaffer (opnunarkreditlistinn kynnir myndina sem Anthonny Shaffer´s The Wicker Man). Þetta er góð kynning á kristintrú og wicca/nornatrú, inniheldur með þeim betri samtölum sem fest hefur verið á filmu, nær að skeyta saman ólík element einsog söngleik, spennu, hrylling, drama, gaman og einn óvæntasti og óþægilegasti endir ever. Þeir Christopher Lee og Edward Woodward eru ógleymanlegir í hlutverkum sínum sem Lord Summerisle og Sergeant Howie.
  3. Aliens (1986) - Ein allra besta sæ-fæ mynd sem gerð hefur verið, auk þess að vera ein besta framhaldsmynd nokkurntímann. Alien innihélt eina geimveru og var aðallega hryllingsmynd í sæ-fæ-búningi. Aliens er stríðsmynd og sem slík alveg ótrúlega spennandi og virkilega vel gerð.
  4. Dr. Strangelove : Or I how I learned to stop worrying and love the bomb (1964) - Eina gamanmyndin sem Stanley Kubrick gerði og með þeim betri og með þeim beittustu ádeilumyndum sem hægt er að sjá.
  5. Fight Club (1999) - Fór á hana 3-4 sinnum í bíó. Hef horft á hana xtán sinnum síðan. Fæ aldrei leið á henni.

10 æruverðugar tilnefningar : Kung-Fu Hustle, North by North-West, The Third Man, Monty Python and the Meaning of Life, Batman Begins, Terminator 2, Patton, Twelve Monkeys, Sleuth og The Thing

fimmtudagur, maí 04, 2006

Bestasta siðferðið?

Á vantrúarspjallinu myndast oft glettilega skemmtilegar og áhugaverðar umræður, einsog á hvaða spjallsvæði sem er um ólík og áhugaverð málefni, áhugamál og tómstundaiðju. Nokkrar umræður hafa spunnist er varðar siðferði og oftar en ekki byrjar siðferðishjalið að líkjast einhverri keppni um hver hefur bestasta siðferðið. Bestasta siðferðið, samkvæmt nokkrum þarna, innifelur þann eiginleika að drepa engan undir hvaða kringumstæðum sem er. Vissulega er það góður siður að drepa engan, en stundum er spurt "hvað ef?"

Hvað ef ólett kona stafar lífshætta af ófæddu barni sínu? Er fóstureyðing físilegur kostur?

Hvað ef nánasti ættingji þinn lendir í slysi sem skilur viðkomandi eftir heiladauðann og getur aðeins lifað með hjálp öndunarvéla? Er líknarmorð lausnin?

Hvað ef það er ráðist á þig með hníf? Máske koma upp aðstæður sem, ekki beint krefjast þess, en gætu mögulega leitt til þess að þú þurfir að verja þig frá árás einhvers ofbeldiseggs sem hefur króað þig af. Ef til vill mun atburðarásin sem því fylgir leiða til þess að annaðhvort þú eða hinn muni deyja. Auðvitað vill maður forðast svoleiðis útkomu með öllum tiltækum ráðum, það gæti verið að þú sért með stuðbyssu eða meis, þú gætir líka kallað á hjálp, þú gætir reynt að berja hann frá þér og hlaupa í burtu.

En sumir vilja snúa þessu uppí "annaðhvort eða" og ekkert múður og koma síðan með alveg ótrúlegar aðstæður sem "vantrúarseggirnir" verða kljást við. Nýjasta útspilið kemur frá Lárusi Páli Birgissyni, hinum kostulega kristna lygara, sem er í háheilagri krossferð gegn félagsskapnum Vantrú.

