fimmtudagur, september 30, 2004

Já. Halldór "hinn þurri" Ásgrímsson orðinn forsætisráðherra og eitt af hans fyrstu verkum er að reyna úthýsa einn af sínum eigin flokksmönnum úr öllu er varðar þingstörf og -nefndir. Byrjar vel.

Jón Steinar Gunnlaugsson orðinn hæstaréttadómari, nema hvað. Ætli Hannes Hólmsteinn verði rektor Háskólans?

Hmmm... finn ég skítalykt af augljósum klíkuskap hjá "valdboðinu"? *þef, þef* Jú, það er einhver dularfull lykt af þessu.

Klíkuskapur
Það telst varla klíkuskapur að ráða barnið sitt í sjoppu sem maður á, það telst varla klíkuskapur að tala við vin sinn í frystihúsinu til að sannfæra hann um að ráða 16 ára unglingspjötlunna sem er vinkona dóttur þinnar, varla er það klíkuskapur að fá manninn sinn til að leysa sig af við ræstingar.

En, skv. skrifræðis/bjúrókratíu reglunni þegar kemur sérstaklega að opinberum störfum þá á ekki og má ekki ráða nákomna vini eða ættingja í æðstu störf, sérstaklega ef meðmæli, reynsla og menntun er lakari en hjá þeim sem ekki þekkja "ráðningarstjórann" . En einsog staðan er í dag, þó sérstaklega hér og í BNA, þá er þetta byrjað að líkjast konungsveldi. Ættingjarnir og prófesjonal rassasleikjurnar fá bestu störfin.

þriðjudagur, september 28, 2004

Það var frétt á Sunnudaginn 26. sl, er fjallaði um ofskynjunarsveppi, eða hina svotilkölluðu drjóla, en þeir innihalda efni er valda ofskynjunum er kallast "psilocybin." En fréttin tjáði manni um það að nú væri fólk byrjað að tína sveppi víðast hvar í Reykjavík.

En þetta voru akkúrat upplýsingarnar sem ég þurfti. Fór síðan út að labba, og hvað fann ég? Nú, drjóla, sem ég tíndi og mun verka, neyta og njóta.
Veit ekki hvað er í gangi með þetta blog...

Ég púslaði litlu innleggi er varðaði litla nýjung á bókasafninu, er ég ætla að birta það þá koma bara "error" - þannig að ég póstaði öðru innleggi um bókasafnið. En af einhverjum furðulegum ástæðum þá komm fyrra innleggið inn. Þannig að ég breytti þessu innleggi í nöldur.
Kommakvað?

Það má vel athuga hvort það sé einhver fótur fyrir litlum kommaklúbb á Hornafirði. Ætli það séu einhverjir Hornfirðingar sem lauma sér stundum á þessa síðu og geta kannski tjáð sig um málið?

Hmmm... það er varla að maður þori að opna munnin hér um ýmis málefni, hræddur um að vera stjaksettur.

fimmtudagur, september 23, 2004

Hjarðeðli rasista...?

Ég viðurkenni að ég hef lítið stúderað þessa tilteknu einstaklinga, einfaldlega útaf því ég veit að þeir hafa rangt fyrir sér; enginn er framar öðrum, það gengur ekki upp. Það er ekki til nein marktæk reglustika á það hversu ólíkt fólk er. Það er auðveld að dæma fólk útfrá útlitinu, enda það fyrsta sem maður sér.

Hvernig, spyr ég, er hægt að koma fólki skilning um að það hafi rangt fyrir sér, án þess að maður ofreyni sig? Auk þess er sá hinn sami að ofreyna sig í að reyna sannfæra mann að hann hafi rétt fyrir sér með því að vísa í vafasöm vísindi og skítleg slagorð. Ég hef litla þolinmæði í svona fólk, en þó eru til undantekningar. Sumir minnast á í einfeldni sinni muninn á blökkumanni og hvítum manni eða evrópubúa og araba. Sætta sig við einfaldar útskýringar á útlitsmuni og hegðun "Negri er með stórt typpi og fílar hvítar kellingar" eða "Arabar eru kreisí útaf öllum þessum hita og þess vegna vilja þeir allir drepa alla" og það er oftast einfald og auðveld að útskýra að þetta er ekkert svona einfalt. Í fyrra tilvikinu þá á ástinn enginn landamæri, auk þess eru typpi mistór hjá hverjum og einum, í seinna tilvikinu þá eru ekkert allir Arabar að drepa alla, síðan getur maður talið upp sögulega atburði, muninn á menningarheimum, aðstæðum og ástæðum.

