föstudagur, september 30, 2005

fimmtudagur, september 29, 2005

Ýktzó lolurz OMG!

Spurning:How many voters does it take to change a light bulb?

Svar:None. Because voters can´t change anything.

Lausleg þýðing: Hversu marga kjósendur þarf til að skipta um ljósaperu?
Enga. Því kjósendur skipta ekki máli. (iss... slöpp þýðing)

Gagnrýni á hagfræðikenningar er varðar stöðu þróunarlanda

Þetta er verkefni sem ég vann ásamt tveimur öðrum í félagsfræði 313, en er að mestu mín smíð. Mitt! MITT!!

Kenningar um stöðu þróunarlanda

Til að geta réttilega gagnrýnt kenningar er varða stöðu þróunarlanda er eflaust vænlegast að stikla á stóru og fara gróflega í gegnum helstu kenningarnar og eisntaklinga sem hafa haft bein og óbein áhrif á félagsfræði.

Upphafið á núverandi kenningum er eflaust kaupgæðisstefnan, sem felst í því að þjóðirnar auðgist aðallega á útflutningi. Þetta er kenning sem kynnt var á 18. öld. Frumherji þessara stefnu var hagfræðingurinn Adam Smith sem taldi að hæfni vinnuafls geri gæfumuninn og einnig að fólk fengi svigrúm til að fullnægja þörfum sínum til að versla, sem leiddi svo til verkaskiptingar og þar með til aukinnar velmegunar, en þetta er grundvöllur nútíma hagfræði. Annar hagfræðingur að nafni David Ricardo taldi að sérhæfing og frjáls verslun skapi gróða fyrir alla, sem er ein af grunnskýringum á velgengni þjóða. Kenningar Smith og Ricardo eru á sömu nótunum, þ.e.a.s. sérhæft vinnuafl og frjáls verslun sem eykur hagvöxt og sé undirstaða efnahagslegra hagsælda þjóðana.

Af öðrum mætum hagfræðingum sem lögðu hönd á plóginn var Thomas Malthaus sem kom með þá kenningu að fólksfjöldi stækki hraðar en fæðusöfnun. Hann var einnig á móti hugmyndinni um velferðarkerfi og ályktaði að það mundi hvetja einstaklinga til að eignast fleiri börn sem mundi auka t.a.m. á hungursneyðina og fátækt. Að hans mati getur heimurinn aðeins framfleytt ákveðnum fjölda fólks. Þetta sést í þriðja heiminum sé og verði fæðuskortur, á meðan offramleiðsla sé á fæðu í iðnaðarlöndum. Það er einnig vert að minnast á það að fyrir iðnbyltinguna þá er talið að fjöldu íbúa á jörðinni væri um tvær milljarðir, en á ca. 150 árum þá hefur íbúafjöldi hækkað upp í nærri sjö milljarða eða um 350 prósent. En kenningin um að fólksfjölgun skapi örbyrgð, er hæpin. Fólksfjölgun er afleiðing iðnvæðingarinnar og offramleiðslu á matvælum, frá líffræðilegu sjónarmiði þá verður oft ótrúleg stofnfjöldun ef gnægð er af fæðu.

Einni helsti frumkvöðull í ritun og og gagnrýni hagfræðikenninga var Karl Marx sem var uppi á 19. öld. En kenningar hans eru svo víðamiklar að varla gefst tækifæri að útskýra það hlítar, en þær fólust meðal annars í því:

  • að vinna sé uppspretta alls auðs,
  • að Kapítalismi er stórvirk aðferð til þróunar framleiðslu og samfélags,
  • að útþensla framleiðsluháttanna getur stórskaðað vanþróað samfélag og,
  • að þær miklu innbyggðu mótsagnir í kapítalisma leiði að lokum til endursköpunar samfélagsins

Hann lagði fram þá kenningu, byggð á díalektísk söguhyggju[1], um hvernig samfélag þróast, að það byrjaði á frumkommúnisma síðan þrælasamfélag og svo lénsskipulag.

Þessir fjórir einstaklingar lögðu grunninn að þeim kenningum sem við höfum um þróunarlönd í dag. Allar kenningar um þessi mál eru góðra gjalda verðar, en spurningin er hvort og hver þeirra eigi meiri rétt á sér en hinar. Þetta eru margar mjög vel rökstuddar hugmyndir um hvernig hægt er að túlka veruleikann.