Hann telur að siðferði vantrúarseggja er niðurnjörvaðar í einhverjar siðferðislega teninga sem inniheldur lausn við hverju vandamáli sem steðjar að vantrúarseggjum. Hann telur að vantrúarlýðurinn blikki ekki augunum við að drepa ef þess krefst og og hika ekki við að nauðga börnum ef þær aðstæður eru til staðar. Já, nauðga börnum. Í umræðu sem hann kom með er kallast "Extrím aðstæður" þá kemur hann með extreme scenario sem vantrúarmenn eiga að kljást við:
Þú kemur heim og sérð að það er illmenni búið að taka fjölskylduna í gíslingu. Valið stendur á milli þess að illmennið drepi alla fjölskylduna (þig meðtalinn) eða að þú nauðgir barninu þínu. (það er semsagt krafa illmennisins, að öðrum kosti myrði hann alla)
Þar sem vantrúarseggurinn er afar rökfastur maður á siðferðislega háu plani þá metur hann aðstæður sem svo að fórna skuli minni hagsmunum fyrir meiri og nauðgar barninu sínu.
Niðurstaðan er því: Í sumum tilfellum er réttlætanlegt að ríða barninu sínu.
Ég skil ekki alveg hvaðan hann grípur þetta, hvernig hann kemst að þessari niðurstöðu. Næ þessu hugsunarhætti ekki alveg. Og auk þess er mjög einkennandi fyrir þennann mann og aðra að það er þessi "annað hvort eða", "A eða B", "svart og hvítt", "ljós og myrkur"-uppsetning á einhverri vissri aðstæðu, svona einsog að þú getur ekki gert annað. Drepa eða drepin. Drepin eða nauðga.

En ef illmenni hefur ráðist inná heimilið og eina "krafan" þess manns er að ég eigi að nauðga barninu mínu ella drepi hann alla, þá mun hann drepa alla hvort sem ég nauðgi barninu mínu eður ei. Og hvernig kemur siðferði þessu við? Ef þessi aðstaða mundi koma upp þá verður maður hræddur, óttasleginn, maður mun svitna og ekki vita sitt rjúkandi ráð, áfallastreituviðbrögð, og þetta verður mjög prímal á þann hátt að þú munt vilja komast af og einnig mundirðu vilja bjarga fjölskyldunni þinni frá dauðadaga, en hvernig? Þú vilt ekki nauðga barninu þínu sem mundi ekki skipta máli hvort eð er, því hvernig er hægt að treysta orðum siðblinds sækópata? Maður mundi eflaust ráðast á illmennið. En hvernig á maður að vita það?

Ég spurði hann:
Mundir þú, Lárus, við allar aðstæður þar sem líf þitt væri í hættu sökum vopnaðs ofbeldsegg ekki aðhafast neitt sem gæti skaðað þennan árásarmann? Ef þessi einstaklingur mundi skjóta þig eða stinga í nýrað, mundirðu bara bjóða hitt nýrað?

Eða, einsog kennt var í námskeiði þegar þarf að kljást við ofbeldisfulla geðsjúklinga, reyna hlaupa í burtu?
Og hann svaraði:
Eins og ég hef áður sagt þá get ég ómögulega vitað hvað ég mundi og mundi ekki gera í slíkum aðstæðum.
Og hvernig eiga þá trúlausir menn að vita hvað þeir í gera í nákvæmlega sömu aðstæðum? Hann heldur væntanlega að það séu einhverjar vissar og skýrar reglur er varðar siðferði vantrúar sem inniheldur lista af viðbrögðum við hverjar extreme aðstæður:
  1. Geðsjúklingur ræðst á þig - Drepa
  2. Kona rekst á þig - Drepa
  3. Trúmaður horfir á þig - Drepa
  4. DREPADREPADREPA
  5. Illmenni tekur fjölskyldu þína gíslingu, ein leið til að sleppa - Nauðgar barninu þínu
En þessir kostulegu þrasgjörnu menn sem kenna sig við kristni telja að nóg sé að trúa á Jesúm Krizt og að allt sem hann sagði var satt. Allt annað í bók bókana eru bara eintómar myndlíkingar, allegóríur, dæmisögur og brandarar á borð við páskaguðspjallið. Og jú, að fylgja boðorðunum tíu útí hörgull; trúðu á Gvuð, einn Gvuð, engan annann, ekki ljúga, stela, myrða og allt það. Ef þú stenst þessar kröfur þá ertu með hærri og betri siðferðisþröskuld en allir aðrir í heiminum, ef siðferði þitt er byggt á boðorðunum 10 og auðvitað McJesús þá ertu með bestasta siðferðið.

Djöfulsins kjaftæði.

miðvikudagur, maí 03, 2006

Það birtist pistill eftir mig á Vantrú, Þörf til að þrefa.

Sá í Mogganum í gær að Jon Spencer og fleiri ætla að spila á NASA föstudaginn 26. maí. Ég þangað.

