mánudagur, september 05, 2005

Einkennilegir smábæjir

Einu sinni vann ég á Flateyri um stutta stund. Það var einkennileg upplifun og í kjölfarið flutti ég til Reykjavíkur og stundaði öfgafullan hedónisma sem einkenndist af miklum kannabisreykingum og neyslu á öðrum vímugjöfum. Sumir mundu kalla mig hasshaus og ég gengst undir það.

"The horror, the horror!"

Manni fannst ekki allt vera með felldu í þessum bæ, enda einkennilegt fólk í þessum einkennilega bæ. En í raun var það ekkert svo einkennilegt, manni leið bara einkennilega í að búa tímabundið í bæ sem náttúruhamfarir höfðu dunið yfir 26. október 1995 þegar snjóflóð féll yfir bæinn og tók um 20 mannslíf. Einnig fannst manni skrítið hvernig fólk hélt geðheilsu sinni á jafnlitlum og einangruðum stað og þessum. Virtist vera að það væri í formi stífra drykkju og partíhalda hverja einustu helgi sem ég var þarna, efast ekki um að sú hefð er enn í hávegum haft þar rétt einsog annarstaðar. Þó var hann ekkert svo einangraður, það var ekki langt til Ísafjarðar, kaupstaðakjarna Vesturfjarða, Bolungarvík, Suðureyri og Súðavík. Stundum fer ímyndunaraflið á flug við svona aðstæður og maður fer að gera upp eiginleika bæjarbúa. Mín spaugilega útkoma var sú að það hljóti að vera hópur norna og seiðskratta eða álíka költ sem stundar ýmis vélabrögð og kukl þar til að einhver tiltekin dagur rennur upp og einhver einn verbúðarmaður er tekin og fórnað í nafni nátturufyribrigðis, svosem von um minna frost og minni hafís... óneitanlega væri það gott efni í einhverja litla sögu á borð við The Wicker Man*.

"King for a day, fool for a lifetime!"

En hvort að eitthvað sé hæft í því að einstakir einangraðir bæjir á Íslandi hafi sérstakari einkenni en önnur bæjarfélög er efni í rannsókn, og hver veit, kannski leynast blóðþyrstir djöfladýrkendur sem flestir eru áhrifamiklir einstaklingar innan samfélagsins er fórna "aðkomumanninum" þegar þess krefst, samkvæmt þeirra hefð og trú.

*þess má til gamans geta að sú kvikmynd er stórkostleg og er uppáhaldsmynd þeirra félaga sem kalla sig League of Gentlemen.

2 ummæli:

Oskar Petur sagði...

Sjitt! Það á að fara að endurgera Wicker Man m. Nicolas Cage, o.fl., o.fl. (sjá imdb) - kemur út á næsta ári. Neil LaBute er reyndar alveg stórkostlegur leikstjóri (In the Company of fokkíngs Men, maður!).

Ef þú ert með gott net+spíkera/heddfón, þá er nýja Deus-platan er strímuð á

http://3voor12.vpro.nl/3voor12/index.jsp

(smella á "Luisterpaal" og fletta...). Verður þarna í ca. 1-2 vikur. Líka fullt af fínum plötum þarna - alltaf, ókeypis...

Einar Steinn sagði...

Nicholas Cage er svo sem ekki sá versti sem þeir hefðu getað valið. En þetta er eitthvað svo breskt-fyrirbrigði. Sé þetta síður gerast í Bandaríkjunum, kelta, drúída og læti.

"What is all this shoutnig,Tubbs? We'll have no trouble here. This is a loval shop for local people". Ahh, elska þessa þætti. :)

Hvað neyslu áhrærir kæmi mér ekki til hugar að kalla þig hasshaus, en vitandi að þú ert vel gefinn þú ert og góður drengur að auki held ég að best sé halda huganum skýrum.