Einn af þeim sem byggði kenningar sínar á ritum Marx var Vladimir Ilyich Lenin sem sagði að heimsvaldastefnan væri efsta stig kapítalismans. Hann spáði því réttilega að auðmagn mundi safnast saman á fárra manna hendur og hringamyndun og einokun mundi eiga sér stað í iðnríkjum. Sá gróði sem safnast væri svo nýttur til að kaupa upp auðlindir á spottprísi og fjárfesta í ódýru vinnuafli í þróunarlöndum og framleiðsluferillinn mundi verða heimsvæddur.

Af nútíma hagfræðingum sem vert er að minnast á er Walt Whitman Rostow, en hann kemur með ágætlega útfærða kenningu um þróun samfélaga sem er kallað Flugtak Rostows. Í því felst að undirbúa samfélagið fyrir breytingar og láta það gerjast, gera flugbrautina klára, ryðja hindrunum úr veginum og hefja flugtak í átt að betra samfélagi. Menn þurfi að læra, mennta sig og þá er hægt að sérhæfa í þessu og hinu og ná stöðugleika. Menn læri raða upp í forgangsröð og spara, fara rétt með fjármagn. Þannig muni vera hægt að þróa hagkerfið þannig að það þjóni heildinni en ekki útvöldum og verði síðan að neyslusamfélagi, með verslun og þjónustu.

Flest allar félagsfræðilegar kenningar um vandamál þriðja heimsins eru nær allar byggðar á hagfræðikenningum fyrrtalda einstaklinga, en þrátt fyrir heilu fjöllin af skýrslum, kenningum, hugtökum og pælingum þá eru menn langt frá því að vera sammála um hvert vandamál hins vanþróaða heims er í raun. Kenningar um hvers vegna fátækt sé svo mikil í sumum ríkjum heimsins er hægt að flokka á margan hátt og einnig allar þær aðferðir sem hugsanlega gætu minnkað verulega bilið á milli þjóða í því sambandi. En margar þær aðferðir felast meira og minna í peningagjöfum og von um það að stjórnvöld í viðkomandi ríki breyti rétt. Það er líka spurning hvort að þessar kenningar séu hentugt verkfæri til að vinna gegn fátækt í heiminum? Menn eru ekki sammála um meinið og hver lækningin sé við því. Orsakirnar eru margar. En flestir geta verið sammála að menntun ætti að vera besta undirstaðan fyrir betra samfélag og væri ágætis móteitur við smitandi fáfræði sem viðgengst um allann hinn vestræna heim.

Hinn eiginlega gagnrýni

Forsenda þess að þessar kenningar, þessi hugtök og önnur á borð við þróunarlönd, þriðji heimurinn og vanþróuð lönd má rekja til röð atvika er hófst fyrir um 150 árum þegar iðnvæðingin ruddi sér til rúms í Bretlandi, síðan Evrópu og Bandaríkjunum. Meðalaldur fór hækkandi, kjör bötnuðu og almenn lífskilyrði urðu ólík öllu sem á undan var. Menntun jókst og var ekki lengur aðeins á færi vel stæðum einstaklingum af góðum ættum, sem leiddi til þess að ný kunnátta og þekking óx samfara þessari byltingu, vísindi og tækni fleygðu fram og aðrar fræðigreinar byrjuðu að spretta upp, meðan eldri fræði aðlöguðust til að meta og mæla alla þessar ótrúlegu breytingar; líffræði, hagfræði, félagsfræði, mannfræði og sálfræði svo eitthvað sé nefnt. En þessar fræðigreinar hafa allar haft samverkandi áhrif á hvort annað.

En einatt stærsti galli í hag-, félags- og mannfræðinnar er viðmiðun “vondra” ríkja við “góð” ríki, einfaldlega Evrópa vs. Afríka eða við og hinir. Þar af leiðir að margar kenningar sem miðast við stöðu ríkja í Suðrinu eru tiltölulega gallaðar, en eru samt gagnlegar að vissu leyti. Mörg orðin sem eru notuð koma sér vel til að lýsa gróflega ástandinu, einfalda hlutina þannig að það sé auðveldara að skilja. Þó ber ekki að taka kenningarnar of bókstaflega, enda felast nær allar fræðigreinar í viðmiðunum og tölulegum upplýsingum.

Þegar nokkrir hvítir, miðaldra karlmenn, menntaðir í félagsfræði eða hagfræði í byrjun 20. aldar byrjuðu að líta til nágrannalanda sína suður í Afríku, Asíu eða Suður-Ameríku þá fannst þeim samfélag þar til gerðra þjóðbálka vera tiltölulega ábótavant miðað við þeirra eigin. Þeir töldu þetta vera eiginlega “vanþróað”, fátæklegt og ömurlegt, rituðu ýmsar fróðlegar greinar og kenningar, sem sum voru notuð til að réttlæta nauðsyn ýmis vafasamra ákvarðana. T.a.m. var talið að lykillinn að þessari eymdarlegu lausn væri aukin hagvöxtur í anda Adam Smith og David Ricardo sem hægt væri að innleiða með meiri iðnaði, frjálsum markaði og auknum viðskiptum.Í lok 19. aldar og nær alla 20. öldina hafa iðnvæddu ríkin talið að það þyrfti að breiða hugmyndir um iðnað og markað til hins vanþróaða, óiðn-og ómarkaðsvædda heim og nútímavæða heilu heimsálfurnar í vestrænni mynd á mettíma, en þetta var gert með því að taka yfir heilu ríkin bæði pólítískt (Indland) og viðskiptatengd (Kína). Eða í öðrum orðum, vestrænni tækni, gildum og stjórnskipan var þröngvað uppá mörg ríki með samþykki frá nanóbroti íbúenda.

Margar helstu kenningar innan félagsfræðinnar eru þjóðhverfar og miðast nær eingöngu við þróun iðnríkja í norðri og þ.a.l. að lönd í suðri eru flokkuð samkvæmt staðli hins vestræna, iðnvædda heims sem náttúrulega leiðir til fræðilegri úttekt að lifnaðarhættir í þróunarlöndum eru ætíð lélegar, lífskilyrði hræðileg og fátækt mikil og ástandið í þriðja heimsríkjum eftir stríð og sjálfstæði hefur farið versnandi frá ári til árs undanfarin 60 ár samhliða aragrúa af stöðlum, kenningum og tölfræði, en þó eru til einstök ríki víðsvegar um hinn þriðja heim sem hefur náð markvissum stöðugleika.

Þrátt fyrir einstök tilvik þá er sjaldan tekið beint mið af vanþróuðu ríkjunum og einnig er því haldið fram að öll samfélög þróist á sama hátt, sbr. vinsæla kenningu Rostows um flugtakið. Við skulum samt taka því sem gefnu að ástandið í þriðja heiminum sé slæmt og ólífvænlegt, gæti þá verið að afskipti vesturvelda af hag þróunarlanda verið þess valdandi að skapa þetta ástand? Eða eru hag- og félagsfræðikenningarnar ekki nógu góð til að meta réttilega stöðuna?

Til eru mýmörg dæmi um það að íhlutun Evrópu og/eða Bandaríkjanna, jafnvel þau sem hafa verið gerð í góðri trú, af innanlandsmálum margra ríkja í suðrinu hafa hreinlega verið þess valdandi að ástandið í viðkomandi landi hefur endað í menningarhruni, upplausn og jafnvel borgarastríði, nýlegt dæmi er til dæmis Írak. Í bók sinni, Ríkar þjóðir og snauðar, minnist Hannes Í. Ólafsson á menningarhrun Yir Yoront-þjóðbálksins í Ástralíu eftir að hafa komist í snertingu við vestræna trúboða sem í góðmennsku sinni gáfu stálexi í góðri trú til ýmsa meðlimi þjóðbálksins án þess að skeyta um sögu, siði, venjur og gildi Yir Yoront en helsta uppistaða stjórnskipulagsins hjá þeim voru nokkrar steinexir sem notaðar voru einsog skákmenn í valdatafli, einföld sandkassapólítik. Ef maður notast við hagfræðilega sjónarmiðið, þá myndaðist þarna kreppa sökum offramboðs á öxum og erlenda íhlutu og það var upplausn og hrun.