þriðjudagur, maí 02, 2006

mánudagur, maí 01, 2006

Fyrsti maí

Alþjóðlegi baráttudagur verkamanna er í dag. Ekki merkilegur dagur því 1. maí hefur misst alla sína merkingu. Þetta er bara hefð svona rétt einsog sumardagurinn fyrsti. Sömu ræðurnar, sömu fánarnir og toppað með kaffi og kleinum. Enn eru launamálin í fokki.

Svona er ´etta bara

Hitt var bara ekki að gera sig.

laugardagur, apríl 29, 2006

Fokkittífokkfokk!

Sé framá það að maí-mánuðurinn verður fjárhagslega fokkt öpp sökum þess að ég sótti um kreditkort í mars. Get ekki sagt að mig hlakki til að sjá yfirlitið eftir þennan mánuð. Þó hlakkar í manni sökum þriggja hluta. Að undanskildu bjórkreditsukki og eftirstandandi skuld á lókalnum sem ég verð aftur að borga í hollum, þ.e. að borga helminginn eða meira en helming nú og seinni hlutann í næsta mánuðu (plús aukalegt lókalkredit), þá mun ég fá í hendurnar (1) Dopethrone með Electric Wizard og (2) 10.000 Days með Tool.

(3) Síðan er ég eftir að versla mér flugmiða frá Íslandi til úglanda, nánar tiltekið til Danmörk og frá London til Íslands. Planið hjá mér í sumar, ágúst, verður á þessa leið : Ísland - Danmörk. Danmörk - Þýskaland. Þýskaland - Vattever. Vattever - Belgía. Belgía - Holland. Holland - Belgía. Belgía - Bretland. Bretland - Ísland. Þetta verður svakalega spennandi keppni. Er verið að tala um Evrópumótið í fótbolta? Nei, aldeilis ekki. Það er verið að tala um Evrópumótið Þórður.

föstudagur, apríl 28, 2006

Gleðilegt mahfakkings sumar!

Samkvæmt sögusögnum þá er sumarið komið. Hef að vísu ekki enn opnað líkkistulokið til að líta út, skilst að sólin fari ekki vel með húðina á vampírum einsog mér.

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Oooohhh noooes!!!

Mér finnst ég vera að forheimskast. Mig vantar stimúleringu.

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Sönnun þess að yfirnáttúra er til!

Búinn að vera glugga í gegnum gamlar og nýjar greinar á vantrú, heilaspunanum og örvitanum. Örvitinn bendi á pistill Þorkels um drauma og yfirnáttúru, eða hið andlega, eða vattever. Þorkell sagði að þegar hann var lítill þá hafi hann fengið vitneskju úr draumi að manneskja mundi deyja.

Jæja.

Mig dreymdi einu sinni að ég væri að gera ljúffenga paprikusósu. Mig hefur samt ekki en dreymt á hvað ég ætlaði að nota þessa ljúffenga paprikusósu, en ég efast ekki um að ég muni finna eitthvað afar gott. En ég ætla að láta þennan draum rætast og gera ljúffenga paprikusósu, enda finnst mér paprikur afar góðar og ljúffengar. Spurning bara að prófa það á nautasnitsel? Nú eða piparsteik? Jafnvel á grísakótilettur? Er ekki viss, en það hlýtur að koma til mín í draumi sem verður væntanlega endanleg sönnun þess að hið andlega og ótrúlega sé til. Kannski Gvuð segi mér það?

Jeeves&Wooster

Hef verið að horfa á þessa glæsilegu þætti um "upper-class twit"-ið Wooster og úrræðagóða þjónin hans Jeeves. Hugh Laurie leikur Bertie Wooster og Stephen Fry leikur þjóninn. Þættirnir eru byggðir á sögum eftir P.G. Wodehouse. Þetta eru fjórar seríur og ég er kominn langleiðina með þá þriðju. Ég hef alveg hreint glettilega gaman af þessum þáttum. Þetta er ekki á hláturskala sem jaðrar við Monty Python, Father Ted, Black Books eða League of Gentlemen, en sögurnar, samtölin og persónurnar eru mjög skemmtilegar.

sunnudagur, apríl 23, 2006

Á hvað hlustar Doddi þessa dagana? (part II)

Það hafa ekki verið svakalegar hræringar í tónlistaráhlustun minni síðan ég reit um það síðast. Slayer, Mastodon og Nevermore standa uppúr og auðvitað Kyuss, en Blues for the Red Sun verður bara betri og betri með hverri hlustun.

