miðvikudagur, júní 01, 2005

Danskandall

Ein mesta málahneisa sem hefur komið fyrir í nútímasögu Íslands, eitt af topp tíu menningarslysum var sú ákvörðun frekar misvitra manna að þýða dönsku Andrésar Andar-blöðin og einnig hætta að flytja dönsku Andrésar Andar-blöðin til landsins. Þær kynslóðir sem ólust upp við dönsku Andrésar Andar-blöðin eru ansi sleip í dönskunni, þær kynslóðir sem komu á eftir, post-Andarþýðing, kunna varla stakt orð í dönsku, þar á meðal ég.

Mér finnst danska vera leiðinleg og tilgangslaus, en það er enskan ekki og ég er nokkuð flinkur í ensku einfaldlega út af því ég er alinn upp við breska og ameríska miðla (þ.e. myndir, tónlist, bækur o.s.frv.). Hin augljósa ástæða er sú að það er ekki til neinn skemmtilegur miðill á dönsku sem getur gert dönskuna skide skemmtilega. Ég held að ég sé nú ekki einn um þessa skoðun. Ég óska þess nú að til hefði verið gífurlega stórt upplag af Anders And heima, þá hefði það getað opnað hálflæstar tungumáladyr í kollinum mér.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jújú maður er orðinn helvíti sleipur í enskunni á má það þakka cablinum hans Binna og hefur Sky One verið stór hluti af lífi mínu lengi