Það má einnig í þessu sambandi benda á viðtal sem tekið var við Kenýska hagfræðinginn James Shikwati af Der Spiegel þann 4. júlí 2005 síðastliðin (“For God´s Sake, Please Stop the Aid!”). Þetta er ansi merkilegt viðtal sem gefur manni allt aðra sýn á ástandinu í Afríku, hann er ekki að biðla Sameinuðu þjóðirnar um meiri þróunaraðstoð heldur er hann að grátbiðja SÞ um að hætta því alfarið og leyfa Afríku að standa á sínum eigin fótum án fjárhagslegra aðstoðar, sem oftast er gefið í formi lána, sem en eykur eymd og volæðið í álfunni.

Sú fjárhagslega aðstoð sem vesturlönd hafa veitt Afríku undanfarin 40 ár hafa gert meiri skaða en gagn, í raun hneppt álfunni í fjárhagslegan þrældóm og haldið áfram að hamra inní þjóðarvitund Afríkubúa hversu miklir ósjálfbjarga aumingjar þeir eru, líkt og var gert á nýlendutímum, og það þrátt fyrir sjálfstæðið. Hann vill að Afríka verði fjárhagslega og efnahagslega sjálfstæð álfa en ekki betlarar. Eins fjarstæðukennd og það gæti hljómað, þá segir hann að þróunaraðstoðin er ein af megin ástæðum þess að Afríka er í svona miklum erfiðleikum.

Eitt helsta heilsufarslega vandamál í Afríku er HIV-smit og eyðni, hann minnist á það hvernig stjórnvöld í Kenýu nýta sér þetta ástand sér til framdráttar með því segja að meira en þrjár milljónir einstaklinga eru með eyðni en eru raun ein milljón. Þetta má kalla atvinnubetl, eins manns dauði er annars manns brauð og þessi faraldur er orðinn “big business” hjá bandarískum lyfjafyrirtækjum. Efalaust eru stjórnvöld í öðrum ríkjum sunnan Sahara sem ýkja tölfræðina til að betla meiri pening frá alþjóðbönkum, ríkistjórnum og Sameinuðu þjóðunum, sem eru svo viljug til að gera allt fyrir Afríkubúana.

Niðurlag

Það er ekki auðvelt að komast að einhverji einni niðurstöðu um þá kosti og galla er varða heimskenningar. En einsog hefur verið drepið á þá eru alltof margar kenningar er varða hag vanþróaðra ríkja gallaðar einfaldlega útaf menningarlegum mismun. Það er ekki hægt að heimfæra ástandi og aðstæðum heimafyrir á annað land án þess að skeyta um menningarlegan uppruna og sögulega forsendur bakvið ástæður aðstæðna. En þær eru þó hjálplegar til að gera manni kleyft að skilja nokkurnveginn ástandið bæði í þróuðu og vanþróuðu ríkjunum, þó það sé ekki nema á yfirborðinu. Hvað er í raun eitt af meginörsökum þessara stórpólitísku og efnahagslegu brunarústum? Tek bara pól í hæðina og segi hagfræðikenningar í praxís auk skeytingarleysi, græðgi og fáfræði Vesturlandabúa og sögulegt stolt af afrekum “hvíta mannsins”.



[1] Sem er önnur kenning Marx um að hægt sé að líta á söguna sem átök milli andstæðna sem leiði til útkomu.

miðvikudagur, september 28, 2005

Mannætufélag Íslands


Kom frá stuttri dvöl minni frá Reykjavík, fór á Andspyrnuhátíðina og leyfði ljúfa tóna leika um mitt eyra, en hefði viljað heyra meira.

En af því tilefni þá skrapp í Photoshop og vélaði saman lógó fyrir Mannætufélag Íslands sem hér má sjá til vinstri. Einfalt og elegant.

Ætti samt að fara krukka meira í Myndastofunni.

Veit ekki af hverju ég hætti.

mánudagur, september 26, 2005

Klukkaður? Djöfulsins endemis vitleysa!