Þó hafa bæst við nokkur bönd sem vert er að minnast á. Eftir tilmælum Ara, auk hljóðdæmis einn góðan veðurdag á Dillon, þá niðuhalaði ég nokkrar plötur með Entombed; Left Hand Path, Wolverine Blues, To Ride, Shoot Straight and Speak the Truth og Morning Star. Þær tvær síðastnefndu eru alveg hreint magnaðar, þó sér í lagi og sérstaklega Morning Star. Það er alveg hreint ótrúlega, æðisleg og kynngimögnuð plata.

Hef líka verið dálítill aðdáandi af Filter síðan bróðir minn leyfði mér að hlusta á Short Bus. Það er skemmst frá því að segja að ég væri einatt að hlusta á þá plötu er ég var að vinna í frystihúsinu er ég var tæplega 16 ára og lendi í slysi. Þannig er nú mál með vexti að ég var að vinna við að saga lúðu (haus, sporða og ugga) og þetta var voðalega circular motion vinna. Allt í einu þegar eitthvað lagið var að spila í vasadiskóinnu varð ég sveimhuga og vissi ekki af mér fyrren baugfingur á hægri hendi klemmdist við söginna og ég gaf frá mér tryllingslegt öskur. Síðan var farið á heilsugæslustöðinna og lagað skemmdirnar. Síðan var ég rekinn án þess að láta mig vita af því. Já, sællar minningar. Annars, niðurhalaði ég Amalgamut sem er fín plata.

Annar frækinn kappi, liðsmaður í metalcore-bandinu Finnegan, Andri nokkur Ákason, var mikið um að benda mér á plötuna Undoing Ruin með Darkest Hour. Sú plata vinnur á og er bara nokk góð. Söngstíllinn er ekki að fara jafnmikið í pirrurnar á mér og áður (sagði að söngvarinn syngi einsog hann sé að rembast við að skíta), en fer samt aðeins í mínar fínustu.

Alabama Thunderpussy er nafn sem vissir aðilar á Töflunni höfðu margt gott að segja um, og ég hef verið að leyfa Fulton Hill að leika um mitt eyra, fín plata þar á ferð. Einnig hef ég verið að prófa, einsog heróín, bönd á borð við Lamb of God, The Haunted, At the Gates og Amon Amarth og líst nokk vel á. Á dagskránni er að eigna mér plötu með Electric Wizard, þar sem maður hefur lesið afar, afar góða hluti um þá á allmusic.com og vitaskuld á Töflunni.

Keypti mér plötu um daginn með hljómsveit er heitir The Decemberist, platan heitir Castaways and Cutouts. Ljúf og melódísk kammerpopp tónlist. Keypti einnig, eitt sinn, Echoes með The Rapture og hún hefur ekkert gripið mig, einhver dúdd í Smekkleysu mælti eindregið með henni og hótaði mér að ef ég fílaði ekki þetta þá ætti ég bara að hlusta á Michael Bolton(!), svei. Síðan fór ég í bestu geisladiskabúðina (hans Valda) og keypti mér, held ég þriðja eintakið (hef nefnilega týnt hinum tveim), Now I Got Worry með Jon Spencer´s Blues Explosion (skilst mér að þeir kalli sig núna bara Blues Explosion), sem er yndisleg plata og ágætis "fuck off you scatmunching studio execs!" því hljóðið er svo skítugt og hrátt að það gerir plötuna enn betri.

Síðan hafa önnur bönd fengið að hljóma töluvert, en nenni ekki rita mikið um það, ekki útaf því að þetta eru léleg bönd, þvert á móti (þó eru sum betri en önnur), ég skrifa bara eitthvað um það seinna: Arcade Fire, Benni Hemm Hemm, Dead Kennedys, Fugazi, Genesis, Gentle Giant, Mogwai, Mono, Nine Inch Nails, Primal Scream, Primus, Shellac, Sonic Youth, Syd Barret, Tool, Tortoise, Trans Am, White Zombie, Yes og eitthvað fleira.

