þriðjudagur, ágúst 29, 2006

The littlest police-state that could...

Þegar íslenskar lögregluaðgerðir gagnvart erlendum og innlendum mótmælendum jaðra á við fasísk vinnubrögð (hleranir, hótanir, handahófskenndar handtökur), dóms- og kirkjumálaráðherra telur tímabært að það þurfi að stofna eða koma á fót einhverskonar leyniþjónustu/öryggislögreglu/greiningardeild því að "[v]ið getum ekki fyrirfram látið eins og önnur lögmál gildi um Ísland á þessu sviði en önnur lönd", þegar yfirmaður tollgæslunar, Georg Láruson, vill fá hríðskotabyssur á varðskipin útaf "hugsanlegri hryðjuverkarárás með litlum hraðskreiðum smábátum fylltar af sprengiefni [umorðun]", er þá ekki kominn tími til að staldra aðeins við og spurja örfáar spurningar? Hvað varð af þessari "friðsömu" þjóð? Hví er verið innleiða óþarfa hræðslu? Af hverju í ósköpunum ætti land sem ,samkvæmt alþjóðlegri könnun, er í 186. sæti yfir "lönd sem gætu lent í hugsanlegri hryðjuverkaárás", að verða fyrir "hugsanlegri hryðjuverkaárás"?
Tja... maður spyr sig.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Better to be safe than sorry!! Blast!!! Georg Lárusson í forsíðu moggans um daginn með herhjálm stjórnandi skriðdreka surveyiing his domian, protecting the mountain woman from harm! Guardian of the coast!


Annars var ég að bíða eftir Evrópuferðasögunni þinni, er hún þér um megn eða ertu kominn með 10 bls.?

Nafnlaus sagði...

Burt með kvótann, burt með helvítis kvótann!!!! :-)

Einar,