Kíkti aðeins á ritvöllinn hans Ingvars Árna bróður og hann minntist á það að ég ætti að vera "klukkaður". Ég hef einu sinni séð þetta áður, það er hjá Vésteini Valgarðssyni erkikomma og dreng góðum er hann tjáði lesendum um svefnvenjur sínar. Ég velt því fyrir mér hvað þetta "klukk" er og komst að þeirri hógværu niðurstöðu að þetta er keimlíkt svokölluðum keðjubréfum, "Tag! You´re it!"-leikjum og flöskustút. Skilst að ég eigi að segja fimm staðreyndir um mig.

En þó ég reyni að forðast fyrrtalið drasl einsog heitann eldinn, þá skal ég taka við þessari áskorun og ég skal reita eitthvað sniðugt:
  1. Mér finnst bjór góður, oft þegar ég lofa sjálfum mér að fá mér "bara" einn bjór þá á ég það til að ráfa perufullur heim á virkum degi og hringja í skólann næsta morgunn og segjast vera veikur. Hef einu sinni gert þetta þegar ég átti að mæta í vinnu daginn eftir, þ.e. að hringja mig veikann.
  2. Stundum á ég það til að ofspila plötur, s.s. að ég hlusta á fátt annað en það sem er í uppáhaldi þá stundina. Metið mitt er nær þriggja vikna spilun á plötunni 10.000hz Legend með Air.
  3. Ég sveiflast á milli þess að telja mig gáfumenni eða vitleysing, herramann eða dusilmenni, djúphugsuður eða spaugari.
  4. Á það til að byrja að lesa bók sem mér finnst ótrúlega áhugaverð, en dett stundum út dagdrauma og ýmsa þanka meðan ég er að lesa og áður en ég veit þá er ég meira en hálfnaður með bókina og ég man ekkert um hvað ég var að lesa. Sérstaklega óþolandi þegar kemur að námsbókum.
  5. Að lokum, ég er ekki mikið félagsdýr, en á mína spretti.

Supplies!!!

Á morgunn, frá klukkan 1800 til 2300, er Andspyrnuhátíð í Tónlistarþróunarmiðstöðinni í tilefni af því að Sigurður nokkur Harðarsson er nýbúinn að opna anarkista/andspyrnubókasafn í áðurnefndri byggingu, ég er að pæla í að koma öllum á óvart með því að láta sjá mig þar.

laugardagur, september 24, 2005

Þú

Mitt ævintýrilega ferðalag hófst klukkan rúmlega átta. Klukkan tuttugu mínútur í eitt þá helltist yfir vit mín það óendanlega tilgangsleysi sem hrjáir okkur öll. En þó hélt ferðin mín áfram til eina lókal staðarins sem var opin, Víkin. Ég hafði það í hyggju að rölta inn í mínu mesta sakleysi og drekka kannski einn bjór og segja það gott, halda heim á leið með bros á vör, en þegar ég nálgaðist staðinn þá þyrmdi það yfir mér, þvílíkt og annað eins tilgangsleysi. En ég lét mig hafa það og steig innfyrir með japlandi þvaðri í mínum eyrum um ekki neitt sérstakt. Ég nálgaðist barinn og leit í kring, sá nákvæmlega sömu andlitin og ég sá fyrir þremur mánuðum síðan, þar áður fyrir þrem árum síðan, þar áður fyrir þrem dögum síðan. Ég sá síðan sömu andlitin eftir þrjú ár á sama stað, á sömu stólunum þvaðrandi um sama helvítis kjaftæðið. Ég sleppti bjórnum og fór aftur sömu leið út. Því ég gat ekki svarað spurningunni sem leiddi mig á þennan stað, til hvers? Fokkitt, fór heim og settist niður og reit um það.