Í síðustu færslunni var mælt með og tjáð um eftirfarandi bönd og listamenn (í réttri röð):
  • White Stripes
  • Electric Six
  • The Rolling Stones
  • Ennio Morricone
  • Megasukk
  • Tom Waits
  • System of a Down
  • Nevermore
  • Blaze
  • Bruce Dickinson
  • David Bowie
  • Dag Nasty
  • Minor Threat
  • Good Clean Fun
  • Dead After School
  • Anathema
  • Katatonia
  • Porcupine Tree
  • Orange Goblin
  • Lamb of God
  • The Gathering
  • Captain Beyond
  • Pelican
  • Entombed
  • The Books
  • Penguin Cafe Orchestra
  • Thee Michelle Gun Elephant
Einsog gefur að skilja þá hef ég ekki náð að hlusta á helminginn þarna. Ég er með Bruce Dickinson plötuna Chemical Wedding, en hef ekki ennþá hlustað á hana (sorrí Ingvar :(). Af þessum lista hef ég hlustað á Tom Waits (í fjöldamörg ár), eilítið hlustað á Hús Datt með Megasukk, Mesmerize og Hypnotize með System of a Down, auðvitað Nevermore, David Bowie, Minor Threat. Of course my horse hef ég hlustað á Good Clean Fun og Dead After School, fór sérstaklega til Bretlands með systrum mínum og hinum úr "The Posi Youth Clean School Crew" eða hvað sem maður á kalla þetta lið (hvað með systrum mínum og félögum þeirra?). Anathema hef ég lítið hlustað á og sömuleiðis Lamb of God en Entombed hef ég hlustað mikið á.

Nú, þar sem ég er hlaðinn kreditkorti, þá eru líkur á að heimsóknir mínar á Amazon.com verða fleiri, í þeim sérstaka tilgangi að versla mér plötur.

laugardagur, apríl 22, 2006

Sukkmánuðurinn mikli

Ég, einsog svo margir aðrir, hef verið á töluverðu fyllerí undafarnar vikur. Kræst hvað maður hefur drukkið ótæpilegt magn af bjór og öðru áfengi. Þó hefur þetta ekki verið á hverjum degi, en það hefur verið drukkið nokk stíft.

Það versta er náttúrulega að vera svo fullur og beyglaður að maður man ekki eftir sér og framkvæmir heimskulega hluti. Til að mynda er alveg hreint óþolandi að fletta í símanum sínum og sjá að maður hefur verið að hringja út og suður án þess að muna eftir samtalinu. Síðan að banka uppá hjá einhverjum í ölæði haldandi vattðefokk eða álíka.

En ég held ég hætti þessu ekki fyrren ég verð handtekinn með lók uppí hundskjafti haldandi því fram að rakkinn var að reyna við mig.
Friday left me fumblin' with the blues
And it's hard to win when you always lose
Because the nightspots spend your spirit
Beat your head against the wall
Two dead ends and you've still got to choose

You know the bartenders
They all know my name
And they catch me when I'm pulling up lame
And I'm a pool-shooting-shimmy-shyster shaking my head
When I should be living clean instead

You know the ladies I've been seeing off and on
Well they spend your love and then they're gone
You can't be lovin' someone who is savage and cruel
Take your love and then they leave on out of town
No they do

Well now fallin' in love is such a breeze
But its standin' up that's so hard for me
I wanna squeeze you but I'm scared to death I'd break your back
You know your perfume
Well it won't let me be

Fumblin´ With The Blues, Tom Waits (1972)

föstudagur, apríl 21, 2006

Föstudagur fyrir fávita

Það eru einhverjir tónleikar í kvöld. Þar munu stíga á stokk tvær Hornfirskar hljómsveitir og ein Hafnfirsk (minnir mig, gætu svosem verið frá Saurbæ). Þær heita (respectively) Modis, Mute og We Made God.

Síðan verð ég að hafa fleiri línur í þessum færslum, það gengur ekki að koma með eitthvað asnalega stuttar færslur, það er bara asnalegt.

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Sumardagurinn fyrsti!

Furðulegt veðurfar í gærkvöldi, en það snjóaði. Síðan vaknar maður í dag um eitt-leytið og finnur fyrir hitastækjunni vera kæfa mann. Manni er litið út og það er bara sól og sumar. Vatt ðe fokk?

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Tilefnislaust tilefni

Af því að sumardagurinn fyrsti er á morgunn þá ætla ég að fagna þeim merku tímamótum með því að sitja á ölkrá og sumbla.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Kárahnjúkalofgjörð sem farið hefur framhjá mér

Mig grunar að undanfarin þriðjudagskvöld hefur verið í sýningu sjónvarpsþáttasería til að lofa Kárahnjúkavirkjun í upphæðum. Hví grunar mig þetta? Því að í þessum orðum rituðum er fimmti þátturinn, af sex, í sýningu í ríkisjónvarpinu.