Ég hef auk þess nett gaman af kynþáttakaldhæðni, ég nota til dæmis stundum orðalagið "skáeygður grjóni", "negri með prik" eða "handklæðahausar" til að lýsa tilteknum manneskjum, minn einkahúmor og ég meina ekkert illt. Sem minnir mig á samtal við frænda minn, er ég fékk far hjá frá Reykjavík til Hornafjarðar á síðasta ári, en hann segist vera yfirlýstur kynþáttahatari en flest allt sem hann sagði um mun á kynþáttum var blanda af fáfræði, alvöru, gamansemi og auk þess að viðurkenna að hann væri haldinn þessum tveimur fyrrtöldu kvillum, ef svo má segja. Það er auðveld að tala við svona rasista, enda eru þeir ekkert alvörugefnir rasistar, það má segja að þetta sé dæmigerður íslensku rasisti, þ.e. kynþáttahatur er ekki þeirra aðaláhugamál eða meginsvið, oft orðað í hálfkæringi eða gráglettilegu gríni. Sættir sig við einfaldar skýringar en er til í að láta fólk leiðrétta sig.

En hvað á maður að segja við bókstafstrúarrasista, kynþáttahatara sem hefur kreddubundnar skoðanir og tekur mark á vísindalegum athugasemdum, könnunum og niðurstöðum um mun á milli mismundandi manna. Einsetur sér það að það er upp á hann/hana komið að bjarga heiminum frá hnignandi gildum og venjum...

...æi, ég veit það ekki. Því ég bara skil ekki hvernig svona fólk verður til. Hvort þetta sé eitthvað sem foreldri eða eldra systkyni sagði eða segjir sem viðkomandi lítur upp til...?

mánudagur, september 13, 2004

"Minnumst fórnarlamba hryðjuverka..." þessi lína er orðinn ansi margtuggin og klisjukennt. Mér er nokk pent sama um þau Bandarísku börn er misstu foreldrana sína í árásinni 2001. Hvað með þau börn sem þurfa að lifa við fátækt og ömurleika, misnotkun og barsmíðar, hungur og dauða uppá hvern einasta dag í Bandaríkjunum (og víðar auðvitað)?

Hvað annað er merkilegt við dagsetningu 11. september?

"1st Cavalry Division" á vegum BNA kemur til Víetnam árið 1965 og flestir vita hvaða ríkishyðjuverk áttu sér stað í Víetnam næstu átta árin.

Þetta er sami dagur og Salvador Allende, lýðræðislegi réttkjörni forseti Chile, var steypt af stóli árið 1973 og Auguste Pinochet var settur inn sem einræðisherra og olli miklu tjóni hjá almennum borgara í Chile.

og Celine Díon gefur út sína fyrstu ensku plötu Unison árið 1990... AAAAAAARGH, ef það er ekki tónlistarlegt hryðjuverk, þá veit ek ei hvað er hryðjuverk.

Síðan er gott að skoða þennan lista, til að fá smá samanburð á hryðjuverkum og ríkishryðjuverkum...
Hnattverming og mengun... tenging?

Það var sýndur þáttur á RÚV um daginn sem bar titillinn "Big Chill" (sem er einnig nafn á teknó-vímugjafa-hátíð í UK). Þar var verið að tala um hnattvermingu, bráðnun jökla sem orsakar að meira hreint vatn fer útí saltann sjóinn sem gæti leitt til þess að golfstraumurinn hættir að streyma og þar af leiðandi mundi það enda í ísöld, því, einsog hvert mannsbarn ætti að vita, þá á golfstraumurinn drjúgan þátt í því að halda jörðinni heitri. Þetta er atburðarás sem mun henda næstu 100 árin. Í stuttu máli sagt : við erum serðuð... nema:

Að við hættum að menga svona viðbjóðslega mikið.

Enginn vísindamaður minntist á það í þessum þætti, þeir sögðu alltaf að "það er ekkert sem við getum gert í þessu", jú! Hætta að bora eftir olíu, slaka á bílanotkun, nota hjól í við hvert tækifæri, ganga meira, loka mörgum verksmiðjum og huga að komandi kynslóðum. Ekkert sem við getum gert, djöfulsins svartsýni er þetta.

Það er til lausn á flestum vandamálum, en því miður er vandamálið oft svo að það er enginn endanleg lausn á flestum vandamálum...

miðvikudagur, september 08, 2004

Menntun? Hvað á að gera við allt þetta menntaða fólk?

Var að ræða við tvo Breta í gærkvöldi, og þau bendu mér á einn áhugaverðan punkt, sem ég hef áður velt vöngum mínum yfir (en ég hef þó ekki viðrað þá skoðun hér, að mig minnir). En það var í sambandi við menntun.

Mér hefur alltaf skilst að menntun í Bretlandi sé alveg afleit, en skv. þeim hjúunum, þá er það ekki svo slæmt, menntun í Bretlandi hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarin ár, og er talin bara nokkuð góð, en þó er það mismunandi milli héraða. Fleira fólk er að mennta sig í tölvufræðum, heimasíðugerðum, netstjórnun og fleira stafrænt bull, auk annarskonar "æðri menntun" (sagnfræði t.d.;).