föstudagur, september 23, 2005

Andlegt svekkelsi

Ef það er eitthvað sem dregur úr lífsgleði mína og kátínu minni þá er það sú staðreynd að geta ekki skilið hluti sem ég ætti að skilja. Í þessu tilviki er það tvennt:
  1. Stærðfræði
  2. Stúlkur
Undanfarna daga hefur skortur á kunnáttu minni varðandi þessa tvo hluti verið ofarlega á baugi. Nú rétt í þessu var ég að ljúka lotuprófi í stærfræði 122 sem ég vart gat þraukað í gegn, en kláraði þó en hvort það hafi verið með prýði get ég ekki verið svo viss. Held að lykt af líkamsvessum hafi náð nýjum hæðum, nema að kaffið hafi verið þess valdandi. Sumir ef til vill flissa yfir því að jafn gáfaður spekingur og ég er get varla klórað mér í gegnum grunnáfanga í stærðfræði, en þetta er dagsatt. Ég fyllist kvíða og finnst mér stundum einsog ég sé að svíkja undan gáfum mínum með því að lýsa yfir heimsku í þessu fagi. Það er ekki svo að ég kunni ekki margföldunartöfluna, frádrátt og samlagningu, en hornafræði, stærðfræðisannanir og ýmsar algebruformúlur er eitthvað sem ég get ómögulega ekki komið mér í skilning til að skilja. Ég er enn að bíða eftir að eitthvað smelli saman í kollinum á mér sem mun verða þess valdandi að ég get farið í gegnum allar tiltölulega erfiðar tölulegar gátur jafnauðveldlega og ég get slátrað tveim bjórum á hálftíma. En einsog staðan er í dag þá skammast ég mín fyrir þessa vankunnáttu mína og mín ósk er sú að ég mun rekast á útskýringu er varðar þetta sem er svo einföld og skynsamleg að ég mun kveinka og gráta af gleði og hlæja af því tímabili þegar stærðfræðin vafðist fyrir mér.

Hvað varðar hitt kynið, þá er tilvalið að vitna í Albert Einstein:
"A clever person solves a problem...
...a wise person avoids it."
Spurninginn er er ég vitringur eða gáfumenni?

fimmtudagur, september 22, 2005

Frjálshyggjuskíthæll

Er sammála Vésteini og tek undir hvert orð Óla Gneista um að þessi Friðbjörn Orri hefur kosið að vera algjör skíthæll með þessum ómerkilegu og viðbjóðslegu ummælum.

Mótmæli við rafskaut

Sé fyrir mér umræðuna á næstu dögum um mótmælin:
Það gengur ekki að einhverjir krakkaaular sem vita ekkert um stóriðnað geti leyft sér að mótmæla einhverjum þau hafa ekkert vit á. Hvað kemur þeim þetta við? Auk þess, hvað gagn er af því að striplast fyrir framan ráðhús Reykjavíkur í von um eina allsherjar kynlífsorgíu með öllum saklausu táningstelpunum, þessi klámkynslóð notar hvaða tækifæri sem er til að stunda endaþarmsmök! Einnig frétti ég frá systur frænda bróður tengdamóður minnar sem sagði að 9 ára dóttir vin frænku langaafa prestsins á Hólum þurfti að sjúga typpið á forsvarsmönnm mótmælenda til þess að mótmæla. Nei, svona athæfi gengur ekki! Það þarf aga og kristileg gildi. Nasistar!
Eða álíka röfl.

miðvikudagur, september 21, 2005

Litlir hlutir gleðja

Það er sá tími mánaðarins þegar náttúran vinnur kraftaverk fyrir alla víddarþenkjandi hippa einsog mig.

þriðjudagur, september 20, 2005

Já, kannski einum of mikill jákvæðni

Þetta er lítill og nett frétt, en fyndin.

föstudagur, september 16, 2005

Blah, blah!

Eitt sinn tjáði ég mig um eyrnamerg og það hefur staðið lengi til að kaupa mér eyrnapinna til að hafa á heimilinu, en því miður hefur það ekki komist í sérstakan vana að kaupa eyrnapinna á heimilið en nú stendur bót á. Þetta tókst mér í dag. Einnig keypti ég mér mjúkan tannbursta frá colgate, því það var einhverja daga sem ég burstaði ekki tennurnar sökum þess að ég hafði ekki aðgang að tannburstanum mínum því ég var einhverstaðar annarstaðar. En það hefur leitt til þess að mér finnst afar sársaukafullt að bursta efri góminn vinstra meginn, auk þess blæðir. Það gæti vel farið svo að ég athugi tíma hjá tannlækni.

Var þetta ekki skemmtilega tilgangslaust og vita óþarfar upplýsingar?