Þessi tiltekni ríkisáróður hefur gjörsamlega farið framhjá mér. Þátturinn byrjar á einhverju svakalegu dramatísku og klassískri tónlist sem ætti að fá suma til að leggja hægri hönd á hjarta og tilbiðja eitthvað land og einhvern gvuð, nú eða skjóta henni útí loftið í sirka 45° halla með beinan lófa og kalla með stolti og grátstafi í kverkunum "Ísland, best í heimi!"


Það er allt að gerast

Smábæjarmentalitat, ættflokkarígur, djúpstæð fjölskylduvandamál, költismi, mannshvörf og morð.

Haldið ykkur fast.

mánudagur, apríl 17, 2006

Stefnuskrá

  1. Ritað verður í þessa vefbók á hverjum degi, jafnvel oft á dag, í eins langan tíma og tími leyfir.
  2. Það má búast við frekari breytingum á útliti þar til ég (og hugsanlega aðrir) er orðinn sáttur.

17. apríl 2006, Höfn í Hornafirði
Þórður Ingvarsson
250979-5099

Viðauki: Útlitið á síðunni nú finnst mér vera asskoti gott.

Eirðalaus með eindæmum

Það gæti verið að jafnan meiri sól = meira seratónín + dópamín sé orsakavaldurinn í því að ég verð að fara meira út í göngu, fara í sund (aðallega heita pottin þó) og nýta mér afnot af þessum bíl með því að keyra útí sveit.

En eirðarleysið er svakalegt núna, þrátt fyrir að reyna fylla uppí eyðurnar með fyrrtöldum aðgerðum finn ég mig knúinn, svona svipað og áður, að finna mér eitthvað meira að gera. Þetta er ómögulegt.

sunnudagur, apríl 16, 2006

Aaaah....

...eitt í viðbót áður en ég hengi mig. En ég verð að lesa allt hitt draslið sem ég hef skrifað hér í rúmlega 2-3 ár. Maður svona bryjaði á því og það virtist vera smá áhugavert sjitt þarna sem ég man varla eftir, how about that?

Ég þoli ekki...

... þegar enginn tjáir sig á vefbókinni minni.

Ég verð alltaf svo einmana þegar ég lít yfir hugverk mín og verulega sorgmæddur þegar ég sé "o innlegg" undir einhverjum snilldarhugleiðingum.

Enn verra er þegar fólk tjáir sig en ótengt sjálfu efninu.

Hér er mynd af dauðum ketti svo þið skiljið almennilega hvað ég á við:

Sneið af lífi

Var í Reykjavík um daginn í einhverjum erindagjörðum. Einn góðan veðurdag, og það var góður veðurdagur, var ég á flækingi og ferðinni var heitið til félaga míns á Skólavörðustíg. Ég gekk frá Laugavegi og fór svo upp Vitastíg.

Frá horni Grettisstíg og Vitastíg arkar ungur maður um tvítugt og, merkilegt nokk, tekur stefnu að mér.

"Komdu sæll og blessaður. Afsakið ónæðið, en ég var að losna frá Litla-Hrauni fyrir þrem vikum og er að reyna halda mínu striki. En ég er ekki með neina vinnu og peningurinn minn er búinn. Og í staðinn fyrir að brjótast inní bíla eða eitthvað þá hef ég ákveðið að fara rónaleiðina og betla pening, vandamálið við þessa aðferð er að sumt fólk er hrætt við mig þegar ég nálgast það. En annars, geturðu nokkuð gefið mér einhvern pening?"

Ég var mjög undrandi. Nær orðlaus. En kinkaði kolli.

"Augnablik, ég skal bara athuga"

Ég gramsaði í buxnavasanum vitandi það að ég átti eitthvað klink. Dró upp þrjá skínandi gullpeninga merkt með vænum hundrað kalli og afhendi þessum unga manni það fjármagn.

"Þetta er ekkert rosalega mikið, en gjörðu svo vel," sagði ég hálf-afsakandi.

"Hva´? Þetta er nú þrjúhundruð kall," sagði hann kátur "það er nú töluvert fyrir mann einsog mig. Þakka þér kærlega fyrir."

Svo hélt hann sína leið.