En nú er komið upp vandamál í Englandinu, en það er akkúrat titillinn á þessu litla innleggi "Hvað á að gera við allt þetta menntaða fólk?" Því dágóður hluti af þessum hámenntuðu háskólagengnu prófessorum og doktorum fá hvergi vinnu við það sem það hefur eytt dágóðum peningi og tíma í að sérhæfa sig í, og á móti kemur er orðinn talsverður skortur á smiðum, pípurum, rafvirkjum, múrurum og fleirum sérhæfðum verkamönnum, sem hægt er að treysta á nota bene, því þeir sérhæfðu verkamenn sem eru þarna eru, skv. Dover-hjónana (og fleiri), óprúttnir glæpamenn.

Ekki það að ég hafi eitthvað á móti æðri menntun, en þetta verður aðeins að koma til móts við "framboð og eftirspurn". Þetta gæti endað á þann skoplega hátt að tölvunarfræðingar geta ekki fengið rafvirkja í húsið sitt til að leggja rafmagnið svo að hann geti tengt tölvuna sína, sagnfræðingurinn gæti ekki fengið smið til að smíða bókahilluna, læknirinn fær ekki pípara til að gera við sótthreinsunarvaskinn eða framkvæmdastjórinn fær ekki múrara til að byggja verksmiðjuna sína.

Bara pæling.

Úfff...
Það var nú að ljúka málþing á vegum ÚFFF núna fyrir rúmum klukkutíma síðan. Þetta var fundur sem miðað var við fólk á aldrinum 16-25 ára, en þó máttu nú hverjir sem er mæta. Það verður að segjast að þetta var afar uppbyggilegt og mjög ánægjulegur fundur, jafnvel þó að stór hluti af nemendunum mættu til þess að sleppa við tíma (og sást best eftir hléð, er klukkan sló fjögur þá var rúmur helmingurinn horfinn) þá gerði það ekkert til, enda var nóg af ungu sem eldra fólki í lok fundarins til að skeggræða um það sem betur má fara. Tími til fokking kominn.

Félagslífið hér á Höfn er, svo maður noti afar gamla og góða klisju, til háborinnar skammar. Þegar talað er um æskudýrkun, að börnin eru framtíðinn og svo framvegis, þá á maður bágt með að trúa því, enda er sama sem ekkert gert til að skapa eitthvað félagslíf í þessum litla bæ, viðhalda einhverjum áhuga hjá þessum aldurshópi til að, tja, búa hérna í bænum. Þeir sem flytja úr bænum, koma sjaldan ef nokkurn tímann aftur, nema kannski á eitthvað tíu ára fermingarendurmót eða til að heimsækja fjölskyldunna sína um jólin. Þessi aldurshópur, meðan það er hér í skóla (þó sérstaklega 16-18 ára) hefur ekkert að gera, nema að biðja aðeins eldri manneskjur til að fara í ríkið og kaupa áfengi og fara á fyllerí um helgar, ég held að félagslífið samanstendur mest megnis af því... fyllerí.

En vonandi mun þetta virka einsog vítamínsprauta fyrir mig og þá sem yngri eru. Nokkur málefni sem var drepið á:
  • Að bæta samstarf milli skóla og stofnana annarstaðar á landinu.
  • Koma á fót ungmennahúsi, eða Húsi, einsog t.d. H-Húsið á Hveragerði.
  • Stofna félög, nefndir eða hópa, halda námskeið sem er tengd ýmsum áhugamálum (á borð við tónlist, leiklist, myndlist o.s.frv.)
  • Að sparka í rassin á bæjaryfirvöldum og minna þá þetta fólk, þetta fólk sem er hluti af og mótar samfélagið sem við búum í.
  • Að kjósa ungan einstakling inná bæjaráð, með því að hvetja alla á aldrinum 18-25 að kjósa þann mann.

Já, þetta var svo sannarlega þarfaþing.

þriðjudagur, september 07, 2004

Það er gaman af einstaklingum sem njóta þess að opna þriðja augað fyrir áhugasama. Mitt uppáhald er og verður ætíð Bill Hicks, en hann Jóhannes Björn Lúðvíksson er kominn á topp 10 listann.

mánudagur, september 06, 2004

Ætla mér að skrifa heillangann pistill um sumarið og ýmislegt annað, en ég hef lítinn tíma, svo ég ætla aðeins að drepa á því helsta, svona til uppfyllingar:

  • Laptop talvan heima fór í steik, þannig að ég get aðeins verið að þýða Ástardagar, Stríðsnætur, milli klukkan 16:00 - 19:00, ef ekkert brýnt skólaverkefni liggur fyrir. Þetta finnst mér miður, því það er sjaldan búið að koma tækifæri til að vinna í þessarri þýðingu.
  • Síðasta laugardag varð ég ofurölvi, og gerði mig eflaust af miklu fífli. Varð næstum valdur stórskaða á honum Hilmari Erni Hilmarssyni, tónlistarmanni... en Óðinn leit yfir honum svo engar blóðsúthellingar urðu. Auk þess þurfti ég að vinna daginn eftir, svona kæruleysi má helst ekki endurtaka sig.
  • Tvær giftingar, ein nýfædd frænka, klúðrið með Útnára-útileguna, Bjólfskviða og meira merkilegt, ásamt ýmsum pælingum og svoleiðis. Stay partly tuned, ég er enginn überbloggari einsog þessi hérna.