Af því tilefni þá vill ég ólmur benda á frábæran pistill er ber heitið "If these words were people, I would embrace their genocide" eftir George Ouzounian, betur þekktur sem Maddox.

þriðjudagur, september 13, 2005

Reiður maður

Það er fátt sem vekur sérstaka kátínu eða hláturskast hjá mér, stundum finnst mér einsog ég hef hlegið af og að öllu. Man þegar ég fór síðast til Selfoss þá var herbergisfélagi Hauks alltaf að reyna fá mig til að hlæja, því ég virtist vera svo alvörukenndur og andbrosmildur. Stundum er ég það.

En að faglegri ábendingu Óskars um fyndið sjitt þá get ég vart haldið niðrí hlátrinum.

Maddox er fyndin bitur maður
.

mánudagur, september 12, 2005

Af lestrum góðra bóka og ýmislegt í daglegu amstri Dodda

Varð að leggja frá mér bókina Losing Faith in Faith eftir Dan nokkurn Barker er ég fékk veittan póstsendingarseðill í hendurnar fyrir rúmlega viku síðan. Þannig að ég lagði frá mér trúleysið um tíma og arkaði frá skólanum í pósthúsið og leysti út pakka með þvílíkum eftirvæntingasvip. Þetta er rit sem Sigurður Pönk Harðarsson gerði að umtalsefni á Hugarstríði sínu fyrir nokkru. Ef forvitni lesandans hefur ekki tekið yfirhöndina og með því skellt sér á Sigga Pönk til að losna við að þetta orðastagl mitt, þá skal ég glaður tilkynna hvaða bók þetta er, bók ber titillin The Party´s Over : War, Oil and the Fate of the Industrial Societies eftir Richard Heinberg. Ég er rúmlega hálfnaður með hana og finnst hún afar fróðleg, hvet sem flesta til að taka hana í hendur; þeir sem telja að Olíutindur og orkuskortur muni eiga sér stað jafnt þá sem telja að því meiri olíu er dælt úr jörðinni því meiri olíu fáum við (svona einsog að segja að því stærri sneið sem við tökum af kökunni því stærri verður kakan) og auðvitað þá sem ekki hafa velt vöngum yfir þessu máli, sem margir, þar á meðal ég, telja vera grafalvarlegt, jafn lærðir menn sem ólærðir.

En hvað með mig? Æi, í stuttu máli er ég búinn að vera nokkuð þungur þessa dagana og þarf að fara taka mig á í lærdómnum og að loknu þessu innleggi mun ég skella mér í bað.

fimmtudagur, september 08, 2005

Olíuþurrð v. olíugnægð

Maður verður að glugga í gegnum þetta einstaka sinnum. Þetta er gagnabanki yfir mismunandi skoðanir á skorti eða ofgnótt af olíu; lausnin felst í því að bora dýpra. Þó svo að meiri olíu megi finna dýpra í jarðskorpunni breytir ekki þeim áhrifum sem olíuknúnar vélar eru að hafa á gróðurfar og lífríki hér á jörðu og auðvitað ósónlagið.

Þegar búsið klárast þá er bara farið í rakspírann hjá nágrannanum í nlsta húsi sem er í fríi.

miðvikudagur, september 07, 2005

Davíð Oddsson hættur sem stjórnmálamaður...

... skráir sig á elliheimili eftirsótta og/eða óvinsæla stjórnmálamanna, þ.e. Seðlabanki Íslands.

Meira hef ég ekki um það mál að segja. Bara gott hjá honum og gangi honum vel með næstu skáldsöguna.

mánudagur, september 05, 2005

Eilítið um New Orleans

Ég bendi á nýlega færslu Matta Á. Örvitann en þar má finna myndbrot frá fréttastöðinni Fox þar sem fréttamenn eru að eipa yfir ástandinu og einnig bendi ég á viðtal við Ray Nagin, borgarstjóra New Orleans sem er foxillur útí sljó og hæg viðbrögð yfirvalda.

Einkennilegir smábæjir

Einu sinni vann ég á Flateyri um stutta stund. Það var einkennileg upplifun og í kjölfarið flutti ég til Reykjavíkur og stundaði öfgafullan hedónisma sem einkenndist af miklum kannabisreykingum og neyslu á öðrum vímugjöfum. Sumir mundu kalla mig hasshaus og ég gengst undir það.