Mér fannst þetta skondið á marga vegu. Skondið í ljósi þess að ég var nýbúinn að fara í hraðbankann og var því með 15.000 kjeddl í jakkavasanum. Skondið hvað hann var furðulega glaður. Og skondið að hann sagði að fólk hræddist hann þegar hann nálgaðist því ég var dáleiddur af honum. Þessi maður hafði furðulegustu augu, öllu heldur lithimnu, sem ég hef á ævinni séð. Sumir mundu segja tryllingsglampi, e.t.v. tengt ofskynjunarlyfjum eða hann sé með geðklofa, því augun minntu mig á eina manneskju á geðsjúkrahúsi sem ég vann á.

En með þessum stórfurðulegu augu, sjálfsöryggi, óaðfinnanlega framkoma, með því að koma sér beint að efninu og auk þess að vera nokkuð vel að máli farinn gat ég ekki annað gert en að veita þessum manni þessa smáaura fyrir hreint stórkostlegt sölutrikk.

Nú get ég haft asnalega löng nöfn á mínum hugleiðingum! Magnað sjitt!

Já, ég bara réði ekki við mig og breytti barasta helvítinu og hendi út hlekkjalistanum því hann var bara til trafala´ala Maddox. Vona að fólk móðgist ekki. Jú, jú, ég set ef til vill hlekkjalista þar sem ég hef hlekki á allt sem finnst á netinu.

Talandi um Maddox, þá er að fara koma út bók. Berið augum á koverið á væntanlegu riti sem ber hið karlmannlega nafni The Alphabet of Manliness.

laugardagur, apríl 15, 2006

Eirðarleysi #78

Ég er með bíl til afnota og í eirðaleysi mínu fór ég í bílinn og keyrði útí sveit og var ekki með neitt sérstakt takmark í huga og á leiðinni úr smábænum sá ég tvo ferðalanga með bakpoka og þar sem ég var einn í bílnum datt mér í hug að taka þá uppí og keyra þeim nokkurn vegin í áttina sem þeir voru að fara og ég stoppaði og ég opnaði skottið og þeir settu dótið sitt í skottið og þeir settust inní bílinn og ég spurði hvert þeir væru að fara og þeir vildu fara til Egilstaða og spurðu hvert ég væri að fara og ég sagði "ég keyra" og keyrði og fór með þá í átt til Djúpavogs og keyrði í gegnum göngin og keyrði yfir brýr og stoppaði á einhverjum hvíldarstað og sagði þeim að ég hafði bara verið að keyra í eirðarleysi og óskaði þeim góðs gengis og traffík og svona með gvuðsleyfi og keyrði aftur til baka og kom aftur heim.

Með blóðugar hendur.

Bad Boy Bubby

Verð að taka þá mynd í tveimur hollum.

Bubby er 35 ára gamall "mömmustrákur", þ.e.a.s. að móðir hans hefur haldið honum föngum í íbúðarholu ljúgandi að honum um að Jesúm Krizt fylgist með honum þegar hún fer út með gasgrímu haldandi því að honum að það sé eitrað loft fyrir utan íbúðina. En þarna er verið að fylgjast með örlagaríkum punkti í lífi Bubbys er hann öðlast sjálfsvitund.

Allt yfirbragð myndarinnar er afar finnskt, en myndin er áströlsk. Sú staðreynd fær mann leiðir ef til vill til þess að þessi tiltekna keðjuverkun fer í gang: "Aha, Ástralía, Mel Gibson, Mad Max" Og mér datt í hug að hér væri einhverskonar by-product af Mad Max á ferð; 90 mínútúr af því að fylgjast með manni sem væri andlega óheilbrigður sökum öfga-redneck-uppeldi með "grátur og gnístann tanna" og smá súrelískt slice of life í heimi eftir kjarnorkustyrjöld.

Allt gott og blessað þar til Bubby sleppur út... í 20. öldina. Horfi á seinni hlutann seinna.

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Að lifa á brúninni...

Kannski maður ætti að sleppa af sér beislinu og breyta útlitinu á þessari vefbók og laga til í hlekkjalistananum. Já? Hví ekki það?

