miðvikudagur, júní 30, 2004

...

Afsakið... ég veit að fáir lesa þetta, en...

Er það starfskilyrði fyrir ríkjandi þing- og ráðamenn að koma sem flestum lögum og frumvörpum í lagabákn Íslands?

Þeir sem eru stjórnaliðar og þeir sem eru stjórnrandstæðingar, er það óskrifuð (eða skrifuð) regla að vera nær ætíð á öndverðum meiði? Er enginn leið fyrir þessa bjána að komast samkomulagi?

Fólk! Þið sem haldið að þið getið ekkert gert, gerið eitthvað! Annaðhvort ræot með molotovkokteila og grjóti, eða læsið ykkur í handleggjastöðu fyrir framan Stjórnaráðið eða Alþingi (eða bæði!!)!
Er órói í samfélaginu? Hef ekki fundið fyrir því, en ég bý útá landi, þannig að ég veit ei hvernig þetta er á Íslandi, sem er Reykjavík(aka Höfuðborgarsvæðið). En það virðist allt gerast í Reykjavík/Ísland, það eru skandalarnir sem mestir, þar eru allir þingmenn og ráðherrar, þar virðist ríkja skálmöld, skeggöld og vargöld.

Í Reykjavík ráða ráðamenn.

En útá landi eru eintómir strumpar, þar sem skoðanir ráðast af Baugstíðindum, enda erum við sveitungar svo spilltir af auðvaldi og trúgirni að við trúum öllu sem prentað er á blað. Fyrst það stendur í riti, þá hlýtur það að vera satt.

Við tökum ekki mark á málgagni sjálfstæðisflokksins, hvað þá ljósvakamiðlum ríkisstjórnar.
Jæja, best að viðra eitthvað, svona rétt áður enn mánuðurinn endar. Það er nú aðeins meira en mánuðurinn síðan ég lagði eitthvað af mörkum á þessa litla vefbók hérna, en það er nú ekkert mikið sem ég hef að segja.

En, tíu mínútum áður en mánuðurinn endar, til flefle með 17. júní, hvað sem það þýðir, og forsetinn líka, vattever, og... glænýja "vargöld" sem hefur skellt á þjóðfélagið. Ég lít útúm gluggan og sé fólk vera að kyrkja hvort annað útaf ástæðum sem eru mér ókunnar.

Jíbbí!