"The horror, the horror!"

Manni fannst ekki allt vera með felldu í þessum bæ, enda einkennilegt fólk í þessum einkennilega bæ. En í raun var það ekkert svo einkennilegt, manni leið bara einkennilega í að búa tímabundið í bæ sem náttúruhamfarir höfðu dunið yfir 26. október 1995 þegar snjóflóð féll yfir bæinn og tók um 20 mannslíf. Einnig fannst manni skrítið hvernig fólk hélt geðheilsu sinni á jafnlitlum og einangruðum stað og þessum. Virtist vera að það væri í formi stífra drykkju og partíhalda hverja einustu helgi sem ég var þarna, efast ekki um að sú hefð er enn í hávegum haft þar rétt einsog annarstaðar. Þó var hann ekkert svo einangraður, það var ekki langt til Ísafjarðar, kaupstaðakjarna Vesturfjarða, Bolungarvík, Suðureyri og Súðavík. Stundum fer ímyndunaraflið á flug við svona aðstæður og maður fer að gera upp eiginleika bæjarbúa. Mín spaugilega útkoma var sú að það hljóti að vera hópur norna og seiðskratta eða álíka költ sem stundar ýmis vélabrögð og kukl þar til að einhver tiltekin dagur rennur upp og einhver einn verbúðarmaður er tekin og fórnað í nafni nátturufyribrigðis, svosem von um minna frost og minni hafís... óneitanlega væri það gott efni í einhverja litla sögu á borð við The Wicker Man*.

"King for a day, fool for a lifetime!"

En hvort að eitthvað sé hæft í því að einstakir einangraðir bæjir á Íslandi hafi sérstakari einkenni en önnur bæjarfélög er efni í rannsókn, og hver veit, kannski leynast blóðþyrstir djöfladýrkendur sem flestir eru áhrifamiklir einstaklingar innan samfélagsins er fórna "aðkomumanninum" þegar þess krefst, samkvæmt þeirra hefð og trú.

*þess má til gamans geta að sú kvikmynd er stórkostleg og er uppáhaldsmynd þeirra félaga sem kalla sig League of Gentlemen.

laugardagur, september 03, 2005

Ert þú lókal?

Hvað hef ég gert? Hvað hef ég gert?!?

League of Gentlemen er einsog að láta nauðga sér og fá það.

fimmtudagur, september 01, 2005

Örlítið um ríkisrekin fjöldamorð

Steinþór Heiðarsson á gerir fjöldamorðin í Úsbekistan að umtalsefni í nýlegri grein á vefritinu Múrinn. Prýðileg ábending um hvað sumir "lýðræðislega kjörnir" einræðisherrar geta komist upp með ef þeir eru hliðhollir vissum aðilum eða hafa ekkert merkilegt upp á að bjóða í sínu heimalandi, s.s. gull og græna skóga.

Af öðrum tiltölulega nýlegum dæmum má nefna Pol Pot og slátrunin í Kambódíu, en talið er að á milli milljón til tvær milljónir einstaklinga urðu bráðkvaddir á skömmum tíma. Um milljón Hútsar og Tútsar í Rúanda sumarið 1994. Eflaust er hægt að tína til álíka hrylling til viðbótar. En tvær spurningar og kvistsvangaveltur spretta uppúr myrkvuðu fylgsni hugarskots míns:

1. Hversu marga vesturlandabúa þarf að drepa í einhverju þróunarríki svo að tekið verði eftir öllum hinum morðunum?
---1.1. Skiptir máli í hvaða þróunarríki morðin eru framin svo tekið verði eftir þeim?
---1.2. Fréttast svona fjöldamorð af þessarri stærðargráðu löngu eða stuttu eftir þau hafa verið framin?
---1.3. Eða er vitað af þeim á undan atvikinu eða á meðan því stendur?
2. Hversu mikið virði er eitt stykki mannslíf í dollurum eða evrum?
---2.1. Ef það er hægt að reikna það út, hvernig er það metið?
-------a) staðsetning
-------b) menntun og kunnátta
-------c) ætterni og húðlitur
-------d) allt ofantalið

Í von um skjót svör,
Kær kveðja
-D.