It´s that time of the year again

Tetrahydrocannabinoid-neysla hefur verið töluverð. Kvikmyndagláp er fylgikvilli þess og þær kvikmyndir sem ég hef verið að glápa á undanfarið eru:

  1. A History of Violence. Afpspyrnu góð stúdering á persónum og persónueinkenni eftir David Cronenberg. Hvað smá ofbeldi getur leitt til.
  2. Feralag keisaramörgæsana. Fullt af mörgæsum sem eru skemmtilega furðuleg dýr. Fín mynd.
  3. King Kong. Stór api, voða fjör.
  4. Harry Potter and the Goblet of Fire. Einsog hinar Harry Potter-myndirnar (og vissulega bækurnar líka) þá er þessi einsog hinar Harry Potter-myndirnar (og bækurnar líka) þar sem Harry Potter þarf að kljást við vonda kallinn Voldemort með göldrum. Fleiri tæknibrellur og eldri ungleikarar.
  5. The Wicker Man. Æðisleg kvikmynd frá 1973 sem skrifuð er af Anthony Shaffer sem einnig reit meistarastykkið Sleuth (sem gerð var að kvikmynd með Michael Caine og Laurence Olivier í aðalhlutverkunum). Að hluta til söngleikur, lögreglusaga og félagsfræðilegar vangaveltur þegar tvö ólík trúarbrögð kljást. Christpher Lee fer á kostum í þessu verki.
  6. North by Northwest. Hitchcock-klassi. Roger Thornhill, sem leikinn er af Cary Grant, er hafður að rangri sök og talin vera George Talbin, leyniþjónustumaður á vegum CIA og er rænt.

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Smábæjarmentalitet

Kannski þarf nokkrar vetfangskannanir svo að þetta standist vissar kröfur, en þó er maður nokkuð viss að þetta svokallaða séríslenska "smábæjarmentalitet" sé til. Þó þarf viðmiðanir og athuganir, helst þarf samanburðarrannsóknir á ýmsum stöðum. Náttúrulega í smábæjum, hugsanlega í rúmlega 12-16 löndum. Skipt niður eftir efnahagsástandi, staðsetningu, útflutning og innflutningi og öðrum þáttum frá báðum endum, s.s. viðmiðun við hið ríkasta og hið fátækasta.

Maður sér framá ótrúlegt samstarfsverkefni hjá Sameinuðu Þjóðunum. En samkvæmt mínum rannsóknum þá tel ég það mjög líklegt að orðrómurinn, um að hið svokallaða smábæjarmentalitet, er alveg eflaust til. Sömuleiðist minnimáttarstórborgarmentalitet, landsbyggðarsveitapakkmentalitet (sem svipar mjög til smábæjarmentalitet, en er aðeins öðruvísi), ofurmenntaða- ómenntaðmentalitet, vitaalltvitaneitthrokagikkabrickwallmentalitet og póstmódernísktplúróegócentrísktmentalitat.

Hér er smá úrdráttur úr mínum eigin persónulega hugsunarhætti undanfarið:

"Djöfull væri fínt að eiga eitt stykki bíl eða svo."
"Já, veðrið er aldeilis fínt núna."
"Seisei, það er sérdeilis."
"Nei! Obbosí! Ég er í nýjum skóm!"

Kannski er til eitthvað sértækt sálfræðilegt heiti yfir þessu, eitthvað í líkingu við centrified stupifying syndrome nema það mætti vera meira latínskt.

mánudagur, apríl 10, 2006

Stiklað yfir dagana

Fór á æðislega tónleika með dEUS 6. apríl sl. Þetta var ótrúlega, moðerfokking gaman.

Daginn eftir var ég heldur betur lúinn útaf taumlausri gleði kvöldið áður, en mætti þó, ekki beint galvaskur, en þó tiltölulega hress, á Vegamót þar sem setið var með snargeðveikum heiðingjum sem vilja aðeins meiða og skemma og er auk þess stórhættulegt afl í okkar saklausa þjóðfélagi sem hafa nær ótakmarkaðan aðgang að fjárhirslum ríkisins, sá hræðilegum fræjum í huga okkar óstálpaða krakkaorma í leik-, barna- og -gagnfræðiskóla, stundum slæðast þeir inní ganga mennta-, framhalds- og verzlunarskóla með sinn vafasama boðskap og hafa auk þess óheftan aðgang að öllum helstu fjölmiðlum landsins. Já, ég er að tala um nöttarana í Vantrú. Önnur helsta ógn lýðræðis á eftir H5N1 og Talibönunum. Þetta var sérdeilis skemmtilegt, en heldur þröngt um þing.

Restinn fór í stanslausa bjórdrykkju auk fylgikvilla í kjölfarið. Auk þess að sjá hina ágætu mynd V for Vendetta.