laugardagur, maí 22, 2004

Ég er í buxum. Buxurnar eru bláar. Ég er í skóm. Skórnir eru svartir.

Er það ekki magnað?
Ég stefni á að taka bókina Fast Food Nation og þýða hana í mínum frítíma. Er það ekki frábært?

mánudagur, maí 10, 2004

Hversu þolinmóð erum við?
Hér á landi ríkir lítil spilling, en hún er samt talsverð ef miðað er við innlendar fréttir undanfarna vikur og mánuði, sú spilling sem þrífst á þessu landi er klíkuskapur og það er nóg af því. Hvert hneykslismálið rekur upp fjörur fjölmiðla, og almenningur, tæknilega séð, gerir lítið annað en að tala um það en gera ekkert í því. Það þarf bara eina hugrakka sál, lítil steinvala getur komið af stað skriðu. En hver þorir að taka af skarið?

Miðað við uppátæki ráðherra; útlendinafrumvarpið, stuðningurinn við stríðið, fjölmiðlafrumvarpið, svikin loforð, drottnunargirnd, drambsemi, hroki, valdníðsla, lögreglufrumvarpið, styðja ekki sjálfstætt ríki Palestínu né Færeyjar og fleira óupptalið, miðað við þetta og fleira, þá skil ég ekki af hverju að fjöldi einstaklinga sem hafa fengið sig fullsadda af þessarri vitleysu og leyfa ráðamönnum að finna fyrir því með reiði - bara uppþot einsog 1949 nema miklu svæsnari og grófari, breyta götunum í stríðsvæði, molotovkokteilar, grjótkast. Reiðin. Hún ólgar.

Nei, fólk gleypir þetta hrátt, segjir að þetta batni, og á meðan eru veruleikafirrtir klepparar að gá hversu langt má ganga gagnvart fólkinu sem þjónar þeim, því þeir þjóna okkur ekkert, það erum við sem höldum þeim uppi en við sýnum þeim lítið sem ekkert aðhald, rétt einsog á gamla vinnustaðnum mínum. Klepparar, því þeirra háttalag er ekkert svo ólíkt langtíma geðsjúklingum á Klepp. Langtímasjúklingar, stofnanaskemmt fólk, á það til að firrast gjörsamlega frá veruleikanum og byrja að koma með óskir og þrár sem enginn getur uppfyllt eða má ekki uppfylla, því þessar óskir eru óraunhæfar; setja aldurstakmark á erlenda ást, bjóða uppá fjölbreytni með því að innleiða fábreytni, að hræðast eitthvað sem ekki er til. En munurinn á kleppurunum á Kleppi og kleppurunum í Stjórnaráði er sá að síðari hópurinn eru komnir í lyfjaskápinn en eru samt að ganga af göflunum. Stjórnmálamenn á Íslandi eru stofnanaskemmdir, þeir þurfa aðhald. En þeir virka samt einsog einstaklingar með framheilaskaða og eru ögn þroskaskertir. Þeir hafa sjálfmiðaða hugsun: Allt sem ÉG geri og hugsa er rétt, því ÉG er að gera það og hugsa, auk þess hef ÉG alltaf rétt fyrir mér.

Tæknilega séð má ég ekki segja frá því, en ég stenst það ekki því þetta er svo kaldhæðið (en mun stroka út ef þess er óskað og biðjast innilegar afsökunarbeiðni ef ég hef sært viðkvæma sál): Einn af mínum skjólstæðingum er heilabilaður, hann er Sjálfstæðismaður. Hann trúir því enn að Rússland sé kommaland. Hann trúir því að Saddamn Hussein stóð fyrir Tveggja Turna Falli. Hann trúir því enginn fátækt sé til. Hann trúir öllu sem Ríkistjórnin segjir og gerir.

Það þarf mikla þolinmæði að vinna með geðsjúku og heilabiluðu fólki, en það þarf samt sem áður að sýna þeim vissa ákveðni og koma með skýr mörk. Yfir strikið má ekki ganga.
Fátt að segja. Lítið að gera. Ekkert í fréttum. Búinn í þessum tveimur prófum.
Illa borgað. En ágætis starf. Þvílikt þolinmæði. Vinna mikið undanfarna daga. Þankagangur mikill. En tjái mig lítið. Verð að bæta úr því.

mánudagur, maí 03, 2004

Jæja - sökum breytinga á sumarfríum, þá fer ég í frí 8. til 19. - svo að Lúndúnarferðin breytist lítillega - en ég býst við því að fara 9. eða 10. og staldra við í viku eða svo.
Glænýtt barn komið í fjölskylduna
Jæja. Nú er búið að bætast við nýtt skyldmenni, en hann Ingvar Árni Ingvarsson og hún Sono Izutsu-Wright eru loks orðin að alvöru foreldrum. En í nótt, klukkan 0240 fæddist stúlka sem ber nafnið Kaitlyn Björg Ingvarsson (af einhverjum ástæðum fá þau ekki að skíra barnið Ingvarsdóttir, en hún verður Ingvarsdóttir í mínum huga), hún vó 3,2 kg við fæðingu! Magnað.

Þetta hlýtur að vera mögnuð tilfinning að verða (loksins) faðir, Ingvar Árni!
This must be a fantastic feeling to (finally) become a mother, Sono!
Congratulations with the newborn.