Varð að leggja frá mér bókina Losing Faith in Faith eftir Dan nokkurn Barker er ég fékk veittan póstsendingarseðill í hendurnar fyrir rúmlega viku síðan. Þannig að ég lagði frá mér trúleysið um tíma og arkaði frá skólanum í pósthúsið og leysti út pakka með þvílíkum eftirvæntingasvip. Þetta er rit sem Sigurður Pönk Harðarsson gerði að umtalsefni á Hugarstríði sínu fyrir nokkru. Ef forvitni lesandans hefur ekki tekið yfirhöndina og með því skellt sér á Sigga Pönk til að losna við að þetta orðastagl mitt, þá skal ég glaður tilkynna hvaða bók þetta er, bók ber titillin The Party´s Over : War, Oil and the Fate of the Industrial Societies eftir Richard Heinberg. Ég er rúmlega hálfnaður með hana og finnst hún afar fróðleg, hvet sem flesta til að taka hana í hendur; þeir sem telja að Olíutindur og orkuskortur muni eiga sér stað jafnt þá sem telja að því meiri olíu er dælt úr jörðinni því meiri olíu fáum við (svona einsog að segja að því stærri sneið sem við tökum af kökunni því stærri verður kakan) og auðvitað þá sem ekki hafa velt vöngum yfir þessu máli, sem margir, þar á meðal ég, telja vera grafalvarlegt, jafn lærðir menn sem ólærðir.
En hvað með mig? Æi, í stuttu máli er ég búinn að vera nokkuð þungur þessa dagana og þarf að fara taka mig á í lærdómnum og að loknu þessu innleggi mun ég skella mér í bað.
En hvað með mig? Æi, í stuttu máli er ég búinn að vera nokkuð þungur þessa dagana og þarf að fara taka mig á í lærdómnum og að loknu þessu innleggi mun ég skella mér í bað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli